Vísir - 29.09.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 29.09.1965, Blaðsíða 7
VlSIR . Miðvikudaginn 29. september 1965. 7 BftKUR Tjað er ekki ólíklegt, að mörg- um hafi komið það nokkuð spánskt fyrir sjónir, þegar skýrt hefur verið frá því í fréttum að undanfömu, að sjálf guðfræði- deild Háskólans hafi tekið gilda til doktorsvarnar ritgerð sem fjallaði um „kýmni og háð“ í Nýja testamentinu. Vafalaust finnst sumum þetta algerlega ó- viðeigandi, því að menn líta á guðspjöllin sem heilög rit, er helg virðing og lotning skuli um lykja. Ekki megi ræða í sömu setningunni um grín og guð- dóminn. Þetta gefur mönnupm tilefni til að rifja upp orð alvöruskálds ins Hallgríms Péturssonar, sem varaði menn við að fara með háð og spé: „Guðs orð er skemmt og gaman þeim sem glens eða nýjar fréttir.“ og enn nokkru síðar: Cr. Jakob ræðir í bók sinni ° mikið um gamansemi í helgi ritum Gyðinga og er fróðlegt mjög að lesa kaflann sem fjall- ar um það. Virðist mega ráða af honum, að prestar Gyðinga hafi leyft sér miklu meira gaman gagnvart guðdómnum en tíðkast hefur í ritum kristinna manna. Þar virðast vera algengar dæmi sögur, þar sem mannlegar verur tala við guð eins og hann sé Mf andi persóna, jafnvel stæla við hann, (sbr. glímu Jakobs við guð, sem endað með því að sá síðamefndi beitti brögðum og sló Jakob úr augnakörlunum.) Þessi gamansemi heidur áfram í síðari tímaritum Gyðinga svo sem Talmud og Midrash. Þar sem stundum er talað um að guð hafi gleymt sér eða sofið yfir sig og jafnvel rökrætt um það, hvort hann hafi verið þjóf ur“ að taka rifbein Adams í levf isleysi. En svo er ekki að sjá um starfsaðferðir sr. Jakobs: Tel ég þessi atriði hér upp í réttri röð: 1) „Þér eruð salt jarðar, en ef saltið dofnar með hverju á þá að selta það? Það er þá til einskis framar nýtt, heldur er því kastað út og það fótum troð ið af mönnum..' 2) „Ekki kveikja menn heldur ljós og setja það undir mæliker heldur á ljósastikuna." 3) „Hver sem því brýtur eitt af þessum minnstu boðorðum og kennir mönnum það, hann mun verða kallaður minnstur í himnariki." 4) ...ef réttlæti yðar tekur ekki langt fram réttlæti fræði- manna og Faríseanna, komist þér alls ekki inn í himnarfki." 5) „... hver sem segir við bróður sinn: Bjáni! verður sekur fyrir ráðinu, en hver sem segir: Þú heimskingi! á skilið að fara í eldsvítið." Dr. Jakob Jónsson i ræðustóli við doktorsvöm um síðustu helgi. V ar Kristur „húmoristi44? „Mannvits forvitni og mennta- glys margir þá vilja reyna, að orði drottins gera gys. gaman loflegt það meina“. Tjrátt fyrir þetta hefur sr. Jak- ob talið sér heimilt að leita að hinni kátlegu hlið mannlífs- ins £ sjálfum guðspjöllunum, leita að þessu jafnvel í ræðum sögum og samtali sjálfs Krists og enginn getur ætlað, hversu andsnúinn sem hann er þessari aðferð, að þetta sé gert í þeim tilgangi að niðurlægja guðdóm- inn, heldur þvert á móti til þess að nálgast Krist og skilja hann. Hann útskýrir það £ fyrri hluta bókar sinnar, að það þurfi alls ekki að líta á gamansemi og guðdóm' sem neinar andstæð ur og bendir á það. að einmitt þeir sem lifa hinu innilegasta og nánasta trúarlífi eiga auðvelt með að blanda saman guðdómn- um og gamansemi. Hann bendir á það að þrátt fvrir alvöruna f Passfusálmunum, megi finna þar mörg merki þess að höfund- ur þeirra kunni að meta gaman- semi. er það álitið mjög erfitt viðfangsefni í sálar- fræðinni að skilgr. kýmnina, eða gefa nokkrar fastar reglur um það hvað ummæli þurfi að inni- halda til þess að geta talizt fynd in. Líkast til verður slfk alls- herjarskilgreining aldrei gerð, heldur aðeins bent á ýmis tak- mörkuð einkenni, sem eiga stundum við, svo sem þegar gam ansemi er fólgin f ýkjum og andstæðum. Kýmni getur t. d. verið góðlátleg og illgimisleg, þar að auki er skopskyn manna svo ákaflega misjafnt og grund- völlur þess eftir kynslóðum jafn vel ólíkur. að Gyðingar hafi litið á þessar sögur, sem vanhelgun guðdóms ins. Er talið að þetta stafi af þvi að þessi rit Gyðinga hafi verið eins og nokkurskonar kennslu- stundir, en það tíðkaðist ein- mitt hjá kennimönnum Gyðinga að byrja kennslustundir með einhverjum gamansögum til að lyfta mönnum upp. I sambandi við þetta rifjar höfundurinn upp, að víða m. a. á íslandi sé til urmull af gamansömum þjóðsög> um um guðdóminn. Þær séu ekki gerðar til að niðra guðstrúnni heldur vitni þær um góðvild og trúnaðartraust og nefnir hann sem nærtækt dæmi um þetta söguna af „Sálinni hans Jóns míns“. /~ig þá er að víkja að Nýja testamentinu. Uppistaða bókar sr. Jakobs er löng skrá um þær setingar þar sem hann telur gæta kýmni og háðs. Hann flokkar þetta niður, fyrst f sam 6) „Vertu skjótur til við sætta mótstöðumann þinn, meðan þú ert enn á veginum með honum, svo að hann selji þig eigi dómar anum f hendur.“ 7) „Ekki máttu heldur sverja við höfuð þitt, þvf þú getur ekki gert eitt hár hvftt eða svart.“ 8) Og við þann sem vill lög- sækja þig og taka kyrtil þinn slepp og við hann yfirhöfninni. 9) „Þegar þú gefur ölmusu, þá lát ekki blása f básúnu fyrir þér, eins og hræsnamir gera f samkundunum og strætunum til þess, að þeir hljóti lof af mönnimum... En þegar þú gef ur ölmusu, þá viti vinstri hönd þfn, ekki, hvað hægri hönd ger- ir....“ 10) En er þér biðjist fyrir, þá viðhafið ekki ónytjumælgi eins og heiðingjarnir, þvf þeir hyggja að þeir muni bænheyrðir verða fyrir mælgi sfna. ekki miklu fremur klaéða yður, þér lítiltrúaðir". 12) „En hví sér þú flísina í auga bróður þfns. en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu?“ 13) „Gefið eigi hundum það sem heilagt er og kastið eigi perlum fyrir svín ...“ 14) „Hver er sá á meðal yðar sem myndi gefa syni sínum stein, ef hann bæði um brauð? Og hvort mundi hann gefa hon um hðggorm, ef hann bæði um fisk.“ 15) „Gætið yðar fyrir falsspá- mönnum, er koma til yðar í sauð klæðum, en eru hið innra glefs andi vargar." 16) „Hvort geta menn lesið yfnber af þyrnum eða fíkjur af þistlum?" 17) „Hverjum sem heyrir orð mín og breytir ekki eftir þeim, honum má líkja við heimskan mann, sem byggði hús sitt á sandi og steypiregn kom ofan, Um bók sr. Jakobs Jónssonar hliða guðspjöllunum, f Jóhann- esar guðspjalli og sfðan í Post ulasögunni og tékur síðan sér- staklega fyrir gamansemi Páls postula. Hann gerir einnig aðra skiptingu á þessu, t. d. hvort kýmnin kemur fram í ræðum Krists, samtölum hans og dæmi sögum eða frásögnum annarra um hann. Er þetta allt mjög langt mál og tæki ennfr. lengra rúm er hér er fyrir hendi að gefa yfirl. yfir þetta og útskýra það allt. Hinsvegar langar mig til að gefa takmarkað sýnishom yfir þetta og skulum við rekja hvar hinn nýkjömi dr. þykist merkja gamans. t. d. í Fjallræðunni, en það ætti að gefa nokkra hugm. 11) Hér er til hinn langi kafli um að dýrin þurfi ekki að vinna t. d.: „Hver af yður getur með áhyggjum aukið einni alin við hæð sína.“ „Lftið til fugla him insins, þeir sá ekki né uppskera og þeir safna heldur ekki f hlöður, og yðar himneski faðir fæðir þá, eruð þér ekki miklu fremri en þeir?“ og „Gefið gaum að lilljum vallarins, hversu þær vaxa, þær vinna ekki og þær spinna ekki heldur, en ég segi yður, að jafnvel Salomon í allri dýrð sinni var ekki svo búin sem ein þeirra." „Fyrst Guð nú skrýðir svo gras vallarins, sem í dag stendur en á morgun verð ur á eld kastað, skyldi hann þá og beljandi lækir komu og storm ar blésu og buldu á því húsi og það féll og fall þess var mikið“. t'g hef nú talið upp öll þau t j atriði úr fjallræðunni sem sr. Jakob nefnir sem dæmi kýmnigáfu Krists. Að vísu er hér um aðeins takmarkað svið að ræða og aðrar tilvitnanir höf undarins f guðspjöllin óteljandi þar fyrir utan. En í stuttri grein sem þessari verður að takmarka sig við eitthvað. Auðvitað hafa allir menn mismunandi skyn- skop, en ég held, að það séu ekki margir sem gætu fundið kýmnina í þessum setningum sem hér hafa verið taldar upp. Allir geta viðurkennt, að hér hefur snjall ræðumaður talað, þetta eru mjög kröftug spak- mæli, og lesandinn getur undr- ast það hve skörp og skáldleg hugsun býr að baki orðunum. En mér er ómögulegt að fallast á að nokkurt af þessum dæmum sýni kýmni eða skop. það sem kemst næst því, er sú hugsun, að nokkur geti bætt alin við hæð sína með áhyggjum. Tjannig virðist mér við yfir- lestur á bók Jakobs, að honum takist ekki að sýna fram á kýmni eða skop í orðum Krists. Háð kemur þar hinsvegar iðulega fyrir, en sjaldnast gam ansamt háð. Og við það að blaða efln einu sinni í guðspjöllunum í sambandi við lestur á doktors ritgerðinni finnst mér eins og bað hafi orðið mér Ijósara, hvað þessi rit eru í reyndinni furðu lega gersnevdd allri gamansemi. Er augljós munurinn á þeim og hinum ýmsu helgiritum Gyðing anna að þessu leyti. Hitt virðist mér, að mætti til sannsvegar færa, að mörg spakmæli Krists sýni slíka skerpu og að vfsu stundum slíkt háð, að höfundur þeirra hljóti líka að hafa haft til að bera skopskyn, þó að ekk ert raunverulegt skop hafi feng- ið að fljóta með í hina helgu bók. Og vissulega virðist mér réttur sá hluti í niðurstöðum sr. .Takobéi þar sem hann segir: „Hann er skáld og listamaður af bezta tagi. Sem spámaður er hann byltingamaður, hann gagn rýnir þjóð sína, stjóm og trúar yfirvöld, o. s. frv. ■þrátt fyrir það, þó ég geti " ekki verið höfundinum sam mála um kýmni í guðspjöllun- um, sennilega af því að skop- skyn okkar, virðist vera svo á- kaflega ólíkt, þá finnst mér, að Framh. bls. 4

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.