Vísir - 03.05.1966, Blaðsíða 4

Vísir - 03.05.1966, Blaðsíða 4
a VlSIR . Þriðjudagur 3. maí 1966. Lækkun tolla verSi skipu- leg og á löngum tíma Iðnrekendur sumþykkja ályktun í tollamálum og málefnum iðnaðarins Blaðinu hefur borizt eftirfar- andi ályktun frá ársþingi iðn- rekenda. Ársþing iðnrekenda 1966 vís- ar til þess veigamikla hlutverks, sem íslenzkur iðnaður gegnir i þjóðarbúskapnum. í sókn þjóð- arinnar til bættra lífskjara og með ört vaxandi íbúafjölda mun þýðing hans fara enn vaxandi. Ber því að treysta þann grundvöll, sem þegar hefur ver- ið lagaður, tryggja þannig at- vinnuöryggi og batnandi lífs- kjör allra landsmanna. Með tilliti til þessa vill árs- þing iðnrekenda 1966 beina at- hygli ríkisstjómarinnar, Alþing is og allra landsmanna að eftir- farandi: Með þeirri stefnu ríkisstjórn- arinnar, sem mörkuð hefur ver ið, þ.e. lækkun tolla og aukið frelsi utanríkisviðskipta, telur ársþingið ástæðu til að ítreka fyrri samþykktir um að fram- kvæmd þeirrar stefnu fari ein- ungis fram eftir fyrir fram gerð um áætlunum og á eigi skemmri tíma en 10 árum, þó þannig, að tollur á hráefnum verði lækk aður a.m.k. einu þrepi á undan fullunnum vörum. Verði þær áætlanir miöaðar við að gera öllum Ijóst hver þróunin verði, þannig að fram- leiðendur fái tíma og aðstæður til að beina kröftum sfnum og fjármagni að þeim rekstri, sem útlit er fyrir að hagkvæmastur sé miðað við hinar breyttu að- stæður. Ársþingið telur það ófrávíkj- anlegt skilyrði af hálfu iðnað- arins, að jafnframt því, sem slíkar áætlanir verða lagðar fram, verði um leið lagðar fram áætlanir um markvissar ráðstaf anir til þess að auðvelda iðnað- inum aðlögun að hinum breyttu aðstæðum. Ársþingið vekur þá jafnframt athygli á því, að þær ráðstafanir eru engu að sfður tímabærar þótt tollalækkanir komi ekki til framkvæmda á næstunni. Þær ráðstafanir, sem ársþingið Ieggur einna mesta á- herzlu á í þessu sambandi eru: 1. Að stofnlán iðnaðarins verði aukin. Fagnar ársþingið í þvf sambandi lögum, sem sam- þykkt hafa verið um eflingu Iðn lánasjóðs og beinir þeim til.næl- um til ríkisstjómar og væntan- legrar stjómar Framkvæmda- sjóðs íslands, að Iðnlánasjóði verði gert kleift að nýta þær lán tökuheimildir, sem honum eru ætlaðar. 2. Að eigi dragist lengur að settar verði og framkvæmdar ákveðnar reglur um endurkaup Seðlabankans á iðnaðarvíxlum. 3. Að iðnaðurinn verði látinn njóta sömu vaxtakjara um fjár- festingarlán og reksturslán, sem landbúnaður og sjávarútvegur hafa. 4. Að lækkaðir verði nú þeg- ar tollar af iðnaðarvélum f 15%, og á allan hátt að þvf unnið, að fjárfestingarkostnaður iðnaðar- ins verði eigi hærri en sambæri- legt er hjá erlendum fyrirtækj- um, er íslenzkur iðnaður á við að keppa. 5. Að iðnaðinum verði ekki íþyngt með sköttum og launa- greiðslum, sem byggjast á verð- uppbótum annarra atvinnuvega. 6. Að auka hagnýtar rann- sóknir f þágu iðnaðarins og fagn ar ársþingið í því sambandi lögum um starfsemi Rannsókn- arstofnunar iðnaðarins. 7. Að afnumin verði nú þeg- ar opinber afskipti um verð- lagsákvarðanir íslenzks iðn- vamings. 8. Að þeim iðnfyrirtækjum, sem leita þurfa sérfræðilegrar aðstoðar, verði gert kleift með því að veittur verði sérstakur opinber stuðningur til viðkom- andi stofnana til þess að standa straum af þeim kostnaði, sem slíkar Ieiðbeiningar hafa í för með sér. 9. Að kannað verði hvort aukið samstarf fyrirtækja f skyldum greinum eða samruni geti leitt til aukinnar samkeppn- ishæfni og sé svo talið verði gerðar ráðstafanir til að örva slíkt. Jafnframt varar ársþingið við, að stofnaðar verði nýjar verksmiðjur í þeim greinum, sem nú eru búnar nægum verk- smiðjukosti. 10. Að lögð verði aukin á- herzla á könnun markaða fyrir íslenzkar iðnaðarvörur erlend- is og einkaaðilum veitt hæfileg aðstoð í því sambandi. 11. Að efld verði hagræð- inga- og ráðunautastarfsemi i vegum samtaka iðnaðarins ti) samræmis við aðra atvinnuvegi þjóðarinnar. 12. Að neitt verði allra ráða til stöðvunar þeirrar verðbólgu I sem rfkt hefur á þriðja áratug og torveldað eðlilegan rekstur og uppbyggingu íonfynrtæKja. Heilbrigð þróun iðnaðarins verður ekki tryggð nema fulliir skilningur ríkisvaldsins og allra landsmanna sé fvrir hendi. Árs- þing ðnrekenda felur því stjórn Félags íslenzkra iðnrekenda að standa hvarvetna vel á verði um hagsmunamál iðnaðarins og fylgja þeim málefnum, sem hér hefur verið drepið á, fast eftir við viðkomandi aðila. Frá Melavellinum Þeir, sem rétt eiga á frímiðum (aðgönguskír- teinum) að knattspymumótum í sumar, af- hendi myndir af sér á Melavellinum sem allra fyrst. Vallarstjóri. Tapazt hefur svört peningabudda með ávísun og lítils háttar af peningum á leiðinni frá mjólkurbúð- inni Brekkulæk að Kleppsvegi 34 — Skilvís finnandi vinsamlegast hringi í síma 35548. Utgeröarmenn — skipstjórar Kokkar óska eftir plássi á góðu síldveiðiskipi í sumar — frá Reykjavík eða nágrenni. Uppl. í síma 37963 eftir kl. 7. FÉLAGSLÍF Knattspymufélagið Víkingur, knattspymudeild. Æfingatafla fyrir tímabilið frá 1. maf til 30. september 1966. Meistara- og 1. flokkur: Mánudaga kl. 8,30—10. Þriðjudaga kl. 8,30—10. Fimmtudaga kl. 8,30—10. 2. flokkur: Mánudaga kl. 8,30—10 Þriðjudaga kl. 8,30—10 Fimmtudaga kl. 8,30—10. Ath.: 2. fl. æfir ekki með meist araflokki. 3. flokkun Mánudaga kl. 7—8,30 Miðvikudaga kl. 8,30—10 Fimmtudaga kl. 7—8,30. 4. flokkur: Mánudaga kl. 7—8,30. Miðvikudaga kl. 7—8,30 Fimmtudaga kl. 7—8,30. 5. flokkur A og B-liö: Mánudaga kl. 6—7 Þriðjudaga kl. 6—7 Miðvikudaga kl. 6—7 Fimmtudaga kl. 6—7 5. flokkur C-lið: Þriðjudaga kl. 5—6 Fimmtudaga kl. 5—6 Ath.: Fimmtudaginn 5. maí verður teklð við félagsgjöldum og mlðar á Reykjavíkurmót afhentir í félags- heimllinu frá kl. 8,30—9,30. Stjómin. Aukning mannafla / viðskiptalífínu Athugasemd Kaupmannasamtakanna í sambandi við ummæli dr. Gylfi Þ. Gíslasonar viðskipta- málaráðherra á aðalfundi sam- takanna 28. apríl sl. leyfa Kaup mannasamtök Islands sér að gera eftirfarandi athugasemdir- í ræðu sinni sagði viðskipta- málaráðherra orðrétt m.a.: Á áratugnum 1950-1960 jókst mannafli í viðskiptum um 3250 manns eða um 56%. Með við- skiptum er hér átt við heildsölu smásölu og banka- og trygginga starfsemi. Á þessum áratug nam heildaraukning mannafla í öll- um atvinnugreinum um 12000 manns eöa um 20%. Aukning mannafla í viðskiptum var þvi næstum því þrisvar sinnum meiri en mannaflaaukningin yf- irleitt. Á þessum áratug tóku því viðskiptin til sín 27% allr- ar mannaflaaukningar þjóðar- búsins eða milli þriðja og fjórða hluta mannaflaaukningarinnar. Á þessum áratug, frá 1950-1960 var mannaflaaukningin örari í aðeins einni atvinnugrein, þ.e.a. s. fiskiðnaði. Á sl. hálfum áratug, 1960- 1965, var heildarmannaflaaukn- ingin í öllum atvinnugreinum 9%. Mannaflaaukningin í viö- skiptum nam hins vegar um 31% á þessum árum. Þetta er örari mannaflaaukning en í nokkurri annarri atvinnugrein. Um það bil 40% af allri mann- iu aflaaukningunni. gengu til við- skiptanna. ,i:: Þessi þróun þarf sérstakrar skýringar viö. Til hennar liggja fyrst og fremst tvær ástæður. Hin fvrri er almenns eðlis og á sér hliðstæður í öllum löndum, þar sem hagvöxtur er ör og lífs kjör fara mjög og ört batnandi. Með ört vaxandi tekjum notar almenningur sívaxandi hluta tekna sinna til þess að kaupa fjölbreytilegri vörur og njóta bættrar þjónustu í sambandi við vörukaup og ráðstöfun tekna sinna yfirleitt. Af þeim sökum er eðlilegt, að aukinn mannafli starfi við hvers konar viðskipti. Meiri fjölbreytni í vöruúrvali og bætt þjónusta í sambandi við vörusölu krefst aukins mannafla. Hin ástæðan er sú, að framleiðniaukning á viðskiptasviðinu er tiltölulega hæg og virðist hér vera hæg- ari en í öðrum atvinnugreinum yfirleitt. Að vísu virðist þetta vera svo i flestum löndum. En þó virðist mér ástæða til þess að varpa fram þeirri spumingu, hvort framleiðniaukningin í við- skiptum hafi ekki orðið hægari hér á landi en í öðrum löndum og hægari en þurft hefði að vera Þó að verkefni viðskiptanna hafi stóraukizt undanfarin 5 ár og þjónusta þeirra í þágu al- mennings hafi tvímælalaust auk izt mjög, getur varla talizt eðli- legt að 40% aukins mannafla fari til starfa í þágu viðskipt- anna. Á fundinum kom fram fyrir- spum frá formanni samtakanna, Sigurði Magnússyni, hvort til væri frekari skipting á tölum um mannaflaaukningu til við- skipta og þar með hvort Ijóst væri til hverra þátta og hvem ig þessi mannaflaaukning hefði farið. Benti Sigurður Magnússon á, að telja yrði, að verulegur hluti mannaflaaukningarinnar heföi fariö til banka, tryggingarfé- laga og ýmiss konar þjónustu- starfsemi annarrar. Taldi Sigurður Magnússon að smásöluverzlun á íslandi i dag væri rekin meö lágmarks mann afla og væri full ástæða til þess að ætla að mjög lítil mannafla- aukning hefði átt sér stað í þess ari grein viðskipta. Ráðherra, dr. Gylfi Þ. Gísla- son svaraöi þessari fyrirspum og lét þess getið að greindar tölur um mannaflaaukningu væru alveg nýjar af nálinni og hefðu ekki ennþá verið birtar nánari sundurliðanir innan hinna ýmsu þátta atvinnuveg- anna, því lægi ekki fyrir í skýrsl um nánari skipting þessara talna milli hinna einstöku þátta viðskiptalífsins. Vegna blaöaskrifa um fram- angreind mál, sem byggð eru á upplýsingum viðskiptamálaráð- herra og þar sem farið er mjög villandi með tölur um mann- aflaaukningu til viðskiptalífsins á undanfömum ámm þykir Kaupmannasamtökum íslands rétt aö láta þessar athugasemd ir koma fram. Jafnframt skal á það lögð á- herzla, að starfsemi trygginga félaga, banka svo og ýmiss kon ar þjónustu hefur færzt gifur- lega í vöxt á undanfömum fá um ámm og bendir því allt til þess að mannaflaaukningin hafi í rikustum mæli farið til þessara þátta viðskiptalífsins. Reykjavík 30. apríl 1966 Frá Kaupmannasamtökum ís- lands. Aðalfundur VINNUVEITENDASAMBANDS ÍSLANDS verður haldinn að Hótel Sögu, Reykjavík, dag- ana 5.—7. maí n.k. og hefst kl. 2 e. h. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar (ef fram koma tillögur). 3. Ýmislegt. Vinnuveitendasamband íslands.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.