Vísir - 16.11.1965, Blaðsíða 11

Vísir - 16.11.1965, Blaðsíða 11
SCT OPLIST A ALMANNAFÆRI Finnst ykkur þær ekki vel búnar undir að mæta á grímu- dansleik dömurnar hér á síð- unni? Jú, en það er nokkuð snemmt að búa sig undir þá nú, því að þeir hefjast að öllu jöfnu ekki fyrr en í febrúar. Enda hafa þessar ekkí málað sig í því skyni, heldur til „daglegrar notkunar.“ Þetta eru „op-stúikur“ og þær eru snyrtar samkvæmt „op- list“. Oplistin svonefnda, sem upp- runnin er í New York kemur aðailega fram í svörtum og hvít um flötum, ýmist hringlaga, ferhyrndum eða aflöngum — og og víða um lönd hefur hennar gætt mikið í alls konar skreyt ingum, t. d f London. Þar eru framleidd efni, föt og margt fleira í samræmi við oplist og gínumar í búðargluggunum svo og aðrar skreytingar þar eru í oplistar-stíl. Og þá þurfti ekki að bíða þess lengi að oplistin kæmi einn ig inn á svið andlitsförðunar. Douglas Young, snyrtisér- fræðingur hjá Max Factor tók að sér að mála nokkrar Lun- dúnastúlkur samkvæmt oplist. Og hér sjáið þið árangurinn. Young segist fara að á eftir- farandi hátt: Hann ber grunn litinn (hvítan) á með rökum svampi og lætur hann síðan þorna á hörundiriu. Síðan dreg ur hann svörtu línumar með litlum fíngerðum bursta. — Neglurnar fá líka sína meðferð. Eftir meðferðina hjá Douglas Young hættu nokkrar stúlkn- anna sér út á götu meira að segja Picadilly, — og viti menn, Bretarnir voru nú ekki að æðr- ast enda vanir mörgu. Þeir litu aðeins á stúlkumar og brostu góðlátlega. Skyldj sú verða raunin á ef íslenzkar oplistar-stúlkur hættu sér niður í Austurstræti með slíka stríðsmálningu? Hún kom gangandi niður Piccadilly í „oplist“ frá toppi til táar. — Þegar um „oplistar- málun“ er að ræða getur hver og einn gefið hugmyndarfluginu lausan tauminn eins og sést á augnaumbúnaðinum og nöglunum hér.. Skuldabréf Höfum verið beðnir um að selja 300 þús. kr. í skuldabréfi til 10 ára með 7% vöxtum. Vel tryggt. TRYGGINGAR OG FASTEIGNIR Austurstræti 10A. 5. hæð. Sími 24850. Kvöldsími 37272. Höfum til sölu Höfum til sölu glæsilega íbúð í háhýsi við Sólheima, sem er 2 stórar samliggjandi stof- ur, 4 svefnherbergi, eldhús og bað. Allar innréttingar úr harðviði og teppi á öll- um gólfum. Einnig mikið úrval af 2, 3, 4 og 5 herbergja íbúðum víðs vegar um bæinn. TRYGGINGAR OG FASTEIGNIR Austurstræti 10A. 5. hæð. Sími 24850. Kvöldsími 37272. irtrtŒSterKBr'jea Kári skrifar: Fagur dagur. ll/Targir voru sumardagamir 1 fagrir i ár, en skyldi nokk ur hafa verið bjartari og feg- urri en síðastliðinn sunnudagur. Svo ljúflega fagur var sá dag urinn, að seint mun gleymast þeim, er gátu notið hans, en það hefi ég fyrir satt að mikið hafi verið um það þennan dag, að menn klifi fjöll og fell hér nærlendis og er t.d. um það, að ungir menn sem klifu eitt fellið hittu uppi á því heimskunnugt skáld, sem hafði brugðið sér þangað upp til þess að virða fyrir sér landið eins og það kom honum fyrir sjónir þar efra. .',ir ."jiu-wusjuam Snjallar lýsingar á fögrum dögum. eru margar til í ljóðum ágæt- ustu skálda þjóðarinnar, en skyldu margar jafnast á við þá, er Sigurður Breiðfjörð lýsir því, er roða fer af degi að lokinni mikilli orrustu, er blóðug nótt in hverfur á braut, en andlits- fagur dagurinn kemur á „hesti hvítum?“ En svona er lýsingin: En þar sem slagur eyðir ýtum andlitsfagur í réttan tíma kemur dagur á hesti hvitum,- héðan vagar blóðfull gríma. Minnisbrengl. Kári eignaði Sigurði heitnum frá Arnarholti erindi það (um Bjöm heitin Jónsson ritstjóra ísafoldar látinn), sem birt var í dálknurri s. 1. laugardag. Hér var um minnisbrengsl að ræða. Erfiljóðið orti Jakob skáld Thorarensen. Hefur Kári beðið hann afsökunar á mistökunum. — Þótt mistök slík sem þessi getið komið fyrir ber að leit ast við að girða fyrir þau. Þau eru mjög leið og öruggasta ráð ið til þess að koma f veg fyrir, að ljóð eð° erindi sé rangfeðr- að — eða rangt með það farið, er að fletta upp til öryggis bók þess skálds, sem um er að ræða. Það gleymdist þó Kára á laug ardaginn var, en vonandi man hann það framvegis.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.