Vísir - 16.11.1965, Blaðsíða 2

Vísir - 16.11.1965, Blaðsíða 2
V1SIR . Þriðjudagur 16. nóvember 1965. LOKS TAP A HEIMA VELLl EFTIR 33 LEIKI TAPLAUSA! LOKS KOM AÐ ÞVl! Tottenham tapaði á heimavelli. Á Whrite Hart Lane hafði heimaliðið ekki tapað leik frá því i marz 1964, og leikið 33 leiki án taps. Og liðið sem vann Tottenham? Það voru engir stórmeistarar, heldur aðeins litla Sheffield Wed., sem er neðarlega á stiga- töflunni, en vann þarna öllum á óvart með 3:2. BURNLEY hefur forystuna í deildinni og er með 23 stig. Liverpool og Leeds eru einu stigi neðar, öll með 16 leiki. Næst koma West Bromwich og Sheffield United með 21 stig, Manch. United, Stoke og Arsenal með 19 stig. Tottenham varð að vera án innherjans Jimmy Greaves um helgina, en hann liggur sjúkur og þjáist af lifrarsjúkdómi. Er vart við því búizt að hann verði með fyrr en eftir í fyrsta lagi mánuð. 1 leiknum á laugardag- inn skoraði Frank Saul 1:0 fyr- ir Tottenham, en þrjú mörk fylgdu frá Sheffield á um 10 mínútum. í seinni hálfleik skor- aði Dave MacKay úr vítaspyrnu 3:2, en ekki tókst að jafna met- in. Burnley vann stóran sigur yfir Sunderland með 4:0 og hélt því forvstunni í deildinni. Óheppnin eltir Lundúna-liðið Chelsea. Þar eru 16 menn á IPRffll li Öl lí,! i illÉI PMinppi i' llllÍiítíiíllllflÉfiÍl sjúkralistanum eftir ýmis ó- höpp. Liðið tapaði fyrir öðru Lundúnafélagi West Ham með 2:1 um helgina og þótti það ekki nema von. 1 2. deild hélzt staðan eins á toppnum, því þar unnu efstu liðin öll sína leiki. Southampton er efst, en stigi á eftir koma Coventry og Huddersfield. Um 450.000 áhorfendur horfðu á 22 leiki í 1. og 2. deild um helgina, en leikir í bikarkeppninni, 40 talsins drógu að sér 350.000 manns, en það var 1. umferðin sem leikin var. Úrslitin um helgina: 1. deild: Aston Villa—Stoke 0:1. Blackburn—Newcastle 4:2. Blackpool—West Bromwich 1:1. Fulham—Nottingh. Forest 1:1. Leeds—Arsenal 2:0. Leicester—Manch. United 0:5. Sheffield United—Everton 2:0. Sunderland—Burnley 0:4. Tottenh.—Sheff. Wednesd. 2:3. West Ham—Chelsea 2:1. 2. deild: Bristol City—Bolton 2:2. Bury—Crystaevpalace 2:2. Cardiff—Leyton Orient 3:1. Carlisle—Birmingham 1:0; Coventry—Ipswich 3:1. Derby—Middlesborough 5:0. Manchester—Citv Portsm. 3:1. Norwich—Preston 1:1. Rotherhit—Plymouth 2:0. Southampton—Huddersf. 0:1. Wolverhampton—Charlton 2:2. Allar Norður- lanclaþjóðirn- ar „slegnarút" Vestur-Þjóðverjar eru nú búnir að tryggja sér sigur í sínum riðli í HM í knattsp. og munu því verða eitt af 16 liðum í lokakeppninni í Englandi næsta sumar. Unnu Þjóðverjarnir Kýpur með 6:0 í fyrradag i Nikósíu. Þar með lauk þátttöku eins Norðurlandanna, Svía, og er nú útséð, að ekkert þeirra verður I lokakeppninni. r Ovænt úrslit um helgina FJÖGUR HUNDRUD TAKA ÞÁTT í SUNDMÓTINU HÍnú fyrra sundmóti skólanna skólaárið 1965 til 1966 verður að tví- skipta, vegna þess hve þátttakendafjöldi er orð- inn mikill (um og yfir 400, en Sundhöll Reykjavíkur tekur til fataskipta rúml. 100) og fer því fram í Sund höll Reykjavíkur fimmtud. 25. nóv. n. k. fyrir eldri flokka og mánudaginn 29. nóvember fyrir yngri flokka skólanna í Reykja vík og nágrenni og hefst báða dagana kl. 20,00. For staða mótsins er í höndum íþróttabandalags fram- haldsskóla í Reykjavík og nágrenni (Í.F.R.N.) og í- þróttakennara sama svæð- Sundkennarar skólanna eru Í.F.R.N. til aðstoðar um undirbún- ing og framkvæmd mótsins. Sund- kennararnir munu koma sundhóp- um skólanna fyrir til æfinga sé haft samband við þá í tíma. Gætið þess að geyma ekki æfingar fram á síðustu daga. íþróttakennarar, ræðið mótið og æfingar við nemendur þá, sem þér kennið. Nemendur fáið íþróttakennara skólanna til þess að leiðbeina um æfingar, val sundfólks, niðurröðun liða og til aðstoðar ykkur á mótinu sjálfu. Frá því 1958 hefur sá háttur ver- ið hafður á þessu móti, að nemend- Þær ungversku sigruðu UNGVERJAR urðu heimsmeistarar í handknattleik kvenna, en keppninni lauk á sunnudaginn með úrslitaleik milli Ung- verja og Júgóslava. Unnu ungversku stúlkurnar Ieikinn með 5:3 en í hálfleik var staðan 3:2. Leikurinn fór fram i Dort- mund. Vestur-Þýzkaland varð þriðja í röðinni cj, vann Tékkó- slóvakíu með 11:10 í keppni um þetta sæti og varð að fram- lengja því leiknum lauk með 7:7. Danir, sem voru mótherj- ar okkar í keppninni, urðu fimmtu í röðinni, unnu Rúmeníu með 10:9. Japanir unnu sinn fyrsta sigur i HM á sunnudag- inn, en það var í keppninni um 7. sætið, jg það sæti unnu þessar smávöxnu handknattleikskonur með 6:5 sigri en í hálfleik hafði staðið 4:1 fyrir Japan. ur í unglingabekkjum (1. og. 2. bekk unglinga-, mið- eða gagn fræðaskóla) kepptu sér í unglinga- flokki og eldri nemendur, þ. e. þeir, sem lokið hafa unglingaprófi eða tilsvarandi prófi, kepptu sér í eldra flokki. Sami háttur verður hafður á þessu móti og tekið fram, að nemendum úr unglingabekkjun um verður ekki leyft að keppa í eldra flokki, þótt skólinn sendi ekki unglingaflokk. — Er þetta gert til þess að forðast úrval hinna i stóru skóla og hvetja til þess, að ! þátttaka verði meiri. Eldri flokkar fimmtudaginn 25. nóv. n. k. Yngri flokkar mánudaginn 29. nóv. n. k. Keppt verður í þessum boðsundum: 1. UNGLINGAFLOKKUR: A. Stúlkur: Bringsund 10x33*4 mtr. Bezta tíma á G. Keflavíkur j 4.55.1: meðaltími einstaklings 29.5 I sek. Keppt um bikar Í.F.R.N. frá | 1961, sem Gagnfræðaskóli Hafnar- fjarðar vann þá á tímanum 5.13.1, en G. Keflavíkur 1962 á 4.55.1 og 1963 á 5.03.0 og Gagnfræðaskóli Austurbæjar 1964 á 4.55.7. B. Piltar: Bringusund 20x33*4 mtr. Keppt um bikar I.F.R.N., sem unninn var af Gagnfræðaskóla Hafnarfjarðar 1958 (tími 9.36.8), 1959 af Gagnfræðadeild Laugarnes skóla (tími 9.28.5), 1960 af sama skóla (tími 9.28.5), 1961 af Gagn- fræðaskóla Hafnarfjarðar (tími 9.20.8 og 1962 af G. Hafnarfjarðar (tími 9.17.3) og 1963 af Gagn- fræðadeild Laugarnesskóla (tími 9.27.2) og 1964 af Gagnfræðaskóla ; Austurbæjar (tími 9.37.6). Bezti ; meðaltími hvers manns um 27.9 . sek. Óvænt úrslit urðu í kvennaflokki á handknattleiksmótinu um helgina þegar Fram vann Víking 7:3. í hálfleik var staðan 3:1 fyrir Fram. Ármann átti ekki í neinum erfiðleikum með hið unga KR-llið og vann 10:4. í hálfleik hafði Ármann yfir 5:2. Valsliðið er lang sigurstrang- legast i keppninni. II. ELDRI FLOKKUR: A. Stúlkur: Bringusund 10x33*4 mtr. Bikar I.B.R. vann Gagnfræða- skóli Hafnarfjarðar til eignar 1961 (5.12,9). Árið 1962 vann Kvennask. í Reykjavik (5.20.5). Árið 1963 vann Gagnfr.sk. Keflavíkur á tím- anum 5.00.1. Árið 1964 vann Gagnfr.sk. Keflavíkur á 4.47.2. Verðlaun voru keramikdiskur. Nú keppt um ný verðlaun Beztan tíma á þessu sundi á Gagnfr.sk. Kefla- víkur, 4.47.2, eða meðaitíma ein- stakiings 28,8 sek. B. Piltar: Bringsund 20x33*4 mtr. Bikar I.F.R.N. vann sveit Menntaskólans í Revkjavík til eignar 1961 (tími 8.28.7 eða með- altími 25.4 sek.). Árið 1962 vann Kennafaskóli Islands (8.03.5) en 1963 vann sveit Menntaskólans í Reykjavík á 8.39.5 og sami skóli vann 1964 á 8.25.8. Meðaltími 25.2 sek. Nú keppt um verðlaun, sem skóli sá fær til eignar, sem sigrar VARÚÐ: Kennarar og nemendur varist að setja til keppni þá, sem eru óhraustir eða hafa ekki æft, ATH.: Aðeins unnt að taka þær sveitir til keppninnar, sem tilkynnt hefur verið um fyrir kl. 16.00 miðviku- daginn 24. nóv. n. k. TILKYNNINGAR um þátttöku sendist sundkennurum skólanna í Sundhöll Reykjavíkur fyrir kl. 16.00 þann 24. nóv. n. k. HIÐ SÍÐARA SUNDMÓT SKÓL ANNA 1965—1966 fer að öllum líkindum fram í Sundhöll Reykja- víkur fimmtudaginn 3. marz n. k.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.