Vísir - 29.09.1965, Blaðsíða 6
6
v i 51 k . MiövlKudaginn 29. september 1965.
mœr'-
Greinargerð —
Framhald af bls. 1.
byggingarkostnaður íbúðarhúsa á
þeim tíma er matið fer fram að
frádreginni eðlilegri fymingu, og
fullt tillit verði tekið til kostnað-
ar við lóð hússins og húsgmnn.
Snemma á þessu ári tilkynnti Guð-
mundur í.' Guðmundsson dóms-
málaráðuneytinu, að hann óskaði
þess, að húskaupin kæmu nú til
framkvæmda, svo sem að framan
segir. í byrjun apríl s.l. nefndi
Guðmundur I Guðmundsson sem
matsmann af sinni hálfu Tómas
Vigfússon, húsasmíðameistara, en
dómsmálaráðuneytið tilnefndi af
sinni hálfu Helga Eyjólfsson, húsa-
smíðameistara. í matsgerð þeirra
kemur fram, að húsið Brekkugata
13 er 1325 rúmmetrar að stærð.
Niðurstaða matsgerðarinnar hljóð-
ar svo: „í matinu höfum við tekið
tillit til aðstæðna við bygginga-
framkvæmdir, þegar þær fóru
fram, ástand eignarinnar nú og
fvrningu, samanber bréf dóms- og
kirkjumálaráðuneytisins dags. 1.
apríl 1958, eins og neðan greinir:
. Við matið verði lagt til
íbúðarhúsa á þeim tíma er matið
fer fram að frádreginni eðlilegri
fymingu ,og fullt tillit verði tek-
ið til kostnaðar við lóð hússins og
húsgrunn...“
Með hliðsjón af byggingarkostn-
aði, eins og hann er í dag og
ástand eignarinnar metum við hús-
ið á kr. 3.710.000,00.
Samkvæmt framlögðum reikn-
ingum eiganda á framkvæmdum
við lóðina og önnur mannvirki, er
á henni eru, fært til núverandi
verðlags, metum við þær á kr.
1.027.000,00.. — Heildarmat kr.
4.737.000,00.
Svo sem fram kemur af ofan-
greindum tölum er rúmmetraverð
í húsinu metið á kr. 2.800,00.
Komið hafa fram í blaðaskrif-
um ábendingar um, að ekki hafi
verið gætt nægilega við kaupin á-
kvæða laga um embættisbústaði
dómara. 1 2. gr. þeirra laga seg-
ir: „Nú verða héraðsdómaraskipti
og sá er af störfum lætur, eða
bú hans á hús, sem að dómi ráð-
herra er hæfur héraðsdómarabú-
staður, og skal þá ríkisstjórnin
kaupa eignina, ef viðtakandi
héraðsdómari óskar, enda fáist hún
grundvallar byggingarkostnaðurfyrir hæfilegt verð að dómi sér-
Atvinna óskast
Þrjá unga menn vantar vinnu sem fyrst. Allt,
sem vel er borgað, kemur til greina. Sími
36848 kl. 5—7 e.h.
Útstillingaóhöld -
Nokkur útstillingaráhöld verða til sölu í kvöld
kl. 7—8 á Skólavörðustíg 30 (kjallara).
H. TOFT
Afgreiðslustsíljka ^
Rösk og áreiflanleg stúlka, ekki ýngri en 20
ára, óskast nú þegar. Uppl. í dag og á morgun
kl. 5—6.
AÐALBÚÐIN Lækjartorgi
Sendisveinn
Sendisveinn óskast nú þegar hálfan eða all-
an daginn. Þarf að hafa hjól.
LINDUUMBOÐIÐ
Bræðraborgarstíg 9 . Sími 23785
Húsbyggjendur —
Húseigendur
Höfum fjölbreyttan lager af rennum og niður-
föllum. Önnumst smíði og uppsetningu fljótt
og vel.
H/F BORGARBLIKKSMIÐJAN
Múla v/Suðurlandsbraut
Vil ráða duglega
Afgreiðslustúlku
nú þegar.
H. TOFT Skólavörðustíg 8
Einbýlishús til sölu
Einbýlishús á Seltjarnarnesi til sölu, hæð og
ris. Á hæðinni eru þrjú herbergi, eldhús og
bað. í risi eru fimm herbergi og bað. Hag-
stætt verð og greiðsluskilmálar.
FASTEIGNASKRIFSTOFAN
Austurstræti 17. 4. hæð. (Hús Silla & Valda).
Slmi: 17466. Kvöldsími: 17733.
fróðra óvilhallra manna“. Af þessu
er ljóst, að með bréfinu frá 1. apríl
1958 eru teknar aðrar og meiri
skuldbindingar á ríkissjóð en sam
kvæmt tilvitnaðri lagagrein, þ. á.
m. um matsgrundvöll.
Matsmönnunum er, samkvæmt
bréfi ráðherra 1. apríl 1958, bein-
línis fyrir lagt að meta hús og
lóð miðað við kostnaðarverð hvort
tveggja á þeim tíma, þegar matið
fer fram. Frá þessu ber að draga
eðlilega. fymingu á húseign og er
við það miðað í matinu. En lóðar-
verðið er, samkvæmt fyrirmælum
bréfsins byggt á framlögðum kostn
aðarreikningum á framkvæmdum
við lóðina og önnur mannvirki, er
á henni eru, fært til núverandi verð
lags, eins og áður segir.
Kostnaðurinn varð svo mikill
vegna alveg sérstakrar mannvirkja
gerðar á lóðinni. þar sem sprengt
er inn í Hamarinn svokallaða fyr-
ir húsinu. Um þessar ákvarðanir
ber ekki að saka matsmennina, held
ur leiðir þær af þeim skuldbinding
um, sem teknar voru á ríkissjóð
með bréfinu 1. apríl 1958.
Að því er varðar val á mats-
manni af hálfu dómsmálaráðuneyt-
.isins hefur verið fundið að því,
að Helgi Eyjólfsson, húsasmíða-
meistari hafi verið valinn, þar sem
hann væri jafnframt framkvæmda
stjóri sölunefndar varnaliðseigna,
og málefni hennar heyri undir ut-
anríkisráðherra. Helgi er þó ekki
á neinn veg svo háður utanríkis
ráðherra um það starf, að skert
geti sjálfstæði hans í matsstörfum
eða réttdæmi, enda verður ekki
vefengt, að Helgi Eyjólfsson er ein
hver færasti kunnáttumaður, sem
völ er á í því efni, sem matið
fjallaði um.
Prentarar —
Framhald af bls. 1.
fyrir þann tíma. Á þessu stigi májs-
iitó-er engn uririt áð sþá um þáð
ttvort af verkfalli verðúr eða ekki.
Prentarar hafa þegar sett fram
kröfur sínar í kjaramálum. Er þar
um að ræða ca. 15% kröfu um
kauphækkun, auk krafna um ýmiss
konar fríðindi. Prentsmiðjueigend-
ur hafa ekki hingað til hins vegar
gert neitt tilboð og ekki tekið á
sáttafundum formlega afstöðu til
krafna prentara.
Sáttafundur hefur verið boðaður
í kvöld kl. 8.30. Er þar búizt við
jþví, að prentsmiðjueigendur setji
i loks fram tilboð sitt. Munu prent-
larar taka afstöðu til þess á al-
I mennum félagsfundi, sem boðaður
hefur verið til að ræða samning-
ana á morgun kl. 5.15. Er þá
skammur tími til stefnu, þvi verk-
fall á að hefjast nokkrum tímum
seinna ef ekki nást samningar. —
Deilan hefur ekki verið lögð fyrir
sáttasemjara.
TjaBdanes —
Framh. af bls. 16
á aldrinum 8—12 ára á heimil-
ið, en forstöðumaður þess er
Alan Stenning, maður með kunn
áttu o greynslu. og ennfremur
verður fleira starfsfólk honum
til aðstoðar.
„Það, sem vakti fyrir okkur,"
sagði Friðfinnur, „var að reisa
við góðar aðstæður lítið heimili,
ekki hæli eða stofnun, þar sem
börnin geta fengið að sjá pabba
og mömmu. Þetta hefur gefizt
vel erlendis."
Hann sagði, að Joseph Kenn-
edy, faðir forsetans látna, hefði
gefið nokkur bamaheimili með
svipuðu sniði. „Það þarf að
vinna að þessum málum miklu
meira hér á íslandi — við þurf
um sennilega 4 Osvona heimili
— það er svo margt ógert í þess
um efnum hér, að mann undr-
ar“.
Heimilið á Tjaldanesi er rúm-
lega 300 ferm. a ðflatarmáli,
B ALLETT V ÖRUR
Og
Táskór og æfingaskór frá
GAMBA og FREED.
Stretch-nylon búningar
fyrir BALLET og Í.EIK-
FIMI frá DANSKIN
LASTONET.
Smábarnafatnaður
Snyrti -og gjafavör
ur — Kvensokkar
Leikföng
VERZLIÍNIN
REYNIMELUR
Bræðraborgarstíg 22
Sími: 1-30-76
teiknað af Herði Bjömssyni,
arkitekt. í annarri álmunni em
5 herbergi, ætluð fyrir ungling
ana. skrifstofa forstöðumanns
og lítið herbergi fyrir vaktmann.
í hinrs álmunni eru eldhús og
borðstofa og íbúð starfsfólks.
í útihúsi er kennslustofa og
þvottahús og geymsla.
11. síðan —
vonir um að fá milljónina end-
urgreidda með rentum og
renturentum. Ekki er loku fyrir
það skotið að maður fái að sjá
hana á hvíta tjaldinu innan
skamms, því að hún leikur í
nýrr'i hryllingsmynd, „13“, sem
MGM hefur látið gera. Þau Dav
id Niven og Kim Novak leika
þar aðalhlutverkin.
X
Charon Tate leikur íkvikmynd
^ þessari unglingsstúlku, sem
gædd er dulrænum hæfileikum
og á myndin að gerast í smá-
þorpi í Frakklandi. Þetta er
fyrsta kvikmyndin sem hún
leikur f, en áður hefur hún kom
ið fram í föstum sjónvarpsþátt-
um vestur þar og getið sér góð
an orðstír. Það hlýtur líka eitt-
hvað að vera, eftir þessari fjár
festingu að dæma.
Ósko efftir smíði
á lítilli eldhúsmnréttingu. Fyrirframgreiðsla,
ef óskað er. Uppl. í síma 40539.
Pfafff-sníðanúmskeið
Dag- og kvöldnámskeið byrja mánudaginn
4. okt. Kennslubókin er á íslenzku. Innritun í
PFAFF Skólavörðustíg 1
Símar 13725 og 15054
Atvinna óskast
Stúlka óskar eftir atvinnu eftir hádegi. Vön
símavörzlu og afgreiðslu. Sími 60009 eftir
kl. 8 e. h.
Vér tilkynnum:
Að skrifstofa vor hefur verið flutt að
Suðurlandsbraut 6
Jafnframt höfum vér fengið nýtt símanúmer,
sem er:
38540
Dráttarvélar h.f.
maBBXBi&xrsT&tzœ