Vísir - 03.05.1966, Blaðsíða 6
VÍSIR . Þriðjudagur 3. maí 1966.
6
EINAR KRISTJÁNSSON
ópemsöngvari — kveðjuorð
jginn ágætasti söngvari þjóöar-
innar Einar Kristjánsson óperu
söngvari er látinn, aðeins 55 ára.
Nokkrum dögum áður en hann lézt
kom hann upp í Þjóðleikhús til mín
og við ræddumst viö nokkra stund
og var þá ekki annað að sjá en
að hann væri heill heilsu. Það kom
mér því mjög á óvart þegar hringt
var til mín á sunnudagskvöldið 24.
apríl og mér tjáö að hann heföi lát-
izt þá um daginn.
Ungur að árum, þá nemandi í
MenntaskóHnum hóf Einar söng
feril sinn því aö syngja í Karla
kór K.F.U.M. sem rú heitir Karla-
kórinn Fóstbræður og hann lauk
söngferli sínum með því að syngja
með sínum gömlu kórfélögum
nokkrum dögum áður en hann dó,
á 50 ára afmæli kórsins.
Persónuleg kynni mín af Einari
hófust 1952 er ég bað hann að
koma hingaö heim frá Kaupmanna
höfn, þar sem hann var fastráðinn
óperusöngvari við Konunglega leik
húsið, til þess að syngja Eisenstein
í „Leðurblökunni." Einar tók því
með gleði. Árið eftir kom hann
aftur til þess að syngja Alfredo í
,,La Traviata" og síðast Danilo í
„Kátu Ekkjunni", vorið 1956. Öll
þessi hlutverk söng hann af sinni
alkunnu snilld og öryggi. Hann
kunni sannarllega að beita sínum
bjarta tenór og heilla með hon
um leikhúsgesti. Það var aldrei
neitt handahóf hjá Einari. Hann
þjálfaði rödd sína af stakri ná-
kvæmni, enda var allt sem hann
gerði unnið af mikilli vandvirkni
og samvizkusemi, kom þaö venju-
Lega fram í söng hans, sem alltaf
var framúrskarandi vandaður, bjart
ur og fagur.
Þegar Einar settist hér að, sem
kennari við Tónlistarskólann, fékk
ég hann til þess jafnframt að
kenna raddmyndun við Leiklistar-
skóla Þjóðleikhússins, sem hann
gerði með alveg einstakri lipurð og
nákvæmni. Enda höföu nemend-
umir mikla ánægju af því að vera
í tímum hjá honum. í öllu sam-
starfi var Einar einstaklega hrein
skiptinn. Það var ekki aðeins ynd-
islegt að hlýöa á söng hans, heldur
var jafnframt einkar ánægjulegt
að vinna meö honum. Nú aö loknu
ævistarfi flyt ég Konum hjartans
þökk fyrir þann mikla skerf sem
hann lagði af mörkum af fagurri
sönglist, til yndisauka hinum fjöl-
mörgu áheyrendum. Þjóöleikhúsið
á honum mikið að þakka fyrir þá
fögru list er hann flutti á sviði
þess.
Konu Einars Mörtu, og dætrunum
Völu og Brynju og öðrum ástvinum
flyt ég innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Guðl. Rósinkranz.
f dag var útför Einars Kristjáns-
sonar, söngvara. Ekki þekki ég
áhrif sönglistar hans í tónleikasal
eða óperuhúsi, nema af afspum
(og hljóðritunum), þau höfðu þegar
fengið goðsagnablæ, þegar ég var
bam og unglingur. Vettvangur
hans var lengst af erlendis, svo
sem kunnugt er. Þar tók hann líka
þá mikilvægu ákvörðun að „hætta
öllum söng áður en röddin og þrek
ið færi að gefa sig‘‘, eins og hann
sagði sjálfur, og snúa heim til
tslands til að geta miðlað okkur
af dýrmætri reynslu sinni á með
an starfskraftar entust.
Það var áhrifamikið fordæmi:
að sanna, að íslenzk rödd þarf ekki
að vera hjáróma meðal stórþjóða,
að drengilegur listamaður gerir
sterkustu kröfumar til sjálfs sin,
dregur sig fremur í hlé en að slaka
á þeim.
Persónuleg kynni mín af Einari
vom stutt, eftir að hann hafði
tekið að sér sitt síðasta hlutverk.
t því starfi gekk hann fram af svo
miklu lifi, og dró hvergi af, að
fréttin um lát hans var bæði óvænt
og hin ótrúlegasta. Nú em þau
kynni fjölmargar góðar endurminn
ingar. Ég þakka Einar fyrir þær
allar.
Þorkell Sigurbjömsson.
í kjölfar —
Framhald af bls. 1.
Tilefnið er Vínlandskortið
fræga og hyggjast þelr félagar
kynna sér af eigin raun för
Leifs og þá staði er hann slgldi
um. Er það brezka blaðið The
Guardlan sem stendur að för-
inni hvað fjárhag snertir og
munu greinar um förlna síðar
birtast i blaðinu.
Má búast við því að ferðalang
ar slgll eftir nokkra daga upp
að íslandsströndum og tald m.
a. land hér f Reykjavík, áður
en förlnni verður haidið áfram
til Eiriksfjaröar á Grænlandl.
Bílslys —
Framh. af bls 16.
torvelduðu þeir sjúkraliðsmönnum
og slökkviliðsmönnum starf þeirra.
Samkvæmt mati talsmanns lög-
reglunnar í Keflavik var ástæðan
fyrir árekstrinum ekki sú, að hús
ið stóð fram fyrir gangstéttarbrún,
þvf þó húshomið hefði verið einum
metra fyrir innan brúnina, hefði á-
keyrslan samt átt sér stað.
Simco 1000
Er kaupandi að lítið
keyrðum Simca 1000.
Sími 15095.
-^mmrmmmmmmmmmammmmmmmmmmmmmm
Handbók —
Framh af bls. 8
líf, íbúa landsins, veðurfar o.
fL Hvemig á að komast til ís-
lands? heitir annar kafli bókar-
innar, helztu hátíðisdaga hér á
landi er getið, kafli er um listir,
trú og íslenzk mannanöfn, allar
upplýsingar em gefnar um sam-
göngur, hótel og skála. Kafli er
um íþróttir, sem stundaðar eru
hér, listi er yfir ár og vötn,
kafli er um fuglaveiðar og skoð-
un, þar á meðal listi yfir fugla
á Islandi, getið er um fallega
staði, sem auðvelt er að kom-
ast til og ferðir í óbyggöimar,
hvað íslenzk staðamöfn þýða og
leiðir á miöhálendinu.
Umræður —
Framliald af bls. 1.
bezt skilningslyeysi og kunnáttu
leysi þeirra 1 vandamálum þjóð-
arinnar. Hannibal Valdimars-
son hefði mikið hamrað á þvf í
ræðu sinni að á sama tíma sem
mikið góðæri hefði rikt hér á
landi hefði ríkisstjómin keppzt
við að safna skuldum erlendis.
En hann hefði alveg gleymt að
skýra frá því, hvers vegna þess
ar skuldir þjóðarbúsins erlendis
hefðu myndazt. Á tímum núver
andi ríkisstjómar hefði fiski-
skipafloti landsmanna verið
nærri því alveg endumýjaður og
allt hefði það kostað peninga,
flest þessara skipa verið smíð-
uð eriendis og þjóðarbúið hefði
orðið að festa mikinn gjaldeyri
í smíði þessara skipa og þess
vegna hefðu skuldir þessar sem
Hannibol minntist á myndazt.
Ræður stjómarandstæðinga
einkenndust af þeirri bölsýni
sem þeir bera í brjósti varðand'.
vandamál þjóðarinnar. En þó
þeir kepptust við að lýsa því
ófremdarástandi sem ríkis-
stjómin hefði skapað hér á
landi, nefndu þeir ekki eitt ein-
asta úrræði til að leysa þau
vandamál sem þeir hömruðu
svo mjög á. Hannibal Valdi-
marsson ræðumaður Alþýðu-
bandalagsins talaði fyrstur við
umræðumar í gærkveldi og
gerði kaupgjaldsmálin mjög að
mnræðuefni. Sagði Hann'.bal
að hann vonaðist til að ftið-
samlegir samningar næðust
sem fyrst. Eysteinn Jónsson,
eignaði flokki sínum stjómar-
frumvarpið um Atvinnujöfnun-
arsjóð sem hann sagði að ekki
hefði komið fram á Alþingi
vegna þess að ríkisstjómin
hefði viljað stuðla að jafnvægi
f byggð landsins heldur af því
að Framsóknarflokkurlnn vildi
það.
Sfðan reyndi Eysteinn að
lýsa hinni frægu „hinni leið“
sem hann hefur eignað Fram-
sóknarflokknum. Var það auð-
heyrt af ræðu Eysteins að hér
var um sömu úrræði og vinstri i
stjómin sáluga beitti með svo |
góðum árangri, að hún var viði
völd heil tvö ár. Eysteinn ræddi
einnig mikið um stóriðjufram-
kvæmdir þær sem fyrirhugaðar
eru bæði hér sunnan lands i
Straumsvík og norðanlands við
Mývatn. En Eysteinn forðaðist
það eins og heitan eldinn að
minnast á þá óeiningu sem var
og er innan þingflokks hans um
afstöðu fiokksins til þessara
máia og svo vel hefur komið í
ljós við atkvæðagreiðsiur um
þau á Alþingi.
I stuttu máli má segja að
umræöumar í gærkveldi hafi
borið þess ijósan vott i hve
Tilboð óskast
í Cortinu station bifreið árg. ’65 í því ástandi
sem hún er eftir ákeyrslu. Bifreiðin verður til
sýnis á bifreiðaverkstæði Kristófers Ármúla
16 til n.k. laugardags. Tilboð merkt „Cortina
1965“ óskast send skrifstofu Tryggingafélags-
ins Heimir h.f. Lindargötu 9 fyrir kl. 5 mánud.
9. þ. m.
Tryggingafélagið Heimir h.L
íbúð til sölu
íbúð til sölu í Austurbrún 4. Verð og greiðslu
tilboð óskast send Vísi fyrir 7. þ. m. merkt
„Austurbrún 303“
Hafnarfjörður
Glæsilegt hús til sölu. Tilbúið undir tréverk
selst frá gengið að utan. Hagstæðir skilmálar.
Uppl. í símum 41182 og 11927
Vélsturtur
með eða án palls á Chevrolet ’52 óskast. Sími
17844.
mikilli vamarstöðu stjómarand-
staðan er á Alþingi og um sókn
ríkisstjómarinnar á leiðinni til
bættra lífskjara og almennrar
velmegunar.
Maí —
Framh. af bls. 1
hrotu, þetta er af Jónsmiðum
við Grænland.
8 SÓLARHRINGA AÐ VEIÐUM
— Hvað vomð þið lengi að
veiðum? Em þetta mörg höl?
— Við vorum 12 y2 sólar-
hring í túmum, líklega um 9
sólarhringa á miðunum. Þar af
urðum við að slóa f einn sólar
hring, þannig að þetta hefur
þá veiðzt á 8 dögum. — Ætli
þetta hafi ekki verið um 100
höl, svona einn til einn og hálf
ur tími hvert haL Við höfðum
40 poka sfðasta sólarhringinn.
— Hefur þú nokkum tfma gert
svona góöa túra áður?
— Jú, Maí hefur mest aflað
482 tonn, í maí í fyrra, það var
karfi, en þetta hefur gengið
sæmilega í vetur.
— Hafið þið nokkuö verið á
heimamiðum?
— Nei, ekki kastað trolH á
heimamiðum sfðan um áramót.
ViS höfum verið á Nýfundna-
landsmiðum, þar var ágætt af
karfanum.
— Vora ekki fleiri togarar
komnir þama á miðin við Græn
land?
— Jú, þeir vom komnir þama
Marz, Hvalfell og Karlsefni og
veiðin ágæt, þeir vom með upp
í 15 tonn í hali þegar við fórum.
FRAMKVÆMDASTJÓRINN
SJÁLFUR A LÚGUNNL
Halldór er fús á að sýna skip-
ið öll tæki þess og við löbbum
upp í brúna. Er þetta ekki gott
skip Halldór, og hvað er það
gamalt?
— Það veröur 6 ára núna i
maí. Þetta er gott skip, 982
tonn að stærð. Tækin í því eru
upp á það fullkomnasta og það
þótti mörgum mesta vitleysa að
leggja svona mikið í það, þeg-
ar það kom fyrst, en ég held
að þaö hafi nú borgaö sig.
Úti á dekki og í lest em
menn í óða önn að skipa upp
fiski. Er sem okkur sýnist að
forstjórinn standi sjálfur á híg-
unni?
— Jú, það er forstjóri Bæjar-
útgeröarinnar sjálfur, Kristinn
Gunnarsson. Það vantar menn
í löndunina.
Mannskapurinn hefur auðvit-
að fariö f land til þess að lyfta
sér upp, hvað eru margir á?
— Við vorum svo heppnir að
við vomm 32 á í túmum en
venjulega em færri. Fyrir bragð
ið þurftum við aldrei að leggj-
ast í aðgerð. Jú, þeir em allir
í landi, viö förum nú líka út
annað kvöld.
— Hefur nokkuð verið erfitt
að manna togarann?
— Nei, nei, við höfum alltaf
haft fulian mannskap, enda er
aðbúnaður um borð mjög góður.
— Þið hafið auðvitað haldiö
veizlu eftir þessa hrotu?
— Það var veizla allan túr-
inn. Svo höfum við bíó um borð,
borgum 50 kr. í kvikmyndasjóð
í hverjum túr og fáum svo lán-
aðar kvikmyndir hjá sendiráð-
unum og Kvikmyndaleigunni.
Það er oft bíó hjá okkur frá kl.
7—12 þeir hafa gaman af þessu
strákamir.
— Það er kannski gaman að
geta þess aö lokum að yngsti
maðurinn um borð er aðeins 16
ára, en sá elzti nálægt sjötugu.
Sigurlaugur Sigurðsson 1. vél-
stjóri. — Hásetahluturinn úr
túmum er svona 18 þúsund og
þykir engum mikið fyrir svo
ágætan afla.