Vísir - 03.05.1966, Blaðsíða 5

Vísir - 03.05.1966, Blaðsíða 5
V í SIR . Þriðjudagur 3. max 1966, 5 — Ræða dr. Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra Framh. af bls 9 21 ári, sem nú eru liðin frá lok- um síðari heimsstyrjaldar, en varð á jafnmörgum árum, sem liðu á milli heimsstyrjaldanna tveggja ,er stórum aukin sam- vínna bæði milli ríkja og einstakl inga í ólíkum ríkjum. Hér eiga ó- tal alþjóðlegar stofnanir hlut aö máli og telja ýmsir, að engin hafi orðið árangursríkari en Efnahags- bandalag Evrópu. íslendingar eru sammála um, að full aðild þess bandalags eða annars ámóta komi ekki til greina fyrir ísland, vegna þess að við mundum ekki vilja fá neinum alþjóðlegum samtökum þvílík úrslitavöld yfir okkar mál- um sem stærri og nátengdari þjóð ir hafa talið fært að afsala sér. En ef við viljum ekki dragast aft ur úr er ólíklegt, að við einir komumst hjá samvinnu við aðra meðal annars til öflunar fjár- magns og stórframkvæmda, sem allir sækjast eftir. Ef við getum náð slíkri samvinnu og þó tryggt. sjálfum okkur þau úrslitaráð, er við viljum með engu móti afsala þá höfum við vissulega séð hag okkar borgði svo sem bezt má verða. En við megum þá ekki undrast, þó að gagnaðili vilji einnig tryggja sinn rétt með því aö al- þjóðlegur gerðardómur skeri úr um hvort að réttum lögum, fyrst og fremst íslenzkum, sé farið. Gegn slíku stoöa ekki bollalegg- ingar um, aö gagnaðili sé í raun inni íslenzkur, bollaleggingar byggðar á því, aö dótturfélagiö, sé að formi til islenzkt. Hér sker efni málsins úr. ISAL er eign hins svissneska viðsemjanda, sem ber gagnvart íslenzku ríkisstjóminni ábyrgð á skuldbindingum þess og þess vegna hinn eiginl. gagn- aðili Öll hin flókna samningsgerð miðast einmitt við það, að hér er í raun og veru um erlendan réttaraðila að ræða, aðila búsett- an suður í Sviss, sem ber fulla ábyrgö á skuldbindingum síns eigin dótturfélags. Andspyrnan gegn samningnum byggist einmitt á því, að það sé erlendur aðili, sem fái þau rétt- indi, sem þar eru talin. Því er haldið fram, að hann verði svo sterkur vegna fjármagns síns, að hann muni yfirþyrma hér allt. En einmitt þess vegna að hann fjárfestir geipimikið fé hér og það verður háð okkar lögsögu, þar á meðal eignarnámsheimild eftir ákvæðum íslenzku stjórnar- skrárinnar, sem ákvæði samnings ins eru í samræmi við, þá verður hann okkur miklu háðari en við honum. í framkvæmd verður þetta ekki sízt vegna þess, hversu tiltölulega lítill mannafli verður bundinn við starfrækslu þessara miklu mannvirkja. Mikilvægi ódýrrar orku Því að það er fjarstæðara en, að um það þurfi að fjölyrða, að þegar til lengdar lætur taki ál- bræðslan til sín svo mikinn mann afla, að öörum atvinnuvegum stafi hætta af. Ráðgert er, að þegar full starfræksla álbræðsl- unnar er hafin, þurfi til hennar 450-500 manns. Það er mun færra fólk en starfar nú hjá nokkrum einstökum íslenzkum fyrirtækj- um og allmörg önnur slaga hátt upp í þá tölu. Þegar á það er lit- ið, að þegar hér er komið mun hafa bætzt við á vinnumarkað 16- 17 þús. manns, sjá allir, hve hald laus þau rök eru, að það sé ein- hver ógæfa fyrir ísland, að þessi fjöldi, og jafnvel þótt nokkrum hundruðum meiri væri, fengi þama fasta og ömgga vinna ára- tugum saman. Þeir, sem muna eftir því, þegar meira en tíunda hvert heimili í Reykjavík átti að stað- ,aldri ár eftir ár við atvinnuleysi að búa, geta trauðla hugsað á þessa leið. Miklu fremur mætti segja, að úr því að ekki fái fleiri en þetta þama fasta atvinnu, þá sé þess vegna hæpið að standa í stórfelldu stímabraki til að hrinda þessari framkvæmd áleiðis. Að minu viti sker það úr, að með þessu er opnuð leið til hag- nýtingar þeirra auðlinda, sem okkur munu verða drýgstar til ágóða fyrir þjóðarheildina með notkun hins minnsta mannafla. Vegna hinnar fastbundnu sölu á rafmagni til langs tíma verður okkur fært að virkja mun meira vatnsafl og með hagkvæmara verði en ella. Hagkvæm virkjun og lágt verð er ekki til niðurdreps fyrir aðra atvinnuvegi, hvorki landbúnað, sjávarútveg né iðnað. Allir þurfa þeir á rafmagni að halda, á öll- um bitnar hátt verð og skortur á rafmagni. Sú gemýting sjávarafla sem sumir setja fram sem and- stæðu álbræðslu, hvílir ekki sízt á nógu og sem ódýmstu rafmagni íslenzkur landbúnaður á allt und ir öruggum innlendum markaði. Rafmagnið er lffæð alls íslenzks iðnaðar og ef að fordæmi frænda okkar í Noregi fer, þá mun sú tæknimenntun og framleiðsla, sem álbræðslunni fylgir, skapa hér ýmsa möguleika, sem menn geta nú ekki þegar gert sér grein fyrir til neinnar hlitar. Upphaf nýrrar tæknialdar En allt þetta safnar fólkinu saman á eitt landshom, kveður við æ ofan í æ. Jafnvel sú full- yrðing fær ekki staðizt, þvert á móti munu tekjumar, sem fyrir milligöngu Atvinnubótasjóðs renna frá álbræðslunni til efling- ar jafnvægi í byggð landsins, verka í þveröfuga átt. Enn meira er þó um það vert, að þéttbýlið er forsenda stórframkvæmda. Svo hefur ætíð reynzt í okkar framfarasögu og svo mun enn fara. Þéttbýlið hér með þeirri afl þörf og margháttaða öryggi, sem því fylgir, gerir mögulega stór- virkjun og stóriðju. Frá þeim rót um munu siðar vaxa greinar um allt land. Þá mun koma sú tíð, og ef allt fer að óskum fyrr en varir, að í tengslum við þessa stórvirkjun skapast möguleikar fyrir virkjun Dettifoss og annarra meiriháttar vatnsfalla með til- heyrandi stóriðju, ef landsmenn þá vilja. Og einmitt um þær mundir, þegar að því líður, að allt vatnsafl landsins verði full- virkjað, ef hraðinn verður svip- aður og með þeim iðnaðarþjóðum sem taka má dæmi af, þá verður samningstíminn við Svisslending ana liðinn, svo að við ráðum einnig einir yfir þvi rafmagni, sem þeir skuldbinda sig til að kaupa og greiða þar með fyrir upphafi nýrrar tæknialdar á okk ar ástkæra en erfiða landi. Þá mun starfræksla þeirra hafa gert þjóðarheildina þúsundum millj- króna ríkari, og stuðlað að vax- andi tækniþekkingu og almennri iðnþróun og Þjórsá hætt að vera einungis farartálmi og velta jök- ulgrá til sjávar engum til gagns. Látum allt þetta gott heita, segja e.t.v. sumir, en er það bó ekki rétt hjá andstæðingunum, að bygging álbræðslu á næstu ár- um muni stórauka þenslu og þar með verðbólgu? Óumdeilt er, að á meðan á bygg ingatímanum stendur, muni þurfa fleiri menn til framkvæmdanna en eftir að sjálf starfrækslan hefst og fyrirsjáanlegt framboð vinnuafls verður minna næstu ár en síðar. En hér á móti kemur strax, að óhagkvæmari og minni virkjanir mundu þurfa svipað vinnuafl og hinar stærstu og hag kvæmari, sem álbræðslan gerir mögulega. Þá verðum við og að játa, að því miður höfum við þekkt mun meiri sveiflur á mann aflsþörf til íslenzkra atvinnuvega en hér um ræðir. Or atvinnuleysi millistríðsáranna var ekki bætt fyrr en með setuliðsvinnunni 1940 og úr atvinnuleysinu, sem skapaðist vegna þess, að síldar- leysið gerði verulegan hluta ný- sköpunarframkvæmdanna 1945- 1947 gagnslausan, rættist fyrst með vamarliðsvinnunni 1953. Við skuhim vona, að slíkir erf iðleikar verði ekki aftur á vegi okkar, en of seint væri þá fyrst að fara að þreifa fyrir sér um slíkar stórframkvæmdir þegar þvílíkar hörmungar væru skolln ar á. Aldrei skaðar að muna eft- ir draumi Faraós um feitu og mögru kýmar. Við skulum ekki einungis vona hið bezta heldur og gera okkar til að vel fari. Er þá hætta á því, að t.d. verkalýðsfélögin muni neita að veita atbeina sinn til þess að hindra að þessar framkvæmdir leiði til óæskilegrar þenslu? Það má hindra með því að heimila inn flutning erlendra verkamanna, sem e.t.v. gætu búið í skipi eða við Straumsvík á meðan á þeim þyrfti að halda við mannvirkja- gerQ þar. Auðvelt ætti að vera að búáísvó um,’að þ'eir yrðu ekki til truflunar í íslenzku þjóðlífi. Hver varð t.d. var við þá erlendu iðnaðarmenn, sem fengnir voru til þess að vinna við Loftleiðahó- telið? Núv. forráðam. verklýðshreyf- ingarinnar greinir um margt á við ríkisstjórnina. En ekki segj ast þeir vera okkur síðri í áhuga fyrir baráttu á móti verðbólgunni Þeir tala meira að segja öðru hvoru um verðbólgustefnu stjóm arinnar. Um slíkar orðahnipping- ar er ekki að fást og væri þó vert að kanna það til hlítar af aðila sem enginn gæti véfengt að bæði væri hlutlaus og hefði næga þekk ingu, hverjar orsakir veröbólg- unnar hér eru í raun og veru. Hér hefur ýmsum löngum þótt gott að dependera af dönskum og nú hafa dönsk stjómvöld tekið sér frest til ákvörðunar um úrræði gegn verðbólgunni þar í landi á meðan sérfræðingar kanni orsak ir hennar. Af þessu mættum við gjaman læra. Raunar blasa frumorsakir verö bólgunnar hér á landi við öllum og hverfa þær ekki þó að sumir tali svo sem þeir sjái þær ekki. Svo tala böm, sem vilja, en full- orðnir menn ættu að hafa lært að slíkt stoðar lítt. Mikilvægi landbúnaðarins. Sífellt kapphlaup stéttanna hverrar um sig og allra í hóp um að heimta sem mest til sín og þar eru þeir sízt sanngjamari, sem bezt eru settir, gerir stöðv un verðbólgunnar óviðráðanlega á meðan svo fer fram. Viö þessu verður lítt gert á meðan svo full kominn glundroði ríkir innan stéttarfélaganna og þeirra í milli sem nú. Sá glundroði á einnig verulega sök á þvt, að Alþýðu- sambandið hefur enn ekki látið uppi álit sitt um framkomnar til lögur um styttingu vinnutfma. Bændastéttinni er og lítill greiði gerður með því að láta svo sem erfiðleikar hennar um samkeppni á erlendum mörkuð- um stafi eingöngu af veröbólg- unni en þegja um þau áhrif, sem veðurfar og landshættir hafa til að skapa bændum hér erfiðari að stöðu en stéttarbræðrum þeirra í nágrannalöndum. Vitanlega eiga þessar aðstæður meginþátt í því hversu hátt verðlag þarf að vera á íslenzkri búvöru. Gegn þessu stoðar ekki að vitna til þess, að sum erlend ríki styrkja landbún- að sinn hlutfallslega meira en hér er gert. Verölagiö, sem innlendir neytendur þurfa að greiða til þess að bændur fái sambærileg kjör við aðra, sker úr. Víxlverkan- imar auka síðan á erfiðleikana eins og oft ella. Landbúnaður er okkur lífsnauðsyn, en skilyröi vel famaðar hans er, að menn dylji ekki sjálfa sig og aðra þess hver úrlausnarefnin í raun og vem em. Eitt af því, sem ríkisstjóminni hefur tekizt nú, er að fá sam- komulag um áframhald á starfi sex manna nefndarinnar til á- kvöröunar búvöruverðs. Alþýðu- bandalagsmenn hafa þar raunar skorizt úr leik og tilkynnt, að Alþýðusambandið muni ekki til nefna þann fulltrúa, sem því er ætlaður. Oft er furöanlegt ósam ræmi í gerðum mætra manna. Haustið 1959 fullyrtu Framsókn- armenn, að Sjálfstæðismenn hefðu getað stöövað setningu bráðabirgðalaga um búvömverö, sem ríkisstjóm Alþýðuflokksins setti þá af því að hún sat með stuðningi Sjálfstæðismanna. Á sl. hausti .neitaði stjórn Alþýðusám- bandsins að tilnefna fulltrúa sinn í sexmannanefnd. Og varð þess þá ekki vart, að Framsóknarmenn sem réðu úrslitum um val núver- andi Alþýðusambandsstjómar, settu samstarfsmönnum sínum stólinn fyrir dymar. Slíks verð- ur ekki heldur vart nú né heldur þess. aö það hvarfli aö Alþýðu- bandalagsmönnum, sem láta sér mjög tíðrætt um heimildarskort meirihluta Alþingis til að taka lög legar ákvaröanir í álmálinu, að meira en hæpinn sé lýðræðislegur réttur þeirra einna til að tala fyr ir hönd meirihluta Alþýðusam- bandsins eða afsala því löglegum rétti í þessum efnum. Heillarík braut síðustu kjarasamninga Hins vegar er ánægjulegt aö heyra, hve mikla áherzlu for- seti Alþýðusambandsins leggur nú á þýðingu rannsókna og þekk ingar, þegar taka skal ákvarðanir í kjaramálum, svo sem um á- kvörðun búvöruverðs. Hér lýsir sér reynsla hans af nytsemi hlut- lausra upplýsinga í sambandi við kjarasamninga verkalýösins, enda á hann ásamt nánustu samstarfs mönnum sínum góöan þátt í stofn un og starfi kjararannsóknar- nefndar. Hin aukna fræösla og þekking sem menn hafa aflað sér hin síð- ari ár, á verulegan þátt í þeirri stefnubreytingu, sem leiddi til júnísamkomulagsins 1964 og samninganna sumarið 1965 og urðu þeir þó vegna margháttaðrar sundrungar verkalýðshreyfingar- innar henni og þjóðinni í heild mun óhagstæðari en árið áður bar sem þeir torvelduöu mjög að halda verðlagi í skefjum. Engu að síður hefur nú þegar sá árangur náðst, að á tæpum tveimur árum óx kaupmáttur tímakaups verka manna í lægstu flokkum Dags- brúnar um 15-25%. Þó að tilvítn anir í rýmun þess kaupmáttar, stundum áður fyrri, hafi verið mjög villandi þá er þessi breyting út af fyrir sig mjög ánægjuleg. Er þess að vænta, að sviptibyljir stjómmálanna verði ekki til þess að af þessari heillaríku braut veröi nú horfið. í þeim efnum mun ríkisstjóm- in ekki láta sitt eftir liggja né láta á sig fá, þó að hún verði fyr ir köpuryrðum fyrir það að gera sitt til aö halda verðbólgunni í skefjum með því að tryggja greiðsluhallalaus fjárlög og stuðla að hóflegri útlánastarf- semi fjármálastofnana. Hvorugt þessa er líklegt til vinsælda í bili en hvort tveggja er prófsteinn á það, hvort mönnum er í raun og veru alvara með þaö að hamla á móti verðbólgunni. Greiðsluhalli á fjárlögum og lánsfjárþensla em af öllum fróðum mönnum taldar vísar til að valda hættu á verðbólgu. Er og ekki góðs að vænta, ef sýnt er það kjarkleysi að leggja útgjöld á ríkissjóð en þora ekki að afla tekna á móti eða skera niður óþarfari útgjöld, hvað þá þau, þar sem vitað er um beina misbeitingu. Vegna þess að ríkisstjómin læt ur sér ekki nægja að berjast á móti verðbólgunni með orðum einum, þá hikar hún ekki við að tryggja, að hófs sé gætt í fram- kvæmd fjárlaga og bankaútlána. Af sömu ástæðu vill stjómin efla traust á krónunni með fullnaðar athugun á möguleikum til verð- trygginga fjárskuldbindinga, það er sparifjár og langvinnra lána. Fylgt stefnu Ólafs Thors Eins og ég sagði i upphafi máls míns, þá er allt breytingum imd- irorpið, en þó að sumt hafi farið öðru vísi en ætlað var, verður það ekki %&engt, að hingað til hefur ríkfsStfómin fylgt þeirri stefnu, sem Ólafur Thors markaði hinn 20. nóvember 1959 þegar núver- andi samstjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðismanna tók við völd- um. Þá sagði hinn mikli og marg reyndi foringi það vera megin- stefnu stjómarinnar ,,að vinna að því að efnahagslíf þjóðarinnar komist á traustan og heilbrigð- an grundvöll, þannig að skilyrði skapist fyrir sem örastri fram- leiðsluaukningu, allir hafi áfram stöðuga atvinnu og lífskjör þjóð- arinnar geti í framtíðinni enn far ið batnandi." Á þeim árum, sem síðan eru liðin hefur stöðugt verið að þessu stefnt, enda meira áunnizt en nokkru sinni áður eða nokk- urn gat þá órað fyrir. Svo mikil breyting til bóta er á orðin, að hætt er við að sum- um gleymist ástandið, sem áður var, og ætli, að það, sem áunn- izt hefur, sé sjálfsagt og haldist án atbeina almennings. En vilji menn áfram efla heill og hag, frelsi og framtak þjóöar og ein- staklinga er hollast að fylgja sömu stefnu og til góðs hefur leitt undanfarin ár. Hin leiðin er einnig til, leið ófamaðar, aftur- halds, hafta og ofstjórnar. Kjós- endurnir skera úr hvor leiðin skuli valin. Við sveitarstjórnarkosning- arnar, sem nú fara í hönd er að vísu kosið um annað. En að sjálf sögðu hljóta þær að hafa áhrif á stjórnmálaþróunina í heild. Ég treysti þvi að Sjálfstæðismenn um land allt skilji hvað í húfi er, ekki aðeins fyrir heimabyggð ir þeirra, heldur og fyrir holla stjómarhætti, gæfu og gengi ís- lenzku þjóðarinnar nú og á kom andi árum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.