Vísir - 06.11.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 06.11.1965, Blaðsíða 7
VÍS IR . Laugardagur 6. nóvemuer i«mo. KIRKJAN NAÐIN DROTTINS og ÞJOÐIN Kirkjuritið Kirkjuritið októberheftið, hefst á vígsluræðu sr. Jakobs sál. Kristinssonar, sagt er frá dokt- orsvörn sr. Jakobs Jónssonar og ritstjórinn skrifar pistla að vanda. Sr. Þórir á Sauðárkróki ritar um guðfræðiráðstefnuna í Reykjavík í sumar og ritstjórinn um John R. Mott. En lengsta greinin í heftinu er Staða munk lífs í miðöldum, erindi sem sr. Guðmundur á Hvanneyri flutti á aðalfundi prestafélagsins s.l. vor. Þetta vil ég hugfesta, þess vegna vil ég vona náð Drottins er ekki þrotin, miskunn hans ekki á enda, hún er ný á hverjum morgni, mikil er trúfesti þin! Drottinn er hlutdeild mín, segir sál mín, þess vegna vil ég vona á hann. Góður er Drottinn þeim, er á hann vona. og þeirri sál, er til hans leitar. Gott er að bíða hljóður eftir hjálp Drottins. (Harmljóðin 3, 21.126.) Náðin Drottins er ekki þrotin! Það er svo margt, sem þrýtur, er tímar líða. Og tíminn líður svo undarlega ört. Með honum breytist allt. Hugmyndir manna breytast og viðhorf breytast. Það, sem áður var talinn sann- Ieikur, er ekki lengur virt. Kraft- ar mannsins þrjóta og heilsan dvínar og aldurinn færist yfir. Þá er gott að vita um eitt, sem ekki breytist. Drottinn er hinn sanni. Miskunn hans er ekki á enda. „Allt er að breytast en aldrei þú“, syngjum vér í sálminum. Sé drottinn skaparinn allra hluta og upphaf alls, er hann ekki háður takmörkunum tímá og rúms. Hann er ekki háður lögmálum breytileikans og fall- valtleikans. Hann er ekki held- ur háður viðhorfum okkar mann anna. Hann er hinn sami hvort sem margir eða fáir lúta hon- um og tigna. Náð hans þrýtur ekki og miskunn hans er ekki á enda! Náð Drottins er eitt af því, sem margir láta sig litlu skipta á vorum dögum Þeir telja hana úreltar hugmyndir, sem'eigi ekki við nútímamanninn. Hann hafi svo margt annað raunhæfara að ■G/eðí geitasmalans Geitasmalinn sat uppi á hól og gætti hjarðar sinnar. Hann söng háum glöðum rómi, því að Guð hafði gefið honum svo fallega söngrödd. Þetta var bjartan sumardag. Fegurðs landsins og mildi veðurblíðunnar í hámarki. Konungur landsins notaði tækfærið til að njóta sumardýrð- arinnar. Söngur geitasmalans barst til eyrna hans og hirð- mannanna sem voru í fylgd með honum. Hans hátign stöðvaði vagninn sinn, lét kalla geitasmalann fyrir sig og spurði: „Hvað gleður þig svona, drengur minn? Liggur alltaf svona vel á þér?“ „Já, hvers vegna ætti ekki að liggja vel á mér“, sagði geita- smalinn. „Ég er viss um að jafnvel konungurinn sjálfur er ekki ríkari en ég“. „Jæja, ekki sér það nú á þér“, svaraði konungurinn og leit á tötraleg föt hans. „Hvar eru öll þín auðæfi?“ „Auðæfi“, svaraði drengurinn. „Þau eru yfir mér og allt um kring. Sólin blessuð sendir mér jafnmikla birtu og jafnmik- inn yl og sjálfur konunginum. Og öll blómin; þau veita mér ennþá meiri gleði heidur en konunginum, sem tekur varla eftir þeim I öllu sínu skrauti. Og svo á ég hendumar mínar. Ekki vil ég selja þær fyrir allan heimsins auð. Eða fæturna mina, sem bera mig yfir holt og hæðir. Og augun min; ekki vildi ég skipta á þeim og öllumgimsteinum veraldarinnar. Og svo...“ En nú tók kóngurinn framí fyrir geitasmalanum. Hann klapp- aði á kollinn á honum og sagði: „Já, kannski ertu ríkari en kóngurinn a. m. k. ertu ánægðari en hann“. Þetta er lítil saga um hina sönnu lífshamingju, sem íslenzka máltækið orðar svö: Nóg á sér nægja iætur. Og sá vitri Saló- mon segir: Betra er lítið með Guðs ótta, en mikill fjár- sjóður með armæðu. Ástráður Sigursteindórsson skólastjóri, sem skrifar hugvekjuna í dag er guðfræðingur. Þótt hann hafi ekki tekið prestsvígslu er hann sístarf- andi að kirkju- og kristindómsmálum. Hann er í stjórn K. F. U. M. og sóknarnefnd Laugarnes- kirkju og á fundum og mótum talar hann af krafti og trúargleði þess manns, sem byggir lífsskoðun sína á hinu eina nauðsynlega. styðjast við. Nútímamanninum finnst niðurlæging í því að biðja sér náðar. En hvað er náðin? Náðin er kærleikur hins al- máttuga Guðs, er hann mætir veikum og ófullkomnum mönn- um. Eðli Guðs er að líkna, misk unna og fyrirgefa. Eðli hans er bezt lýzt með þessum orðum: „Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem. á hann trúir glatist ekki heldur hafi ei- Frækorn 1 annál ársins 1882 segir m. a. Um vorið hélt Lárus Jóhannes son predikari þrjár kveldræður í dómkirkjunni 1 Reykjavík og geðjaðist mönnum vel að. Setti hann fram kenningu sína í sögu- legum dæmum úr daglega lífinu og féll mörgum það betur en venjulegur predikunarháttur. —O— í nýju Kirkjublaði 1. október 1914 birtist erindi sem Sigurður í Ystafdll hafði haldið á héraðs fundi Suður-Þingeyinga. Þar seg- ir m. a. á þessa leið: „Eftirdæmi til góðs og hin þegjandi, dagfarslega kenning predikarans er oft kröftugri en nærri því allt annað. Vanti þar samúð hluttekning og næman skilning verður orðið á predik- unarstólnum eins og hljómandi málmur og hvellandi bjalla og nær ekki tii hjartanna“ —O— Þorlákur biskup lagði mesta ást á presta þá og kennimenn, er siðiátlega lifðu og sínar vígsi ur varðveittu nokkuð eftir á- kveðnu, og virði þá alla sæmi- lega og setti þá sællega að því, er föng voru á. En þá lærða menn, er miður gættu siðlætis og sinnar vígslu varðveitt.: óvarlega minnti hann á með blíðlegum boðorðum betur að gera og snúa sínu ráði áleiðis og annarra, þeirra er þeir áttu að ábyrgjast. —O— Prestar sumir sýndu sig hon- um (Henderson) þó betri en þeir voru, en hann lagði allt út til hins bezta, gaf og landsfólkinu öllu saman lof um trúrækni og annað og heidur meira en minna en vert var. (Espóiin) líft líf“ (Jóh. 3, 16.). Þetta er náðin Drottins! Náð hans þrýtur ekki og misk unn hans fær engan enda. Maðurinn getur hafnað náð hans og forsmáð miskunn hans, en hún stendur samt tii boða. Hún verður aldrei úrelt. Þetta er hið óumbreytanlega lögmál kærleikans. Jesú sagði eitt sinn: „Komið til mín allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir og ég mun veita yður hvíid“. Þama var náðin að verki. Margir komu til Jesú og fundu hvíld og sálarfrið hjá honum. Þar var náðin Drottins. Á öll- um öldum síðan hefur það sama verið reynsla þeirra, er til hans hafa leitað. Fyrir trúna hafa þeir fundið hjá honum sálum sínum hvíld. Enn í dag er reynsla margra sú sama. Þeir hafá leitað hans í auðmýkt og veikleika og hafa fundið hjá honum raunverulega hjáip. Já, en þetta er hugarburður einn og sjálfsblekkmg auðtrúa sálna, segja sumir. Hugarburður einn og sjálfs- blekking getur aldrei verið styrk ur og hugfró þegar á reynir sízt þegar til lengdar lætur. Þar þarf meira til. Reynsla þeirra, sem reynt hafa náð Drottins, er líka sú, að því meira sem á reynir því dýrmætari er hún og mest þegar sárast sverfur að. Hver þarf ekki á slíkri náð að halda á þessum tímum? Hafi menn nokkru .sinni þarfnast náð ar og miskunnar lifandi Guðs þá er það nú. Og nú stendur hún öllum til boð óumbreytanleg „ný á hverjum morgni". Mættir þú, sem þessar linur Iest, læra þann blessaða leynd- ardóm að bíða hljóður eftir hjálp Drottins. * Héraðsfundur Arnes prófastsdæmis Héraðsfundur Árnesprófasts- dæmis var haldinn undir forsæti prófasts, sr. Sig. Pálssonar, i kirkjunni á Selfossi 27. október. Sóttu hann allir prestar Árnes- þings, 8 að tölu og 16 safnaðar- fulltrúar af 27, sem setu eiga á fundinum. Fundurinn hófst með guðsþjón ustu, sem sóknarprestarnir í Hveragerði og Skálholti önnuð- ust, Fyrir utan hin venjulegu störf héraðsfunda, ræddi fundurinn nokkuð hugéanlega útgáfustarf- semi á kirkjulegu og trúarlegu lestrarefni. Ennfremur var talað um þátttöku kirkjunnar í dag- skráefni útvarpsins og hvað hægt mundi að gera að auka hana. Þá var kosin fimm manna nefnd á fundinum til að athuga möguleika á því að halda almenn an kirkjufund fyrir allt prófasts dæmið í sambandi við næsta hér aðsfund. ‘ Um kvöldið var haldin sam- koma í Selfosskirkju. Þar hélt sr. Bernharður Guðmundsson á Skarði erindi um viðhorf ungs prests til prestsstarfsins og skýrt Sr. Sigurður Pálsson. var í máli og myndum frá sumar 3 búðastarfi kirkjunnar í Hauka-I dal á s. 1. sumri. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.