Vísir


Vísir - 06.11.1965, Qupperneq 16

Vísir - 06.11.1965, Qupperneq 16
Laugardagur 6. nóvember 1965. Borgin úr lofti séð 3000manna bær aS rísa vio Arbæ Árbæjarhverfið i smíðum. Elliðaárnar neðst til vinstri, niður að þeim sjást hús í smiðum við þvergötumar Fagrabæ, Glæsibæ, Þykkva- bæ og Vorsabæ. Til samræmis verður Suðurlandsbrautinni á þessu svæði gefið heitið Rofabær og ný Suðurlandsbraut með tvöfaldri akbraut lögð fyrir norðan hverfið. Loftmyndin af borginni, sem birtist hér í dag, sýnir nýtt borgarhverfi, sem er nú sem óðast að rísa upp. Þegar við ókum þarna um fyrir nokkrum mánuðum var ekk- ert að sjá þar nema mela og klungur á aðra hönd með nokkrum skreiðarhjöllum og á hina hönd smáhús, sem upp haflega voru sumarbústaðir með görðum í kringum. En nú er allt I fullum gangi, nýjar götur hafa verið lagðar og ióðarhafar koma og taka grunninn, og síðan gengur þetta sína leið, mótum er slegið upp og steypubílar koma akandi þungu hlassi. Við skulum líta nánar á mynd ina. Neðst á henni í vinstra horninu sér í Elliðaárnar, sem eru þarna í tveimur kvíslum með eyri á milli. Síðan kemur einbýlishúsahverfið, sem nær alla leið upp að Suðurlands- brautinni, en hún sést skýrt sem Ijóst strik þvert yfir mynd- ina. Handan við hana er svo í smíðum stórt svæði með íbúða blokkum, þar sem bæjarkjarna með verzlunum verður komið fyrir. Lengst til vinstri ofan við Suðurlandsbrautina má greina garðhúsahverfið, sem er í smíð- um, en það er nýjung hér á landi. í meiri fjarlægð má svo sjá kartöflugarðana í Smálöndum, svo kemur Grafarvogur, þá Gufu nes og má greina verksmiðjuna þar. Enn lengra má sjá Geld- inganes og Álfsnes og þar fyrir handan Akrafjall og Skarðs- heiði og Esjuna. Byggingarframkvæmdirnar í Ár- bæjarhverfinu eru vissulega stórfelldar. Það er undarlegt að Framh. á bls. 6. HERFERÐIN Aðalfjársöfnunardagur Herferð- ar gegn hungri er i dag og verð- ur þá gengið i hvert hús í Reykjavík, Kópavogi, Hafnar- firði, Keflavík, Akureyri, Sel- fossi og víðar. Um 1000 ung- menni taka þátt í fjársöfnun- inni í Reykjavík og verður farið eftir hverfaskiptingu presta- kalla. Hefst söfnunin kl. 2,1 en söfnunarfólk er beðið að mæta ekki siðar en kl. 1.30. Engar viðræður Engar viðræður eru í gangi í deilu togaraeigenda og yfirmanna á togur unum þessa dagana og hafði sátta- semjari ekki boðað aðila til fundar í gærkvöldi. Straagur úrskurBur Hehaspeki- deildar uai lögmæti mannanaina Heimspekideild Háskóla ís- lands hefur fellt örlagaríkan úr- skurð um mannanöfn, þar sem ákveðin er mynd allmargra karl mannsnafna. Þessi úrskurður á væntanlega eftir að hafa mikil áhrif á nafngiftir, því að prest ar landsins eru skyldir að skíra einungis samkvæmt lögum ís- lenzkrar tungu, en Heimspeki- deildin ákveður, hvað sé rétt is- lenzk tunga. Úrskurður þessi er kominn vegna fyrirspurnar frá sr. Jóni Auðuns dómprófasti, þar sem hann óskaði úrskurðar um lög- mæti eða ólögmæti nokkurra karlmannsnafni án nefnifalls- endingar 1 í úrskurði Heimspekideildar segir: 1. Alíslenzk (norræn) nöfn, sem endingu höfðu að fornu og yfirleitt hafa varðveitzt með endingu til nútímamáls, skulu látin halda henni, t. d. Ásberg ur. Erlingur, Haraldur, Hallfreð ur, Ólafur, Sigurður, Valgarður, Vilbergur, Þorvaldur o. s. frv. 1 þessum tilvikum er óheimilt að sleppa nefnifallsendingunni -ur. 2. Sama máli gegnir um orð, sem hafa endinguna harður og -valdur, t. d. Bernharður eða Bjarnharður, Vernharður, Rík- harður og Ósvaldur, jafnvel þótt erlend kunnj að vera að uppruna. 3.1 Endingarlaus í nf. skulu Framhald á bls. 6. BROTIZT INN Á Aukið húsrými í Heilsuvemd- FIMM STÖÐUM arstöð er Borgarspítali flytur Heilsuvemdarstöðin var nokkuð til umræðu á borgarstjómarfundí á fimmtudaginn, en þannlg stendur á því, að nú á næsta ári mun borg arspítalinn nýl i Fossvogi taka til starfa og vð það mun núverandi Borgarspítali sem aðsetur hefur haft f húsnæði Heilsuverndarstöðv arinnar flytja þaðan í burtu og mik ið húsnæði losna vlð það. Nú fyrir þennan borgarstjórnar- fund lagði Alfreð Gíslason læknir og borgarfulltrúi kommúnista frarn tillögu um að borgarstjórnin feli stjórn Heilsuverndarstöðvarinnar að athuga hvort ekki sé þörf fynr þetta húsnæði til aukins heilsuvernd arstarfs. I sambandi við þetta flutti Al- frc' framsöguræðu, þar sem hann vó að stjórn heilsuverndarstöðvar- innar og hélt því fram að lítils á- huga virtist gæta hjá henni á heilsu verndarmálum t d. virtist hún ekki hafa áhuga á að koma upp sjón verndarstöð. Til að svara þessari ræðu stóð . upp Úlfar Þórðarson borgarfulltrúi, Svaraði h?nn allsnúðugt ræðu fram sf:_ .imanns. Sagði hann að sér hefði komið þessi ræða á óvart og sér þætti furðulegt að ræðumaður skyldi láta sér sæma að gera ger- samlega óverðskuldaða árás á stjórn heilsuverndarstöðvarinnar. Þá benti hann á það. að óheppilegt væri að hafa sjónverndarstöð í sambandi við heilsuverndarstöð því að heppi- Framh. á bls. 6 Svo virðist sem innbrotafarald- ur sé að hefjast í okkar ástkæru höfuðborg, því tvær undanfamar hætur var brotizt inn á fimm stöð um, sem lögreglunni var kunnugt um. Aðfaran. fimmtud. var brotizt inn í fiskverzl. Sæbjörgu á Laugavegi 27. Ekki varð séð að þar hefði öðru verið stolið en einni sveðju og ein um flatningshníf. Sömu nótt var brotizt 'inn í sölu turninn á Hverfisgötu 2. Þaðan var stolið 23 pakkalengjum af Camel vindlingum, þar skildi þjófurinn eftir stærðar kúbein sem hann hef ur notað til þess að brjótast inft með Á kúbeinið er greypt nafnið Griffin, og ef einhver kannaðist við þetta kúbein, væri rannsóknar lögreglunni þægð í að fá vitneskju um það. I fyrrin. var brotizt inn í veitinga stofuna í Skipholti 21, stolið það- an um 900 kr. í peningum og all miklu af tóbaksvörum bæði vindl- ingum og vindlum og nemur and- virði þeirra samanlagt 3-4 þús. kr. í sama húsi var brotizt inn í Tómstundabúðina og stolið þaðan nokkur hundruð krónum úr pen ingakassa. Loks var brotizt inn í afgreiðslu Smjörlíkisgerðanna í Þverholti í fyrrin. en litlu mun þar hafa verið stolið.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.