Vísir


Vísir - 02.07.1966, Qupperneq 9

Vísir - 02.07.1966, Qupperneq 9
9 V1SIR . Laugardagur 2. júlí 1966. J arðh itasvæði á íslandi Fyrri grein - Nágrenni Reykjavíkur og Reykjanes llannsóknir á jarðhita með hagnýtt gildi fyrir augum hafa vaxið mjög á undanföm- um árum. Mönnum verður æ ljósara hver orka er falin í jörðu þar sem heitt vatn er og mögu leikamir, sem virkjun þess hef ur í för með sér. Þessi auðlind er okkur Islend ingum þeim mun dýrmætari þar ef þess er gætt að hér finnst hvorki olía né annar ámóta varmagjafi i jörðu og slíkar nám ur fara þverrandi í heiminum. Olía kol og annað slikra efna verða þvi sífellt dýrari, að minnsta kosti þar til einhver annar varmagjafi finnst hentugri og slíkt er kanriski ekki langt undan. Menn eygja vísast nýja möguleika í kjamorkunni. Húshitun verður ailtaf stór framkvæmdaliður við jafn kalda veðrSttii og hér er. Það verður trúlega hlutverk jarðhitavirkj- ana að lækka kostnað þessa stóra liðar við húshald í fram- tfðinni. Hitaveita til húshitun- ar hefur ekki tíðkazt nema í smáum stil utan Reykjavíkur til þessa, en þó munu vera minni hitaveitur á 4 öðrum stöðum á landinu og víða eru ráðagerðir á döfinn: um rannsóknir jarð- hita og hitaveitu á grundvelli þeirra. í skýrslum um orkumál, sem raforkumálastjómin hefur sent frá sér er að fihna fróð- legar upplýsingar um jarðhita svæði á íslandi og rannsóknir sem gerðar hafa verið á þeim eða em á döfinni. Þar birtist yfirlitsgrein um þessi efni eft- ir þá Guðmund PáimaSon, verk- fíæðing og Jón Jónsson, jarð- fræðing. Hér verður litillega minnzt á jarðhitasvæðin í Gullbringu- og Kjósarsýslu á grundvellj þessa yfirlits, en væntanlega verður síðar vikið að svæðum annars staðar á ladinu. Fjögur meginsvæði Jarðhiti er sem kunnugt er allvíða á þessu landssvæði, Reykjanesi og Reykjavík og ná grenni og er hægt að aðgreina þar fjögur jarðhitasvæði: Reykja vík og nágrenni, Hengilssvæði, Krýsuvík og Trölladyngju. I. Reykjavík og nágrenni, því svæði má raunar skipta í tvennt Reykjavíkursvæði annars veg- ar og Mosfellssveitarsvæði hins vegar. Austanvert Reykja- víkursvæðið hefur verið tiltölu lega vel kannað. Þar hafa ver- ið boraðar 60 holur, þar af 22 með gufubomum nýja. 10 þess Gufuborinn hefur komlð að góðu gagni við jarðhitaboranimar. Þama sést hann að verki inn við Suðurlandsbraut. ara hola voru boraðar i tilraun arskyni til þess að kanna hita- stigulinn. Af þessu svæði fær Hitaveitan 310 1/sek. af vatni 128° C meðalhita. 1 yfirlitsgreininni segir að ým islegt bendi til að þetta jarð- hitasvæði undir austanverðri Reykjavík sé aðeins hluti af stærra jarðhitakerfi, er sé mun víðáttumeira en yfirborðsjarð- hitamerki bendi til á 1-2 m. dýpi. Líkur benda til ag þetta svæðj sé tengt sprungusvæði, sem liggur um Heiðmörk og Kaldársel suður á Reykjanes- skaga. Boranir utan þess svæðis sem nú er nýtt eða frá Kjalar- nesi til Hafnarfjarðar sýna að þar er hitastigull víða langt fyrir ofan eðlilegan hitastigul við yfirborð jarðskorpunnar, sem er talinn um 60° C, eða þre falt meiri. Þannig er hitastigull í J40 m borholu í Amarholti á Kjalarnesi 162 °C/km, við Ár bæjarstíflu 196 °C/km í 272 m. djúpri holu, Melatungu í Kópa- vogi 200 °C/km í 35 m. holu. í tveimur holum á Seltjarnar- hver, sem er einn af svoköll- uðum Austurengjahverum aust- an við Hveradalinn. Hann varð til viö jarðskjálfta 1924. Boranir, sem hafa verið all- miklar einkum vestan megin í Hveradalnum, sýna við hita- mælingar að hitinn nær há- marki á um 300 m dýpi, en lækkar þar fyrir neðan. Þetta nesi mæjdist hitastfgwljinn-a4ft) .,þendir til að uppstreymisins sé ttaí'i iurf íörður ~0 © Á uppdrætti þessum eru merktar borholur í Reykjavík og nágrenni. Þær eru merktar með hringjum og punktum inn í. Skástrikaða svæðið er núverandi vinnsiusvæði. og 225 °C/km í 98 og 311 m. djúpum holum. Einnig var hita- stigullinn mjög hár í holum, sem boraðar voru á Seltjamar- nesi. Hér eru ekki tíndar til nærri allar borholur á þessu svæði. En þetta gefur dálitla hugmynd um hvar vænlegast sé að leita fánga til aukinnar hita veitu í Reykjavík og nágrenni. 2. Mosfellssveitarsvæði hefur verið allvel kannað ,en þar hafa verið boraðar rúmlega 70 holur, vatnsmagn úr þeim er um 290 1/sek. og meðalhiti 86° C. Ekki er talið að hægt verði að auka vatnsmagnið á þessu svæði, en hins vegar væri æski legt að kanna úr hvaða átt vatn ið rennur inn á það, en líkur benda til að þag sé eftir meira og minna láréttum lögum á 6- 700 m. dýpi. Hengilssvæði Það tekur yfir 50 ferkm. og innan þess eru um 50 hvera- svæði. Er þetta eflaust stærsta jarðhitasvæði hér f nágrenninu. Yfirborð þessa svæðis er til- tölulega vel rannsakað. Allmikl ar boranir hafa verið gerðar á suðurhluta þess og hafa gefið góða raun. Mælingar á suðurhluta svæð- isins benda til þess að aðrennsl ið komi norðan að. Meginupp- sprettan (eða uppsprettumar) em þó ekki þekktar og væri mikils virði að finna hana. Krýsuvík Jarðhitasvæðið, sem kennt er við Krýsuvík byrjar vestur af núverandi byggð í Krýsu- vík, eöa vestan í Sveifluhálsi og liggur austur Hveradalinn upp í Kleifarvatn. Jarðlögin em þar mjög ummynduö og víöa í þeim misgengi. Heitt vatn hef- ur víða komið upp um sprung- ur, kannski upphaflega við jarðhræringar eins og t. d. Nýi- að leita í dýpri lögum vænt- anlega einhvers staðar annars staðar. En meö tilliti til hag- nýtingar jarðvarmans verður að teljast æskilegt að holur sem virkjaðar verði séu sem næst aðaluppsprettusvæðinu. Nú er unniö að jarðfræði- korti af þessu svæði og einnig er byrjaö á jarðsveiflumæling- um og þyngdarmælingum til könnunar á Reykjanesskaga sem heild. Trölladyngja Trölladyngja er móbergs- hnjúkur en ekki dyngja í jarð- fræðilegum skilningi. Jarðhiti er bæði sunnan og norðanvert í Trölladyngju og hverinn eina þar suður af verður einnig að telja til þessa svæöis. Þama em víöa ummyndanir eftir jarð- hita, sem verður að telja til þessa svæöis og getur það tal- izt um 5 km Iangt. Breiddina er erfiðara að ákvaröa og er það álitamál, hvort svæðið muni vera í tengslum við Krýsu víkursvæðið og e. t. v. mætti líta á allt Reykjanessvæöið sem eitt og sama svæði. Hitalögn til Hafnarfjarðar frá þessu svæöi yrði tiltölu- lega auöveld, en þar skilja að- eins 14 km á milli og- yfir hallandi hraun að fara til Hafn- arfjarðar. — Þetta svæði er því nokkurrar athygli vert. Um jarðhita á utanverðum Reykjanesskaga skal ekki fjöl- yrt hér. En á Reykjanesi (yzt á Reykjanesskaga) er allstórt gufu- og leirhverasvæði. Þar skortir hins vegar vatn til þess aö hægt sé að nýta gufuna og þyrfti að kanna möguleika á að ná þar köldu vatni. í eldsvörpum austur af Grindavík hefur orðið vart við jarðhita. Ummyndanir eftir jarðhita eru einnig miðja ýegu milli Þorbjamarfells og Þórðar- fells.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.