Vísir - 07.10.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 07.10.1965, Blaðsíða 7
VlSIR Fimmtudagur 7. október 1965. W JÓNAS KRISTJÁNSSON: MAÐURINN. MANNFÉLAGIÐ OG MENNINGIN IZ'irkjan er ekki svipur hjá sjón nú á dögum. Viða gegnir kristin kirkja vart öðru hlutverki en guðsþjónustu og er það mikil breyting frá þvi sem áður var, þegar kirkjan var allt í öllu. Fyrir þúsund árum var kirkjan miðpunktur vest- rænnar menningar. Biskupar hennar sameinuðu andlegt og veraldlegt vald. Þeir önnuðust ekki aðeins trúmálin, heldur voru þeir einnig lénsherrar, inn heimtu skatta og skyldur og fóru fyrir vígalegum herjum. Hjá kirkjunni var mesti auð- urinn saman kominn. Engin stofnun né einstaklingar komust í hálfkvisti við auðæfi kirkjunn- ar í löndum og lausum aurum. Kirkjan öll menntun var rekin af kirkj unni. Hún hafði raunar einokun á allri fræðslu. Allir embættis- menn voru lærðir í kirkjuskólum og kirkjunnar menn voru fjöl- mennir í hópi æðstu embættis- manna. Kirkjan hélt einnig uppi menn ingunni. Hún lét reisa voldug og dýr musteri, klaustur og kastala. Hún var verndari húsa- meistara, myndhöggvara og mál ara og veitti þeim verkefnin. Hún var líka tryggingastofnun þess tíma. Hún rak sjúkrahús og annaðist ölmusumenn. Hún gerði Iífsþreyttu folki kleift að gerast leikbræður f klaustrum. tók við eigum þess og veitti því I þess stað aðhlynningu til dauðadags. Kirkjan var ekki aðeins efna hagslega óháð ríkisvaldinu, held ur hafði hún óhemjulegt póli- tískt vald, oft meira vald en rikisvaldið sjálft. Á þessum tíma var kirkjan líka skemmtistaður. Menn komu I kirkju 'og sáu helgileiki og heyrðu tónlist, menndrukku þar og sömdu um viðskipti sín. Kirkjan var miðpunktur tilVlr- unnar . k löngum tíma missti kirkjan smám saman þessi verkefni úr höndum sínum, og einbeitti sér æ meira að trúarlegu verk- efni sínu. Mesta hrun kirkjunn- ar varð I siðaskiptunum, og þró- unin síðan hefur verið í sömu átt. Biskupar kirkjunnar gegna ekki lengur veraldlegum embætt um. Auður kirkjunnar er smá- vægilegur miðað við auð stofn ana og fyrirtækja. Menntun og uppfræðsla er nú verkefni ríkis- valdsins. Rfkir menn og ríkis- valdið hafa tekið að sér vernd un listanna, að láta reisa glæsi hallir og prýða listaverkum. Rík isvaldið og að nokkru leyti einka fyrirtæki hafa tekið að sér trygg ingar og heilsugæzlu. Kirkjan hefur víða lítið sem ekkert póli tfskt vald. Kirkjan er hætt að vera skemmtistaður og menn fara í hennar stað i leikhús, á tónleika og í veitingahús. Menn leita ekki lengur til presta, held- ur lækna og sálfræðinga. Á síðustu öld hefur kirkjan einnig misst einkarétt sinn á heimspeki og siðfræði. Friþenkj arar hafa slitið hvort tveggja úr tengslum við kirkjuna, þannig að hön situr uppi með guðs- trúna eina eftir. í kaþólskum löndum tekur meiri hluti fólks hverfandi lítið mark á kirkjunni og enn minna í löndum mótmælenda, þar sem kirkjan er orðin að afar lítil- fjörlegri stofnun í útjaðri sam- félagsins. BOKVIT — ril;>:t. ¦sílls Framhald af bls. 9. um að krota á með blýanti. En þegar ég kom til sr. Sæmundar í Hraungerði til þess að læra undir skóla, þá var það eitt af því fyrsta, sem ég sá, að ég hafði byrjað öfugt að draga upp marga stafina í skrifletrinu. Við vorum 19, sem fermdust sam- an. Daginn áður en við vorum fermd, spurði presturinn okkur að því, hve mörg við værum í hópnum, sem kynnum að skrifa nafnið okkar. Við vorum fimm, sem reyndum það." Þannig mætti lengi halda á- fram að telja fram dæmi úr mikl um f jöjda heimilda. Þau be'nda til þess, ,að allt fram undir síð- ustu aldamój; eða lengur skorti mikið á, að kunnátta í skrift, hvað þá reikningi, væri almenn þótt svo ætti að heita, að flestir væru læsir. ^. Sáðmenn og sein- tekin uppskera. Margir ungir menntamenn á 19. öld gerðu sér Ijóst, að eymd arkjör þjóðarinnar voru ekki eingöngu slæmu stjórnarfari og harðærum að kenna, heldur einnig menntunarskorti og bág- borinni verkmenningu. Baldvin Einarsson stofnar til útgáfu Ármanns á Alþingi 1829 og reynir þar að kynna bjóðinni hagnýta búnaðarþætti. Hann notar eins konar söguform í þvi skyni að gera þessa fræðslu sem aðgengilegasta. Baldvin taldi menntun alþýðu og aukna almenna fræðslu vera undir- stöðu þess, að Islendingar gætu hlotið sjálfstæði. Þótt þeir þættir í baráttu Fjölnismanna, sem mesta at- hygli hafa vakið, beindust eink- um að fagurfræðilegum efnum, höfðu þeir félagar eigi að síð- ur opin augu fyrir umbótum á öðrum sviðum. Tómas gerði við- reist um Evrópu í þeim tilgangi sérstaklega að gefa gætur ýms- um þáttum úr verkmenningu annarra þjóða, sem Islendingum mættu að gagni koma. Fjöln- ismenn boðuðu aukna menntun ekki aðeins sem leið til fegurra lífs heldur einnig til betri af- komu. Við umræður á Alþingi 1859 .um stofnun barnaskðla í Reykja vík, fórust Jóni Sigurðssyni svo orð f þingræðu: „Mér þykir það merkilegt, að nokkur menntaður maður skuli segja, að barnaskóli sé þrældðms- merki á enni manna — Það er álitin hvers lands hin fyrsta nauðsyn að hafa skðla og kennslu handa börnum — Vér tölum ekki um að stofna skóla undir sérstökum kringumstæð- um, heldur skóla, sem á að standa um langan aldur, um þetta er ekki til neins að ganga fyrir hvers manns dyr og fara að leita atkvæða um, hverjir vilji hafa skóla eða ekki, það gengi næst því að fara að spyrja börnin sjálf og leita at- kvæða þeirra um hvort þau vilji fara í skóla eða ekki. Ef nauðsyn er á barnasköla, þá þarf ekki meira, þá er sjálf- sagt að stofna skólann." Marga fleiri 19 .aldar menn mætt; nefna, sem gerðust sáð- menn þeirrar hugsjónar að auka almenna menntun og þekkingu landsmanna, þjóðinni til and- legra og efnalegra framfara. En tíminn var ekki fullnaður. Heil kynslóð, mótuð af hinum gömlu þjoðfélagsháttum, þurfti enn að ganga til grafar, áður en akurinn stæði fullþroska til upp- skeru. íslendingar áttu eftir að læra lexíu, sem var þeim ný- stárleg: Bókvitið verðúr í ask- ana látið. ^. Arðbær þekking. Á árunum upp úr 1840 tóku íslendingar lítils háttar að sækja sjó á þilskipum. Otgerð þessi hófst norðan og vestan íands, en frá 1870 og fram yfir aldamót færðist þilskipaútgerð- in mjög í vöxt við Faxaflóa. Jafnframt lagðist sjósókn á opn- um bátum víða að mestu niður. En Islendingum var til lítils „að ætla sér að eignast skip" ef „enginn kunni að sigla." Þetta var ungum sjómanni Ijóst, sem alizt hafði upp við sjósókn á þilskipum og gerðist brautryðjandi menntunar til handa íslenzkum skipstjórnar- mönnum. Markús Bjarnason lærði sjó- mennsku undir handarjaðri frænda síns, sem var einn hinna fyrstu skútuskipstjóra. Um tvltugsaldur varð Markús stýrimaður og brauzt þá I því að læra reikningsreglur stýri- mannafræði hjá sr. Eiríki Briem og fór svo sjálfur að kenna ungum sjómönnum þau fræði. Hann lauk fullnaðarprófi í stýrimannafræði i Kaupmanna- höfn liðlega þritugur og var um mörg ár skipstjóri á þilskipum frá Reykjavík. Við stofnun Stýrimannaskólans (um 1890) varð hann forstöðumaður skól- ans. I sinni fyrstu skólasetning- arræðu sagðist hann vænta þess, að með þéssari nytsömu skólastofnun væri fengin trygg ing fyrir því, að þilskipaútvegur vor gæti þrifizt og borið þann ávöxt, sem menn hefðu lengi þráð. Landið gæti þá fyrst átt von verulegra framfara, er þil- skipaútvegur væri kominn í rétt horf og öflugur orðinn og vér hefðum fengið nokkurt vald yfir auðæfum sjávarins. En eft- ir því sem þekking skipstjór- anna ykist, yrði meiri arðs von af þilskipaútgerðinni. Um svipað leyti og þessi tlð indi gerðust f sjávarútvegi, hleypir ungur bóndasonur heimdraganum úr átthögum sín um og heldur til Skotlands. Er- indi hans var að læra til jarð- yrkju og kynnast nýjum buskap arháttum Þessi maður var Torfi Bjarnason, sem eftir heimkom- una stofnaði fyrsta íslenzka bún aðarskólann, í Ólafsdal (um 1880). Bændur gátu ekki kom- izt hjá að viðurkenna, að sumar þeirra nýunga, sem Torfi kom heim með sér, væru til bóta. Skozku ljáirnir, se hann kenndi mönnum að nota, voru að Hk- indum sú mesta verkbót er orð ið hafði f landbúnaði, allt frá landnámstíð og fram á daga vél væðingarinnar. Frá stofnun búnaðarskolans í Ólafsdal segir m.a. þannig f samtímafrétt: „Kennslutlmi hins nýja búnaðarskóla er tvö ár — Af verklegum námsgreinum skal kenna að nota plóg, hesta- reku og önnur sléttunarverk- færi, vatnsveitingar, mýraþurrk un, matjurtarækt, fóðurjurta- rækt, notkun alls kyns áburðar að gera grjótgirðingar, sprengja grjót, vinna að heyvinnu og stjórna henni, smíðar, einkum aðgerð á verkfærum, landmæl- ingar ofl. I bóklegum námsgrein um fá piltar tilsögn á vetrum og eru hinar helztu þessar: reikningur, efnafræði, jarðrækt arfræði, grasafræði, áburðar- fræði, um vatnsveitingar, um hagfræði f búnaði, undirstöðuat riði í uppdráttarlist oJFl." Með stofnun búnaðarskölans í Ólafsdal var verkleg og fræði- leg þekking í landbúnaði, eins og hún þá gerðist með öðrum þjóðum, flutt inn í landið. Hag nýti slfkrar kunnáttu gat ekki dulizt bændum til lengdar og innan fárra ára höfðu risið upp þrír bændaskólan á Hólum, Eið- um og Hvanneyri. Bættur efnahagur þjððarinn- ar, sem leiddi af eflingu útgerð- arinnar og umbðtum í landbún- aði, varð til þess að rjúfa kyrr- stöðuna og koma af stað nýj- um þjóðlífshræringum. Verzlun in flyzt smám saman til inn- lendra aðila, samvinnuhreyfing- in nær fótfestu. Félagsstarfsemi fer vaxandi og til landsins ber- ast erlendar félagshreyfingar svo sem stórstúkan og sfðar ungmennafélögin. Samskipti manna innan lands aukast og sjðndeildarhringurinn vfkkar hjá ungu kynslóðinni. Samgöngur verða greiðari á sjó og landi. Og loks árið 1906, kemur hið mikla töfratæki, sím inn, sem öðru fremur leiddi til gerbreytinga á mörgum sviðum þjoðlífsins. öll stóð þessi vorleysing í þjóðfélaginu i beinu eða obeinu samb. við almenna menntun Stundum var bætt menntunará- stand forsenda þess, að breyt- ingar til bóta gætu átt sér stað, en stundum leiddi nýskipan X atvinnu- og félagsmálum til brýnnar þarfar á bættri og auk inni almennri og hagnýtri menntun. Á síðustu áratugum 19. aldar innar risa upp allmargar skóla- stofnanir: Læknaskólinn, Flens- borgarskólinn, Möðruvallaskóli, kvennaskólar og rétt eftir alda- mótin Iðnskólinn og Verzlun- arskólinn. Barnaskólum fjölgar nokkuð og vlsir að kennara- menntun verður til. Almenn og skipulegt skóla- nám allra landsins barna var nú orðið að brýnni nauðsyn fyr ir fstenzka þjóðfélagið, sem var f deiglu nýs tíma. ^. Fræðslulögin 1907. Við upphaf 20. aldarinnar hafði barnaskólum, styrktum úr landssjóði fjölgað svo, að nær helmingur barna á skólaaldri naut þá (1903) einhverrar skóla göngu Á þessum úrum veitti Alþingi dr. Guðmundi Finnboga- syni styrk til að kynna sér skólamál erlendis og i fram- haldi af þvf. íslenzk skólamál. Hann ferðaðist um allt ísland, kynnti sér skólastarf og mennt- unarástand og samdi að því búnu frumvarp til fræðslulaga sem lagt var fyrir Alþingi 1905. Málið náði þá ekki fram að ganga en á þinginu 1907 var frumvarpið samþykkt svo til ð- breytt. Lögin komu til fram- kvæmda árið eftir, 1908. Samkvæmt fræðslulögunum áttu heimilin sjálf að annast kennslu barna i lestri og skrift til 10 ára aldurs. Börn 10-14 ára skyldu sækja skóla a.m.k. 6 mánuði á ári. Við fullnaðarpróf um 14 ára áldur, var krafizt nokkurrar kunnáttu I lestri, réttritun, skriflegri og munn- legri frásögn, skrift, kristnum fræðum, fjðrum höfuðgreinum reiknings, og að vita skil á nátt- úru íslands, legu landa I Norð- urálfu og niðurskipan heimsálf- anna á hnettinum. Áttu nem- endur í því sambandi að kunna að nota landabréf. Þá skyldi einnig kennt um merka Islend- inga, einkum á seinni öldum, nokkur ættjarðarkvæði numin og einföld sönglög. Þar sem fastir skólar voru, átti að kenna meira í landa- fræði og auk þess Islandssögu og náttúrufræði. Með tilkomu fræðslulaganna 1907 verða þessar meginbreyt- ingar á uppfræðslu barna og unglinga: Tiltekin fræðsia er Iögboðin og krafizt er miklu meiri kunnáttu og á fleiri svið um en áður hafði tíðkazt. öll börn skyldu hljóta þessa fræðslu og fá til þess sem jafn asta aðstöðu. eftir því sem við yrði komið. Samhliða var með tilkomu Kennaraskólans samræmd menntun kennaranna og tryggt að í því efni væru uppfylltar ákveðnar kröfur. Islendingar búa að verulegu leyti ennþá að fræðslulögunum frá 1907. I meginatriðum hafa ekki orðið stórstígar breytingar á framsetningu kennslunnar, inn taki og magnj námsefnisins eða árangri námsins. Markmið og leiðir skólans eru að mestu leyti óbreytt. Aðalmunurinn liggur I lengingu námstímans, sem ger ir fært að komast nokkru lengra eftir hinum troðnu slð8- um fremur en lagt hafi verið inn á aðrar nýjar. Helztu breytingarnar, sem orðið hafa á fræðsluskipan frá setningu fyrstu fræðslulaganna eru þessar: Skólasókn byrjar yfirleitt við 7 ára aldur. Árleg- ur námstími hefur víða lengzt. Með fræðslulögunum frá 1946 var skólaskylda lengd um eitt ár, til 15 ára aldurs, og hefur það komizt í framkvæmd í kaup stöðum, Þá var skólakerfið einn ig gert samfellt, þannig að próf frá einu skólastigi giltu til inn- töku á annað. Verknámsákvæði laganna frá 1946, sem fólu f sér aðalbreytinguna frá fyrri skipan hafa lítt komið til framkvæmda Með fræðslulögunum frá 1907 og framkvæmd þeirra var sú stefna mörkuð, að skðlarnir ættu fyrst og fremst að veita þekkingu á afmörkuðum svið- um og tiltekna að magni, en síður hirt um að rækta hæfi- leika til að brjóta viðfangsefni til mergjar með sjálfstæðum at- hugunum. Þetta var eðlilegt, miðað við þjóðfélagsaðsteður. Vankunnátta og fáfræði á ýms um sviðum var svo almenn, að þörfin var brýnust fyrir beina undirstöðuþekkingu. Kennslan varð miðlun staðreynda, sem nemendur skyldu leitast við að muna. Skölinn lagði námsefnið fremur fram í þvf formi, að svona væri þetta eða hitt, held ur en að láta nemendur leita svara við því, hvers vegna það væri svona. Til að kenna með þeim hætti hefði iíka þurft miklu meiri tlma, en skólinn hafði yfir að ráða, miðað við verkefnið, sem honum var íhlið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.