Vísir - 16.11.1965, Blaðsíða 8
V í S I R . Þriðjudagur 16. nóvember 1965.
VISIR
Otgefandi: Blaðaútgáían VlSIR
Framkvæmdastjóri: Agnar Ólafsson
Ritstjóri: Gunnar G. Schram
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson
Þorsteinn Ó. Thorarensen
Auglýsirígastj.: Halldór Jónsson
Sölustjóri: Herbert Guðmundsson
Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 linur)
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Áskriftargjald: kr. 80,00 á mánuði innanlands
í lausasölu kr. 7,00 eintakið
Prentsmiðja Visis — Edda h.f.
Byggilegri borg
Unnið er nú að því að leggja síðustu hönd á hina
miklu íþrótta- og sýningarhöll í Laugardalnum. Þar
verður fyrsti kappleikurinn háður í næsta mánuði,
svo senn líður að því að þetta mikla mannvirki verði
í notkun tekið. Mun það kosta rúmar 30 millj. króna.
Á næsta ári verður síðan hin nýja sundlaug í Laug-
ardalnum fullgerð, en hún mun kosta yfir 20 millj.
króna. Þetta sýnir, að vel er á verði um það staðið
hér í Reykjavík að sjá æsku borgarinnar fyrir hin-
um ágætustu skilyrðum til þess að iðka íþróttir og
útilíf. Það er ein af skyldum borgaryfirvaldanna við
þegna sína og er vel til þess að vita, hvernig þau
rækja það af hendi. Er þetta einn vottur þess, að með
stjórn Reykjavíkurborgar hefur um langt árabil farið
framsækinn og víðsýnn flokkur, sem hefur skilið vax-
andi þarfir borgaranna fyrir ný mannvirki og bætta
aðstöðu til menningarlífs í höfuðborginni. Það er
næstum því sama til hvaða þáttar er litið. Nýir skól-
ar eru byggðir, leikvellir og dagheimili tekin í notk-
un, enda þörfin þar mjög mikil, hitaveitan teygir æð-
ar sínar enn víðar og steinlagðar götur leysa forar-
pollana af hólmi. Með allar þessar framkvæmdir eru
íbúar Reykjavíkur ánægðir. Þeir greiða fyrir þær í
opinberum gjöldum sínum, og það er þeim mikils
virði að vita að hver króna er vel nýtt innan ramma
heildstæðrar framkvæmdaáætlunar, sem hefur það að
markmiði að gera Reykjavík að æ byggilegri borg
fyrir alla, sem þar eiga heimili.
Vandi verðbólgunnar
þingmönnum Framsóknarflokksins og málgagni
hans verður tíðrætt um vanda verðbólgunnar og
deila hart á ríkisstjórnina fyrir að stöðva hana ekki.
Þeim gleymist að á meðan Eysteinn fór með stjórn
fjármálanna óx verðbólgan þriðjungi hraðar ár frá
ári, en hin síðustu ár. Vitanlega er verðbólgan þó
eftir sem áður eitt alvarlegasta vandamálið sem þjóð-
in á við að stríða. En ef Framsókn vill lækna hana,
hví þegir hún þá um læknisráðin? Engar tillögur
hafa komið fram í því efni frá Framsóknarflokkn-
um, hvorki innan þings né utan. Þess í átað hefur
Framsóknarflokkurinn gert sitt til þess að magna
verðbólguna með því að láta S.Í.S. hvað eftir ann-
að gera svikasamninga í verklýðsmálum og aðstoða
óábyrgustu öflin við það að knýja fram þær kaup-
hækkanir, sem vitað var að væru olía á eld verð-
bólgunnar. Slíkur hráskinnsleikur er ámælisverður
í þessu mikla þjóðarvandamáli. Verðbólgan verður
aldrei yfirunnin nema með ábyrgri og heilli samstöðu
allra flokka þjóðarinnar, sem setja hagsmuni lands-
ins ofar pólitískum stundargróða. Margt þarf a.ð
breytast áður en Framsóknarflokkurinn er líklegur
til slíkrar samvinnu, því þar verða yngri menn flokks-
ins að ganga á undan.
VERKALÝÐSRÁÐSTEFNA
SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
Um sl. helgi efndu Sjálfstæð
ismenn í launþegasamtökunum
til verkalýðsráðstefnu, sem
iafnframt var aðalfundur Verka
lýðsráðs Sjálfstæðisflokksins
Ráðstefnan var haldin í Valhöll
og sóttu hana 92 fulltrúar frá
mörgum verkalýðsfélögum og
öðrum launþegasamtökum.
Gerðar voru margar sam-
þykktir á ráðstefnunni um ýmis
mál er sérstaklega varða laun-
þega svo sem kaupgjalds- og
verðlagsmál, tryggingar og ör-
yggismál, húsnæðismál og at-
vinnumál o.fl.
Ráðstefnan hófst á föstu-
dagskvöld og ávarpaði formað-
ur Sjálfstæðisflokksins dr.
Bjarni Benediktsson, forsætis-
ráðherra fundarmenn í upphafi
og óskaði þeim heilla í störfum
Þá flutti Gunnar Helgason, for
maður Verklýðsráðsins skýrslu
stjómarinnar og að henni lok-
inni voru frjálsar umræður. Að
síðustu voru nefndir kjömar.
Fundarstjóri á þesSum fundi var
Pétur Sigurðsson, alþm., en rit
arar ráðstefnunnar vom kjömir
Magnús L. Sveinsson, skrifstofu
stjóri V.R. og Einar Jónsson,
varaform Múrarafélagsins.
Á laugardag hófst fundur kl.
2 e.h. með því að Pétur Sig-
urðsson alþm. flutti erindi um
vandamál innlendrar og erlendr
ar verkalýðshreyfingar. Síðan
var gert kaffihlé, en að því
Ioknu hófust umræður um
verkalýðsmál og tóku margir til
máls Fundarstjóri á þessum
fundi var Guðmundur H.
Garðarsson, formaður Verzlun
armannafélags Reykjavíkur.
Sfðasti fundur ráðstefnunn-
ar hófst kl. 2 á sunnudag. Fund
arstjóri var Sigurður Sigurjóns
son, form. Vömbílstjórafélags-
ins Þróttar. Á þessum fundi
vom tekin fyrir álit nefnda
og afgreiðsla mála, en að lok-
um fór fram stjórnarkjör og
vom eftirtaldir menn kjömir í
stjóm Verkalýðsráðs:
Gunnar Helgason, form Með
stjórnendur: Pétur Sigurðsson,
Hilmar Guðlaugsson, Guðjón
Sv. Sigurðsson, Guðmundur
Guðmundsson, Sigurður Sigur-
jónsson, Egill Hjörvar, Guð-
mundur H. Garðarsson, Jóhann
Sigurðsson, Sverrir Hermanns-
son og Magnús Jóhannesson.
Varastjórn: Haraldur Sumarliða
son, Þórir Einarsson, Valdimar
Ketilsson, Halldóra Valdimars-
dóttir, Bjarni Guðbrandsson,
Sverrir Guðvarðarson, Magnús
Geirsson, Gestur Sigurjónsson,
og Erla Ágústsdóttir.
Auk þess voru kjörnir tveir
menn í stjórn fyrir hvern lands-
fjórðung og tveir til vara. Fyr-
ir Suðurland: Magnús Guð-
mundsson, Garðahreppi og
Gunnar Guðmundsson, Hafnar-
firði Til vara: Jón Þorgilsson,
Hellu og Júlíus Daníelsson,
Grindavík. Fyrir Vesturland:
Einar Magnússon, Akranesi og
Björn Arason, Borgarnesi. Til
vara: Ólafur Rósinkarsson, 'ísa-
firði og Kristbjörn Guðlaugsson
Arnarstapa. Fyrir Norðurland:
Karl Sigurðsson, Hjalteyri og
Ingibergur Jóhannesson Akur-
eyri. Til vara: Jónas Björnsson,
Siglufirði og Pálmi Sigurðsson,
Sauðárkróki. Fyrir Austurland:
Sigurður Einarsson, Egilsstöð-
um og Hrolllaugur Marteinsson,
Nesjahreppi. Til vara: Jón Guð
mundsson, Neskaupstað og Haf
steinn Steindórsson, Seyðisfirði
B ráðabirgðavi ðgerð lok-
ið á Vestfjarðaleið
Vegir um allt land era nú
færir að heita, þó mun Vest-
fjarðaleiðin vera nokkuð viðsjár
verS fyrir litla bOa.
Bráðabirgðaviðgerð á Vest-
fjarðaleiðinni er nú að ljúka,
lýkur væntanlega í dag eða
kvöld I Dýrafirðinum, en þar
urðu vegaskemmdir hvað mest-
ar á Vestfjörðum. Þessi bráða-
birgðaviðgerð er fyrst og fremst
miðuð við stóra og kraftniikla
bfla, en síður fyrir litla bíla.
Vegamálastjómin vill þó benda
á, að um leið og þiðnar og frost
fer úr vegum, má búast við
aur víða þar sem skriður höfðu
fallið yfir veginn, og hætt við
að vegimir lokist þá að nýju
fyrir þungaflutninga. Fullnaðar
viðgerð fer tæplega fram á þess
um stöðum fyrr en að vori.
Brúna á Laxá í Reykhólasveit
tók af f flóðunum miklu á dög-
unum og er hún síðan farin á
vaði, en það er viðsjárvert fyrir
litla bíla.
Annars staðar á landinu eru
vegir hvarvetna góðir og allir
fjallvegir ennþá færir sem á
sumardegi.
Á Keflavíkurveginum nýja
hefur myndazt ísing og flug-
hálka og hefur vegamálastjórn
þótt ástæða til að aðvara veg-
farendur í útvarpinu af þeim
sökum. Ekki er þó vitað að nein
teljandi óhöpp hafi orðið þar,
nema hvað einn bíll fór útaf veg
inum nokkuð fyrir sunnan Hafn
arfjörð í gær.
Kvöldvaka Ferða-
félags íslands
Ferðafélag íslands efnir til
kvöldvöku i Sigtúni n.k. fimmtu
dagskvöld, 18. þ. m., en hún er
önnur í röðinni á þessu hausti.
Dagskrárefni er fyrst og fremst
sýning á litskuggamyndum sem
teknar hafa verið 1 ýmsum ferð
um Felðafélagsins á tveim und
anfömum sumrum. Hallgrímur
Jónasson fyrrv. yfirkennari skýr
ir myndimar og kynnir jafn-
framt ferðalög Ferðafélagsins
skýrir frá hvemig þeim er hátt-
að.
Myndirnar eru ekki fyrst og
fremst valdar út frá fagurfræði
legu sjónarmiði heldur sem eins
konar þverskurður af ferðum
félagsins, lengri og skemmri,
sýnir þátttakendur í þeim og
landið sem ferðazt er um. Bæði
myndirnar og skýringarnar
munu rifja upp fyrir fólki ýms
skemmtileg atvik úr ferðum
þess, en vera til nokkups fróð
leiks fyrir aðra.
Á eftir verður myndagetraun
og dans.
HÚN ANTÓNÍA MÍN
SEPTEMBERBÓK AB
44
Komin er út septemberbók
Almenna bókafélagsins og er
það skáldsagan „Hún Antónía
mín“, eftir bandarísku skáld-
komma Willa Cather í þýðingu
sr. Friðriks Á. Friðrikssonar.
„Hún Antónía mín“ kom fyrst
út árið 1918 og vakti þegar
mikla athygli og hefur verið gef
in út á fjöldamörgum tungu-
málum.
Viðfangsefni skáldkonunnar í
þessari bók er saga landnem-
anna í Nebraskaríki í Bandaríkj
unum, barátta þeirra, sigrar og
sorgir. Sögupersónumar eru inn
flytjendur frá Norðurlöndum og
frá Bæheimi i Tékkóslóvakíu.
Aðalpersónurnar eru Antónía og
Jón Burden, unglingar af ó-
líkum stofni og frábrugðnu um-
hverfi. Segir frá æskuparadís
þeirra og síðan rakinn ferill
þeirra til ólíks hlutskiptis.
Bókin, sem er 330 bls. að
stærð er prentuð í prentsmiðju
Hafnarfjarðar h.f. og bundin í
Félagsbókbandinu. Kápu og titil
siðu gerði Kristín Þorkelsdóttir.