Vísir - 03.05.1966, Blaðsíða 9

Vísir - 03.05.1966, Blaðsíða 9
VÍSIR . Þriðjudagur 3. maf 1966. 9 HVERFUM EKKIAF HEILLARIKRIBRAUT VERKAL ÝÐSSAMNINGA sem örust framleiðsluaukning, stöðug og batnandi lífskjör bjóðarinnar SÍÐUSTU Markmiðið er atvinna J upphafi þessa þings á sl. hausti gaf ég fyrir hönd ríkisstjóm arinnar yfirlit um þau helztu úr- lausnar efni, sem þá blöstu viö. Þó að allt sé breytingum undir- orpið og ætíð vakni ný vandamál mun ég nú haga orðum mínum með hliðsjón af því, að menn eigi hægara með að átta sig á efndum þess, sem í haust var lofað. Af þeim málum, sem ríkis- stjóm og Alþingi hafa á valdi sínu, hafa flest nú hlotiö af- greiðslu eða verið hrundið vel 4 veg. Mál þessi em aö sjálfsögðu ólík í eðli. Um sum em allir, eöa að minnsta kosti flestir, sam- mála. Um þessar mundir veldur það t.d. ekki ágreiningi að endurskoða þurfi skólalöggjöfina í því skyni að laga námsefni og skipulag skólanna að breyttum þjóðfélags- háttum og að við þessa endur- skoðun þurfi að beita vísindalegri starfsaðferðum en hér hafa áður tíðkazt. Til slíkrar endurskoðunar hefur nú verið efnt frá lægsta skólastiga til hins æðsta. Á sjálfu þinginu hefur verið sett ný löggjöf um iðnfræðslu, sem margir ætla að marka muni tímamót. Nú þegar tækni og vísindi skipta meira máli um allar fram- farir og þar með afkomu al- mennings en nokkum hefði grun að jafnvel fyrir fáum árum, þá ræður hagkvæm menntun æsku- lýðs úrslitum jafnt fyrir hvem og einn sem þjóðarheild. En því meiri árangur sem verður af mennt- un og starfi uppvaxandi kynslóða þvl eðlilegra er að vel sé búið að þeim, sem lokið hafa ævistarfi sínu. Þess vegna er ánægjulegt, hversu vel var tekið tillögu ríkis- stjómarinnar um samstarf aö undirbúningi Iífeyrissjóðs fyrir alla landsmenn. Vonandi tekst heilshugar samvinna um þá laga setningu, sem skila mun okkur langt áleiðis I velfamaðarsögu ís- lendinga, þó að svo mikilli réttar bót verði að sjálfsögðu ekki kom ið á fyrr en eftir rækilegan v«d- irbúning. Mörg umbótamál framkvæmd Enn eitt mál, sem enginn á- greiningur varð um að megin- stefnu, voru þær lagabreytingar, sem þurfti að gera til að hrinda í framkvæmd ráöagerðum um að stoö viö húsbyggingar, og á- kveðnar voru með samráði við verkalýðsfélögin í yfirlýsingu ríkisstjómarinnar frá 9. júlí sl. í sambandi við þetta mikla hags- munamál bólaði raunar nokkuð 4 yfirboðum. Annars vegar var lát- ið svo sem ekki væri nóg gert fyrir hagsmuni þeirra, sem á hús næði þurfa að halda og hins veg- ar eins og ógnað væri velfarnaði húsbyggjenda. Við þvílíkum hrá- skinnaleik verður ætíð að búast, enda má segja, að hann sé einun--> is skuggahlið valdabaráttunnar í lvðræðisþjóðfélagi. Svo það hefur raunar reynzt sambandi við þær ráðstafanir, sem gerðar hafa verið til að herða á tolla- og skattaeftirliti í því skyni að skatt- og tollheimta gangi jafnt yfir alla. í almanna á- heyrn er ríkisstjórnin enn skömm uð fyrir of mikla linkind í þess- um efnum. Samtímis hafa svo nokkrir litlir karlar laumazt á milli og brýnt fyrir þeim, sem telja sig hafa orðið illa úti vegna aukins eftirlits, aö mjög sé breytt frá því sem áður var. Að vonum vill enginn ábyrgur maður kann- ast við slíkan málflutning. Enda er hér um það aö tefla, hvort halda beri uppi lögum og rétti á landi okkar með svipuðum hætti og í öðrum siðmenntuðum þjóö- félögum tíðkast. Hitt er sjálfsagt, að lagfærðar hafa verið misfellur i einstökum atriðum hinna nýju reglna eftir því sem reynslan hef ur sagt til um. Þvflík leiðrétting laga framkvæmdar liggur í hlut- arins eðli jafnt í þessu sem öðru Þá voru flestir einnig sammála um þá margþættu löggjöf, sem ríkisstjómin bar fram um efl- ingu fjárfestingarsjóða atvinnu- veganna, þar á meðal algera nýj ung um stofnlánadeild verzlunar- fyrirtækja, stórefling iðnlána- sjóðs, nýjum tegundum hagræð- ingarlána, samræming stofnlána- deilda sjávarútvegsins í Fisk- veiðasjóði íslands og breytingu Framkvæmdabankans I Fram- kvæmdasjóð, er verði einfaldari í rekstri og þar með kostnaðar- minni en Framkvæmdabankinn var. Meö sömu löggjöf eru einnig sett ákveðin fyrirmæli um Efna- hagsstofnunina. Þrátt fyrir nokk- urt hnotabit, efast enginn kunn- ugur lengur um hið mikla gagn sem Efnahagsstofnunin hefur gert Allir skilja, að við margslungin vandamál efnahagslífsins verður ekki ráðið nema að fengnum ör uggum upplýsingum um stað- reyndir og fræðilegum skýringum á samhengi þeirra. Áætlunargerö- ir bæði fyrir þjóðarheildina og framkvæmdir í einstökum lands- hlutum eru mikilsverð verkefni sem þegar hafa sýnt þýðingu sina Þá felst þaö nýmæli í sömu lög gjöf, að stofnað er Hagráð, þar sem fulltrúar stjómvalda, at- vinnuvega og stéttarsamtaka geta haft samráð og skipzt á skoðunum um meginstefnuna í efnahagsmálum. Efnahagsstofnun in skal leggja fyrir ráðið skýrslur um þróun þjóðarbúskaparins og horfur í þeim efnum. Sömuleiðis skal leggja þjóðhags- og fram- kvæmdaáætlanir ríkisstjómarinn- ar fyrir ráðið. Ekki var ágreiningur um, að löggjöfin um eignarrétt og af- notarétt fasteigna væri til bóta, þó að einnig þar örlaði á yfirboð- um. Miklu eru skoðanir skiptari um kísilgúrverksmiðjuna og þó einkum um álbræðsluna. Er eng- um blöðum um það að fletta, að hið síðara er með mestu ágrein- ingsmálum. sem lengi hafa leg- ið fyrir Alþingi, enda tvímæla laust með hinum afdrifarikustu lagaboðum, sem Alþingi hefur sett. Allt orkar tvímælis þá gert er, segir spakmælið, og svo hefur reynzt ekki sízt um hin ýmsu mestu þjóðþrifamál. Reynir þá á ríkisstjóm og meirihluta Alþing- Bjami Benediktsson, forsætisráðherra. is, hvort horfið er frá nauðsyn- legum ákvöröunum af ótta við deilur og á stundum óvinsældir í bili eða reynt er að gera það, sem valdhöfunum sýnist rétt, hvort sem öllum líkar betur eða verr. Framsóknarflokkurinn klofinn um stórmál Að þessu sinni fór eins og oft áður, þegar stórmál hefur þurft að útkljá, aö Framsóknarflokkur- inn varö ekki sammála. Skömmu fyrir jól í vetur var raunar gefin yfirlýsing af flokksins hálfu, sem flestir skildu á þá leið, að fast- mælum væri bundið, að allir þing menn flokksins skyldu greiða at- kvæði á móti samþykkt ál- bræðslusamningsins. Sú yfirlýs- ing þótti þá því meiri tíðindum sæta sem vitað var, að sumir helztu forystumenn Framsóknar höfðu þangað til verið meðal ein- dregnustu talsmanna þvílíkrar samningsgerðar. Og einmitt tæpu ári áður hafði formaður þess flokks rækilega útskýrt fyrir landslýð, að litlu skipti þótt fylgj endur Framsóknar væru ósam- mála i mikilsháttar þjóðmálum einungis ef þeir sameinuðust um að stuðla að valdatöku Framsókn- ar og hnekki íhaldsins, sem svo er nefnt í þeim herbúðum. Þá hef ur á þessu þingi sundrungin í liði Framsóknar ekki farið leynt. Um hin mikilsverðustu mál hefur lið hennar oft verið þríklofið, þing- menn hennar ekki einungis verið ýmist með eða á móti heldur sum ir setið hjá. Má þó segja að sú afstaða sé furðulegust, því að verst mundi fara, ef þeir yröu ofan á, sem enga ákvörðun fást til að taka um hin þýðingarmestu mál. Betra er að veifa röngu tré en öngu. Þessi varð samt raunin um tvo þingmenn Framsóknar f álmál- inu, en meginflokkurinn fylgdi þeim fyrirmælum að vera á móti málinu, að vísu með þvilfkum rök stuðningi, að ekki þyrftu aðstæð- ur að breytast stórlega til að all- ur hópurinn gæti skyndilega snú izt með málinu. En því haldminni sem rökfærslan var, því stóryrt- ari varð glumrugangurinn. Tómahljóðiö í því glamri heyra nú allir, enda hafa andstæðingar málsins verið hraktir úr einu víg- inu eftir annað við umræðumar að undanfömu. Um skeið var því t.d. haldið fram, að það væri fáheyrt hneyksli að leggja fyrir Alþingi fmmvarp til laga um lagagildi samnings. Hver einasti verkamað ur þekkir það þó úr kjarabaráttu sinni, að ýmist er samninganefnd falið fullt umboð til samnings- gerðar án þess að fyrir félags- fund komi eða samningur er bor inn upp til samþykktar eða synj- unar. Andstæðingar álmálsins hafa ekki enn sýnt, hvemig unnt hefði verið að hafa á þessu ann an hátt en haföur var. Og hefði þeim þó verið í lófa lagið að flýtja breytingatillögur um ný skilyrði fyrir samningsgerðinni, ef þeir hefðu viljað. En einnig það létu þeir undan fallast. Enda er sann- leikurinn sá, að fulltrúar allra þingflokka hafa nú í heilt ár fylgst með samningsgerðinni í smáu sem stóm og átt kost á að koma að öllum sfnum athuga- semdum. Er mér ókunnugt um nokkurt þingmál, sem hafi að því leyti verið vendilegar undirbúið. Ekki er það siður furðulegt, þegar talað er um það sem eins- dæmi, að sum atriði þessa samn- ings séu hagkvæm gagnaðilanum Swiss-AIuminium. Hvenær halda menn, að samningur um viðskipta mál milli óvandabundinna aðila komist á, nema báðir aðilar sjái sér hag í samningsgerðinni? Aldrei hefur verið farið leynt með, að ástæðan til þess að hinn svissneski gagnaðili kaus heldur að reisa nýja álbræðslu hér held- ur en í Noregi, þar sem honum stóð slikt opið, er sú, að hér fær hann lægra rafmagnsverð. Ef svo væri ekki mundum við hafa orðið af viðskiptunum. Eins er um samningstímann. Ef við hefðum mælzt einir við mundi hann vafalaust hafa vérið ákveðinn skemmri. En hvað eru 25, eða 35 og jafnvel 45 ár í lífi þjóðarinnar? Nú þegar er byrjað að þrátta um það á Alþingi, hvort segja eigi upp Atlantshafssamningnum eft- ir 20 ára gildistíma hans að þrem ur árum Iiðnum, eiga þar enn í fullu fjöri sæti flestir þeir, sem á sínum tíma deildu sem harðast um, hvort ísland skyldi gerast aðili samningsins. Gerðardómsákvæði álsamningsins Sumir setja gerðardómsákvæð- ið mjög fyrir sig. Allur er sá mál flutningur þó meira en hæpinn. Til eru ótal dæmi þess, að ríki afsali dómsögu í deilum sfnum við aðra, hvort heldur ríki eða einstaklinga, til dómstóls utan sinnar eigin lögsögu. Er sann- ast sagt háborin skömm að heyra þá, sem betur ættu að vita, þrá- stagast á gagnstæðum fullyrðing- um. Við því verður samt ekki gert því að eins og sagt hefur ver ið, þá er eitt af einkennum lýð- ræðisins það, að menn hafa Ieyfi til að hafa rangt fyrir sér, jafn- vel hinum hálærðustu þingmönn- um er heimilt að gera sjálfa sig að viðundri, ef þeir endilega vilja En kjósendanna er að sjálfsögðu að ákveða hvaða viðurlög þeir vilja leggja við þvf, þegar slíkt hendir þingmenn æ ofan í æ. Þar er einnig óskaplegt aö heyra háttvirta alþingismenn halda því fram, að Islendingar hafi afsalað sér rétti eða gengið undir einhvers konar jarðarmen með því að semja um þaö við Breta 1961, að hugsanlegur ágrein ingur út af útfærslu íslenzkrar fiskveiðilögsögu yfir allt land- grunnið eða nokkum hluta þess skuli borinn undir alþjóðadóm- stólinn í Haag. Sannleikurinn er þvert á móti sá, að með þessum samningi tryggðu íslendingar sig gegn hugsanlegri valdbeitingu af hálfu mörg hundruð sinnum mannfleiri og voldugri þjóðar. Hið ímyndaða afsal íslendinga er fólg ið i þvf einu, að við skuldbindum okkur til að hlýöa úrskurði hlut lauss dómstóls um það hvort við höfum næga heimild til hugsan- legra aðgerða. Hingað til hefur þó enginn gerzt talsmaður þess, að án slíkra heimildar væri ráðizt i þessa framkvæmd sem vel gæti verið einhliða, ef næg réttarheim ild til slfkra einhliða aðgerða er fyrir hendi, eins og við töldum um aðgerðir okkar 1950, 1952 og 1958. Hlálegt er að heyra menn láta svo sem óþolandi lítilsvirðing sé f því fólgin, að við föllumst á, að hlutlaus gerðardómur dæmi um deilur okkar við hinn svissneska gagnaðila, ef ekki verður sam- komulag um annað. Er þó skýrt tekið fram, að eftir fslenzkum lögum á að dæma og ber gerð- ardómnum vitanlega að kynna sér þau. Jafnfráleitt er að láta sér til hugar koma, að slikur dómur mundi láta það undir höfuð leggj ast, eins og hitt, að íslenzk stjórn völd muni gera nokkuð gagnvart viðsemjendum okkar, sem ekki standist samkvæmt ákvæðum samningsins. íslenzkum lögum. þjóðarétti og þeim grundvallar- reglum laga, sem almennt eru viðurkenndar af siðmenntuðum þjóðum. Nei, fslendingar eru enginn lög laus uppþotslýður og kunna þing mönnum litlar þakkir fyrir, að á þann veg sé hér talað um þjóð- ina við meðferð hinna mikils- verðustu laga. Á meðal helztu ástæðna til þess, að efnahagsþróun hefur orðið með allt öðrum hætti á því Framh. á bls. 5 Ræða dr. Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöldi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.