Vísir - 03.05.1966, Blaðsíða 3

Vísir - 03.05.1966, Blaðsíða 3
VlSIR . Þriðjudagur 3. maí 1966, 3 Byrjunaratriðið í kránni. Hópur glaðværra stúdenta er þar samankominn með skáldinu Hoffmann. Óperan hefst í kjallarakrá Luthers. Skáldið Hoffmann kem ur þar inn með hóp stúdenta til þess að fá sér hressingu. Stú- dentamir fá Hoffmann til þess að segja frá hinum þrem konum ÆVINTÝRIHÖFFMÁNNS í lífi sínu og yfir rjúkandi skál af púnsi hefur hann frásógn sina Þannig hefst „Ævintýri Hoff- manns“ eina óperan, sem Offen bach samdi og hefur náð mikl um vinsældum. Aðalpersónan er þýzka skáldið Hoffmann en aðrar persónur óperunnar eru teknar úr ævintýrafrásögnum Hoffmanns sjálfs. Frumsýningin verður á föstu dag og brá myndsjáin sér á eina æfinguna fyrir skömmu Leikstjóri er Leif Söderström ungur og efnilegur Svíi, sem Hinn ólánssami Hoffmann verður að viðurkenna sér til almenns athlægis að hafa elskað brúðu. Nik- laus, vemdarvættur hans, Sigurveig Hjaltested og Magnús Jónsson sem Hoffmann. í verkstæði dúkkusmiðsíns Spalanzanis. Coppelius, Guðmundur Jónsson og Spalanzanis, Guðmundur Guðjónsson eigast við. heimsótti Iandið í fyrra og leik stýrði Madame Butterfly. Jafn- framt leikstjórninní gerir Söder ström öll leiktjöld og.iuppkast að búningum. Magnús Jónsson syngur hlut verk hins ólánssama skálds Hoff manns, Guðmundur Jónsson með sína bassarödö lelkur djöf- ulinn sjálfan holdi klæddan í fjórum persónum. Hinn góða anda Hoffmanns, Niklaus sem tónskáldið ákvað að yrði sung- inn af mezzo-sópran leikur Sig- urveig Hjaltested. Hinar 3 konur í Iífi Hofftnanns eru dúkkan Ol- ympia, sem sungin er af Eygló Viktorsdóttur, \ntonia, sem Svala Nielsen syngur og Giuli- etta, vændiskonan, sem Þurjður Pálsdóttir syngur. Ýmsir aðrir okkar þekktustu söngvara syngja í óperunni sem er eitt erfiðasta verkefni sinnar tegundar, sem Þjóðleikhúsið hef ur ráðizt í. í höll Giulietta í Feneyjum tekur Hoffmann þátt í miklum fagnaði. Frá vinstri: Niklaus, Sigurveig Hjaltested og Hoffmann, Magnús Jónsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.