Vísir - 05.07.1966, Síða 2

Vísir - 05.07.1966, Síða 2
VI S IR . Þriðjudagur 5. júlí 1966. DANASIGUR I 8. SINN — íslenzka liðið brásf vonum manna — „Sár von- brigði#/, segir formaður KSÍ — Leikurinn eins og ein- vígi markvarðar og miðvarðar íslands gegn danska liðinu # „Þetta voru sár vonbrigði“. Þessi orð átti form. Knattspyrnusambands íslands, Björgvin Schram, eftir leik íslands við Dani í flokki leikmanna 24 ára og yngri. Undir þetta hefðu víst allflestir hinna 7100 áhorfenda í Laug- ardal getað skrifað — þetta voru einhver sárustu vonbrigði á knatt- spymusviðinu um langt skeið. Ef til vill var það ekki markatalan 3:0, sem gerði þetta að verkum, hún út af fyrir sig var ekki voðaleg, heldur hitt, að íslenzka liðið sýndi aldrei í þessum leik þann neista, þann áhuga og vilja, sem nauðsynlegur er einu landsliði til vinnings. # Þetta hafði danska liðið og enda þótt segja megi að öll þrjú mörkin hafi komið vegna mistaka á einhvern hátt í vöm íslands, var liðið vel að svo stómm sigri komið. Aftur á móti hefði verið gaman að sjá lið, sem hefði barizt til síðasta blóðdropa fyrir að fá það tækifæri að bera landsliðsbún- inginn. En það gerðu okkar menn ekki. Mér er ekki grunlaust um, að sum- ir bláu búninganna hafi farið svitalausir í búningatöskuna aftur. Frá lciknum í gærkvöldi. Her 1 mann Gunnarsson, miðherji ís- í lenzka Iiðsins á þama I hóggi | við einn leikmanna danska liðs ins. En hver er ástæðan fyrir þessu getuleysi. Eyleifur Hafsteinsson sagði eftir leiklnn sem vonlegt var að hann v^eri hundóánægður með leikinn: „Ég get aldrei fellt mig við tap og er aldrei ánægður með tap- leik. Danska liðið var betra og út hald þess brást ekki f seinni hálf- leik eins og hjá okkur. Við erum heldur ekki með samstillt lið. Hvað gagna 2 samæfingar fyrir lands- lið?“, sagði hann. „Við getum unn ið þetta lið“, sagði Eyleifur enn- fremur, „en það kostar vinnu og æfingu.“ Fyrri hálfleikurinn í gærkvöldi var á köflum allsæmilegur hjá ís- lenzka liðinu. íslendingar sóttu þeg ar f byrjun og uppskám hom- spymu. Danir tóku sfðan við og sóttu mun meira næstu 15 mínút- urnar og áttu m.a. tvö góð tæki- færi, en Guttormur varði þá gott skot og annað skotið fór gróflega framhjá. Á 18. mín. ógnaði Hermann Gunnarsson, miðherji íslenzka liðs ins mjög með gegnumbroti upp vinstri kantinn og gaf fyrir, en held ur seint til að hægt væri að skora, rétt á eftir fékk Eyleifur háan bolta yfir Vömina, gerði heiðarlega til- raun til að skjóta viðstöðulaust en tókst ekki. Á 26. mfn. varði Guttormur glæsilegan skalla fyrir miðju mark- inu, gómaði knöttinn ofarlega upp f horninu og tókst að halda bolt- anum f fallinu. Eftir þetta áttu ls- lendingar ágæta sóknarlotu og ógn uðu allnokkuð, þó aldrei kæmist Hildebrandt markv. f hann vem- ÍSLAND - DANMÖRK r 1 tölum Fyrri hálfleikur Fyrri hálfleikur ísland: 0 Danmörk: 0 Skot á mark 4 Skot á mark 12 Framhjá 2 Framhjá 6 Yfir 0 Yfir 0 Varið 2 Varið 3 Skalli að marki 1 Skalli að marki 1 Framhjá 1 Varið 1 Homspymur 3 Homspymur 4 Aukaspymur 3 Aukaspymur 5 e Rangstöður 1 Rangstöður 1 Innköst 12 Innköst 18 Stangarskot 0 Stangarskot 1 Varið f hom 0 Varið f hom 2 Bjargað á lfnu 0 Bjargað á línu 1 Seinni hálfleikur Seinni hálfleikur ísland: 0 Danmörk: 3 / Skot á mark 6 Skot á mark 11 Framhjá 2 Framhjá 5 Yfir 0 Yfir 2 Varið 4 Varið 3 Skalli að marki 1 Skalli að marki 3 Framhjá 1 Framhjá 2 Homspymur 2 Homspyrnur 5 Aukaspymur 7 Aukaspyrnur 11 Rangstöður 1 Rangstöður 3 Innköst 12 Innköst 16 Bjargað á Ifnu 1 Bjargað á lúm 0 Stangarskot 0 Stangarskot 0 Varið í hom 1 Varið f horn 0 lega krappan. Á 36. og 43. mfnútu bjargaði fslenzka vömín naumlega, f annað skiptið var úthlaup Gutt- orms Iélegt en i það síðara varði Guttormur óvænt hörkuskot frá Jörgensen h. innherja af stuttu færi og boltinn hrökk f þverslá og út þar sem vöminni tókst að koma boltanum af hættusvæðinu. Lauk hálfleik með jafntefli 0:0. Saga hörmunganna hófst f seinni hálfleik. Það er segin saga að sfð ari 45 minútumar em oftast pislar ganga íslenzkra liða gegn erlend um. Það virtist allt á þrotum hjá liðinu, nema helzt vöminni, sem stóð lengi vel, en var farin að slaka talsvert undir lokin. Þó byrj uðu íslendingar á að ógna og var Hörður Markan þar að verki og bjargaði danski markvörðurinn 1 hom. Guttormur bjargaði góðum skalla Marcussen miðherja litlu sfðar í hom. Loks eftir klukkutíma leik og tveim mínútum betur þó, skora Danir sitt fyrsta mark. JÖR& EN JÖRGENSEN, nafni hunda- dagakonungsins fræga var hér að verki, elns og svo fjölda mörgum sinnum í þrem heim sóknum sfnum til landsins. Nafni hans hundadagakóngur- inn kom að visu aðeins tvfveg is til Islands og gerði mikinn usla f hinni dönsku stjóm lands ins, en nú kom Jörgensen inn- herji f þriðja sinn og virðistgera viðlfka usla f knattspymuheim- inum, þvf hann hefur alltaf skor að megnið af mörkunum, sem dönsku liðin, sem hann leikur með hafa skorað (Holbæk og SBU). Jörgensen fékk góðan bolta frá Marcussen í mjög op- inni stöðu og enda þótt Gutt- ormur gamall vinur hans frá því fyrir nokkrum ámm, þegar ungl ingalið Holbæk kom á vegum Þróttar, reyndi eftir megni að loka markinu, varð ekki spom að við marki. Eina virkllega markskotið frá islenzka llðinu kom á 31. mfn. í seinni hálfleik og skaut Guð mundur Haraldsson þá af víta- teig naumlega framhjá. Á 34. mín. var Jörgen Jörgensen enn búinn að skora Markið kom upp úr aukaspymu og var held ur slysalegt, boltinn snerti Magnús Jónatansson, hrökk af honum í Anton og siðan inn fyrir til Jörgensen, sem skall- aði ömgglega út í bláhom marksins án þess að Guttormur gæti ráðið við það. 3:0 kom einnig slysalega. Boltinn kom úr sólarátt að fs- lenzka markinu. Anton sá ekki gjörla hVemig boltinn kom að honum lyfti fætinum upp og rann boltinn inn fyrir til mið herjans Marcussens og skoraði hann úr ömggu færi 3:0 og vom þá rúmar tvær mínútur til leiksloka. Danska liðið í gær spilaði góða knattspymu gegn hægfara og stöð um íslenzkum leikmönnum. Bolt- inn gekk oft mjög vel á milli leik Framh. á bls. 6. Úrvalslið Fjóns kom í nótt Lelkur fyrsta leikinn af fjrem annað kvöld í nótt kom tll Reykjavfkur úr- valslið knattspymufélaganna á Fjóni, Fyns Boldspil Unlon. Llðlö kemur hlngað á vegum K.R.R. og leikur 3 leiki f Reykjavfk. Fyrsti leikurinn verður á mið- vikudagskvöld á Laugardalsvelli gegn Reykjavfkurúrvalsliði. Hefst leikurinn kl. 20.30. Forsala að- göngumiða er í dag og á morgun við Útvegsbankann. Annar leikurinn verður á föstu- dagskvöld kl. 20.30 og mæta Dan- imir þá lslandsmeisturunum K.R. Þann leik dæmir danski milliríkja- dómarinn Frede Hansen, sem er í stjóm F.B.U. og fararstjóm liðsins. Sfðasti leikurinn verður við úr- valslið af Suðvesturlandi og velur landsliðsnefnd það lið. Sá leikur fer fram á mánudagskvöld á Laug- ardalsvelli og hefst kl. 20.30. 1 danska liðinu em 23 menn, 18 leikmenn og 5 manna fararstjóm. Aðalfararstjóri er varaformaður F.B.U., Hartvig Johansen, en með honum stjómarmennimir Frede Hansen og Svend Áge Petersen. Stjómandi liðsins er Jörgen Les- chly Sörensen, serr frægur var fyrir nokkrum árum sem atvinnu- maður á ítalfu og lék tvívegis með úrvalsliði Evrópu, og þjálfari liðs- ins er Jack Johnson, þjálfari B 1913. Þrír af leikmönnum F.B.U. voru þátttakendur f landsleiknum á mánudag á Laugardalsvellinum, Paul Johansen, markvörður, Bent Jensen, innherji, og Niels Kilde- moes .útherji. Þeir verða eftir hér og leika með F.B.U. Leikmenn F.B.U.: Poul Johansen, KFUM, markv. Knud Engedahl, B 1913, markv. Oie Möller Hansen B 1913 bakv. John Ejlertsen, B 1913, framv. Knud Næshave, B 1913, miðframv. Kai Hansen, 0 B, bakv. Tommy Madsen, KFUM, miðframv. Preben Hansen, O B, framv. John Kúndböll, O B, framv.— innh. Jörgen Nielsen, KFUM, bakv.-fr.v. Palle Káhler, B 1909, útherji Niels Kildemoes, KFUM, útherji Bent Jensen, B 1913, innherji Ame Dyrholm, B 1913, innherji Helge Jörgensen, KFUM, innherji Per Bartram, O B, miðframherji. Carsten Wiingren, KFUM, útherji Per Bartrom, O B, miðframherji. Leikmennimir em allir frá félög- um í Odense, og eru: B 1909 og B1913 f efri helming 1. deildar- innar, en KFUM og O B keppa um efsta sætið í 2. deild. Bæði 1. deildarfélögin hafa á undanförnum árum verið í hópi sterkustu fé- laga f Danmörku og hafa nokkr- um sinnum tekið þátt í Evrópubik- arkeppnunum fyrir félagslið.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.