Vísir - 06.11.1965, Blaðsíða 11

Vísir - 06.11.1965, Blaðsíða 11
SÍÐAN 4 mán- aða prinsessa Iieimsókn hjá afa og ömmu 1 ljósrauðu frá hvirfli til ilja í prjónaUtifötum og húfu með dúski kom Alexia prinsessa til flugvallarins £ Kaupmannahöfn á mánudaginn var, í fyrstu heim sókn sína til afa og ömmu í Danmörku. Þegar gríska drottningin, Anna María, kom £ ljós með Alexiu, sem er núna nærri fjög urra mánaða gömul, f fanginu, laust múgurinn, sem hafði kom ið til þess að horfa á, upp fagn aðarópi og risaandvarp heyrð ist þrátt fyrir drunumar i vél- unum, er Friðrik konungur tók barnabamið sitt á' handlegginn Meðan hann talaði til litlu á grisku, heilsaði Anna Maria ætt ingjum sinum. Henni var færð ur blómvöndur í rauðum, hvit- um og bláum lit, dansk-grísku fánalitunum. Og það var pínu lítill blómvöndur í sömu litun um handa Alexiu en krónprins essan sýndi ekki áhuga svo að afinn varð að halda á honum. Eftir fimm mínútna dvöl á flugvellinum tók Anna Maria aftur við dóttur sinni. Hún veif aði áhorfendaskaranum, sem stóð undir fánaborg gríska fán ans um leið og hún hélt á dóttur sinni og fórst það vel úr hendi, enda í æfingu. Svo var ekið til hallarinnar og fór kóngur í bíl sinum i broddi fylkingar með ríkiserf- ingjanum Margréti, og stýrði sjálfur og rétt á eftir fór bíllinn sem þær Alexia, Anna Maria, drottningin og Benedikta prins essa voru í. Þær mæðgurnar ætluðu að dveljast f Danmörku í nokkra daga, en svo fer Anna Maria til London til þess að há í hann Konstantin og ef allt gengur samkvæmt áætlun ættu þau hjónin að koma aftur til Dan- merkur í dag en á meðan Anna María er I burtu passar amma Alexiu. Grímseyjarannáll Gera má ráð fyrir að „minnsta eyríki veraldar" kom ist mjög á dagskrá í heiminum á næstunni fyrir að standa upp í hárinu á sjálfum Sameinuðu þjóðunum með freklegu broti á mannréttindaskránni. Er þama um að ræða Grímseyinga, sem að undanförnu hafa upp tekið þann sið að meina mönnum þar landvist og leiða til skips, án þess að færa fram nokkur rök eða skilgreiningu aðra en „bara af því“ ... Að sjálf- sögðu verður ekki vitað á þessu stigi málsins hvemig S.Þ. muni snúast við því, en hins- vegar er ejrki ólíklegt að Gríms eyingar hafi það £ svari sínu, að „bara af því“ hafi áður þótt góð og gild rök f þeirri stofnun, þegar Sovétríkin eða Kína beittu þeim, og sjái Grímsey- ingar enga ástæðu til að þau verði ekki eins gild fyrir það þó að ekki standi alveg jafn margir að baki þeim ... þó að Grímseyingar virðist hafa þar nokkuð til síns máls, er ekki að vita hvernig fer, því að lítils liðs munu þeir mega vænta af meginlandinu, þó að kynlegt megi virðast og sízt af hálfu íþróttagarpa vorra, þó að enn kynnlegra megi virðast — þar sem oddviti eyjarskeggja er einmitt fyrrverandi iþrótta- garpur af meginlandinu... Sé betur að gætt verður þetta þó ekki alveg eins kynlegt — vær: „bara af því“ tekið jafn giit af Grimseyingum og Sóvétingurn, mundi hin gullna höfðatölu- regla þar með úr gildi felld, og hvemig mættu íþróttamenn vor ir þá megna að snúa hverjum sínum hraksmánlegasta ósigri i glæstan sigur, miðað við fólks- fjölda? Annað er svo það, að kannski verður meginlending- um vissara að fara sér hægt í þessu máli, og minnast þar orða Einars gamla Þveræings ... tækju S.Þ. nú upp á því að setja t.d. alla Kasmíra niður í Grímsey, eða einhverja þióð aðra, sem ekki rúm sýndist fyr ir þar. sem hún er, í refsingar skyni við eyiaskeggia fyrir þeirra uppvöðslu, er hætt við að ekki líði á löngu áður en mörgum kotbónda norðanlands, jafnvel Akureyrinpum ^ætti ger ast þröngt fyrir dyrum ... Alexia H—1————fe!~iaiác!gúg:^:tmBainnuiiiaíH;u3^— prinsessa með afa sínum, Friöriki Danakonung Cán skrifar: Þættir falla niður Einn reiður skrifar: Jgg hlustaði á þáttinn hans Jónasar Jónassonar í viku- lokin sl. laugardag, en þar hafði hann viðtal við dagskrár- stjóra Ríkisútvarpsins og ég beld að margir hafi stórum undr azt samsetningu vetrardagskrár þótt nöfn margra þáttanna séu girnileg. Þrfr þættir falla niður þáttur Ævars Kvarans, Mislétta músíkin hans Guðmundar Jóns sonar og báttur Tage Ammen- drups, Kvöldstundin. Skemmtilegir útvarpsmenn Það var sameiginlegt með þessum þáttum að þeir voru mjög vel þnnir og stjórnendur , höfðu sþámmt af þessum in- dæla létta •húmnr sérstaklega Guðmundur og Tage. Ég er ekki frá því að Kvöldstundin hafi ver ið með beztu þáttum, sem flutt ir hafa verið í útvarpinu og sum viðtölin sérstæð og skemmtileg og stjórnanda var ‘ sífellt að detta eitthvað nýtt í hug. Ég gleymi ekki þættinum sem fluttur var fyrir lands- leikinn við Dani og held að hann hafi haft slík áhrif, að sá leikur varð öllum ógleymanleg- ur, því hann skapaði slíka stemningu meðal fólks að hinn venjulegi skætingur heyrðist ekki, allir sameinuðust £ eitt voldugt „Áfram ísland" og létu landsliðið sameinast í eina heild. Ekki lét maður heldur neinn þátt með Dóra og Lilju fara fram hjá sér Útvarpið ætti að láta þá þætti er vel hafa líkað halda áfram, en ekki breyta til, og það jafnvel til hins verra og ég treysti þvi að við heyrum í þessum þremur útvarpsmönn- um hið allra fyrsta þvi slika menn hefur útvarpið hreinlega ekki efni á að missa. Einn reiður Kára þykir það rétt að taka það fram, að viðtalið í þættinum „í vikulokin" var' ekki við dag skrárstjóra sjálfan heldur dag- skrárfulltrúa. Varðandi þættina sem „Einn reiður minnist á“ þá hefur Tage Ammendrup verið ráðinn til sjónvarpsins og dvelst nú erlendis til að kynna sér sjónvarpsrekstur. Er því ekki úti lokað að sjónvarpsáhorfendur eigi eftir að eiga með honum skemmtilegar stundir síðar meir Þættir þeir, sem Ævar Kvaran hefur haft í útvarpinu um nokk urra ára skeið hafp aðeins tak- markazt við sumartímann og er því ekki ólíklegt að Ævar komi aftur að hljóðnemanum í vetrarlok.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.