Vísir - 06.11.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 06.11.1965, Blaðsíða 8
8 V í S IR . Laugardagur 6. nóvember 1965. VISIR Otgefandi: BlaSaútgáfan VÍSIR Framkvæmdastjóri: Agnar Ólafsson Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ó Thorarensen Auglýsingastj.: Halldór Jónsson > Sölustjóri: Herbert Guðmundsson Ritstjórn: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 linur) Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald: kr. 80,00 á mánuði innanlands f lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Hlutverk Kjaradóms Kjaradómur kom í fyrradag saman til starfa og fjallar hann nú í annað sinn um kaup og kjör opin- berra starfsmanna. í sumar fóru fram samningaum- leitanir samninganefndar ríkisins og B.S.R.B. um kaupbreytingar þessara fjölmennu starfshópa. Á tímabili var talið að samkomulag myndi nást milli aðilanna, en svo varð ekki og hefur því dómurinn setzt á rökstóla. Nú eru aðeins þrjár vikur til stefnu, því fyrir 1. desember skal dómurinn samkvæmt lög- um kveða upp úrskurð sinn. Á grundvelli hans munu síðan kjör starfsmanna sveitarfélaga ráðin, Fulltrúar B.S.R.B. hafa í gær og í fyrradag flutt mál sitt fyrir dóminum, en í kröfum þeirra er ofarlega á baugi sú 15% kauphækun, sem þeir telja sig eiga inni hjá rík- inu frá fyrri tíð. Við það bætast svo fjölmargar aðr- ar kröfur. Á það má minna, að áður en núverandi ríkisstjórn kom til valda höfðu opinberir starfsmenn ekki samn- ingsrétt um kaup sín og kjör. Það var þessi ríkis- stjórn, sem gekkst fyrir því að þeim var veitt sú mikilvæga réttarbót sem samningsrétturinn er. Hinu er ekki að leyna, að mörgum þótti takast misjafnt til um störf Kjaradóms, er hann kom saman hinu fyrsta sinni. Þótt vissulega væri sjálfsagt og rétt að leiðrétta margra ára ranglæti í launakjörum opin- berra starfsmanna þótti niörgum sem dómurinn færi of geyst í sakirnar og hygði ekki nógu vel að úrskurð- um sínum, svo sem var um ákvörðun vaktaálagsins. Víst var að úrskurður hans hinu fyrra sinni hratt af stað kauphækkunaröldu meiri en áður hafði þekkzt í sögu þjóðarinnar, þar sem aðrar stéttir, margar ranglega, miðuðu kröfur sínar við kjarabætur ríkis- starfsmanna. Því er eðlilegt að menn horfi með nokkrum ugg til starfs Kjaradóms að þessu sinni, ef svo skyldi fara að úrskurður hans yrði til þess að hleypa annarri slíkri skriðu af stað í þjóðfélaginu. Um það er þó of snemmt að spá nokkru, en hitt mega menn vona, að til þess komi ekki. Maðkar í mysunni ]\faður einn, rússneskur, sem kallar sig vísindamann, hefur dvalizt hér á landi og haldið fyrirlestra um hervæðingu Vestur-Þýzkalands, eins og hann orðar það, og önnur alþjóðamál. Fékk hann inni í Háskól- anum fyrir fyrirlestur, á þeim forsendum að um vís- indafyrirlestur væri að ræða. í ljós hefur þó komið, að þessi gerzki gestur er slyngur áróðursmaður að hætti göturæðumanna, en ekki vísindamaður. Vel kunnum við íslendingar að meta heimsóknir bæði úr austri og vestri, því ekki veitir af að víkka sjón- deildarhringinn á þessu eylandi. En illa kunnum við >ví, þegar slíkir gestir villa á $ér heimildir og skreyta sig stolnum fjöðrum. Maðkað mjöl hefur aldrei þótt góð vara á íslandi. ☆ ■VTýlega kom hingað í heimsókn rússneskur háskóla- maður að nafni Herman Sverd- lof. Hann er af kunnri ætt í Rúss landi og var bróðir hans eitt sinn forseti Sovétríkjanna á valdaár- um Lenins. Sjálfur er Herman Sverdlof dósent við sovézku sís indaakademíuna og er sérgrein hans þar alþjóða samskipti, en í rauninni er þar um að ræða póli- tísk fræði, en sú fræðigrein hef ur orðið all einkennileg í lönd- um kommúnismans, þar sem hún miðast öll við það að reyna að kenna fólki að vera kommúnist- ar, enda við því að búast að slík fræðigrein hafi þurft að ganga i gegnum þykkt og þunnt á þeim harðstjómarárum í Rússlandi in ykist. Aðalmunurinn væri sá að í Vestur Þýzkalandi héldist hemaðafsinnum uppi að starfa og þar væri haturshugur í garð Rússa. Þá var hann spurður, hvað Krúsjeff hefði meint er hann sagði að Vestur Berlín væri eins og krabbamein í holdi sósíalisku ríkjanna. Sverdlof tók þá fram að hann hafnaði ekki því sem Krúsjeff hefði sagt, en Krúsjeff hefði sagt margt sem túlka vrði með því hve litríkt tungutak maðurinn hefði haft. Sjálfur kvaðst Sverd lof nokkmm sinnum hafa komið til Vestur Berlínar og séð að borg þeirri hefði verið breytt í auglýsingaglugga vestræns lífs. Hins vegar sagði hann að vafa- samt væri hvort það borgaði sig að skera meinsemdina burt vegna þess að þá gæti svo farið að hvorki sjúklingur né læknir lifðu það af. Hann sagði að markmið Sovét hefðu vart árætt að hefja loft árásir á Norður Vietnam nema einmitt vegna þessa ágreinings. Sverdlof vísa/ði þessari spum- ingu til Johnsons forseta, en sagði annars að svo virtist sem Johnson ímyndaði sér að hann gæti notfært sér ágreininginri. Tjá var hann spurður hvort sú kenning Lenins væri nú ekki með öllu úrelt að styrjöld við auðvaldsríkin væri óhjákvæmi- leg. Hann hallaðist að því að svo væri, Lenin hefði sett þessa kenn ingu fram á fyrstu árum sovét- lýðveldisins, þegar búizt hafði verið við því að auðvaldsríkin ætluðu að kremja þetta sósíal- íska ríki. Nú væri aðstaðan orð in breytt, sovétríkin sterk og þar að auki komin til atómsprengjan. en Lenin hefði líka séð það fyrir. Finna mætti setningu í ritum hans um að visindin myndu gera PÓLITÍSK FRÆÐI FRÁ RÚSSLANDI Á BORÐ BORIN þégar enginn hefur mátt hafa þar sjálfstæða skoðun Er það i rauninni furðulegt að fulltrúi slíkra fræða skuli fá heimild til að flytja fyrirlestur við Háskóla fslands, enda mun fyrirlesturinn hafa orðið eftir því einhliða áróður og málpípu- háttur rússneskra valdhafa í stað j*ess að í flestum löndum er það talið fmmskilyrði, að vísinda- menn í þessari grein geti sett fram sjálfstæð sjónarmið. * Cvo gerðist það í fyrradag, að rússneska sendiráðið bauð íslenzkum blaðariiönnum að eiga samtal við þennan mann. Fór það að vísu nokkuð stirð- lega fram, þar sem túlka varð hvert orð sitt á hvað á rússnesku og ísl. Samtalið gaf þó nokkra hugmynd um liugarheim þess „fræði“-manns, þar sem i mál- flutningi hans vom áberandi mótsagnir, sem honum sjálfum virtust þó þvkja mjög eðlilegar. Þrátt fyrir það verður það að segjast, að ýmis orð hans og ummæli bentu til þeirrar breyt- ingar sem á hefur orðið í Sovét- ríkjunum upp á síðkastið. Mað- ur minnist þess ekki að hingað hafi komið fulltrúi Sovétríkjanna fyrr, sem leyfðist það að viður- kenna opinskátt að Sovétríkjun- um hefðu orðið á mistök, en það gerði þessi maður, sjálfsagt af því að nú hafa valdhafamir aust ur þar gefið leyfi til þess að við- urkenna slík mistök. Hér gefst ekki tóm til að rekja allt samtalið við Sverdlof, heldur aðeins nokkur atriði. p’yrst sneri?t talið um Berlin og iýstj dósértönn þvi yfir, að sem stepdur vapri sameining Þýzkalands útilokuð, af þvi að þróunin í Austur og Vesturþýzka landi hefði orðið ólfk og klofning ríkjanna í Þýzkalandsmálunum væri að koma í veg fyrir að hemaðarsinnar í Vestur Þýzka- landi gætu komizt yfir atóm- sprengjur. Að vísu væri það svo að Rússar þyrftu ekki að óttast Þjóðverja úr þessu, þar sem þeir mundu aldrei fá hern aðarlegt bolmagn á við Sovétrík in, en tak.. yrði með í reikning- inn að hemaðarsinnar væm oft ævintýramenn og þessvegna væri sérstaklega hættulegt að láta Þjóðverja hafa atóms- prengju. Tjá var hann spurður, hvort Sovétríkin teldu þýzka „hernaðarsinna“ hættulegri en bandaríska „hemaðarsinna" sem nú þegar hefðu kjamorkuvopn undir höndum. Þessu svaraði hann svo, — ef maður hefði tvo eiturorma fyrir framan sig og vissi að báðir gætu bitið og báðir hefðu afleita skapgerð, þá væri erfitt að segja hvor væri verri. Munurinn væri þó sá, að Bandaríkjamenn virt- ust ekki haldnir sama hefndar hug gegn Rússum og Þjóðverjar. Þá var hann spurður, hvort hann hefði ekki átt að nefna þriðja höggorminn sem Rússar hefðu nú fyrir framan sig, Kina, er Rússar virtust líka telja hættu legt og illa innrætt. Sverdlof svaraði þvi til, að eng in launung væri á því að sam- búðin milli Kína og Rússa hefði verið erfið síðustu ár. En hann tók fram, að þessa misklíð myndu Vesturveldin á engan hátt geta notfært sér, því að þrátt fvrir allt myndu þessi tvö ríki standa saman. þá var hann spurður, hvort það væri nú ekki samt staðreynd að Bandaríkin væru nú einmitt að notfæra sér þennan ágreining i styrjöldinni í Indó Kfna, þeir Herman Sverdlov styrjaldir svo ægilegar að þær yrðu útilokaðar. — Þetta bendir þá til þess að kommúnisminn sé eins og Janus arhöfuð með tvö andlit? Það fannst herra Sverdlof fjar stæðukennt og fór nú að telja upp lof á kommúnismann. Hann væri stefna raunsæ og réttsýn. — Var það dæmi um raunsæja og réttsýna stefnu þegar Rússar gerðu áætlun fyrir nokkrum ár um um að fara fram úr Banda- ríkjunum í matvælaframleiðslu upp úr 1967 og í staðinn koma matvælavandræði. — Áætlanir eru gerðar til að fara eftir þeim sagði Sverdlof, en stundum geta þeir gert mis- tök sem semja áætlanimar og þá er að taka þvf. Þær skyssur sem vom gerðar hafa ekki verið faldar fyrir neinum heldur leið- réttar, það sýnir að kommúnism inn er raunsær, sagði Sverdlof dósent. rr Hlutavelta í \ Hallveigarstöðum Á sunnudaginn heldur Kvenna- deild Slysavamafélagsins hluta- veltu og er það óvenjulegt við hana, að hún verður haldin á nýjum stað í rúmgóðum húsa- kynnurn kvenfélagasamtakanna, nýju byggingunni Hallveigar- stöðum við Garðastræti. Hluta- veltan hefst kl. 2 og hafa kon- urnar safnað þar saman miklu af góðum munum. Ágóði allur gengur til slysa- varna, en alþjóð er kunnugt að fá eða engin félagasamtök hafa verið eins dugleg og einbeitt við að vinna að þeim störfum og Kvennadeildin. Ætti fólk að styðja hana í góðu starfi með því að líta inn á Hallveigarstöð- um á morgun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.