Vísir - 28.12.1965, Síða 8

Vísir - 28.12.1965, Síða 8
V1SIR . Þriðjudagur 28. desember 1965. 8 VISIR Utgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR Framkvæmdastjóri: Agnar Ólafsson Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ó. Thorarensen Auglýsingastj.: Halldór Jónsson Sölustjóri: Herbert Guðmundeson Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 linur) Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald: kr. 90,00 á mánuði innanlands i lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja VIsis — Edda h.f. Kirkjan og þjóðin \ þessum jólum gerðu fleiri en einn prestur það að (' umtalsefni í stólræðum hvert væri í dag samband / kirkjunnar við fólkið i landinu og hvernig væri komið / guðrækni þjóðarinnar. Slík rannsókn og íhugun er ) bæði sjálfsögð og nauðsynleg. Því er ekki að leyna \ að mörgum virðist sem kirkjan sé að fjarlægjast fólk \ ið þessi árin og eru þá til nefndar tvær meginástæð- ( ur. Önnur er sú að hraði nútímalífsins og ótal ný / veraldleg gildi þess byggja vegg milli mannsins og / kirkjunnar. Hér er með öðrum orðum sagt að kirkjan ) sé orðin gamaldags — gamaldags í starfsaðferðum \ sínum og hafi ekki megnað að laga sig nógu skjótt, \\ né vel, að nýjum aðstæðum, svo hún fái haldið sam- (( bandi sínu við fólkið, og þá sér í lagi unga fólkið. // Hina meginástæðuna fyrir þessari afstöðu til kirkj- / unnar í dag telja margir þá að kirkjan sé sjálfri sér ) ósamkvæm í boðskap sínum, einn þjóna hennar boð- \ ar þetta, annar hitt. Sumir þeirra boða trú á bók- ( staf Biblíunnar, aðrir kveða frásagnir hennar sumar ( marklausar sögur, sem vísindi og vitneskja nútímans / hafi afsannað. Hér ber spiritisminn heldur engin / klæði á vopnin, og veldur boðskapur hempuklæddra ) forsvarsmanna hans andstöðu hjá mörgum þeim sem \ ekki aðhyllast kenningar hans. Og á hina hliðina gild- ( ir þá hið sama. /í þótt það sé tvímælalaust rétt að kirkjan er ekki í ) dag hið sama afl í þjóðlífinu og hún áður var, þá \ væri rangt að draga af því þá ályktun að trúhneigð ( og trúarþörf þjóðarinnar hafi farið þverrandi. Þvert / á móti lifa þær eigindir í dag í ríkum mæli, og að / mörgu leyti er nú meiri þörf fyrir boðskap kirkjunn- ) ar en á fyrri og rólegri tímum. En áhyggja kenni- ) manna er ekki ástæðulaus. Kirkjan þarf að komast \ í nánara samband við fólkið — og það við kirkjuna, ( ef vel á að vera. Um margt þarf íslenzka kirkjan að / kasta ellibelgnum í starfsaðferðum sínum. Enn tala þjónar hennar margir háskrúðugt líkingamál fyrri ) alda. Þeir þurfa að temja sér tungutak samtímans. \ Enn afmarkar kirkjan sér sjálf þröngt svið og fer þar \ ekki út fyrir í störfum sínum. Hún þarf að ná til ( miklu fleiri sviða mannlegs lífs, auka verulega æsku- / lýðsstarfið, er þegar hefur góðan ávöxt borið, hefja / sálgæzlu, afskipti af uppeldismálum og stofna til sér- ) stakra kirkjulegra skóla utan eða innan fræðslukerfis \ ins. Ungt fólk hefur mikla fórnarlund. Kirkjan þarf að \ vísa þar veginn, benda á verkefni og lýsa leiðir. Sjálf- ( boðaliðastarf ungmenna innan kirkjunnar er þegar / hafið, en það ætti að stórauka. Þannig þarf kirkjan / að hætta að vera kyrrstæð eind í þjóðfélaginu og ger- ) ast vekjandi, afl. Umfram alít þurfa biskup og kirkju- \ yfirvöld að taka af allan efa um stefnu og grundvöll. Ég held ég hafi enga hæfileika — Sár, sem ekki eru gróin — Tileinkun ákveðins frásagnarháttar - Aö hafa nógan tíma — Járnrúm og servantur i prófastshúsi — Föðurbróðirinn flutti anda amerískra rithöfunda inn í húsið Vísir spjallar við Björn Bjarman, cand. jur. í til- efni af útkomu smásagna hans „í heiðinni“. JJöfundur bókarinnar „í heiðinni" sté út úr Hafnarfjarðarvagninum og gekk virðulega eftir gangstéttinni við Lækj- argötu. Hann var í græn köflóttri skyrtu og tals- vert rithöfundarlegur, a. m. k. ekki síður en aðr ir, sem eru að senda frá sér bækur. Þetta var Bjöm Bjarman, cand. juris í persónu, kennari við Flensborgarskólann. „í heiðinni“ eru smásög ur, sem hafa hlotið góða dóma gagnrýnenda. Bjöm bar höfuðið hátt að vanda, og þegar blaðamaður Vfsis tók hann tali og spurði um bókmenntaiðju hans sagði hann: „Ég held ég hafi enga hæfileika, en pabbi sálugi var frábær sagnaþulur og kannski hef ég erft öj-lítið frá honum. Annars var hann fyrst og fremst tónlistarmaður og lýriker, en hvorugt slíkt hef ég til brunns að bera. Það lengsta, sem ég hef komizt í tónlistinni, er, að ég hef sungið með karlakór eins og títt er um Akureyringa". Jæja þá fengu lesarar Vísis að vita, að rithöfundurinn er frá Akureyri. Hins vegar er hann margfluttur hingað suður og setztur hér að fyrir fullt og allt eftir öllum sólarmerkjum að dæma. „Hvers vegna velurðu þér „Völlinn" að efnivið í öllum sögunum?" „Ég vann þar í tvö og hálft ár og var með augu og eyru opin, og svo naut ég þess hag ræðis að vinna hjá lögreglu bandaríska flughersins". „Hvernig kom andinn yfir þig?“ „Ég hafði nógan tíma, þegar ég var farkennari í Helgustaðar hreppi norðanmegin Reyðarfjarð ar veturinn ’58—’59“. „Hvað kom til að þú fórst austur á land?“ „Einn góðan veðurdag hugðist ég skreppa í vinarheimsókn til bekkjarbróður míns, Jóns Hjalta sonar, hrl., í Vestmannaeyjum, en kom þangað að nóttu til og vildi ekki vekja upp og hafnaði austur á Norðfirði, en þar hafði ég áður dvalizt í þrjá mánuði sem lögtaksfulltrúi frænda míns Kristjáns Steingrímssonar. Krist ján er einhver snjallasti lögfræð ingur, sem ég hef kynnzt, en það er önnur saga. Síðan dvald ist ég á Norðfirði þrjá mánuði og las bækur — og á jólum var ég einn í þakherbergi i prófasts húsinu. í herberginu var jám- rúm og servantur með þvotta- skál, og við servantinn skrifaði ég fyrstu söguna, „Jóna kemur á Völlinn". Upp frá þvi gerðist ég farkennari". TXefurðu reynt margt um æv *>’XXina, Bjöm?“ „Allt frá því að vera praktís erandi lögfræðingur upp í það að vera háseti á aflaskipi með Agli Jóhannssyni, síldarkóngi á Akureyri". „Af hverju fórstu að skrifa bókina?" „Ég þurfti að skrifa mig frá Vellinum". „Hvers vegna Vellinum?“ „Af því að ég er á móti her mennsku og vopnaburði". „Varstu sjálfur fyrir barðinu á hermennsku?“ „Ég var sjö sinnum sama sum arið rekinn úr Bretavinnu á stríðsárunum". „Eru þau sár ekki gróin?“ „Hreint ekki — því miður“. „Áttu kannski eftir að skrifa þig betur frá reynslu þinni af vopnaburði?" „í heiðinni, er fyrsta æfingin, tilraun til að tileinka sér ákveð inn frásagnarhátt . . .“ „Hvemig hefur sá frásagnar háttur orðið til?“ Bjöm Bjarman verður íbygg inn og segir: „Ég umgekkst marga frásagna meistara í æsku minni á Akur eyri, t.d. var Laxness heimilis vinur í Hamarstígnum, og drakk tíðum kvöldkaffi hjá foreldrum mínum. Einnig var pabbi mikil! Hamsuns-aðdáandi og Stefán Bjarman, föðurbróðir minn, kom með anda amerískra rithöfunda inn í húsið, þegar hann kom frá Ameríku um 1930“. „Heldurðu. að fæðingarbær þinn hafi stuðlað að frásagnar þörf þinni?“ „Það tel vj alveg víst, ekki sízt af því að ég átti góðan lærimeistara síðasta vetur minn f M.A., sem kunni að leiðrétta stíla og leyfði manni að tjá sig á eðlilegan hátt“. Bjöm Bjarman ¥jú stundar kennslu í Flens- ”X^ borgarskólanum þér og þínum til framdráttar — hvern ig veitist þér að skrifa með heyr arastarfinu?" „Bókin talar sínu máli. Ég hefði aldrei getað skrifað þessa bók, ef ég hefði ekki riotið þægi legs umhverfis og átt væna konu með stórt hjarta". „Hefurðu nýtt á prjónunum í ritmennskunni?" „Ég er að reyna að krækja saman skáldsögu, sem raunar er áframhald af litla kverinu". „Segðu mér í hreinskilni: Hvernig stendur á því, að þú gerist allt í einu rithöfundur, kominn á fimmtugsaldur?“ „Mér finnst of mikið sagt með þvl að nota þetta orð rithöf- undur. sem svo margir vilja skreyta sig með, en hitt er ann að mál, að þegar ég var í fimmta bekk í bamaskóla, gaf mamma mér matreiðslubók, sem hún hafði rifið uppskriftimai úr. Þá tók ég mig til og fyllti auðu síðurnar með leikritum, en það voru fullorðins manns leikrit, því að ég hafði lesið öl! leikrit Jóhanns Sigurjónssonar að við bættu Höddu Pöddu Guðmund ar Kambans. og varð ég fyrir sterkum áhrifum af þeirri lesn ingu. Seinna þegar ég var kom inn í menntaskólann, las ég þýð ingar Matthíasar Jochumssonar á Shakespeare. Og þá var mér öllum lokið við leikritagerð og frekari bókmenntalega tilburði“. „Ertu kannski að endurheimta gamla hæfileika?" „Ég sagði þér áðan, að ég teldi mig ekki hafa neina hæfi leika“. stgr.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.