Vísir - 06.11.1965, Blaðsíða 2

Vísir - 06.11.1965, Blaðsíða 2
2 V í SIR . Laugardagur 6. nóvember 1963, „ Við gerum allt til að vinna" — segja KR-ingar, sem mæta sænsku meisturunum i Evrópubikar- keppninni á morgun — Utlit fyrir fj'ólmenni á Keflavikurflugvelli Á morgun er Evrópu- bikar„slagur“ á Keflavík urflugvelli. Án efa fylla íþróttaunnendur hús varnarliðsins á flugvell- inum og hrópa með KR, — sem vel að merkja á sigurvon gegn sænsku meisturunum frá Bromma, flugvallar- hverfi Stokk aólmsborg- ar. Enn einu sinni hafa varnarliðsmenn skotið skjólshúsi yfir íslenzka íþróttamenn, en væntan lega þarf ekki að leita mikið lengur á náðir þeirra með stærstu leik- ina í körfuknattleik og handknattleik. Ein stór breyting hefur þó orðið á ferðalagi til Keflavík- urflugvallar. Nú má komast á rennsléttri steinsteypu a*a leið upp að dyrum íþróttahússins á hálftíma eða svo. EINAR BOLLASON - fyrirliði Æfingarnar hafa tekið 9 kiló 9f h.nmim! „Við erum ákveðnir í að sigra Svíana“, sagði fyrirliði KR-liðsins, Einar Bollason í gær. „Við höfum æft mjög vel að undanförnu, æfingar á hverj- um degi bæði I Reykjavík og á Keflavikurflugvelli undir leið- sögn þjálfarans okkar, Phil Bensing, sem hefur reynzt okk- ur sérstaklega vel“. Bensing, sem er radartækni- fræðingur á flugvellinum, átti í rauninni að vara farinn til Banda ríkjanna, en fékk framlengt dvöl sinni hér til áramóta. NU er það KR-inganna að sýna i leiknum á morgun hvað þeir hafa lært af Bensing og vonandi sjáum við hressilega tekið á. Svíamir koma hingað með sína aðalstjömu Svidén, sem var sóttur gagngert til Sviss þar sem hann dvaldist í vetur, en önnur stjarna Hanson er við nám í Bandaríkjunum og kemst ekki til keppninnar og er það vissu lega skaði fyrir liðið. y Dómarar á morgun eru enskur aðaldómari og með honum belg- ískur aðstoðardómari. KR-ingum voru að berast fréttir af því frá alþjóðasambandinu að þeim beri skvlda til að greiða allan kostn að af dómurunum og er það mikill baggi sem leggst á þá þar. Auk þess þurfa þeir að kosta uppihald liðsins á hótelinu á leika fyrir leikinn og f hléi. Ferð ir úr Reykjavík eru kl. 14.30 frá BSl við Kalkofnsveg. Aðgöngu- miðasala ^fur gengið ágætlega bæði í Reykjavík og Keflavík, en miðar em einnig seldir við Flug vallarhliðið. f tilefni af lei'knum var viðtal við Einar Bollason, Halldór Sigurðsson, form. körfu knattleiksdeildar KR og hmn bandaríska þjálfara í Keflavíkur sjónvarpinu f fyrrakvöld. Liðin verða þannig skipuð: KR: Kolbeinn Pálsson, Gunnar Gunnarsson, Kristinn Stefáns- son, Jón Otti Ólafsson, Skúli Kristbergsson, Þorvaldur Blönd- al, Guttormur Ólafsson, Hjörtur Hansson og Einar Bollason (fyr- liði). KRISTINN STEFÁNSSON - hefur sýnt einna mestar framfarir að undanfömu. Keflavíkurflugvelli og utanför sína til Svíþjóðar á fimmtudag- inn, en á laugardag verður leikið aftur við Alvik f Eriksdalshallen f Stokkhólmi. Leikurinn á morgun hefst kl. 16 og mun Lúðrasveitin Svanur ALVIK: Kent Gunná, Anders Grönlund, Kjell Gunná, Egon Hákansson, Lennart Preutz, örj an Svidén, Peter Adler, Leif Bjöm, Bo Lundemark og Kaj Hákansson (fyrirliði. Þjálfari Kðs ins er Rolf Nygren. „Aðalskipulag Reykjavíkurborgar og þróun borgar- innar næstu tvo áratugi" nefnist ræða Geirs Hallgrímssonar borgarstjóra á almennum fundi Varðarfélagsins n.k. mánudag kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu. SJÁLFSTÆÐISFÓLK FJÖLSÆKID FUNDINN Lnndsniálafélagið V Ö R D U R

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.