Vísir - 28.12.1965, Page 7

Vísir - 28.12.1965, Page 7
VÍSTR . Þriðjudagur 28. desember 1965. / Ekki má einblína svo á túlkendur Krists að menn sjái hann ekki sjálfan Alla til mín Vfeir hefur fengið leyfi sr. Jóns Auðuns dóm- prófasts að birta hér í heild predikun þá, er hann flutti við messu í Dómkirkjunni á aðfangadags- kvöld. T nött erum við, þú og ég, í fylkingu milljóna, sem allar eru á einni ferð, úr öllum átt- um komnar en stefna að einu markiv Og leiðarlokin eru hjá litlu bami. Furðulegt? Og þó kannski enn þá furðulegra hitt, að hann sem vér sjáum nú á dýrastalli, sagði síðar á ævinni: „Ég mun draga alla til mín“. „Alla til mín“, — í kveld eru margir fúsir til þeirrar ferðar, meðan jólaljósin varða veginn og jólasálmar láta líkt og engla söngur í eyrum. En hvað verður síðar, þegar hátíðablærinn er horfinn og hversdagsleikinn, kaldur og grár, er kominn aft- ur? „Alla til mín“, — hversu víðs fjarri því, er þú horfir á heim inn í dag. Á þessum jólum eru þeir hlutfallslega miklu fleiri en fyrr, sem ýmist hafa aldrei kom ið í samfélag kristinna manna, eða lagt leið síðan þaðan burt. Hví eru þeir svo margir. Kvaðst ekki Kristur draga alla til sín? Ástæður segjast menn hafa margar. Sumir láta hin ýmsu og oft miður geðfelldu tjáningarform kristilegs trúarlífs fela sér kjarn ann, þá einblína menn svo á túlkendur Krists, að þeir sjá ekki hann sjálfan. Túlkunin, sem á að greiða mönnum leið- ina til Krists, verður oft til þess að loka þeim leiðum. En það er oftast beggja yfirsjón, þeirra, sem túlka Krist og hinna sem hneykslast á túlkuninni. Þér kann að þykja túlkun prestanna tíðum fráleit. Þú kannt að finna sitt hvað það í fari nútímakirkjunnar, sem Jesú þótti fráleitast í Gyðingakirkj- unni og harðast kom niður á honum sjálfum að lokum. Þú kannt að hafa eindregna óbeit á kirkjutildri og sýndarmennsku í boðun og siðum kirkjunnar, og þér kann að þvkja fagnaðar erindi Krists og einkum Fjall- ræðunni hæfa hin einfalda um gerð bezt. En í guðs bænum gættu þess, að þetta eru vesæl- ar umbúðir einar en ekki kjam inn, — að þetta er meðferð manna á Kristi ,en ekki hann sjálfur. Láttu ekki þessar umbúðir, sem eru misjafnlega smekklegt og misjafnlega merkil. mannaverk blekkja þig. Leitaðu dýpra og sjáðu, að kristindómurinn er hin stóra trúararfleifð vestræna heimsins, fjársjóður, sem enginn metur til verðs, var miðlað af spámönnum og sjáendum He- brea, fullkomnaðist í Kristi og kenningum hans, en tók síðan upp og aðhæfði sér hið bezta úr arfleifð grísk-rómversku menn ingarinnar og gömlum ger mönskum arfi. 1 þessari stóru arfleifð, þar sem kristallast hið verðmætasta sem vestrænn heimur hefir fætt af sér og lifað á, liggja rætur þess, sem gefur vestrænni menn ingu lífsmagn og gildi í dag. Að eins fátt skal nefnt: Trúna á gildi einstaklingsins og verð- mæti mannssálarinnar rétt ein staklingsins til athafnafrelsis, samvizkufrelsis, trúfrelsis. Öll þessi verðmæti. sem vér hvorki viljum né getum lengur lifað án, eiga rætur í kristindómi, svo að naumast er ástæða til að falla f stafi af aðdáun yfir því, að rómverska kirkjan er nú loks að falla frá fyrirdæmingu á þessum verðmætum sumum. Þeim samþykktum Vatíkanþings ins hljóta lútherskir menn að taka með hófsamlegri lotningu. A lla kvaðst Kristur mundu draga til sfn, og þó eru þeir margir, langsamlegur meiri hluti mannkyns, sem standa á- lengdar eftir allar þessar aldir. Sumir segjast enga þörf hafa fyrir trúarlíf og finni enga þörf guðlegrar handleiðslu. Það stoð ar lítið að rökræða þá þörf við menn, sem ekki þekkja hána. Hitt sannfærir betur: Að kynn- ast þeim, sem af helgum lindum hafa ausið. Sjáðu þeirra kraft, þeirra auðlegð, þeirra sálar frið, — og þá hlýtur þú að sjá, hvers þú gengur á mis, meðan þú þekkir ekki þessar lindir. „Alla til mín“, — af viðtali við fjölmarga veit ég, að túlk un vor presta á Kristi er talin ófullkomin, oft barnaleg, og að fjölmörgum þykir, sem af næsta óviturlegri fastheldni sé allt of oft leitað í aldir aftur, þegar rétta skal hag kirkjunnar eða færa hana samtíðinni nær. Guð fyrirgefi oss þjónum hennar slíka þjónustu. Þá verður tóm í mannssálunni, þegar hún verð ur viðskila Kristi, tómleiki sem fálmar eftir svölun en finnur hana ekki, leitar friðar en finn ur ekki frið og gengur hjnnig á mis við dýrustu hamingjuna, sem er til: Hamingju sálarfrið arins. Hví slæ ég þessa tóna? Væri ekki nær á þessu heilaga kveldi að tala um kærleikann, góðvild- ina, jólatrén, ljósin og ylinn? Eru ekki húsin full — og njört un — af þeim unaði á jólum’ Jú, en mun ekki predikun missa marks, sem lætur eins og ekki -éu til þær efasemdir, sem undir því nær hvers manns þaki búa og miklu fleiri hýsa, í hjarta sínu en vilja fúslega kannast við? Hversu margir muni ekki þeir sem uncBr greimrm jólatrésins sitja, hlusta á sáhnana og syngja þá jafnvel með ,en bera þó sár an brodd í sál og segja með sjálfum sér: Víst er þetta fallegt og Ijúft, allt þetta um frið, góð vild og kærleika, en er þetta annað en gersamiega fánýtt hjal óraunhæf hugarsýn eða glitr- andi fögur blekking? Innan fárra daga era mér öll þessi ljúfu geð hrif horfm. Er altt þetta jóla hald f innsta grunni annað en bamagaman, og er ekki þessi boðskapur óraunsær með öllu? Veizt þú ekki það. að allar háleitar hugsjónir, sem síðar urðu að veruleika mættu þessari tortryggni, þessari vantrú í byrj un? Veizt þú ekki það, að þeir, sem báru þær fyrstir fram, voru nefndir óraunsæir draumóra- menn? Einmitt í krafti þess, hve hug sjónir Krists voru fjarlægar og háar hafa þær búið yfir ómót- stæðilegu aðdráttarafli. Einmitt í krafti þess, að þær eru langt fyrir ofan mannlega seilingar hæð, vissi hann, að hann mundi draga alla til sfn. Sigrar hans sanna það. TTarðari andstæðing átti krist- indómurinn ekki en Sál frá Tarsus. Fjandskapur hans við kristindóm var byggður á fastri sannfæringu stórgáfaðs manns, sem sfzt var lamb að leika við. Á veginum til Damaskus sagði Kristur upprisinn við þenn an höfuðandstæðing: „Erfitt verður þér að spyma á móti broddunum". Svo erfitt varð það honum, að þennan sterkasta and stæðinginn sigraði Kristur svo gersamlega, að Páll varð mátt ugast boðberinn, sem hann hef ir átt. Tímar liðu, og þvert ofan í það ,sem nokkurt vit virtist að ætla, beið keisarinn ósigur og Júlfan apostata dó vonsvikinn með þéssi orð á vörum: „Þú hefir sigrað Galflei!" Menn gátu ekki umflúið hann. Til hans dró þá afl, sem var þeim ofurefli. Galíleinn hlaut að sigra. Þá er engu síður merkilegt dæmið úr Kristnisögu, hinni frábæra heimild nm elztu kristni á Islandi: Hér ráku þeir fyrstir kristni boð, Friðrik biskup hinn saxn- eski og Þorvaldur hinn vfðförli frá Giljá. Friðreki biskupi til sorgar er heiðinginn svo ríkur í sjálfum kristniboðanum, Þor- valdi, ættararfur svo ríkur og víkingslund, að hann vegur hvað eftir annað menn til að hefna mótgerða, unz biskup slítur fé- lagi við hann. En átökin f Þor valdi Koðránssyni halda áfram, og svo sterklega orkar Kristur á sál hins hálfheiðna víkings, að frá Kristi getur hann ekki horfið, en leitar til hans að nýju og nýju. Síðan ccgir Kristnisaga frá Þorvaldi sem helgum manni, er situr f klausturklefa sinum austur f Garðaríki. Þá er bar- Séra Jón Auðuns í predikunarstól Dómkirkjunnar. áttunni lokið, stormamir hljóðn aðir. Hann, sem dregur alla til sín, hafði unnið leikinn, — síð asta leikinn. Saga Þorvalds víðförla er meira en saga hans eins. Hún er saga mín og þín. Hún er tákn alls mannkyns. Hún sýnir oss örlög þess og eilíf markmið. Já, —eilíf, því að „í eilífð sín leikslok á maður og siður“ (E. Ben). Með eilífðina fyrir augum en ekki hverful jarðarár ein fær þú séð sannleikann um Krist og mannssálina. jörbreytt heimsmynd hefir mjög breytt hugmyndum manna um örlög manns og ó- dauðleika. Þeir, sem trúa á fram haldslíf persónuleikans hneigj- ast meir og meir til að trúa því, að eftir jarðlífið bíði sálarinnar vegferð, sem enginn sér fyrir endann á, heimar með ómælan- legum lærdómum og langri ferð að fjarlægum markmiðum, en ekki endanleg sáluhjálp eftir ör fá ár eða daga í einhverju litlu, ljósu og fallegu himnaríki við landamæri himins og jarðar. Sé svo, er fráleitt að miða mannleg örlög við jarðlífið eitt. Á jörðu rætist ekki það fyrir- heit Krists ,að hann dragi alla til sín. En leiðin er löng. Séra Matthías óraði fvrir því, er hann sagði: Ógurleg er andans leið upp á Sigurhæðir. Hlýtur hún ekki að vera ógur lega löng mér og þér leið in til Krists — neðan frá mér og þér upp í hans svimandi háu hæðir? Á hinztu krossgötum varð Pétur Gautur að mæta ör- lögum sínum. Á krossgötum nýj um og nýjum verður mannssál- in að mæta Kristi. Þú kemst aldrei svo langt frá honum, að þú heyrir hann ekki aftur kalla. Þú getur aldrei gleymt honum svo, að ásjóna hans vitji þín ekki aftur. Örlög sín í honum fær enginn umflúið. Fæðingarnótt hans er örlaga nótt alls mannkyns. Því er end- anleg undankoma frá honum engin til. Hann dregur alla til sín. Fjú ert kominn úr langri ferð, og leiðarlokin áttu hjá litlu bami. Sjáðu höndina litlu, og láttu hana leiða þig. Sjálfur ertu barn, þú ert barn stórrar vfs indaaldar og vitsmunaafreka. Líttu ekki smáum augum á það, en samt ,má vera að barnshjart- að viti áttina betur en vísindi þín öll og veraldarvitið, — ekki áttina til austurs eða vesturs, norðurs eða suðurs heldur áttina einu, sem verulegu máli skiptir: Áttina helm. Láttu hann. sem með rökum sem aldrei verða rofin, mun draga alla til sín, leiða þig i átt- ina þangað.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.