Vísir - 16.11.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 16.11.1965, Blaðsíða 9
VÍSIR . Þriðjudagur ’.O. nóvember 1965. Eftir Grétar H. Oskarsson íslendingar hafa lítið verið gefnir fyrir her- mennsku síðan fornar anna hjuggu höfuðið af hetjur fslendingasagn- hvorum öðrum fyrir þúsund árum. Sú her- mennska, sem nú tíðk- ast á líka lítt sameigin legt með hermennsku mmmfá SAAB 35 „Draken“ á flugi FULLK0MNA5TÁ HERFLUGVÉL HEIMS fyrri tíma. Nú er það vísindamaðurinn og tæknifræðingurinn, sem stjóma og standa að baki þeim ógnarvopn- um, sem stórveldin hóta hverju öðm með. En það eru bara ekki atom- og vetnissprengjur sem eru vopn. Mörg stríð eru háð og verða háð, án þess að gripið verði til slíkra vopna, sem sennilega yrði endir lífs á jörðu hér. Hlutleysi Svíþjóðar. Svíar eru ekki stórveldi, né heldur hafa þeir atomvopn. Sem kunnugt er, eru Svíar hlut lausir í deilum stórveldanna og hafa verið í 150 ár. Deila má um hlutleysisstefnu Svía, en eitt er þó víst, að hún hefur stuðl að að jafnvægi í Evrópu og Sví þjóð hefur orðið milliliður í samskiptum austurs og vesturs líkt og Svis^ Það er einnig hlutleysi Svía að þakka, hversu mikið þeim hefur orðið ágengt sem milligöngumönnum í deil- um þjóða i milli og starfi fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Kongó, Kýpur og annars staðar. Eru því Svíar ekki herskárri en við íslendingar, en halda þó uppi öflugum her til vamar landi sínu og hlutleysi. Er að- dáunarvert að sjá, hversu langt svo litið land hefur getað riáð með því að nota tæknina sem vopn en ekki hermenn sem fall byssufóður. Landvarnir byggðar á flugher. Landvarnir Svía byggjast að- aliega á flughernum, sem telst einn bezt búni og öflugasti flug her heims. Kjarni hans í dag eru þoturnar „Draken“ og „Lan sen“ báðar sænskar, smíðaðar hjá Svenska Aeroplan Aktiebo- laget, SAAB, í Linköping. En tækninni fleygir fram og upp úr 1970 fer núverandi flugkost- ur sænska flughersins að verða úreltur. Því var það þegar 1952, að SAAB fór að leggja drög að al- gerlega nýrri flugvél fyrir sænska flugherinn, sem skyldi verða það fullkomnasta og bezta, sem völ yrði á 1970. Unnið hefur verið að rannsókn- um og smíði hinnar nýju flug- vélar í 13 ár og er nú árangur þess að koma í ljós Hefur hin nýja flugvél hlotið nafnið SAAB 37 „Viggen'- og verður gert hernaðarleyndarmál, en nú hafa verið gefnar vissar upplýs ingar um hana. Það athyglisverðasta er, að „Viggen“ verður alit í senn orrustuþota, sprengjuþota, könnunarþota og kennsluvél. Að vísu verður útbúnaður og vopn hinna ýmsu gerða mis- munandi, flugvélin sjálf verður sú sama. „Viggen“ verður stjórnað af aðeins einum manni hreyfli ~af gerðinni JT8D, sem er amerískur, en framleiddur nokkuð breyttur hjá Svenska Fiygmotor f Trollhattan. Drag- kraftur þessa hreyfils er um 14000 pund, en með eftir- brunahólfi er hægt að auka dragkraftinn um nær 300%. Má því draga þá ályktun, að „Viggen" geti flogið með um tvöföldum hljóðhraða, en ná- SAAB 37 // án efa fullkomnasta herflugvél heims, þegar hún verður tekin í notkun 1971. Eftir þeim upp- lýsingum, sem nú eru fáanieg- ar eiga stórveldin engar her- flugvélar, sem jafnast á við þessa nýsköpun Svía. Til margfaldra nota. Til skamms tíma hefur allt, sem að „Viggen“ laut verið al og, er slíkt einungis mögulegt með því að í fiugvélinni er „kalkylator" (rafmagnsheili), sem sér um útreikninga á stefnu og flughraða, skotmiðun og öðru. Er þessi „kalkylator“ í smæð sinni hreint undraverk og fyrir bara 7-8 árum síðan, hefði þurft stórt skrifstofuher- bergi til að rýma „kaikylator“ með sömu getu SAAB 37 „Viggen" er búin kvæmar tölur um það eru hern aðarleyndarmál. Delta vængir. Til þess að flugvélin hafi góða flugeiginleika við yfir- hljóðshraða verða vængimir (delta-vængir) að vera þunnir og stuttir, en það hefur aftur á móti í för með sér miður góða flugeiginleika við undir- hljóðshraða. Leyfetu þeir hjá SAAB vandamálið á nýjan og áður lítt prófaðan hátt með því að setja litla „aukavængi" fyr- ir framan aðalvængina og „blása“ á þá lofti við lendingu og mjög lágan hraða. Getur því „Viggen“ jafnt flogið „lúshægt" sem með tvöföldum hljóðhraða og jafnt í 15000 metra sem 50 m. hæð. Tilgangurinn með því að fljúga svo lágt er sá, að þá getur flugvélin læðzt að skot- markinu rétt yfir trjátoppunum og sést alls ekki á radarskermi óvinarins Til frábærra flugeiginleika teist eínnig að „Viggen“ stíg- ur upp í 11000 m .hæð á\2 mín útum og lendir og tekur á loft á 500 m. braut. SAAB 35 „Drak en“ núverandi orrustuþota sænska flughersins þarf um 2000 m braut til flugtaks og lendingar. Vegagerð til landvarna. Ef til árásar kæmi á Svia- veldi, myndu herflugvellirnir verða fyrstu skotmörk óvinar- ins og með því væri hægt að eyðileggja varnarkerfið á stutt- um tfma. Til þess að fyrir- byggja það, leggja Svíar vegi sína víðsvegar um landið, þann ig að nota megi þá sem vara- flugvelli og byrgja þá upp með vopnum og vistum. íslenzkir ferðamenn hafa ef til vill séð þessa vegarspotta einhvers staðar í Svfþjóð. Kostnaðurinn við SAAB 37 „Viggen“ var áætlaður 1958 til um 8200 milljónir, sænskra króna fyrir 800 fiugvélar, en hefur stigið eitthvað sfðan Eru það um 2 milljónir doilara fyr ir hverja flugýél og þykir ekki mikið. Til samanburðar má geta þess, að Caravelle farþega- þota kostar um 3.5 milljónir doliara. Að sænski flugherinn skuli með „Viggen“ fá herflugvél, sem ein gegnir hlutverki 3 flug vélagerða, hefur sennilega spar að sænskum skattgreiðendum um helming þess kostnaðar, sem. elia hefði orðið. Mest um vert er þó fyrir Svía, að með SAAB 37 „Viggen“ hafa þeir tryggt flugher sinn í sessi næstu 10-15 ár sem einn bezt útbúna og öflugasta í heimi. SAAB 37 „Viggen“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.