Vísir - 20.11.1965, Side 15

Vísir - 20.11.1965, Side 15
V1SIR . Laugardagur 20. nóvember 1965. 15 ■EQ 49. . „Þegi þú, Hardanger", mælti ég lágt en áJcveðið. „Dreifið ykkur ... hafið gætur á gluggaopinu... fljót- ir, í öllum guðanna bænum, fljót- ir...“ Þó að þeir sjö skildu ekki, við hvað ég átti, heyrðu þeir það á rödd minni, að mikið lá við, og dreifðu sér, eins og ég bauð. „Hann varpar glerhylki með taugalömunarsýkium inn um glugga opið... þá og þegar“, hvíslaði ég, þar sem ég vissi, að ekki mundi taka hann nema andrá að ná gler- hylkinu upp úr stálhulstrinu. „Ver- ið viðbúnir að grípa það .■.. Við eigum líf okkar undir því að ein- hverjum megi takast að grípa það, því að við erum dauðadæmdir, ef það skellur í gólfið og brotnar". Ég hafði náumast sleppt orðinu, þegar einhver hreyfing heyrðist úti fyrir, skugga af hendi bar sem snöggvast fyrir gluggaopið, og um leið glrtiaði á eitthvað í geislan- mn frá ljóskerinu — glerhylki með rauðn innsigli á stút. En svo leift- urfrratt var því varpað og lóðrétt, að enginn okkar var f færi að grípa það áðor en það skall í gólfið og stmdraðist f þúsund mola. TÓLFTI KAFLI Mér er ekki nokkur leið að gera mér ljóst, hvers vegna ég greip til þessa ráðs. Þetta var eins og ósjálfrátt, leiftursnöggt viðbragð, lfkt og þegar maður lyftir armin- um til að bera af sér högg. Það lá engin hugsun á bak við - og þó var þetta hið eina rétta, sem um gat verið að ræða. Glashylkið var ekki einu sinni skollið í gólfið, þeg- ar ég hafði gripið kvartelið með eplaleginum, sem stóð tæplega armslengd frá mér, og varpað því af öllu afli í gólfið .einmitt þar, sem glerhylkið sundraðist í sömu andrá að kalla. Kvartelið brast f stafi og eplalögurinn flæddi um gólfið. „Hellið leginum úr ámunum, skvettið honum upp um veggina ... gusið honum upp f loftið þar yfir, sem helvízkt hylkið brotnaði ...“ hrópaði ég. „En gætið þess í öllum guðanna bænum, að ekki gus ist neitt á ykkur sjálfa". „Hvað á það að þýða?“ spurði Hardanger. Hann var náfölur í and- liti, og vissi bersýnilega ekki sitt rjúkandi ráð af skelfingu, en engu að síður hafði hann tekið kút með eplalegi og lét buna úr honum á gólfið. „Sýkillinn er vatnssækinn", svar- aði ég. „Þó að hann geti lifað f lofti, kýs hann vatnið mun heldur, og þar verður hann líka fyrr skað- Iaus“. „Ekki er þetta vatn“, maldaði Hardanger í móinn. „Gerjaður epla- lögiu-...“ „Vitanlega er það eplalögur", öskraði ég, vitf:mfnu fjær af bræði. „En við höfum ekki annað við hend ina, og ekki veit ég hvort hann kemur að tilætluðum notum ... “ Ég hugðist lyfta öðru kvarteli, en fann þá um Ieið svo sára kvöl í síðunni, að ég átti fullt f fangi með að halda mér uppistandandi. Ég þóttist vita að rifbrotið hefði rask- azt eitthvað við fyrra átakið; ef til vill hafði rifstúfur rofið líf- himnuna, kannski stungizt inn í lungun. Raunar skipti það varla máli eins og á stóð. Hvað mundi fresturinn langur, ef eitthvað af taugalömunarsýklun- um hefði blandazt andrúmsloftinu? Ef marka mátti það, sem Gregori hafði sagt í sambandi við hamstur- inn, átti krampafloganna að verða vart að fimmtán sekúndum liðnum, ef til vill var fresturinn örlítið lengri, þegar um menn var að ræða... þrjátíu sekúndur í mesta lagi. Ég tók ljóskerið upp af gólf- inu. ..Hættið að hella“, skipaði ég, „nóg komið og gætið þess að standa þar sem enginn lögur er á gólfinu því að þið eruð dauða- dæmdir, er hann bleytir þó að ekki sé nema skósólana“. Ég lýsti með ljóskerinu, svo að þeir sæu til að hörfa undan flóðinu, sem streymdi um gólfið og í sömu svifum heyrði ég að hreyfill Jagúarsins var ræst- ur. Gregori var að leggja af stað til að gera sína vitfirrtu drauma að veruleika, og Mary var 1 fylgd með 'honum. Og hann var viss um, að við værum allir liðin lfk. Þrjátíu sekúndurnar voru liðnar og vel það. Enn hafði enginn feng- ið krampaflog, ekki að því er séð varð. Ég beindi geislanum af ljós- kerinu að hverjum einstökum, hægt og rólega frá hvirfli að tám. „Taktu af þér hægrifótarskóinn", skipaði ég öðrum lögregluþjónin- um, sem stóð þama á nærklæð- unum. „Ekki með höndunum, asn- inn þinn, sérðu ekki að það hefur sletzt á hann, hristu hann af fæt- inum ... Hardanger, það er vætu- blettur á vinstri jakkaermi þinni ...“ Hann stóð hreyfingarlaus á meðan ég smeygði af honum jakk- anum og lét hann detta hægt í gólfið „Er okkur nú borgið?" spurði varðstjórinn. „Borgið ... ég kysi margfalt held ur að j>essi bölvaður kofi væri mor- landi af kobraslöngum og eitruðum ' köngullóm. Nei, því fer fjarri, að okkur sé borgið. Um leið og lagar- slettumar þorna af veggjunum, eða gufar upp af gólfinu, eru andartök okkar talin“. „Þá er að komast út i snatri", sagði hershöfðinginn rólega, „Er ekki svo, drengur minn?“ „Jú“, svaraði ég. „Raðið lagar- tunnunum þannig, að þið getið stikl að á þeim að pressunni; hún er þung, það þarf þrjá eða fjóra til að lyfta henni til höggs á hurðina, en um annað er ekki að ræða... Sjálf ur er ég dæmdur úr leik, að minnsta kosti í bili...“ „Þrjá eða fjóra?“ endurtók Hard- anger. „Mér er það ekki ofætlun einum, géti það opnað mér útgöngu leið úr þessu Viti!“ Og þeir höfðu snör handtök. Þó að aðstaðan væri hin óþægilegasta, og þó að þeir væru miður sín af ótta, tók það þá ekki mínútu að ná tökum á lagarpressunni og búa sig undir að láta til skarar skríða. Með næstum ofurmannlegu átaki reiddu þeir fjórir báknið til höggs á hurðina og þó að hún væri ramm ger, og eins smíðajárnshjarimar, dyraumbúnaðurinn og slagbrandur- inn, þá var höggið svo þungt og samstillt, að hurðin hrökk úr dyr- unum, svo snöggt að þeir misstu pressuna úr höndum sér á eftir henni, út fyrir þröskuldinn. „Heim á bæinn“, sagði Hardang- er þegar við vorum allir komnir út aftur ,,Þar hlýtur að vera sími“ '-„Dokið við“, skipaði ég. „Við erum ekki öruggir enn. Við meg- um ekki láta það henda okkur að i bera dauðann heim til fólksins. Við skulum doka við á meðan regnið þvær okkur hreina ...“ „Fari það bölvað“, sagði Hard- anger. „Við megum enga mínútu missa. Og fyrst við höfum ekki tekið þennan sýkisfjanda þarna inni eru allar líkur til að við séum sloppnir. Hvað leggur þú til mál- anna, hershöfðingi?“ „Ég veit ekki hvað segja skal“, svaraði hershöfðinginn seinlega. „Vitanlega megum við engan ...“ Hann þagnaði við, skelfingu lost- inn; annar hinna fáklæddu lögreglu þjóna rak skyndilega upp nístandi vein, sá sem eplalögurinn hafði sletzt á; svo lækkaði veinið í hryglustunur, andartak engdist hann sundur og saman af krampa- flogum og féll svo á blauta jörð- ina. Félagi hans gerði sig líklegan til að stumra yfir honum, en ég greip fyrir kverkar honum, áður en hann laut fram. „Snertu hann ekki...“ öskraði ég, „ella hlýturðu sama dauðdaga. Hann er dauður hvort eð er. Stattu sem fjærst honum ...“ Tuttugu sekúndur lá hann þarna í dauðateygjunum, tuttugu sekúnd- ur, sem voru langar sem eilífð. Ég hef séð margan manninn deyja, en helstríð þeirra, sem sprengjubrotin tættu sundur fyrir augum manns, var eins og friðsæll strádauði, sam- anborið við þetta. Og svo var því skyndilega lokið, eins fyrirvara- laust og það byrjaði, og ég fann sterkt saltbragð í munni mér, eins og menn ævinlega finna, þegar þeir verða miður sín af skelfingu. Ekki veit ég hve lengi við stóð- um þarna í dynjandi rigningunni. Síðan litum við hver á annan, spyrj andi — hver verður næstur í röð- inni? Og svo heyrði ég sjálfan mig bölva allt í einu, sótbölva — kann- ski sjálfum mér fyrir hugleysið, eða ég bölvaði Gregori og tauga- lömunarsýklinum, ég vissi ekki hvort var. Að því búnu gekk ég hröðum skrefum heim að fjósinu, hélt á Ijóskerinu i hendinni og svipaðist um eftir vatnsslöngu, sem ég fann þar von bráðar og skrúf- -a8i -Tra'”VatfiitTu7 'SerVi 'frék'asT“var unnt. Þrýstingurinn á’ vatnsbununni var svo sterkur, að jafnaðist á við bunu úr meðalstórri brunaslöngu. Einhvern veginn klöngraðist ég með slönguna upp á heyvagn, sem stóð undir fjósveggnum. Svo kall- aði ég til hershöfðingjans; „Þú fyrstur, herra minn“. Hann gekk beint og án þess að hika undir slöngustútinn, sem ég beindi niður á við og krafturinn á vatninu var slíkur, að hershöfðing- inn kiknaði í knjáliðunum og mun- aði minnstu að hann félli við En hann stóð steypibaðið af sér í fullar tvær mínútur og var þá allur holdvotur orðinn og skalf svo að tennurnar glömruðu saman í munni hans. En þá hlaut hann líka að vera hvítþveginn af öllum sýklum, sem hugsanlegt var að leynzt hefðu á andliti hans eða á fötum Hinir fjórir gengu síðan undir steypi- baðið, hver á eftir öðrum, og loks ! baðaði Hardanger mig á sama hátt. I Þá fékk ég fyrst að finna hve vatn- UMBOÐSMENN VISIS ÁRNESSÝSLU ERU: A SELFOSSI Kaupfélagið Höfn og Arinbjörn Sigurgeirsson Á STOKKSEYRI Benzínsala Hraðfrystihússins Á EYRARBAKKA Lilian Óskarsdóttir, Hjallatúni í HVERAGERÐI Reykjafoss í ÞORLÁKSHÖFN Hörður Björgvinsson UMBOÐSMENN VISIS SELJA BLAÐIÐ TIL EASTRA KAUPENDA OG I LAUSASÖLU 1 $ 0E BE ccmmv T0 UVINS UK.E AN Mmi\ WITHOUT CUU'i iVATING YOUE BEAIN you ARE WOTMUCH BETTER. OPF THAN KIUIAA,THE UON..., VOU SAW WHAT HUttANS WITHOUT LEAEKIIKIG CAKI BE UK.E... THEy WE&E KEAFY TO SACKIFICE YOU TO A PASAN GOV BECAUSE THEY THOUSHT YOU WERE A WHITE t'EWON1. / I’HAVE 7E7ICATE7 MY UFE TO N 7ISEELLIWG SUCH HyPOCKISy IN AFKICA- AKIP 1% KIOT SOINS TO STOF WITH yOU.ITOl)-----------' X THIKIK YOU AKe''v- VERy smart.takxaw! SO VOU BE VI S • R 4SKR1FENDAÞJONUSTA 4skriftar- Kvartan- s,minn CI 66 virka daga Ki 9-19 nema laugardaga kl. 9- 13. Hvers vegna þarf ég að vera að læra, ef ég ætla að búa í frumskóginum með þér?' í mörg ár var ég í skóla, og ég hef aldrei hætt að læra, þig verður að hungra í þekk- ingu, eða að þú neyðist til að lifa eins og dýr Án þess að nota heila þinn ertu ekki mikið betri en Numa, ljónið. Þú hefur séð hvernig fólk án þekkingar getur verið, vegna fáfræði sinnar er það reiðubúið að fórna menneskju fyrir hjáguði sína. Ég hef helgað líf mitt til þess að eyða þvílíkri hjátrú I Afríku og ég ætla ekki að hætta við allt saman Ito, þegar þú átt í hlut. Þú ert afskaplega gáfaður Tarzan', svo að þú átt að verða kennarinn minn. AUGLÝSING í VISI eykui vidskiptin B

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.