Vísir - 16.11.1965, Blaðsíða 5

Vísir - 16.11.1965, Blaðsíða 5
VÍSIR . Þriðjudagur 16. nóvember 1965. útlönd í’morsun utlönd 1 morgun 1 morgun utlond í morgun Brezka þingið samþvkkti undir morgun lagafrumvarpið sem veitir stjórninni heimild til nauðsynlegra aðgerða vegna afleiðinga þess, að lýst var ó- löglega yfir sjálfstæði í Rhode- siu og að þar fer nú ólögleg stjóm með vald. Frumvarpið var afgreitt sem lög og hefir Wilson nú heimild til þess að gefa út tilskipapir um ráðstaf- anir vegna ástandsins í Rhode- siu. Ýmsir þingmenn úr íhalds- flokknum gagnrýndu stefnu og ráðstafanir stjómarinnar og töldu of langt gengið. Meðal gagnrýnenda var Salisbury lá- varður, en frumvarpið náði fram að ganga þrátt fyrir þessa gagnrýni mótatkvæðalaust, vegna þess að flokksforustan krafðist þess eindregið, að rík- isstjóminni væri sýnd hollusta og traust í málinu. Einn þingmanna Ihalds- flokksins andmælti strangari refsiaðgerðum og sagði, að ef reynt yrði að beita olíubanni við Rhodesiu, yrði unnið gegn slíkum refsiaðgerðum með kjafti og klóm. I lögunum segir, að Rhodesia sé áfram eitt af samveldislönd- um drottningar. Brezka þingið og stjórn Bretlands fara með æðstij ráð yfir landinu og hefir stjómin heimild til þess að fella úr gildi öll lög, sem samþykkt eru af núverandi þingi Rhode- siu og gefin út af stjórn henn- ar. Talið er, að lögunum sé beint eigi síður gegn þeim Asíu- og Afríkuríkjum, sem Stjórn NorÍur- Vietnam vildi fund / Rangoon Það er nú komið I ljós, að stjórn Norður-Vietnam ■ vildi fund um Vietnam, fund til þess að þreifa fyrir sér um samkomulag um vopnahlé, en Bandaríkjastjórn hafnaði uppástungunni. Var það vegna þess, að Banda- ríkjastjórn trúði 'því ékía, áð ^UPP- ástungan væri £ einlægni fram borin. Það var U Thant fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, sem færði henni boð um þetta. he’imta hervaldsaðgerðir af Bret um, en Rhodesiu sjálfri, en stjórn Smiths er á þessu stigi algerlega andvíg hervaldsbeit- ingu — og ákveðin í að vísa á bug öllum tilraunum til þess að fá sent friðargæzlulið á vegum Sameinuðu þjóðanna til Rhode- siu. Er þess minnzt, að á dögun- um sagði Wilson, að ónotalegt væri til þess að hugsa, er „rauðir hermenn með bláa hjálma Sameinuðu þjóðanna" ættu eftir að sj4st í Afríku eða ná þar fótfestu. Wilson flutti ræðu í Borgar- stjóraveizlunni I Lundbúnum í gærkvöldi og endurtók, að þess sæjust merki, að verið væri að koma á fót lögregluríki í Rhode siu, en mark stjórnarinnar væri að koma þar á fót lög- legri stjórn hið fyrsta. Hann endurtók að landstjórinn einn hefði rétt til valds og fram- kvæmda. Vamaðarorð Smith. Ian Smith varaði embættis- menn, lögreglumenn og her- menn við hvers konar tilraun- um til þess að grafa undan valdi stjórnar og þings Rhode- siu Hann sakaði Wilson um að vinna að því að gera Rhodesiu að nýlendu, sem yrði stjómað frá London. Öryggisráðið, frestaði í gærkvöldi í einn sólarhring fundi sínum um Rhodesiu til þess að betri tími fengist til þess að ná samkomu lagi um framkomnar tillögur 1 málinu. Bifreiðir grýttar. Nokkuð er farið að örla á þvi, að blökkufólkið sé farið að ókyrrast. I blökkumanna- hverfum Salisbury og víðar hefir það grýtt bifreiðir hvítra manna. I I i Blökkufólk í Rhodcsiu á skemmtistað undir bem iofti. r n g s j á V í s i s þingsjá Vísis þ i n g s j á V í s i s Rætt um ai fellu húsuleigulögin úr gildi Húsnæðismálastofnun ríkisins. Fundir voru í báðum deildum Alþingis í gær og sameinuðu þingi. Á fundi í sameinuðu þingi fór fram rannsókn á kjörbréfi Karls Guðjónssonar, en hann tek- ur sæti á Alþingi í fjarveru Ragn- ars Arnalds. Einnig' fór fram at- kvæðagreiðsla á tveim þingsálykt unartillögum um nefnd, en þær eru: Samdráttur I iðnaði og kaup Seðlabankans á víxlum iðnaðar- ins. Samþykkt var að vísa báðum málunum til allsherjamefndar. Bygging leiguhúsnæðis. Á fundi í neðri deild var fram- haldið I. umræðu um byggingu leiguhúsnæðis, en Einar Olgeirs- son fylgdi frumvarpi þessu úr hlaði í s. I. viku. Einar Ágústsson (F) -sagðist vera sammála flutningsmanni, að byggingarkostnaður myndi lækka vemlega, ef farið yrði eftir þeim leiðum sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Einar sagði að það væri ekk einhlítt að þær byggingar sem ríkið stæði að væru ódýrari en hjá öðrum, og benti í því sam- bandi .. reynslu Reykjavíkurborg ar í þessum efnum. Málinu var síð an vísað til 2. umræðu og nefnd- ar. Barnaheiraili og fóstruskólar. Einar Olgeirsson mælti fyrir frumvarpi til laga um aðstoð rlk- isins við rekstur og byggingu al- mennra barnaheimila og um fóstruskóla. I frumvarpi þessu er lagt til, að ríkið greiði, 1/3 rekstr arkostnaðar við barnaheimilin. Þá er lagt til, aö ríkið greiði hálfan kostnað við byggingu barnaheim ila, sem reist eru, eftir að lög þessi öðlast gildi. Þótt fyrst . j fremst sé gert ráð fyrir, að sveitarfélög með yfir 1000 íbúum þurfi á þessari aðstoð að halda, þá er þó með 3. gr. frumv. heimilað að veita minni sveitarfélögum einnig slíka að- stoð. Málinu var sfðan 'i'ísað til 2. umræðu og menntamálanefnd- ar. Hvalveiðiskip. Á fundi í efri deild í gær var frumvarp til laga um heimild fyrir ríkisstjórnina, til þess að leyfa H.f. Ilval innflutning á hvalveiði- skip, samþykkt óbreytt sem lög frá Alþingi. Þetta var fyrsta málið sem Al- þingi hefur afgreitt á þessu þingi. Framhaldið var 2. umræðu um Húsnæðismálastofnun ríkisins. Fyrstur á mælendaskrá var Karl Kristjánsson (F) og taldi réttara að endurskoða húsaleigulögin áð- ur en þau væru felld úr gildi, þvi með afnámi þeirra gæti losnað um skriðu, fólki til óþurftar. Félagsmálaráðherra Eggert G. Þorsteinsson sagði að lögin um hámark húsal. hefðu verið lengi þverbrotin, og væru ekki til nokk urs gagns fyrir þá sem þurfa á leiguhúsnæði að halda. Ráðherra vitnaði síðan I ræðu Karls Krist- jánssonar £ sambandi við skriðu fall og taldi að húsaleigulögin væru nú aðeins til þess að tefja fyrir byggingu leigulbúða sem væru leigðar út með eðlilegum hætti. Fjármálaráðherra Magnús Jóns- son sagði að hámark húsaleigu I lögum sem ekki væri farið eftir gæti haft ill áhrif I sambandi við framtöl til skatts. Ráðherra ræddi um tekjuöflun sem gert er ráð fyrir I frumvarpinu og taldi hana eðlilega og réttmæta. Sagði ráð- herra að áður hefði verið frá því skýrt, að fjár yrði aflað með fast- eignaskatti eða einhverjum svip- uðum ráðstöfunum. Taldi ráð- herra að með þessari tekjuöflun til húsnæðismála væri ekki farið inn á tekjustofn sveitarfélaga enda ekki á neinn hátt verið að fara inn á fasteignagjöld sem eru allt annars eðlis en það sem hér er um að ræða. Ráðherra vék nokkrum orðum að upphæð skattsins og þeirri áætlun sem um hann hefur verið gerð. Taldj hann erfitt að gera nákvæma áætlun I þessu sambandi, en gert hafi ver- ið ráð fyrir að fá með þessum tekjustofni 40 millj. kr. en reynsl an hafi sýnt að aðeins helming- ur þeirrar upphæðar hefði náðst samkvæmt fyrri áætlun. Þær ráð stafanir sem nú eru gerðar eru I beinu framhaldi af þvl sem á- kveðið var I fyrra. Ólafur Jóhannesson (F) gerði ýmsar athugasemdir við ræðu fjármálaráðherrh vegna fást eignaskattsins. Ólafur sagðist ,við urkenna að fasteignamat væri of lágt. Þá minntist hann á húsa- leigulögin og sagði að þau væru I gildi þótt þeim væri fundið margt til foráttu, þar til ný lög væru settt. Fjármálaráðherra Magnús Jóns son tók aftur til máls og ræddi um tekjuöflun frumvarpsins og þau rök sem fyrir þv£ liggja að afla fjár á þann hátt sem frum- varpið gerir ráð fyrir. Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S) vék að ræðu Ólafs Jóhannes- sonar og sagði að mörg mikilvæg atriði í frumvarpinu væru utan við samkomulag það sem rikis- stjórnin gerði við verkalýðsfélög in s. 1. sumar. Þorvaldur sagði að málflutningur framsóknarmanna i þessum umræðum væri bundinn við aukaatriðin. Rakti Þorvaldur þá þróun sem verið hefur I lánum til húsnæðismála og sagði að stór átök hefðu verið gerð I þeim málum og betur að þeim staðið heldur en gert var á vinstristjóm arárunum. Ný mál. Stjórnarfrumvarp til laga um bátaábyrgðarfélög. Stjómarfruníivarp til laga um Samábyrgð Islands á fiskiskip- um. Tillaga til þingsályktunar um stofnun klak- og eldisstöðvar fyr ir laxfiska. Flm. Jónas G. Rafnar. Karl Kristjánsson, GIsli Guð- mundsson, Bjartmar Guðmunds- son, Ingvar Glslason, Bjöm Jóns- son.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.