Vísir - 06.11.1965, Blaðsíða 1

Vísir - 06.11.1965, Blaðsíða 1
Gott veður og vegir lagast Ve&ur var orðið gott um land allt í gær síðdegis og horfur á góðu veðri í dag. Fært var orðið um Borgarfjarðarhérað og norð ur og fært var í Dali og fært frá Þingeyri í Önundarfjörð. Þegar Vísir átti tal við Veður- stofuna í gærkvöldi fékk hann eftirfarandi upplýsingar um veðr ið klukkan 5: Veður var gott um land allt, þó hvasst enn á ann- nesjum norðanlands, en lygn- andi. í Grímsev voru enn 10 vind stig klukkan 5 en horfur á að lægja myndi. — Alls staðar var frostlaust á láglendi, 1—6 stig. en á Hveravöllum og Hólsfjöll- um var tveggja stiga frost. Úr- komulaust var alls staðar Heið- skírt var austan lands og heita Framh. á bls. 6. Mæðiveiki komin á ný í Mýrasýslu Niðurskurður fyrirskipaður á Hreimsstöðum í Norðurárdal ins fjár. Mæðiveiki hefur ekki fundizt nema í þessari einu kind — sem þó er einni kind of margt — en hins vegar hef- ur garnaveikj færzt þar nokkuð í aukana. Meðal annars varð hennar nú vart á a.m.k. 6 bæj um þar sem hún hafði ekki ver ið áður. Taidi Guðmundur lækn ir að þarna væri f og með að kenna vanrækslu á bólusetningu auk flutnings fjár milli bæja án þess að nægilegra varúðarráð- stafana sé gætt. Og enda þótt bólusetning sé framkvæmd er hún engan veginn einhlít_ Hún heldur sjúkdómnum fyrst og Framh. á bls. 6. Málflutningur fyrir í gær var enn langur málflutn- opinberra starfsmanna við ríkis- starfsmanna enn uppi niálflutn- ingur fyrir Kjaradómi i vinnudeilu valdið. Héldu fulltrúar opinberra ingi og varð honum ekki Iokið, Kjaradómi þegar hlé var gert á sjötta tím- anum i gærkvöldi. Verður dómur settur aftur klukkan hálftvö i dag og hefst þá með málflutnlngi op- inberra starfsmanna. Er búizt við, að honum ljúki í dag, eftir að hafa staðið yfir í þrjá daga. Kem- ur þá röðin að Jóni Þorsteinssyni, lögfræðingi, sem flytur málið af hálfu rikisvaldsins. Myndin er tek- in i dómsal í gær og er Haraldur Steinþórsson kennari í ræðustól að flytja mál opinberra starfs- manna. Til hliðar við hann situr Hrólfur Ásvaldsson frá Kjararáði opinberra starfsmanna og síðan dómendumir Eyjólfur Jónsson skrifstofustjóri, skipaður af BSRB, Svavar Pálsson endurskoð- andl, Sveinbjörn Jónsson hæsta- réttarlögmaður og Benedikt Sig- urjónsson hæstaréttarlögmaður, alíir þrír skipaðir af Hæstarétti, og Jóhannes Nordal bankastjóri, skipaður af fjármálaráðherra. Fremst er Jón Þorsteinsson lög- fræðingur og albingismaður, yzt til hægrl, og Jón Erlingur Þor- lákss. tryggingafræðingur, starfs- maður samninganefndar ríkisins. Mæðiveiki hefur nú skotið að nýju upp koll- inum í Mýrasýslu, en þar hefur hennar ekki orðið vart frá því er féð var skorið niður fyrir mörgum árum. Þykja þetta hin válegustu tíð- indi í hvívetna og ómögu legt að segja hverjar af- leiðingar kunna að verða. Sjúkdómseinkenni fundust ekki nema í einni kind frá bæn- um Hreimsstöðum í Norðurár- dal Þóttust menn sjá á henni mæðiveikieinkenni, og er henni var slátrað fyrir rúmri viku voru lungun send, ásamt lung um úr öðru fullorðnu fé í svo kölluðu Mýrahólfi að Keldum til rannsóknar. Þar staðfesti Guðmundur Gísiason læknir að kindin hafi verið mæðiveikisjúk Sl. þriðjudag var svo tekin á- kvörðun um að lóga öllu fé bóndans á Hreimsstöðum. Aðr- ar ráðstafanir telur mæðiveiki- nefnd sér ekki unnt að gera að svo komnu máli. Frá því að mæðiveikin skaut að nýju upp kollinum vestur í Dalasýslu fyrir nokkrum árum hefur verið uggur í bændum í norðanverðri Mýrasýslu, þeim sem afrétt eiga að mörkum Dalasýslu, að fé þeirra ' ynni að hafa smitazt. Enda gekk fé beggja sýslanna saman unz veikin kom upp í Dalasýslu. Þessi ótti hefur því miður ekki reynzt ástæðulaus, því nú hef- ur hann orðið að raunveruleika. Haustslátrun f Borgarnesi og Hurðarbaki f Reykholtsdal er nú að mestu lokið, en þar hefur fullorðnu fé verið slátrað síðast og fylgzt vel með bæði lungum og görnum úr Mýrahólfinu, en einkum görnum úr Borgarfjarð arsýslu Þeir Sæmundur Friðriksson framkvæmdastjóri Sauðfjárveiki varnanna og Guðmundur Gísla son læknir á Keldum skýrðu Vísi frá því að úr Mýrahólfinu hafi garnir og lungu verið skoð að úr hátt á 3 þúsund fuliorð Á SJÓSL YSANÍFNDIN BIRTIR ÝMSAR TIL- BLAÐIÐ i DAG LÖGUR TIL ÖRYGGIS 0G ÚRBÓTA Sagt frá skýrslu hennar um skiptapa o/ völdum árekstra, bruna og leka Sjóslysanefnd sú, sem skipuS var af samgöngumálaráðuneyt- inu sumarið 1963, til að rann- saka orsakir hinna tíðu skips- skaða í íslenzka fiskiflotanum, hefur nú skilað áliti. Álit þetta birtist í heild í nýútkomnu hefti af Sjómannablaðinu Víkingi, en hluti úr því er birtur í blaðinu í dag. Skýrslan er alllöng og skiptist niður í marga kafla, hér verða rakin í stuttu máli nokkur atriði úr henni. ÁREKSTRAR Á tímabilinu 1946-1964 sukku níu skráðir bátar af árekstrum, sam- tals 378 rúmlestir og af þessum sökum drukknuðu 7 manns. At- hyglisvert er að sjö af þessum á- rekstrum urðu í björtu veðri Gef ur það til kynna að þeir sem í sök inni eru annað hvort þekki ekki siglingareglurnar nægilega vel eða breyti ekki eftir þeim. Tveir á- rekstrar urðu í þoku og slæmu skyggni yfir Austurlandi og orsök uðust af ógætilegri siglingu og van rækslu á að halda tilhlýðilegan vörð. í sambandi við þetta leggur nefndin áherzlu á að strangar kröfur séu gerðar til aðgæzlu skip- stjóra og kunnáttu og láta þá sæta ábyrgð, sem slysum valda. Einn- ig leggur nefndin til að nýju sigl- ingareglurnar sem gengu i gildi í september verði rækilega kynntar. BRUNAR Nefndin hefur kynnt sér 12 rétt árrannsóknir sem fjallað hafa um bruna í fiskiskipum á árunum 1960 1964. í 10 af þeim tilfellum var um algert tjón að ræða, en f tveimur verulegt tjón. Brunatjón í skipum eru þó miklu fleiri en þessar tölur géfa til kynna. Frh. á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.