Vísir - 05.07.1966, Side 1

Vísir - 05.07.1966, Side 1
Bls. 2 Danasigur ( 8 .sinn. 3 Fullkomnasta eld- hús á íslandi við Búrfell. - 4 Suðvestur-Afríka höfð að féþúfu. - 7 Lokagrein um Flðasiglingamar. - 8-9 Steinar undir Eyjafjöllum. Svip- ’myndir frá sögu- um gero junaunamar Að því er Gunnar B. Guð- mundsson, hafnarstjóri í Reykja vík, tjáði blaðinu í morgun, hef- ur nú verið ákveðið að hefja samninga við A.P. Skánska Cem entsgjuteriet og Malbikun h.f. um byggingu 1. áfanga Sunda- hafnar. Sagði Gunnar, að þessi firmu hefðu bæöi haft lægsta tiiboð í aðaltillögu, sem var boö in út og einnig með hagstæðasta frávikstilboðið, þ. e. þar sem fyrirtækin gerðu ekki ráð fyrir að fara eftir sömu leiðum við, framkvæmd verksins og gert er í útboðslýsingu. Er tilboðin í Sundahöfn voru opnuð hinn 17. maí s.l. komu sex tilboö I 1. áfanga Sunda- hafnarinnar. Voru þau öll frá erlendum verkfræði- og verk- takafyrirtækjum, sem buðu í verkið ásamt íslenzkum aðila. Það Islenzka verktakafyrirtæki, sem bauð í 1, áfanga Sunda- hafnarinnar I félagi við A P. Skánska Cementsgjuteriet var Maibikun h.f. Tilboð þessara að- iia í aðaltillögu að 1. áfanga Sundahafnarinnar hljóðaði upp á 102,3 milljónir króna og einn- ig buðu þau frávikstilboð, sem hljóðaði upp á 81,7 milljónir kr. Á næstunni munu hefjast samn- ingar Rvíkurborgar annars vegar og A.P. Skánska Cementsgjúteri et og Malbikun h.f. hins vegar um framkvæmdir við höfnina, en ekki er vitaö hve þessir samn ingar taka langan tíma og því ekkert hægt að segja um, hve- nær framkvæmdir hefjast. Þess má geta að lokum, að Reykja- víkurhöfn hefur látið fara fram kostnaðaráætlun við fram- kvæmdirnar við 1. áfanga Sunda hafnarinnar og gerði sú áætlun ráð fyrir að heildarkostnaðurinn við 1. áfangann væri um 98 milljónir króna. , »»Mr . VISIR 36. árg. Þriðjudagur 5. júlí 1966. Frakkar drógu herinn úr NATO til að undirbúa ferð de Gaulle — sagði Gladwyn lávarður i viðtali við islenzka blaðamenn Einhliða aögerðir Frakka í Atlantshafsbandalaginu komu kannski ekki alveg á óvart, sagði Gladwyn lávarður, forseti ATA, á fundi með fréttamönnum i gær. Frakkar voru lengi búnir að vera með eitthvað óánægju- nöldur, án þess að nokkum tíma hafi þó komið fyllilega i ljós hvað ylli þvi. 5 / tveggja Nokkur önnur skip héldu til Jun Muyen Enn þá er sami reitingsaflinn hjá síldarskipunum við Austur- land, þar sem þau hafa verið að veiðum undanfaraa daga i blíðskaparveðri 100 mílur ASA af Dalatanga. Nokkur skipanna hafa tekið þann kostinn að leita á fjarlægari slóðir og héldu 5 skip áleiðis á Hjaltlandsmið um helgina. Norðmenn hafa verið þar að veiðum í vor og öfluðu þar ágætlega framan af maí, en síðan dró úr veiöi um skeið þar til nú eftir mánaðamótin að elnhvers neista varð vart og hef ur hann sjálfsagt kveikt útþrá í ísl. skipstjórunum. Bátarnir voru komnir iang- ieiðina suður eftir í morgun,, þeir eru: Snæfell og Þórður Jónasson frá Akureyri, Sólrún og Akurey frá Reykjavík og Jón Garðar, Gerðum. Aflinn þennan sólarhring fékkst mest megnis i gær: 39 skip með 1777 tonn. Engin veiði var í nótt. Kom því nokkur hreyfing á flotann í morgun og eru skipin nú að leita síldar fyrir Austfjörðum. Sum eru á leið á norðurslóðir, vitað var um allmörg skip, sem voru á leið norður undir Jan Mayen í morgun. Siglingin þangað mun vera um tveir sólarhringar af mið- Njörður P. Njardvík lektor í Guutuborg Njörður P. Njarðvik cand. mag. er á förum til Sviþjóðar, þar sem hann hefur verið ráðlnn lektor í íslenzku við háskólann i Gautaborg til næstu þriggja ára. Er hann ráð- inn frá 1. júlí að telja, en kennsla hefst 1. september. Lektorsemb- ættinu i Gautaborg fylgir kennslu- skylda í íslenzku við háskólann í Lundi. Tekur Njörður við lektors- Frh. á bls. 6. unum eystra. Veiöisvæðið þama mun vera það nærri eyjunum að bátamir höggva allnærri brezku lándhelginni Skipin sigla að öllum likind- um heim með aflann, sem þau kunna að fá, nema að einhver hrota verði þama. — Mundu flutningaskipin þá aö sjáifsögðu elta veiðiskipin þangaö suður- eftir. í stað þess að bíða með frekari aðgerðir þar til 1969, þegar 20 ára samningstímabilið rynni út í NATO eða koma með gagnrýni sína skýrt fram viö þau fjölda tækifæri, sem til þess hafi gefizt, völdu Frakkai nú þessar einhliða aðgerðir. Það er nú ljóst eftir Rússlandsför de Gaulle hvernig á þessu stóð. Frakkar voru að undirbúa jarð- veginn fyrir þessa ferð. De Gaulle hefur lengi gengiö með þá hugmynd, að Frakkland hefði einhverju sérstöku hlut- verki að gegna í samskiþtum austurs og vesturs, sagði Glad- wyn lávarður. Samkvæmt end- urminningum hans, fékk hann fyrst þá hugmynd, þegar hann gekk niður Champs Elysees, dag inn sem París var freisuð undan Framh. á Ws. 6. Myndin er tekin i morgun á Kleppsvegi, er verið var að vinna að malbikun götunnar. Sett nýtt lag á Suðurlandsbrautina Kleppsvegur mulbikaður þessu dugonu Mikið hefur verið um malbik- unarframkvæmdir á vegum Reykjavikurborgar undanfarið, eins og fólk hefur orðið vart viö. Malbikaðar hafa verið nokkrar götur í Hiíðunum, svo sem Stigahlíö og Grænuhlíð. Þá hef ur og verið malbikuö Austur- brún og Háaleitisbraut, sunnan Miklubrautar. Þá hefur undan- faraa daga verið unnið við að setja yfirlög á nokkrar götur, svo sem Tryggvagötu og fleiri. Áformað er einnig að setja yfir- lag á Suðurlandsbraut, frá Nóa túnl og inn að Reykjavegj og verður bráðlega byrjað á þeim framkvæmdum. Verður væntanlega byrjaö að leggja frá Lágmúla í fyrsta á- fanga, vegna hitaveitufram- kvæmda á Suðurlandsbrantmni. Undanfariö hefur verið malbik- að við skólana, en um hádegis- bilið í gær var malbikunarlagn- ingsvélin flutt inn á Kleppsveg, þar sem tekið var til við að mal- bika hann aö nýju. Er því verki verður lokið, verður hafizt handa um að malbika Laugar- nesveg og Dyngjuveg. Þá er nú verið að pújcka framhald Miklu brautar innan við Grensásveg og verður hún væntanlega mal- bikuð í næstu viku. Síðan er áætlaö að haida vestur í bæ og malbika þar nokkrar götur, að því er Ólafur Guðmundsson, verkfræöingur gatna- og holræsi deildar Reykjavfkurborgar tjáði blaðinu í morgun.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.