Vísir - 06.11.1965, Blaðsíða 6

Vísir - 06.11.1965, Blaðsíða 6
6 V1SIR . Laugardagur 6. nóvember 1965. Lamdshapp- drætti ÍSf Dregið hefur verið hjá borgar- dómaranum í Reykjavík í Lands- happdrætti ÍSÍ og komu upp þessi númer: 15031 bifreið, Ford Cortina 15916 Willy’s Jeep 14479 Westinghouse kæliskápur 1. Nr. 15031 2. — 15916 3. — 14479 4. __ 35884 5. — 39489 6. — 43061 7. — 17620 8. — 58996 9. — 20471 10. — 1021 11. — 41656 12. — 29741 Vinninganna má vitja í skrifstofu íþróttasambands Islands, íþrótta- miðstöðinni, Laugardal, sími 30955. Mannanöfn — Framh. af bls. 16 vera íslenzk nöfn, sem svo hafa verið frá fomu fari, t. d, Bjöm, Karl o. s. frv. Sama máli gegn ir um nöfn, sem misst hafa nefnifallsendingu frá því í fommáli í samræmi við hljóð lögmál tungunnar, t. d. Amór, Halldór Steinþór, o, s. frv. 4. Endingarlaus mega einnig vera ýmis tökunöfn, sem fótfestu hafa náð t. d. Friðrik, Gottskálk, Gústaf, Hinrik, Konráð og Þiðrik. Þó má benda á, að sum þessara nafna hafa einnig íslenzkulegra form. t. d. Friðrekur, Gottskálk- ur (sjaldgæft), Heiðrekur, Kon- ráður, Þjóðrekur (Þiðrekur), og er vitanlega fullkomlega Ieyfi- legt að endurlífga þessar nafn- myndir. 5. Endingarlaus skulu vera tökunöfn, sem aldrei hafa haft nefnifallsendingu í íslenzku, t. d. Jón, Hans, Hannes, Jóhannes, o. s. frv., enn fremur samsett nöfn, sem enda á -mann, hvort sem þau eru tökunöfn eða gerð síðar í san.ræmi við tökunöfn, t. d. Hermann, Kristmann, Guð- mann og Ármann. Heimspekideild áskilur sér rétt til að úrskurða síðar um endingu eða endingarlevsi karlkenndra mannanafna, sem hér er ekki vikið að. Spítali ' Framh. af bls. 16 legra væri að slík stöð væri i sam- bandi við spílala. Úlfar sagði að engin ný fræðsla væri í því sem Alfreð hefði sagt, allir vissu að Borgarspítalinn ætti að flytja úr heilsuverndarstöðinni og stjóm heilsuverndarstöðvarinnar væri að sjálfsögðu farin að íhuga til hvers mætti nota það rúm. Hún myndi á sínum tíma leggja tillögur sínar um það fyrir borgarstjórnina. Líkti hann þessari tillögu við sögu eina úr írsku byltingunni f Dublin, þegar framíslettumaður einn vildi alltaf vera að senda de Valera skrifaða miða með skoðunum sínum á því hvemig ætti að fara að því að ger- sigra Breta og stökkva þeim á flótta. Lagði hann til, að í stað þess að borgarstjóm samþykkti þessa tii- lögu um að fela stjórn heilsuvernd arstöðvarinnar að vinna að ákveðnu máli, þá skvldi borgarstjórn sam- þykkja að vísa þessari tillögu til umsagnar stjórnar heilsuverndar- stöðvarinnar. Að vísu dálítið óvenju leg afgreiðsla en eðiileg vegna þess að tillagan var Ifka óeðlileg. Varð bað úr að svo var gert. Fleiri tóku til máls um þetta efni m. a. Þórir Kr. Þórðarson sem minnti á, að þegar hefði komið fram á fundi í borgarstjórn fyrir nokkru, að húsnæði það sem nú rýmkist var ætlað að nokkru leyti fyrir langlegusjúklinga, sem ekki þarfnast læknisaðgerða, en hinn mikli skortur á sjúkrarými fyrir þá veldur hinum almennu sjúkrahúsum miklum erfiðleikum. Sjóslys — Framh. af bls. 1 Þau skip, sem eyðilögðust alger lega af bruna voru 10, samtals 341 rúmlest að stærð. Athyglisverð er sú stórlega aukning sem orðið hef ur á þessu, því að á tímabilinu 1946 1959 ónýttust aðeins 7 fiskiskip, samtals 294 rúmlestir. Það er sameiginlegt einkenni þess ara brunatjóna að eldsupptök eru í öllum tilvikum, að einu undan- skildu, í vélarrúmi skipsins. Vélar rúmin voru mannlaus þegar eldur kom upp og hans varð fyrst vart þegar reyk tók að leggja upp úr vélarrúmi en þá var ekki viðlit að fara þangað niður til þess að kom ast að eldinum. Erfitt er að full yrða um orsakir brunanna, en allar líkur benda til þess að íkviknun sé út frá rafmagni. Til að ráða bót á þessu telur nefndin æskilegt að kolsýrueldvarn arkerfi verði sett í vélarrúm fiski skipa, en það er einkennilegt atriði sem kemur fram í skýrslunni, að tryggingafélögin eru ekki reiðu- búin til að taka þátt í kostnaði við að setja slfk kerfi upp. Kostnaður við það er um 25 þús. kr. á bár Þá leggur nefndin til að Skipa- skoðuniri ráði sérfróðan mann til þess að framkvæma skyndiskoðanir á rafkerfum fiskibáta. LEKI Langur kafli er í skýrslunni um skiptapa af völdum leka. Á 14 ára tímabilinu 1946-1959 fórust 20 skip, samtals 1242 rúml. af þeim sökum eða um 1,4 skip á ári. En á fimm ára tímabilinu 1960-1964 verður stóraukning á þessu og hafa á því styttra tímabili farizt 18 skip af völdum leka samtals 1552 rúmlestir. Á fyrra tímabilinu fórust 5 menn af þessum sökum, en á seinna tímabilinu tveir menn. Skipin sem farast með þessum hætti eru flest komin til ára sinna en samt eru undantekningar frá því. Það er einkennandi fyrir skip- tapa af þessu tagi að erfitt er að upplýsa ástæðuna fyrir því að leki kom að skipunum. í sumum tilvik um er þó Ijóst að bilun hefur orð ið á byrðingi þeirra en um orsök hennar er sjaldan hægt að segja' mpð fullri vissu. Sennilegast verður að telja, að algengasta orsök leka á tréskipum ,sé sú að skipin „slái úr sér“ þ. e. hampþétting skipsins gengur úr eða dettur úr en við það á sjórinn greiðan aðgang inn í skipið. Þetta getur gerzt án þess að skipin verði fyrir óeðlilegu hnjaski t.d. þegar um gömul skip er að ræða ,en í öðr um tilvikum orsakast þetta af þvi sð skipunum hefur verið ofboðið með ógætilegri siglingu á móti vindi og sjó og telur nefndin það hina venjlilegu ástæðu. Nefndin bendir á að f þessu sam bandi getur það haft alvarleg á- hrif þegar stærri og öflugri vélar eru settar í gömul skip og telur nefndin að skipaeftirlitið eigi að hafa heimild til að hafa hönd f ^agga með þessu. Þá leggur nefndin til að reglur verði settar um að hafa færanlegar dælur í hveriu fiskiskipi vfir 35 rúmlestir að stærð og einnig að '"kaviðvörunarkerfi verði sett f skipin en Skipaskoðun ríkisins hef ur nú til athugunar og revnslu siálf virkt viðvörunarkprfi er vefur frá <ér hvellt hHóð Síðar verður sagr frá öðrum hlutum skvrslunnar. Minningarorð ÞÓRA INGÓLFSDÓTTIR Hinn 30. október sl. lézt í sjúkrahúsi í Keflavík ung merkis- kona og húsmóðir, Þóra Ingólfs- dóttir, Baldursgötu 11 hér í borg ein hinna hljóðlátu í röð kynsystra sinna Kom andlát hennar ættingj um og vinum mjög á óvart, en hún andaðist af völdum ólæknandi sjúk dóms eftir skamma en kvalafulla veikindalegu. Þótt sjúkdómur þessi hafi vafalaust átt sér nokkurn að- draganda, reyndist hann vera ann ars eðlis en upphaflega var talið. Sjálf tók hún honum af æðruleysi og ró, svo sem vænta mátti af konu með hennar skapferli. Þóra fæddist f Reykjavík 14. nóv ember 1939 og var því aðeins tæpra 26 ára að aldri, er hún lézt. Hún var yngst 3 barna hjónanna Guð- rúnar Pálsdóttur og Ingólfs Ás- mundssonar, Smáragötu 8A hér í bæ. Eru báðir foreldrar hennar og bæði systkini á lífi. Þóra gift- ist 24. október 1958 eftirlifandi maka sínum, Eggert Jónssyni, járn smið, efnismanni, sem var mjög jafnaldri hennar. Þau eignuðust 4 dætur, sem allar eru á lífi, korn ungar að sjálfsögðu. Má geta sér nærri um hvert áfall það er þeim, þegar eiginkona og móðir er köll r Arbær — Framh. af bls. 16 hugsa til þess að á þessu svæði munu búa eftir tiltölulega fáa mánuði um 3000 manns. En þetta mun skiptast þánnig riið- ur, að þarna verða 128 einbýlis- hús, 570 fbúðir í fjölbýlishúsum og 50 garðhús. Alls mun þetta því gera 748 íbúðir. Nú mun meðal fjölskyldustærð reiknast fjórir manns, svo að alls ætti þetta því að gera rétt um 3000 íbúða. Mæðiveiki — Framhald at bls I fremst niðri, en kemur ekki' í veg fyrir sýkingu. Þess vegna getur verið mjög varhugavert að selja fé milli bæja þótt sjáanleg sjúkdómseinkenni séu ekki á því. Á Hurðarbaki í Reykholtsdal var um 1500 fjár rannsakað við slátrun, hvort garnaveiki fynd- ist f því, en þar virtist hvergi um nýja sýkingu að ræða. uð burt í blóma lífsins svo snögg lega, sem raun bar vitni. Þóra heit in var góð kona og göfug, hlý og i notaleg börnum sfnum, húsmóðir hin ágætasta. Hún var kvenna feg urst sýnum, einkum voru augun sérkennilega fögur og lýsti úr þeim í senn bæði ástúð og blíðlyndi. Jafnan var hún glaðlynd, æðrulaus og hýr í bragði. rausnarsöm og þó ráðdeildarsöm, tók prýðilega gest um og gangandi,. sem aö garði bar, Naut hún mjög vinsælda allra þeirra, er henni kynntust. Hún var ekki ein þeirra kvenna, er hreykja sér hátt, en bar þó gott skyn á ýmsa hluti, hugleiddi margt f kyrr þey, tók sér stefnu eftir þvf og al drei af tilviljun eða sjónhendingu Útför hennar verður gerð f dag laugardaginn 6 nóv. kl. 10.30 f.h. frá Fossvogskapellu. Mynd þessar ar dagfarsprúðu, geðþekku ungu konu, mun lengi geymast í hugum ættingja hennar og vina. Magnús Pálsson. Lögmæt kosn- ing í Stykkis- hólníi Prestskosningar í Stykkishólmi hafa farið fram voru 533 á kjörskrá og greiddu atkvæði 439. Atkvæði féllu þannig: Séra Hjalti Guðmundsson frá Reykjavík 273 at kvæði, séra Þórarinn Þór á Reykhól um 110 atkvæði, og séra Ásgeir Ingibergsson, Hvammi í Dölum 54 atkvæði. Var því séra Hjalti Guðmundsson kosinn lögmætri kosningu. | Lilcið sennilena 1 ai útlendincpi | Allar líkur benda ril þess að lík I ið sem belgískur togari fann SA aí I Ingólfshöföa í fyrrad. ?é a? úí! sjómanni. Var hldð flutt til Nord ' íjarðar ai' varðskipinu Þór, og bar :fór fram rannsókn á Iíkfundinum : í gaar. Benti klæðnaður mannsins og fleira til þess að um útlending væri að ræða, en engin skilríki fundust á líknu. Ekki er kunnugt um hvarf 5 mönnum á þessum slóðum að undanförnu og hefur enginn erlend ur aðili tilkynnt uin slíkt. Greinilegt er að líkið hefur ekki verið nema stuttan tíma í sjó og er ekki ósennilegt, að maðurir.n hafi verið með rússneska síldveiði flotanum, sem hafðist þarna við fvrir nokkru, en þar voru þá 200 rússne-': ldveiðiskip, móður- skip og flutningaskip. Unnsteinn Beck; URnsteinn Beck borgarfógeti TJnnsteir.n Beck toligæzlustjóri | hefur verið skipaður borgarfógeti i við embætti yfirborgarfógeta í j Revkjavík frá 1. desember n. k. að ; telja. Unnsteinn er fimmtugur að aldri, sonur Hans Jakobs Beck bónda á Sómastöðum í Reyðarfirði og konu hans Mekkinar Jónsdóttur. ; ! Hann varð lögfræðingur frá H í S árið 1943 og var síðan fulltrúi hjá j borgarfógeta og borgardómara. áð j ! ur en hann v rð tollgæzlustjóri Aðrir umsækjendur um embættið j Jvoru Bjarni Bjarnason. fyrrverandi ' bæjarfógeti. Sigurður Sveinsson. og I Viggó Tryggvason, ulltrúar vfir- ! borgarfógeta. Bazar í Kópavogi Sjálfstæðiskvennafélagið Edda held ur bazar í Sjálfstæðishúsinu f Kópa vogi sunnudaginn 7. nóvember kl. 3 s. d. Sýning Sigfúsar Málverkasýning Sigfúsar Hall- dórssonar í Félagsheimilinu í Kópa ’ vogi hefur saðið yfir þessa viku og aðsókn verið góð. Á sunnudag- inn er síðasti dagurinn og er hún þá opin frá kl. 10 um morguninn til kl. hálf tólf um nóttina. Þrír sóttu um Hufnurfjörð Þrír sóttu um sýslumannsembætt ið í Gullbringu- og Kjósarsýslu og bæjarfógetaembættið í Hafnarfirði. Embættið var, auglýst 4. október og er umsóknarfrestur nú útrunninn Um sóttu Björn Sveinbjömsson, settur sýslumaður á sama stað, Ein- ar Ingimundarson, bæjarfógeti á Siglufirði, og Jóhann Gunnar Ólafs son, sýslumaður og bæjarfógeti á ísafirði. Vegir — Framh. af bls. 1 mátti að heiðskírt væri norðan lands, og léttskýjað á Suður- iandi og Vesturlandi. — Gert var ráð fyrir góðu veðri í dag (laug ardag) og batnandi verði á mið- unum og ef til vill veiðiveðri í dag. Fært var orðið um Borgar- fjarðarhérað og norður í gær og fært var í Dali. Frá Þingeyri var fært í Önundarfjörð, en talið að samgöngur væru stöðvaðar frá Króksfjarðamesi. Ófrétt var hvort leiðin væri opin til ísaf jarð ar. Vegir munu ekki hafa orðið fyrir skemmdum í Borgarfjarðar héraði þar sem flæddi yfir eftir vöxtinn í Norðurá, 'n möl runn ið sums staðar vegunum með vatninu. Vinnuflokkar voru þar til leiðbeiningar og aðstoðar. ef þyrfti. Mikilvægt er hve veður var batnandi í gær og haldist góð- viðrið mun það að sjálfsögðu flýta fyrir að samgöngur komist alls staðar í venjulegt horf fyrr en ella ESSSay.ST* 5E3

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.