Vísir - 20.12.1965, Page 8

Vísir - 20.12.1965, Page 8
8 VISIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR Framkvæmdastjóri: Agnar Ólafsson Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson Þorsteiíin Ó. Thorarensen Auglýsingastj.: Halldór Jónsson Sölustjóri: Herbert Guðmundsson Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald: kr. 90,00 á mánuði innanlands I lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda h.f. Nýtum tæknina JTyrir skömmu var ítarlega greint frá því hér í blaðinu ) hvemig ætlunin væri að framkvæma hina stórfelldu ) byggingaráætlun ríkisins, verklýðsfélaganna og ) Reykjavíkurborgar. Samkvæmt áætluninni á að ( byggja 1250 íbúðir fyrir lágtekjufólk á næstu fimm ár- (7 unum hér í Reykjavík. Framkvæmdanefnd áætlunar- 7 innar hefur þegar hafið störf. Hafizt mun handa um (1 byggingu fyrstu íbúðanna seint á næsta ári er bygg- (/ ingarsvæði í Breiðholtshverfi hinu nýja verður tilbú- // ið. Áætlunin mun framkvæmd í tveimur áföngum. )) í þeim fyrri verða byggðar 400 íbúðir, en 850 í þeim \ seinni. Hér er um að ræða mesta og merkasta átak, \ sem gert hefur verið í húsnæðismálum hérlendis. ( Engin ríkisstjórn fyrri ára hefur haft forgöngu um / svo stórfellda framkvæmd, þótt flestum þeirra hafi / verið það ljóst, að það er í húsnæðismálunum, sem ) skórinn kreppir og þar hefur lengi verið framkvæmda | \ þörf. í góðri samvinnu við verklýðshreyfinguna verð- \ ur hér því Grettistaki lyft á næstu árum. ( I fyrsta sinn í byggingarsögu þessa lands gefst nú \ tækifæri til þess að beita nýtízku tækni og kostum \ fjöldaframleiðslu í byggingariðnaðinum. Jafnframt er \ afráðið að ,gera tilraun með innflutning íbúðarhúsa, ( eins og oft hefur verið hvatt til hér í Vísi. Nýtt blað / verður því brotið í húsnæðismálunum og er það vel ) því þau hafa lengi verið Akkillesarhæll þjóðarinnar. \ Það er ekki vansalaust að hér á landi skuli bygg- \ ingarkostnaður vera mun hærri en í nágrannalönd- ( unum. Þess vegna er það ein mikilsverðasta kjarabót j in að lækka hann verulega. Kerfi fjöldaframleiðslu á ) húshlutum, ný tækni og innflutningur húsa eru allt \ vænlegar leiðir til þess að þvinga byggingarkostn- \ aðinn niður á við. Þess vegna verður fylgzt af mikilli ( athygli með störfum Framkvæmdanefndar Bygging- ( aráætlunarinnar, enda ætti reynsla hennar að geta / orðið öðrum dýrmæt, er fram líða stundir. En hér má ) svo ekki láta staðar numið. Svipuð stór íbúðarhverfi \ þarf að byggja víðar um landið, á sama grundvelli og \ með sömu tækni. ( Knúið dyra j /— \ J herferðinni gegn hungri sýndu Reykvíkingar og / aðrir landsmenn að þeir eru gjafmildir þegar leitað ) er til þeirra í þágu góðs málefnis. Nú fyrir jólin verður \ aftur á dyr Reykvíkinga knúið, og í það sinn verða \ það sjálfboðaliðar Vetrarhjálparinnar á ferðinni. Vetr- ( arhjálpin hefur lengi starfað hér í borg fyrir hver jól. ( Um 800 hjálparbeiðnir hafa að þessu sinni borizt Vetr- / arhjálpinni. Því munu Reykvíkingar taka umboðs- ) mönnum hennar vel er þeir knýja dyra þessa dagana. \i V1SIR . Mánudagur 20. desember 1965. Sextiu ára: Þórarinn Björns- son skólameistari TTm aldir áttu Norðlendingar Hólaskóla og bar sú stofn- un skært ljós inn í sögu þjóðar- innar. Arftaki hins foma Hóla- skóla er Menntaskólinn á Akur- eyri, mestur og beztur skóli norðan fjalla. í gær varð skóla meistari hans, Þórarinn Bjöms son 60 ára. Mun mörgum göml- um skólasveini hafa farið sem mér við þau tíðindi, að vilja í fyrsta sinn bera brigður á al- manakið, þótt næsta ótrúlegt, að svo bráðungur maður í anda og verki væri kominn að þeim leiðarsteini á lífsferðinni. Þórarinn Bjömsson fæddist að Víkingavatni í Kelduhverfi 19. desember 1905 og vom foreldr- ar hans Guðrún Hallgrímsdóttir og Björn Þórarinsson bóndi þar. Eftir að hafa lokið námi í Gagnfræðaskólanum á Akur- eyri árið 1924 las Þórarinn til stúdentsprófs ásamt þeim fimm félögum sínum, sem fyrstir lásu undir stúdentspróf við Mennta- skólann á Akureyri. Tóku þeir prófið utanskóla í Reykjavík 1927. Varð ágæt frammistaða þeirra, ekki sízt Þórarins, til þess að gera mönnum Ijóst, að ekki þurfti að óttast að á kennslu eða námskröfum slakn- aði þótt stofnaður væri Mennta skóli norðanlands. Að stúdents prófi loknu hélt Þórarinn utan til Parísar óg hóf nám í frönsku og latínu við Sorbonne. Þar dvaldist hann um fimm ára skeið og lauk þar lokaprófi í þeim greinum og uppeldisfræði að auki í árslok 1931. Að námi loknu sneri Þórarinn heim til ís- lands og hóf í janúar 1933 kennslu við Menntaskólann á Akureyri. í þeim ranni hefur hann starfað óslitið sfðan. Skóla meistari var hann skipaður ár ið 1948, er Sigurður Guðmunds son lét af embætti fyrir aldurs sakir. Tjannig eru í stuttu máli ævi- atriði Þórarins Bjömssonar sem á bók eru skráð. Þar eru hins vegar ekki ritaðir þeir þættir æviferils hans, sem lifa í hugum þeirra mörgu. sem á skólabekk hafa setið í Menntaskólanum á Akureyri. í kennslu sinni allri fór Þórarinn á slíkum kostum að seint gleym ist þeim, sem á hafa hlýtt. Fór þar saman orðkynngi, eldhug- ur og frábær þekking á við- fangsefninu hverju sinni. Munu flestir nemendur hans á því máli að slíkan kennara hafi þeir ekki ánnan fyrir hitt. Ekki sízt átti það þátt í að gera kennslu hans svo eftirminnilega að Þórarinn er ekki maður lítilla sanda né luktra dala. Honum fylgdi and- blær heimsmenningarinnar í norðlenzka skólann, hans hum- aniora hefur ætíð spannað langt út fyrir þröng mörk kennslu- skrárinnar, hann skilur manna bezt að nám er lftils virði ef menntunina skortir. Þótt heimsmálin, dauð og lif- andi, leiki Þórami á tungu er hitt ekki minna um vert hvert vald hann hefur á íslenzku máli Margir munu minnast þýðingar hans á Jóhanni Kristófer og bera aðrar bækur ekki meiri gullaldarsvip en orð hins franska skáldsnillings í búningi Þórarins. Þegar Sigurður Guðmundsson lét af skólameistarastarfi við norðlenzka skólann sjötugur að aldri, í árslok 1947, fór hann ekki dult með það að helzt kaus hann að Þórarinn Bjömsson yrði eftirmaður sinn. Sú varð og raunin. Sigurður hafði stýrt skólanum af stórum geðþótta reisn og skörungsskap. Það var Þórarinn Björnsson því ekki með öllu vandalaust að setjást í sæti hans fyrir til- tölulega ungan kennara. Þar við bættist að mjög vom þeir ólíkir Sigurður og Þórarinn, ekki að lífsskoðun heldur að manngerð. Skjótt kom þó í ljós að það verk, sem Sigurður Guð mundsson ætlaði vini sfnum og samverkamanni, reyndist hon- um enginn hurðarás um öxl. Skólinn óx í mörgum skilningi á þeim ámm sem síðan em liðin og hefur haldið óskertri virðingu sinni og sæmd. í starfi sínu hefur Þórarinn byggt á gamalli hefð. sem hverjum skóla er dýrmæt, en jafnframt tekizt að hafa góðu kennara- Iiði á að skipa og kom öllum, sem f skólann sækja, til nokk- urs þroska. Vitanlega drífur margt á dagana í jafn stórum skóía, sem einnig er að miklu leyti heimavistarskóli, og ein- hver finnast þar brekabömin. Þá hefur Þórami verið tamara að stjórna með ljúfmennsku en ströngum aga þótt hvalbeinið sé enn við lýði. Hefur það greini- lega ekki reynzt óskynsamleg uppeldisaðferð. T Tm margt stendur Mennta- skólinn á Akureyri nú á tímamótum. í hönd fer annað athafna- og uppbyggingarskeið á næstu árum, þar sem húsrými og húsakostur skólans er nú orðiiin ófullnægjandi vegna mjög vaxandi fjölda nemenda í annan stað er menntaskóla námið hér á landi í deiglunni og þessi misseri eru mið tekir til margra átta í þvf efni. Þar er Þórarinn einn af leiðsögu mönnunum, enda er honum manna bezt trúandi til þess að sameina það dýrasta úr fornri hefð því sem hagnýtast er í skóla- og uppeldisvísindum nú- tímans. Hann er í senn maður Hólaskóla og málsvari mennta- stefnu framtíðarinnar, sffrjór og síleitandi að því sem bæta má og frjóvga á akri íslenzkrar æsku. Hann er ekki aðeins fag- urkeri og fílósóf að upplagi, heldur einnig hagsýnn stjóm- sýslumaður og skarpskyggn skólahöfðingi, sem hvorki spar- ar eril né erfiði til þess að gera veg skóla sfns og nem- enda sem ágætastan. Vð gaml ir nemendur hans minnumst margra orða hans á Sal, þar sem þessar eigindir allar glitr- uðu f snjöllu máli. Þær minn- ingar eru okkur hugstæðar og ó gleymanlegar, sem svo margar aðrar úr því menntasetri. Á þessum tímamótum sendi ég Þórarni Bjömssyni og hinni ágætu konu hans, Mar- gréti Eiríksdóttur afmælis- og jólakveðjur og óska honum og skóla hans velfamaðar um alla framtíð. Gunnar G. Schram. Skyrið selt hrært Að undanfömu hefur ver- ið unnið að tilraunum á nýrri gerð skyrs í tilraunastofum Mjölkursamsölunnar og Mjólkurbúi Flóamanna. Þessi nýmæli í gerð skyrsins eru þau, að núna kemur skyrið hrært á markaðinn. .Verður þessi nýja gerð skyrsins seld í nýju plastumbúðunum, sem áður hefur verið sagt frá í frétt í Vísi Skyrið er framleitt það vel hrært að ekki á að þurfa að bæta mjólk, vatni eða undan- rennu í það heldur kemur það tilbúiC til neyzlu beint úr umbúðunum, hefur skammturinn sama næring- argildi og eldri gerð skyrs- ins. Tilraunir hafa einnig verið gerðar með að blanda ■nm tasmxx ýmsum bragðefnum í skyrið og t. d. niðursoðnum ávöxt- um og hafa þær tilraunir sannað, að hgégt er að setja slíkt -saman við skyrið svo að t. d. er hægt að framleiða skyr með ávaxtabragði, eini gallinn er, að útlit skyrsins verður ekki eins og bezt verð ur á kosið. Er ætlunin að skyrið verði selt í 200 og 500 gramma plastdósum. Er talið að þær umbúðir verði nokkuð dýr- ari en gömlu skyrumbúðirn- ar og reynir því Mjólkursam- salan að fá sama toll á nýju skyrumbúðunum og á gömlu skyrpakkningunum svo að verð skyrsins hækki ekki úr hófi.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.