Vísir - 03.05.1966, Blaðsíða 15

Vísir - 03.05.1966, Blaðsíða 15
V í SIR . Þriðjudagur 3. maí 1966, 15 HARVEI FERGUSSON: X- Don Pedro — Saga úr Rio - Grande - dalnum — En kraftaverkið gerðist. Hann beygði sig eldsnöggt á réttu augna- bliki og náði traustu taki á hana- hausnum og kippti upp fuglinum, reið áfram kippkom og svo á harðastökki til baka veifandi han- anum sigri hrósandi, og allir hinir reiðmennirnir á eftir. Var hann nú lýstur sigurvegari, og hneigði sig { þakkarskyni rykugur sem hann var, en með sigurbros á vör, og svo hneigði hann höfuð í virðingarskyni við hina fögm húsfreyju. Með af- rek sínu var hann talinn hafa kom- ið f veg fyrir, að skuggi vanheiðurs félli á Dia San Juan. Alfonso var og talinn hafa bjargað heiðri sínum og sankti Jón, vemdari hesta- manna, talinn hafa sýnt, að hann hefði á honum sérstaka velþóknun. Allir hylltu Alfonso af mikilli á- kefð. Eins og líkum lætur var ekki lítill völlur á pilti á dansleiknum eftir unnið. afrek. Hann sótti á Magda- lenu ákaflegar en nokkum tíma áð- ur, en hann átti sér keppinaut þar sem Hildgard lautinant var og náðu ekki aðrir að dansa við hana. Svo varð stutt hlé á dansinum og 1 vildi svo til að báðir komu að henni ■ samtímis. Hvor um sig þóttist hafa 1 orðfð fyrri til og kom til snarprar orðasennu. Leo varð þess fyrst var, að eitt- hvað óvanalegt var á seyði, er dans endur, sem komnir vom út á gólfið, haettu að dansa, og söfnuðust sam- an utan um þau. Hann sá mikinn alvðrasvip á mönnum, því að atvik eins og þetta höfðu æ ofan í æ orðið orsök þess, að menn voru vegnir og langvinnar deilur milli ætta einnig orðið afleiöingin. Leo veitti því athygli, að liðsforing- inn stóð teinréttur og þögull eins og í hermannsstöðu, en sótrauður í framan, og með kreppta hnefa, en Alfonso mælti til hans lágum rómi örgunarorðum. Leo hafði oft verið vitni að dansleikum að atburöi slík- um sem þessum, en aldrei orðið vitni aö því fyrr en nú, aö konan í leiknum, réði leikslokum, en það gerði Magðalena. Hún gekk fram, róleg, virðuleg og brosandi á milli þeirra, breiddi út báðar hendur og ýtti þeim dá- lítið frá og breikkaði þannig bilið milli þeirra, og studdi höndum á beggja brjóst. Og enn brosti hún, fyrst til annars, svo til hins. — Svona, drengir góðir, sagöi hún, takist í hendur. Alfonso var heitlyndur og hefni- gjam, en skapgerö hans var einnig slík, að hann gat skipt um skap á andartaki, en slík var ekki skapgerö Hildgards. Alfonso steig allt í einu eitt skref aftur á bak. og rétti fram höndina og Hildgard tók f j hana en all treglega og af nokkurri j stirfni þvf næst hneigði Alfonso sig djúpt fyrir húsfreyju og svo fyrir keppinaut sínum og sætti sig viö það, „ að húsfreyjan félli í faðm hersins“ eins og einhver orðaöi þaö síðar, með þessum oröum. — Herra, dansinn er yðar! Öllum létti og menn tóku þegar aftur gleði sína. Klukkan var þrjú að morgni er dansleiknum lauk við fyrsta hana- gal. Magðalena stóð við dyr frammi og kvaddi hvem gest sinn af öðmm með brosi á vör og handabandi, en Leo þurfti ýmsu, að sinni vegna burtfarar gestanna. Er hann gekk til rekkju, er sein- asti vagninn var farinn, var liðin meir en hálf klukkustund frá dans- leikslokum. Eins og jafnan, að loknu dans- samkvæmi, lá hún nakin á rúminu og beið hans. Þaö kom honum aldrei óvænt, né að á þeim stund- um veitti hún honum alla blíðu af mestri hlýju og ákafakenndri þrá, og hann geröi sér vel ljóst, að þá var það hlutskipti hans, að njóta þess, að öll sú þrá sem ólgaði í blóði hennar í dansinum, blossaði upp og tók framrás. í dansinum, þar sem hún var miðdepill alls og keppi- kefli aðdáenda, hafði þráin eftir ást og fullnægingu hennar magnast æ meir, og aldrei var mýkt hreyfinga hennar meiri en er hún gaf sig honum alla á slíkum stundum, en að loknum ástarleiknum seig henni blundur á brá og hún svaf vært sem barn, sem svæfð hafði verið með söng. Og þá lá hann oft langa stund vakandi viö hlið hennar, virti hana fyrir sér og furðaði sig á þvf, að það skyldi hafa orðið hans hlutskipti, að eignast þessa dásamlegu veru, og hann hugleiddi líka hversu traust þau bör.d myndu reynast, er knýttu þau saman, — þegar fram liðu stundir, því að Magðalena var ekki hans eins, heldur lífsins sjálfs, og hún hafði mikið að gefa, og hún gaf öllum, sem f nálægö hennar voru eitthvað af sjálfri sér. V. Síðar þetta sumar fóm þau á dansleik í E1 Paso Leo og kona hans, en sá dansleikur markaði tímamót, enda er hans getið í ann- álum. Að því er Leo bezt vissi var þaö fyrsti dansleikurinn, sem gring óar efndu til og buðu á öllum virð- ingarmönnum í dalnum, konum þeirra og dætmm. Það vom for- ustumenn Suður-Kyrrahafsjám- brautarinnar, sem efndu til dans- leiks, en hún var að teygjast æ lengra vestur á bóginn eftir gróður litlum sléttum, Vestur-Texas f átt ina til E1 Paso. Tilgangurinn var að bæta sambúð gringóa og Mexi- kana, sem voru lftt hrifnir af „inn- rásarframkvæmdum" félagsins eöa með öðrum orðum járnbrautar. Og dansleikurinn var haldinn í stærsta samkomusalnum í E1 Paso. Þarna voru saman komnir allir virðingamenn í E1 Paso, Las Cruces og Don Pedro, og konur þeirra, og kom allt þetta fólk akandi. Konur voru í sfnum fegurstu kjólum og með sín dýrustu sjöl, og vissulega gleymdu þær ekki að skreyta sig denmantsgreyptum kömbum, brjóst nælum og hringum. Allt kvöldið var gætt fyllstu háttvísi á báða bóga, en ekkf verður með sanni sagt, að tilgangurinn meö að bæta sambúö og samstarf hafi verið að fullu náð. Átti það sinn þátt í því, aö meðal gringóa voru margir, sem ekki kunnu neitt er heitið gæti í spönsku, og auk þess vom flestir þeirra lítt vanir siövenjum Mexi- kana, en mexikönsku karlmennirn ir fylgdu sfnum svenjum f því, að þeir hnöppuðust saman í öðrum enda salarins eða í barnum, en gringóar fylgdu sínum venjum og tóku sér stöðu þar sem konur voru eða jafnvel settust hjá þeim, en það var freklegt brot á mexikönsk- um venjum, og hafði traflandi á- hrif á konurnar, sem áttu ekki slfku að venjast nema frá eigin- mönnum og heitmönnum. Má segja, að vandræðaleg þögn hafi oftast ríkt, þar sem gringói gerði til- raun til að gefa sig að konu, og fór svo óhjákvæmilega, er á leið. Þátt- takendur í samkvæminu skiptust í tvo hópa, og líkaði í rauninini hvor ugum vel. En eitt var þó, sem bætti úr skák, og má raunar segja, að 'nafi bjargað öllu við, er á leið kvöld ið. Magðalena, jafnvfg á bæði málin, kát og ræðin, átti meiri þátt í því en nokkur önnur kona er þarna Setjum upp Mælum upp ECWfAJ Loftfesting Veggfesting Lindurgötu 25 sími 13743 T A R Z A N Eftir svefnlausa nótt. Liðþjálfi við heimt um að sjá Brand dómara. Yðar hágöfgi þess ir tveir menn, sem við settum inn í gær- kvöldi. Það er nóg af málum hjá mér, þeir veröa að bíða eftir því að rööin komi að þeim. Mér þykir það leitt en dómarinn er of önnum kafin. Ég er farinn að sjá heildar- myndina fyrir mér Peter og hún verður skýr ari eftir þvi sem lengra líöur. Sjóstukkarnir ódýru fást enn, svo og flest önn- ur regnklæði, regnkápur (köflótt- ar) og föt handa bömum og ungl- ingum Vinnuvettlingar og plast- vettlingai o.fl. — Vopni h.t. Aðal- stræti 16 (við hliðina á bílasölunni) EKCO SJÓNVARPSTÆKIÐ AFBORGUNARSKILMÁLAR. oi?[kco Laugavegi 178, sími 38000. RAF-VAL Lækjarg. 6 A, sími 11360, EKCO -S J ÓN VARPSTÆKIÐ SEM VEKUR ATHYGLI. la lelzt betur meö W wöiett BÍanz larleslig glans hárlagningar- vökva HIILDSÖLUIIRGDIl ISLENZK ERLENDAVERZLUNARFÉIAGIÐHF f RAMLLIDSLURtTTINDI AMANTt Kf

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.