Vísir - 16.11.1965, Blaðsíða 16

Vísir - 16.11.1965, Blaðsíða 16
, VISIR í»rið|udagur 16. nóvember 1965. Fyrirlestur um luxueldi í kvöld kl. 8,30 mun sænski fiski fræðingurinn dr. Erik Montén, yfir maður Iaxeldisstöðva sænsku Raf- orkumálastjómarinnar flytja er- indi I 1. kennslustofu Háskólans Framh. á bls. 6. STRÆTISVAGN STOÐVAÐUR 0G FARÞEGAR TALDIR ÚT í gærdag um kl. 13 stöðvaði umferðarlögreglan í Reykjavík einn af strætisvögnum SVR, Álfheimaleiðina númer 21, og skipaði varðstjóri lögreglunnar, Sigurður Ágústsson, farþegun- um að stíga út og lét menn sína telja úr vagninum. Voru farþeg ar að hans sögn um 100. í vagna þessa má taka 65 far- þega samkv. skoðunarvottorði bílsins. Vagnstjóri í umrætt sinn var Kristján Guðmundsson, en hann hóf vaktina kl. 13 og lagði af stað 10 mín. síðar i sína fyrstu ferð. Hvernig sem á því stóð var mikill fjöldi farþega á öll um viðkomustöðum, líklega meðfram vegna þess að frí var í skólum i gær. Á síðustu bið stöðinni í Álfheimunum varð Kristján að neita um 20 manns um far. Á gatnamótum Suður- landsbrautar og Álfheima var lögregian að vinna að hraða- mælingu þegar vagninn bar að. Stöðvuðu lögreglumennirnir hann og létu fólkið stíga út. Var lagt blátt bann við að hald / ið yrði áfram fyr'r en lögleg farþegatala væri í vagninum. Var því beðið eftir næsta Álf- heimavagni til að taka þá sem eftir voru og kom hann innan tíðar. „Ástæðan til að við stöðvuð um strætisvagninn var sú að svo þröngt var i kringum öku- manninn að það rýrði mjög öll akstursskilyrði“ sagði Sig. Ág ústss., varðstj. um þetta í morg un. „Þetta var auk þess al- gjör óþarfi því von var á Voga- vagninum eftir nokkrar mín Jón Garðar flytur síld / ís til Suðurnesja „Ég tel þetta vera stöðum um „Ég tel þetta vera framtíð- lna“, sagði Guðmundur útvegs- bóndi á Rafnkelsstöðum, þeg- ar blaðið talaði við hann í morg un um flutning á síld i is til frystlngar og söltunar á nýja skiplnu hans, Jóni Garðari. Jón Garðar kom í ágúst til landsins og hefur aflað sfðan 30.000 mál og tunnur undir framtiðina" sogð/ Guðmundur á Rafnkels- flutningana i viðtali við Visi skipstjórn Víðis Sveinssonar, sem áður var með Víði II. Jón Garðar er líkiega fullkomnasta síldveiðiskipið í eigu íslendinga, með öll beztu fiskileitartæki, síldardælur og ísvél, sem fram- leiðir 8 tonn af ís á dag. „Jón Garðar hefur komið hing að þrjár ferðir með síld i is til frystihúsanna í Sandgerði, Fengu síld á I Frá kl. 9 I gærmorgun til kl. tæplega hálfníu í morgun bárust Skemmtikvöld ísl.-ameríska félogsins Annað kvöld, miðvikudag kl. 8,30 heldur íslenzk-ameríska félagið skemmtikvöld í Tjarnarbúð, Von- arstræti, fyrir félaga sína og gesti þeirra. Dagskráin verður fjölbreytt og er hún svo sem hér segir: Yfirmaður Upplýsingaþjónustu Bandarikjanna, Mr. Don Torrey, talar um starf Sameinuðu þjóðanna í 20 ár Þá fer fram spumingaþátt- ur og loks verður sýnd kvikmynd. Aðgangur að þessu skemmti- kvöldi íslenzk-ameríska félagsins er ókeypis Eitt slíkt kvöld hefur verið haldið áður og þótti takast vel. -<d sildarleitinni á Dalatanga til- \ kynningar 18 skipa sem höfðu aflað samtals 14.386 mál. Um það bil helmingur þessa afla fékkst á Breiðamerkurdýpi. Þar var gott veður fram eftir nóttu, en ekki veiðiveður í morg , un, en þá var aftur komið gott | veiðiveður fyrir austan. Nokkrir Eyjabátar voru og að J veiðum á Breiðamerkurdýpi í gær og gærkvöldi og fengu frá | 800 upp í 1700 tunnur. Engin síldveiði er nú vestan Eyja, þar | sem bátar hafa stundað smásíld ; arveiði. Síldin, sem veiddist í Breiðamerkurdýpi af Eyjabátum fór í frystingu og bræðslu. Vb. Ólafur Sigurðsson frá Akranesi fékk 50 tn. í nótt í Jökuldjúpinu. Þar er síldarmagn nokkurt, að því er talið er, en síldin stendur svo djúpt, að bátar ná henni ekki. Garðinum og Keflavík. Hann var hér síðast. fyrir þremur dög- um, hefur síðan landað á Rauf- arhöfn, en kemur hingað aftur^ í næstu ferð. Síðast var hann ; með 2900 tunnur, en alls hefur hann flutt hingað 7000 tunnur. ÖIT þessi síld hefur reynzt mjög vel til frystingar, og farið í 1. flokk. Það er þegar búið að selja mikið af henni út“. „Þeir hafa verið hár frá Sölu- miðstöðinni, skoðað sfldina og i litizt vel á. Þessa siid er líka; alveg eins hægt að salta og frysta, þótt mér hafi þótt hag- \ kvæmara að frysta hana. ísvélin j blandar ís i síldina sjálfkrafa um leið og iestarnar fyllast. Síldin reyndist síðan haldast við hita- stigið 4 gráður, en venjuleg^ er 1Ó stiga hiti á síld í lestum. — Þetta þýðir, að það er hægt að flytja hana svona í ís til hvaða hafnar sem er við landið". „Hér kom í nótt Sigurpáll með 1550 tunnur til frystingar. Þeir flutningar tókust mjög vel, þótt Sigurpáll hafi enga ísvél, því nú er orðið svo kalt í veðri, að sildin hitnar ekkert í lest- „Ég hef áhuga að fá nýjan bát í vor, ef vel gengur, og hann verður þá með sama útbúnaði og Jón Garðar. Það eru ein- mitt stór, burðarmikil og vel útbúin skip, sem þarf til síld- veiðanna eins og þær eru nú stundaðar“, sagði Guðmundur á Rafnkelsstöðum að lokum. Verkamnnnasambaiiil vill aðgerðir gegn verðbólgu Þing Verkamannasambandsins var haldið um helgina í Lindarbæ. Formaður sambandsins, Eðvarð Sigurðsson setti það með stuttu á- varpi og forseti Alþýðusambands- ins Hannibal Valdimarsson flutti ávarp. í sambandinu eru almenn verkamannafélög á landinu og eru í þvi 34 félög með um 12 þúsund meðlimum. I stjórn eru Eðvarð Sig urðsson Reykjavik, Björn Jónsson Akureyri, Hermann Guðmundsson [ Hafnarfirði, Björgvin Sigurðsson Stokkseyri og auk þeirra 7 með- stjórnendur. Þingið gerði ályktun um kjara- mál í henni segir að júnfsamkomu lagið svokallaða frá 1964 hafi ver- ið sérstaklega mikilvægt, sú kaup trygging sem þá náðist, ennfrem- ur sú stytting vinnuvikunnar sem Framh. á bls. 6. 2,33% kauphækkun vegna vísitöluhækkunar frá 1. des. Kauplagsnefnd hefur nú reikn að út vísitölumar, bæði visi- tölu framfærslukostn. og visi- tölu kaupgreiðslu. Framfærslu- vísitalan verður nú 180 stig en var í byrjun október 177 stig og hækkar þannig um 3 stig. Hækkun þessi stafar einna mest af verðhækkun á matvörum. Kaupgreiðsluvisitalan er reiknuð nokkuð öðruvísi út, þar sem inn í hana er ekki reikn uð verðhækkun sem stafar af hækkun á vinnuliðum verðlags grundvallar landbúnaðarvöru. Veldur þetta þvi að kaup- greíðsluvísitalan er nú orðin um 5 vísitölustigum lægri en fram- færsluvísitalan og telst hún nú vera 175 stig_ Grunnlaun eru miðuð við vísi tölustigið 163, og þarf þá nú um næstu mánaðamót að miða kauphækkun samkvæmt vísitölu við 12 vísitölustiga hækkun, en það gefur 7,32% vísitöluhækk un á kaupi. Fram að þessu hef ur verið í gildi 4,88% vísitölu hækkun á kaupi og munu kaup greiðslurnar því hækka nokkuð um næstu mánaðamót. Mun sú kauphækkun nema sem sam- svarar 2,33% af heildarkaupinu. VORU í SKEMMTIFERÐ Á YARMOUTH CASTLE Viðtal við Oskar Lilliendahl um skipið, sem brann undan Miamiströnd S.l. laugardagsmorgun varð eitt meiri háttar sjóslys siðan ára. er eldur kom upp í far- þegaskipinu „Yarmouth Castle“ og 90 af þeim 550 sem um borð voru fórust í sumar fóru 7 íslendingar í skemmtiferð með þessu sama skipi og hafði Vísir tal af ein- um þeirra Óskari Lilliendahl og spurði hann um ferðina. — Við lögðum upp frá Miami 14. júlí s.l. á skioinu Yarmouth Castie og fórum með þvi eina hringferð til Bahamaeyja. Frá Miami fór skipið til Freeport á Grand Bahama og þaðan til Nassau og svo aftur til baka. Þetta var þriggja daga ferð og fór skipið alltaf tvær slíkar í viku. — Þegar við komum um borð heilsaði skipstjórinn okk- ur eins og öllum ■ farþegum. Þetta var glæsilegasta skip og dvölin um borð mjög skemmti- leg Þjónusta var mjög góð og maturfallur í þessari ferð kom ekki nokkur snurða á þráðinn, sjór alltaf sléttur og skipið Yarmouth er neðra skipið á myndinni. haggaðist ekki. — Skipið var ekki stórt en farþegar mjög margir og því fannst mér einum of þröngt um fólkið og klefarnir flestir litlir og þröngir. Þegar við komum um borð voru okkur Framh. á bls. 6 I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.