Vísir - 02.10.1965, Blaðsíða 5

Vísir - 02.10.1965, Blaðsíða 5
VÍSIR . Laugardagur 2. október 1965. Hvor verður Islandsmeistari - AKRANES eSa KR? l::Æ Q Á morgun fást úrslitin loks í 1. deild, — þ. e. ef Akranes og KR skiíja ekki jöfn að leik lokn- um, en það getur vitanlega gerzt, enda þótt framlengt verði ef jafntefli verður að loknum rétta leiktímanum. © KR er frægt fyrir „heppni" sína í úrslitaleikj- um. Er það annars heppni hve vel KR gengur oft í úrslitaleikjum? Liklega ekki. Það er senni- lega sigurviljinn hjá KR-liðunum, sem er þess valdandi að oft gengur vel á úrslitastundu. Akranes hefur tvfvegis unnlð KR í sumar, í báðum leikjum sinum í 1. deildarkeppninni. KR virðlst ekki ganga sem bezt að ráða við Akranes. Laugardalsvöllurinn er að visu helmavöllur KR í 1. deild, en það má raunar segja að Akranesllðið sé fullt eins hag- vant þar. Liðlð hefur alltaf leik ið vel í Reykjavík og virðist það ekki há liðihu hið minnsta að leika hér. Ríkharður Jónsson mun stýra liði sínu í Laugardal á morgun. Hann er kominn heim ai'tur úr stuttu skemmtiferðalagi til Dan- merkur. Fyrirliði KR er EHert Schram. Leikurinn hefst kl. 15 á morg- Urslit í meira en einum skilningi Leikurinn á morgun er úrslitaleikur í meira en einum skilningi. Frá ' því 1. deild byrjaði fyrir 11 árum hafa liðin verið mjög jöfn, og' ef Akranes vinnur um helgina, eru liSin jöfn að stigum og leikj- \ um, en Akranes hefur þá skorað fleiri mörk. Staðan er þessi: ^s^ÆSÆ^aí^i^ -; :¦::.-¦—¦: *:..:V;.*:;::.:'.::v:::::::;^ Rikharður og Eyleifur eru beittir sóknarmenn og skora flest marka Akraness. KR ÍÁ "~— Valur Fram ÍBK ÍBA Þróttur ÍBH Vikingur IBÍ 90 90 90 90 55 60 25 20 10 10 53 21 16 _ 254:117 127jt :^~^lTc;:2T-'~2347Í39^^ 39 28 17 19 2 1 2 0 20 22 12 8 5 4 0 1 31 40 26 33 18 15 8 9 173:170 136:163 96:120 107:145 25:88 17:62 15:39 2:26 98 st. 78 st 46 st 46 st 9 st 6 st 4 st 1 st HÖRÐUR FELIXSON — einn styrkasti hlekkur varnarinnar hjá KR er aftur með liði sínu eftir nokkurt hlé. un. Búast má við miklu fjöl- menni á vellinum og er fólki ráðlagt að koma snemma tll að missa ekki af leiknum, þvi mikil þröng vill verða við aðgöngu- miðasölurnar síðustu minúturn- ar fyrir leik. Þannig komust margir ekki inn á völlinn um síð ustu helgi fyrr en 15—20 mín. eftir að leikur hófst. utlöntL I raopgun 'útlönd - í ¦ iftcjiígun.. ¦ \' útl.ond i . morgun Lokatilraun til samkomulags um sjálf stæði Rhodesiu í næstu viku hefst í London fund ur brezkra ráðherra og ráðherra frá Rhodesiu til þess að ræða sjálf stæði hennar. Af hálfu lains Smiths forsætisráðherra Rhodesiu er tekið fram, að þar sem dregizt hafi í 2 ár að ná samkomulagi um sjálf- stæði landsins verði að ganga frá málinu nú, það þoli ekki frekari bið, að það fái ekki afgreiðslu. Dómsmálaráðherra Rhodesiu kemur með Iain Smith til London, sennilega á mánudag, en fyrir eru tveir ráðherrar frá Rhodesiu, ný- lega komnir þangað. Wílson forsætisráðherra og Bott omley samveldismálaráðherra hafa rætt Rhodesiumálið að undanförnu sín f milli og er það von þeirra, að samkomulag náist. — Stjórnmála- fréttaritari Brezka útvarpsins seg ir það óbreytta skoðun þeirra, að þróunin verði að halda áfram I átt að því marki að meiri hluti landsmanna verði ráðandi í land- inu, og sú þróun megi ekki taka óeðlilega langan tíma. Telja þeir það sem áður ögrandi og bylting- arkennda ákvörðun, ef Rhodesíu- stjórn birti einhliða yfirlýsingu um sjálfstæði. 33 þingmenn úr flokki brezkra krata hafa lýst yfir, að þeir vilji refsiaðgerðir gegn Rhodesiu ef slík yfirlýsing kæmi fram, og ef þær dygðu ekki yrðu Sameinuðu þjóð- irnar að beita valdi sínu. Vafalaust er, að Afríkuþjóðir muni Ieggja málið fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Portúgalsstjórn hefir tilkynnt brezku stjórninni sem var við fyr- irspurn frá henni, að hún sé henni sammála um, að fulltrúi Rhodesiu í Lissabon sé ekki sendiherra, þar sem Rhodesia sé ekki sjálfstætt ' ".....¦¦ miiimiwiiihiiiiiiih i'iiim Rusk og Gromiko á nýjum fundi Iain Smith land. Hins vegar sé fyllilega rétt mætt að Rhodesia hafi sérstakan fulltrúa í Lissabon, vegna náins samstarfs og tengsla Rhodesiu og portúgölsku nýlendnanna í Austur- Afríku. Ný innflytjenda- lög í USA Báðar deildir þjóðþings Banda- rikjanna hafa nú samxykkt frum- varp Johnsons forseta um innflutn ing fólks Með því er kvótakerfi fyrri laga afnumið, en nú verður leyfður inn flutningur 170.000 manns árlega — án tillits t'il þjóðernis. Andrei Gromiko utanríkisráð- herra Sovétríkjanna hafði boð inni í gær fyrir Dean Rusk utanrikis- ' ráðherra Bandaríkjanna og gafst 'þeim þá tækitærT til þess að halda ál'ram viðræðum sínum um heims- ; vandamálin, kjamorkuvopn, hversu ihindra megi útbreiðslu þeirra og i Kashmirdeiluna — , en Vietnam ræddu þeir ekki á fyrri fundinum, sem var fyrir tveimur dögum. Bilið er breitt milli þeirra í Viet nammálinu, en í Öryggisráðinu hefir samstarfsvilji komið í Ijós í Kashmirmálinu. Meðal næstu ræðumanna á Alls herjarþinginu í gær var Per Hække rup utanríkisráðherra Danmerkur. Aðild Kína að Sameinuðu þjóð unum mun ekki verða rædd fyrr en þá undir lok þingsins þar sem au ríki sem styðja aðildina vilja bíða átektar fram yfir fyrirhugaðan topp fund Aslu- og Afrlkuþjóða í Algeirs borg í nóvember næstkomandi. Fllefu lönd standa að tillögu um að- } ild Kína. Fulltrúi Albaníu sagði í igær í ræðu. að vikja ætti Fomósu stjórninni úr sæti Kína og láta Pek jingstjórnina fá sessinn. Oft er litið iá fulltrúa Albaníu hjá Sameinuðu jþjóðunum sem málpípu Peking- í stjórnar. 200 þús. her- menn í Suður- Vietnqm Bandarfkln munú innan árs hafa 200.000 manna her í Suður-Viet- man. \ McNamara landvarnaráðherra til kynnti í gær, að lið yrði sent til Suður-Vietnam eftir þörfum. Banda ríkjamenn hafa þar nú 130,000 manna lið. Bandaríski skriffinnurinn Walter Lippmann sagði nýlega, að Banda- ríkin yrðu^ að senda eina milljón hermanna til Suður-Vietnam ef það ætti að takast, að ráða niðurlögum Vietcong. -*»w; ^.,«»HaM«gii^««^o»=^™»« / t—¦aaa—g

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.