Vísir - 20.11.1965, Qupperneq 8
8
V l S 1R . Laugardagur 20. november iat>D.
WÍL~. iátfwg AVgrJKgr■wv
VISIR
Otgefandi: Blaðaútgáfan VISIR
Framkvæmdastjðri: Agnar Ólafsson
Ritstjðri: Gunnar G. Schram
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson
Þorsteinn Ó. Thorarensen
Auglýsingastj.: Halldðr Jónsson
Sölustjóri: Herbert Guðmundsson
Rltstjórn: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur)
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Áskriftargjald: kr. 80,00 á mánuði innanlands
f Iausasölu kr. 7,00 eintakið
Prentsmiðja VIsis — Edda h.f.
Gjaldeyrisstaðan
Stjómarandstæðingar hafa mjög reynt að villa um
fyrir almenningi í sambandi við gjaldeyrisstöðuna.
Þeir halda því fram ,að hún hafi ekkert batnað, jafn-
vel versnað, og se ekkert betri en þegar vinstri stjórn-
in fór frá völdum. Hafa þeir í þessu skyni notað alls
konar villandi tölur og útreikninga, sem erfitt er fyrir
aðra að átta sig á en þá, sem vel fylgjast með þess-
um málum. Almenningur hefur lítil tök á að sann-
prófa slíka útreikninga, eða á að minnsta kosti ekk-
ert við það, og í trausti þess eru blekkingarnar bornar
fram af þeirri óskammfeilni, sem stjórnarandstæð-
ingar sýna í þessum áróðri.
Gjaldeyrisstaðan er eitt af því, sem ber órækast
vitni um rétta efnahagsmálastefnu viðreisnarstjórn-
arinnar. Flestir ættu að muna, hvernig þessum mál-
um var komið þegar vinstri stjómin fór frá, og hefði
gjaldeyrisstaðan ekkert batnað, heldur jafnvel versn-
að síðan/væri allt löngu komið í strand. Þessu er líka
þveröfugt farið, eins og raunar allir heilvita menn
hljóta að sjá og skilja, ef þeir bera saman ástandið
nú og fyrir 6 árum. Þróunin hefur verið sú, að gjald-
eyrisstaðan hefur farið batnandi ár frá ári, og um síð-
ustu áramót má telja að fullnægjandi árangri hafi
verið náð; og framvegis má vænta að nokkur aukn-
ing gjaldeyrisforðans verði í meðal árferði, til sam-
ræmis við aukið umfang ríkisviðskipta.
Þessi þróun gjaldeyrisforðans er að sjálfsögðu
merki um hagstæðan greiðslujöfnuð og góða stjóm
lánamálanna gagnvart útlöndum. Fólk lætur sér yfir-
leitt fátt finnast um tölur til sönnunar í svona tilvik-
um, enda hefur það slæma reynslu af meðferð á þeim,
en þeir sem kunna að halda að eitthvað sé hæft t. d.
í skrifum Tímans um gjaldeyrisstöðuna, ættu að at-
huga staðreyndimar eins og þær koma fyrir í dag-
legu lífi nú og bera þær saman við það sem var fyrir
6 árum.
Bætt læknisþjónusta
i
strjálbýli
Læknisþjónustu í strjálbýlinu hefur lengi verið mjög
áfátt. Sums staðar hefur reynzt ómögulegt að fá
fasta héraðslækna. Ungir læknar hafa ekki viljað taka
þetta starf að sér. Talið er, að margar ástæður valdi,
og þótti ríkisstjórninni nauðsyn bera til að rannsaka
þetta nánar. Vár í því skyni skipuð sérstök nefnd
1964 og árangurinn af starfi hennar varð sá, að ný
læknaskipunarlög voru samþykkt á síðasta þingi.
Með lögum þessum er stefnt að því, að búa fólk-
inu í strjálbýlinu sem allra sambærilegasta aðstöðu
í þessu efni við þá, sem í þéttbýli búa, og lögin munu
áreiðanlega stuðla mjög að því, að svo verði.
Listasafn ísaf jarðar stofnað
Á síðasta listaverkauppboði
Sigurðar Benediktssonar gerð-
ist það .að Listasafn ísafjarðar
keypti tvö málverk. Það var
Guðmundur Sigurðsson fulltrúi
í Landsbankanum sem var um-
boðsmaður listasafns þessa og-
bauð hann í tvær myndir sem
hann keypti fyrir það, málverk
frá Þingvöllum eftir Kjarval
sem honum var slegin á 25 þús-
und krónur og litla mynd af
sjávarhömrum eftir Þórarinn
B. Þorláksson sem seld var á
7500 krónur.
Þétta er all athyglisvert og
óvenjulegt að listasafn úti á
landsbyggðinni bjóði í gömul
málverk. Forsaga þess er að
frú Elín Sigriður Halldórs-
dóttir ekkja Jóns Þ. Ólafssonar
stofnaði með erfðaskrá sinni
minningarsjóð bræðranna Jóns
Þ. Ólafssonar og Rögnvaldar
Ólafssonar húsameistara og
átti hlutverk sjóðsins m. a. að
vera að styðja að listrænni feg
urð ísafjarðar. Stofnfé sjóðsins
var 487 þús. kr„ en við síðustu
áramót voru í honum 545 þús.
krónur.
Ákveðið er í stofnskrá sjóðs-
ins að höfuðverkefni hans
skuli vera að koma á fót lista-
safni Isafjarðar með kaupum á
listaverkum. 1 því skyni fékk
sjóðurinn í ár 25 þús. kr. ríkis-
styrk og er vonazt til að þeirri
styrkveitingu verði haldið á-
fram. Kaupin á máiverkunum
tveimur á uppboði Sigurðar
Benediktssonar voru fyrstu
listaverka kaup sjóðsins, en
þeim mun verða haldið áfram
eftir því sem fjárhagur sjóðs-
ins leyfir. Hefur bæjarstjóm
ísafjarðar ákveðið að Lista-
safnið fái húsnæði í rishæð-
inni yfir Sundhöll bæjarins í
sambýli vði Byggðasafn ísa-
fjarðar.
Lág jólafargjöld
Hinn 1. desember n. k. ganga
hin lágu jólafargjöld Flugfélags
Islands í gildi.
Jólafargjöldin gilda nú frá
Kirkjubygging undir
búin í Laugarási
Sóknarnefnd Ássóknar inni í
Laugarási er nú farin að hugsa
sér til hreyfingar um kirkju-
byggingu, en guðsþjónustur
sóknarinnar hafa farið fram i
Hrafnistu. Hefur sóknamefndin
nú útnefnt þrjá menn í nefnd,
sem hefur átt í viðræðum við
Arkitektafélagið um að efna
til verðlaunasaml^ppni um
kirkjubyggingu.
Tveir staðir koma til greina
að reisa kirkjuna á, annar
þeirra er garðsvæðið í brekk-
unni miðsvæðis upp af Laug-
arásveginum, hinn er háhæð-
in á hinu óbyggða svæði
skammt frá þeim þremur há-
hýsum, sem þar hafa verið
byggð. M
fleiri erlendum borgum en áður,
eða alls fimmtán.
Jólafargjöldin eru um 30%
lægri en venjuleg fargjöld á
/áömu flugleiðum. Þau gilda sem
fyrr segir frá 1. des. til 1.
jan. 1966, en auk þess er gildis-
txmi hvers farseðils einn mán-
uður frá því ferð er hafin.
Þessi sérstöku ódýru jólafar-
gjöld munu enn sem fyrr auð-
velda námsfólki, svo og öðrum
íslendingum sem erlendis
dvelja, að halda jól og nýár
heima á Fróni.
Flugfélagið beinir þeim til-
mælum til aðstandenda náms-
fólks ytra, og annarra þeirra er
hafa í hyggju að notfæra sér
þessi sérstöku fargjöld, að hafa
samband við skrifstofur Flug-
félags Islands, sem veita allar
nánari upplýsingar.
SK'&Z. V*
Islenzk bók fær bronsverð-
laun á alþjóðlegri sýningu
í júníbyrjun í sumar var
haldin hin árlega alþjóðlega
frfmerkjasýning f Vín í Austur-
ríki. Var samskonar sýning
haldin árið áður f Parfs og
verður á næsta ári í Washing-
ton D. C.
Sýnt var þarna efni f um
6000 römmum og f einum
þeirra var fslenzka árbókin,
„íslenzk frímerki“, sem er
sérstakur verðlisti yfir fslenzk
frímerki, og hefir undanfarin
9 ár gengt í senn hlutverki verð
lista og handbókar.
Dómnefnd sýningarinnar, þ.
e. a. s. bókmenntadeildarinnar,
sæmdi verðlistann bronce
medalíu fyrir efnisgæði og
vinnu, en aðalsýningamefndin
einnig fyrir þátttökuna.
Þetta er f fyrsta skipti, sem
íslendingur tekur þátt í bók-
menntadeild alþjóðlegrar frí-
merkjasýningar.
Tímraritið Frímerki segir frá
þessu í sfðasta blaði undir fyr-
irsögninni „Stórsigur fyrir ís-
lenzka frímerkjasafnara“.
Frímerkjamiðstöðin, Týsgötu
1, sýnir um þessar mundir verð
listann og verðlaunin, ásamt
ýmsu frá sýningunnj í glugga
sínum.
Höfundur listans er Sigurður
H. Þorsteinsson, sem er jafn-
framt ritsjóri frfmerkjaþátta
Visis.
Myndin er af verð-
launapeningnum, sem
Sigurður fékk fyrir
íslenðka verðlistann.
Skálatún fær 180
þús. kr. dánargjöf
Þann 6. sept. 1964 andaðist
hér f bæ Vilborg Hróbjarts-
dóttir, fædd 27. marz 1879, en
í erfðaskrá hafði hún mælt svo
fyrir að allar eigur hennar
skyldu renna til „Skálatúns-
heimilisins" f Mosfellssveit.
Skiptum í dánarbúi hennar er
nýlega lokið og kom í hlut
Bamaheimilis templara að
Skálatúni erfðafé að upphæð
kr. 183.050.78.
Stjórn Skálatúnsheimilisins
vottar aðstandendum hinnar
látnu konu virðingu sina og
þaltklæti og metur mikils þann
hug, sem liggur að baki þessari
veglegu dánargjöf.