Vísir - 02.10.1965, Blaðsíða 2

Vísir - 02.10.1965, Blaðsíða 2
V1 S.I R . Laugardagur 2. oktðbcr 1965. Bridgeþáttur VÍSIS Ritstj. Stefán Guójohnscn Úrslit Evrópumótsins urðu þau, að ítalir sigruðu ennþá einu sinni. Yfirburðir þeirra eru nú orðnir það miklir. að þeir geta leyft sér að láta heimsmeistaralið sitt sitja hjá. Aðeins einn af heimsmeisturunum var í liðinu en það er Georgio Belladonne. Hann er starfsmaður hins opinbera í Róm. Heimsmeist- aratitilinn hefur hann unnið 7 sinn- um, Olympíutitil einu sinni og Ev- rópumeistari hefur hann orðið 5 sinnum. Aðrir í sveitinni eru Piero Astolfi frá Milano. Hann er verzl- unarfulltrúi, tók þátt í Evrópumót- inu i Torquay 1961, en þetta er fyrsti Evrópumeistaratitill hans. Vito Gandolfi, frá Milano ,tók einnig þátt í Evrópumótinu í Tor- quay. Hann hefur unnið fjölda landstitla,, skrifar bridgeþætti og hefur skrifað bók um kastþröng í bridge, sem heitir „Monographia" Benitö Bianchi frá Livorno er verzl- unarfulltrúi. Hann hefur áður spil- að fyrir Italfu á Evrópumótunum 1961 1962 og 1963. Hann skrifar bridgeþætti og hefur gefið út bók, sem heitir „Quadre Livorno". Makk er hans er Giuseppe Messina, lækn- ir frá Livorno Hann gefur sér eínn- ig tíma til þess að skrifa bridge- þætti og spilaði fyrir ítalíu á Ev- rópumótunum 1962 og 1963. Makk- er heimsmeistarans var að þessu sinni Renato Mondolfo, frimerkja- kaupmaður frá Róm. Hahn samdi Roman Club kerfið ásamt Bella- donna Öðru sæ itnáði mjög óvænt hol- Jenzka sveitin. Þar eð ítalir eru heimsmeistarar, þá færist rétturinn til þátttöku I næstu heimsmeistara keppni yfir á annað sætið í mótinu. Holland mun því senda fulltrúa til St. Vincent I Italíu, en þar verður næsta heimsmeistarakeppni haldin. 1 hollenzku svéitinni spiluðu: Slav enburg-Kreyns, Blitzblum-Rijke, Oudshoorn-Boender. Þeir fjórir fyrstnefndu spila mjög einfalt sagn kerfi an nokkurra gervisagna þ. e. ..natiiral bidding". 1 kvennaflokki sigruðu frönsku dömurnar naumlega frá Englending um. í sveitinni eru: Martin — Poudjian — Sussel — Temmer- mann — Gailhard — Velud. Úrslit f báðum flokkum voru eft irfarandi: Opni flokkurinn 1. Italía 92 stig 2. Holland 88 stig 3. Frakkland 86 stig 4. England 79 stig 5. Danmörk 74 stig 6. Finnland 72 stig 7. Noregur 72 stig 8. Sviss 71 stig 9. írland 63 stig 10. Pólland 62 stig 11. Svíþjóð 60 stig 12. Llbanon 60 stig 13. Belgía 51 stig 14. Portúgal 50 stig 15. Þýzkaland 45 stig 16. ísrael 42 stig 17. Austurríki 41 stig 18. Spá'nn 29 stig | Kvennaflokkur: i 1. Frakkland 61 stlg i 2. England 60 stig ! 3. Þýzkaland 52 stig i 4. Spánn 49 stig ! 5. Noregur 49 stig I 6. Svíþjóð 46 stig , 7. ítalía 46 stig I 8. írland 42 stig I 9. Belgfa 39 stig i 10. Svlss 35 stig 11. Holland 32 stig 12. Finnland 21 stig 13. Pólland 19 stig Myndin er af hinum nýbökuðu Evrópumeisturum, ftölum, sem sigruðu á Evrópumótinu f Ostende í Belgfu. Talið frá vinstn: Belladonna, Bianchi, Tracanella, fytitHBi, Messina, Mondölfo, Gand- olfi, Astolfi. Frammistaða Norðurlandanna var athyglisverð og er ég hræddur um að þau verði þung á bárunni næsta vor, þegar Norðurlandamótið verð- ur haldið hér I Reykjavfk. I næsta þætti kem ég með spil frá mótinu. Undanrásir eru hafnar í Firma- keppni Bridgesambands Islands. Eftir 1. umferð hjá Bridgefélagi Reykjavíkur eru þessi firmu efst: 1. Prentsm. Jóns Björnssonar 423 st (Hilmar Guðmundsson) 2. N. Manscher & Co 421 — (Þorgeir Sigurðsson) 3. Steindórsprent 405 — (Sveinn Helgason) 4. Hafskip h.f. 387 — (Jakob Bjarnason) 5. Málning h.f. 382 — (Stefán Guðjohnsen) 6. Búi Petersen h.f. 380 — (Lárus Karlsson) Lyftubíllinn Sími 35643 ¦HBBeSSE"-. i._. , tWWHIIIMIIIWUI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.