Vísir - 06.11.1965, Blaðsíða 3

Vísir - 06.11.1965, Blaðsíða 3
V í S IR . Laugardagur 6. nóvember 1965. 3 • Kafli úr skýrsEu sjóslysanefndar • sem hefur lokíð störfum Sjóslysanefnd hefur fyrir nokkru skilað skýrslu um rannsóknir þær, sem hún hef- ur framkvæmt á orsökum sjóslysa. Upphaf þess að nefndin var skipuð var sú, að hinn 10. apríl 1963 var samþykkt á Alþingi þingsályktun þar sem ríkisstjóminni var falið að láta fram fara ýtarlega rannsókn á orsökum hinna mörgu skiptapa er íelend- ingar hafa orðið fyrir á síðustu ámm. Nefndin var skipuð 8. ágúst 1963 og áttu þessir sæti í henni: Jón Finnsson for- maður, Hjálmar R. Bárðarson, Pétur Sigurðsson, Kristinn Einarsson, Láms Þorsteins- son, Páll Ragnarsson, Sigfús Bjamason, Sigurjón Einarsson og Tryggvi Kclgason. Hér birtist nú einn þýðingarmesti kaflinn úr skýrslu sjóslysanefndar, sem fjallar um skiptapana í síldveiðiflotanum og í því sambandi um hleðslu skipa. En það kem- ur fram í skýrslunni, að á áranum 1960-64 fómst ellefu síldveiðiskip samtals 1142 brúttó rúmlestir. Af þeim staðreyndum, sem að framan eru raktar, dregur nefndin þá ályktun, að ein meginorsök þessara auknu skiptapa sé sú, að síldamót á bátapalli, með þeim út- búnaði sem slíkar veiðar krefjast svo sem kraftblakkargálga, kraft- blökk, sterkari togvindu, stálskúffu og þeirri stærð nótar, sem nú er notuð, sé hreinlega ofviða skipum 150 rúmlesta eða minni. I En þessir skiptapar eiga sér | einnig aðrar orsakir og skal hér i drepið á nokkrar þeirra. Augljóst er, að síldveiðar að vetrarlagi, í skammdegi og nátt- myrkri, þegar allra veðra er von, eru miklu áhættusamari en sumar- veiðamar. Hin nýja tækni gerir i Sem dæmi um lestun síldveiði- skips að sumarlagi nú á tímum má nefna, að við sjópróf kom fram, að skip hafði verið lestað svo djúpt, að sjólína var rétt fyrir neðan öldustokkinn, þegar skipið var kyrrt. Má því segja, að í raun inni hafi verið siglt á farminum þar sem skipið hafði ekki einu sinni vatnsþétt biifarshús. Þegar svona er komið er öryggi skipsins orðið lítiö og m& ekkert út af bera En jafnvel þótt ekki sé lestað svo djúpt sem að framan greinir, þá hefur reynslan sýnt, að sjó- hæfn; skipanna er orðin rýrð í slíku hleðsluástandi. Hinn 30. desember 1963 voru að tilhiutan skipaskoðunarstjóra sett- Eins og áður er drepið á hafa j fiskiskipin farið stækkandi á und- j anförnum árum. Þessi stækkun j hefur einkum verið gerð með tilliti j til síldveiðanna. Einnig fer nú stál j skipum fjölgandi, en tréskipurr. ] fækkar. Fleiri skip eru nú með j fulla reisn, stýrishús. bátapall og I hvalbak, en áður. Þá hafa yfirbygg ■ j ingar skipanna einnig st.ækkað og : j tækjum sem komið er fyrir í þeim ' ! eða uppi á þeim hefur fjölgað. Kröf i I ur til aukinna þæginda fyrir áhöfn j skipanna hafa m a valdið því að ; yfirbyggingarnar hafa stækkað. Við j þetta bætist svo hringnótin og sá ! I búnaður, sem áður er Iýst. I Allur þessi mikli yfirþungi getur 1 haft hættuleg áhrif á stöðugleika Eitt síðasta sjóslysið. Mótorbáturinn Þorbjörn strandaður við Reykjanes. SKIPTAPAR SHDVBDiaOTANS síldveiðiskipum kleift að veiða í náttmyrkri og kasta nót og draga í miklu verri veðrum en áður, þeg ar nótabátar voru notaðir við veið arnar. Hins vegar lenda skipin oft I erfiðleikum, þegar kemur að bví að háfa síldina úr nótinni vegna bess að lítið er hægt að stjórna beim með stór köst á síðu. Þá er hætt við að síldin drepist í nótinrii ,pg gífurleg þyngsli verði á stjórn borðshlið skipanna er gæti reynzt ''eim ofviða. Hafa tvö skip þegar 'arizt af þessum sökum eins og hður greinir og fleiri hafa verið -ætt komin. Áður fyrr var síldin veidd -karnmt undan landi og á fjörðum 'nni, en nú sækir flotinn tii veiða allt að 300 sjómílur á haf út. Það bggur í augum uppi, að langar siglingar í misjöfnu veðri með síld arfarm eru varhugaverðar, einkum ef hleðslu skipanna er ekki stillt í hóf. Eins og kunnugt er hafa ekki verið settar neinar takmarkanir á hleðslur síldarskipa á sumarsíld- veiðum og í núgildandi lögum um eftirlit með skipum, 4. mgr. 38. gr. laga nr. 50/1959, er tekið fram að skip sem stunda sildveiðar á tímabilinu 1 júni-15, sept., seéu undanþegin ákvæðum laganna um hleðslumerki. í marga áratugi hafa íslendingar ofhlaðið síldarskip sín á sumarsíldveiðum, án þess að verða fyrir miklum skakkaföllum af þeim sökum, þar til nú á allra siðustu árum, er snögg umskipti verða og hvert síldveiðiskipið ferst af öðru. Vegna fyrri reynslu f þessum efnum hefur fram að bessu verið tilhneiging til þess að líta svo á, að litlu máli skipti fyr- !r öryggi skipsins, hve djúpt það er lestað, ef allt annað er í lagi. Þetta er mikill misskilningur, sem nauðsynlegt er að verði upprættur Frá öryggissjónarmiði er form- stöðugleiki og fríborð á skipi engu slður mikilvægt en kjölfestan 'ar reglur um hleðslu síldveiðiskipa á vetrarsíldveiðum. Reglur þessar gilda fyrir öll síldveiðiskip, er stunda vetrarsíldveiðar mánuðina október til apríl. Sjóslysanefnd hafði áður fengið reglurnar til um sagnar og einróma samþykkt að mæla með setningu þeirra. Megin atriði reglnanna er hleðslutak- mörkun, þannig að bannað er að hlaða skip dýpra en að efri brún þilfars við skipshlið. Þá er einnig mælt svo fyrir að ávallt skuli fyllt undir hillum neðst í lest og bann að að skilja eftir ófyllt rúm neðar- lega í lest. Ennfremur hafa regl- umar að geyma ákvæði um frá- gang á lestarlúgum, hurðum, aust uropum, frárennsli og síldarnót, sem eru þess eðlis að hver reyndur og gætinn' skipstjóri myndi telja sér skylt að fara eftir. Hinn 5. maí sl. beindi samgöngu málaráðuneytið þeirri fyrirspum til nefndarinnar, hvort hún teldi framkvæmanlegt og æskilegt að láta fyrrgreindar reglur að ein hverju eða öllu leyti ná til hvers konar veiða allra íslenzkra skipa, allt árið. Nefndin svaraði þessari fyrir- spurn á þá leið að hún teldi að sömu rök og lágu til setningar fyrr nefndra reglna giltu um hleðslu skipa, sem stunduðu síldveiðar á hvaða tíma árs sem væri, og ættu þær einnig við um fiskiskip á öðr um veiðum. Taldi nefndin það bæði framkvæmanlegt og æskilegt af ör yggisástæðum að reglurnar væru látnar gilda um allar veiðar Tiski skipa, eftir því sem við gæti átt. Nefndin er þeirrar skoðunar, að ekki sé hægt að tryggja öryggi fiskiskipa, svo forsvaranlegt geti talizt, nema sett verði takmörk fyrir því hve mikið megi hlaða þau Hleðslan þilfarsfarmur og þil farsuppstilling er án efa ein orsök beirra sióslvsa. sem orðið hafa á slldveiðiskipum á undanfömum árum. skipanna, einkum hinna minni, nema hæfileg kjölfesta sé sett í skipin til þess að vega upp á móti honum. Sé það ekki gert verður stöðugleika skipanna áfátt og hætt við þvl, að þau fari á hliðina, ef eitthvað bjátar á. Takmarkaðar upplýsingar eru til um kjölfestu flestra þeirra síld- veiðiskipa ,sem farizt hafa síðan 1960. Atvik að þessum sjóslysum gætu virzt benda til þess, að skip- in hefðu ekki haft nægilega mikla kjölfestu og því farið á hliðina og ekki getað rétt sig við af þeirri á stæðu. Um eitt skipið, sem fórst á siglingu, tómt, I góðu veðri má telja upplýst að svo hafi verið. Um afdrif annars skips er ekki vitað Að þvf er hin síldveiðiskipin varð- ar verður naumast meira fullyrt en það að hleðsluástandi þeirra hafi verið ábótavant og þol þeirra og aðstæður rangt metið, og van- rækt að gera nauðsynlegar ráð- stafanir til þess að tryggja öryggi þeirra svo sem með því að taka síldarnót niður af bátapalli, ryðja út þilfarsfarmi og taka upp þilfars uppstillingar. Á þilfarinu hefur þróunin verið óhagstæð fyrir stöðugleika skip- anna. Skjólborð og þilfarsuppstill- ing hefur hækkað til mikilla muna Algeng skjólborðshæð er nú 1-1.3 metrar, en með upphækkunum em skjólborðin orðin 1.70 metrar á. hæð og jafnvel meira. Augljóst er að óhófleg þilfarshleðsla rýrir mjög stöðugleika skipanna, en jafn vel þótt enginn farmur sé á þil- fari eru þessi háu skjólborð og þil farsuppstilling hættuleg öryggi skipanna ef þilfarið sjófyllir. Enda þótt kjölfestan sé að sjálf sögðu mikilvæg I sambandi við stöðugleika skipanna, verður ekki ráðin bót á stöðugleika hinna minni skipa, sem ástatt er um eins og að framan er lýst, með því einu að auka við botnþunga þeirra. Tugi tonna myndi þurfa I skipin, en það myndi rýra mjög burðarhæfni þeirra og gera þau stífari og verri vinnuskip. Eitt meginatriði I sambandi við öryggi síldveiðiskipa er, að vel og tryggilega sé gengið frá farminum þannig að hann geti ekki hreyfzt. Komi hreyfing á farminn getur hann raskað stöðugleika skipsins og jafnvel hvolft þvl. Á þeim skip um, sem farizt hafa og voru með þilfarsfarm, var reyndin sú, að þil farsfarmurinn haggaðist ekki fyrr en skipin voru komin á hliðina. Um lestarfarminn er af skiljanlegum ástæðum minna vitað. 1 nokkrum tilvikum voru taldar líkur fyrir því að hann hefði raskazt vegna bilun ar á skilrúmum eða þili en um fulla vissu fyrir því, að röskun á Iestarfarmj hafi orsakað það, að síldarskip hafi farizt eftir 1960, er ekki að ræða. Með reglugerð um ferskfiskeftir- lit frá 1961 var ákveðið, að fiski- skip, sem stunda síldveiðar, skyldu hafa a.m.k. eina hillu I stíu. Af þessu hefur leitt að farið var að hafa tómarúm neðst I lest undir hillum og í miðri lest I steisnum. Enginn vafi er á því, að tómarúm neðst í lestinnj og I steisnum hef ur mjög slæm áhrif á öryggi síld veiðiskipanna þar sem það bæði rýrir stöðugleika þeirra og eykur hættu á því að skilrúm fari úr skorðum eða brotni og farmurinn renni til I lestinni. Með reglum um hleðslu skipa á vetrarsíldveiðum var sem kunnugt er bannað að skilja eftir tómarúm neðarlega í Iest. Það er skoðun nefndarinnar, að þetta ætti einnig að banna á öðrum árstímum. íslenzk fiskiskip hafa góða mögu leika til góðrar niðurhólfunar , lest, en reynslan hefur sýnt, að hann er ekki nýttur til fullnustu þannig að skilrúmsborðum er ekki stillt á milli allra stoða í lestinni. Þetta eykur að sjálfsögðu hættuna á því, að farmurinn geti razkast. Nefndin leggur áherzlu á mikil- vægi þess, að vel sé stillt upp í lest og helzt þannig að ekkert bil sé á milli efsta skilrúmsborðs og þilfars Enda þótt ekki hafi verið hægt að sanna það, að röskun lest arfarms á síldarskipi hafi valdið sjóslysi er heldur alls ekki hægt að útiloka þann möguleika. Nefndarmenn eru sammála um að æskilegt væri, að kjölfesta fiski skipa yrði ákveðin á tæknilegan hátt með útreikningum. Til þess að þetta sé hægt, verða stöðug- leikareikningar fyrir hvert skip að vera fyrir hendi og einnig verður þá að ákveða, hvað teljast skuli hæfilegur stöðugleiki. Síðan 1962 hefur Skipaskoðun ríkisins krafizt stöðugleikaútreikn- inga fyrir nýsmíðuð fiskiskip. Um eldri skip eru slíkar heimildir yf- irleitt ekki til. Á vegum siglingamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, IMCO, var á sl. sumri sett á laggirnar sérfræð- inganefnd til athugunar á stöðug- leika fiskiskipa. Var skipaskoðunar stjóri, Hjálmar R Bárðarson, kjör inn formaður nefndarinnar. Hlut- verk nefndarinnar er m.a. að finna mælikvarða til að dæma stöðug- leika fiskiskipa eftir. Hér er um geysivíðtækt verkefni að ræða, sem búast má við að taki langan tíma að leysa. Af framansögðu er ljóst, að enr- inn almennur viðurkenndur mæli- kvarði er til um stöðugleika fiski- skipa. Eins og sakir standa eru af þessum og fleiri ástæðum ekki skilyrði til þess að ákveða kjöl festu einstakra fiskiskipa með tæknilegum útreikningi og enga allsherjarreglu er hægt að setja um kjölfestu er gildi fyrir öll skip, vegna þess hve þau eru breytileg að stærð og gerð. Skipaskoðun rlkisins hefur á undanförnum árum reynt að leið- beina þeim skipstjórum, sem til Framh. á bls. 5

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.