Vísir - 24.08.1966, Blaðsíða 7

Vísir - 24.08.1966, Blaðsíða 7
VÍ.SI.R,, Miövikudaguc 24. ágúst 19S6. 7 Fyrsta stóra söngva- og dansmynd W alt Disneys meðal jbema kvikmynda, sem Gamla Bíó sýnir á næstunni Gamla Blö hefur samið um sýningarrétt á mörgum kvikmyndum á næstunni, en dregizt hefur nokkuö að segja frá þeim, .vegna sum- arleyfis þess, er þetta ritar. Verður nú reynt aö bæta úr því og geta þeirra helztu, en fram skal tekið, að það verður ekki í þeirri röð, sem þær verða væntanlega sýndar. Eins og kunnugt er, þá er Gamla Bíó elzta starfandi kvikmyndahús á landinu, í marga ára- tugi voru ekki starfrækt nema tvö kvikmyndahús í höfuðstaðnum, það og Nýja Bíó, og reyndar er ekki nema tiltölulega skammt síðan að þeim tók að f jölga. Mun þó ekki sagt annað með nokkurri sanngirni, en að þessi tvö kvikmyndahús hafi rækt hlutverk sltt af kqstgæfni, þó að þau væru samkeppnislaus, og munu fáar þær stórmyndir, sem þá voru gerðar og nokkurt gildi höfðu, er fóru framhjá bæjarbúum þess vegna. Að vísu var ekki framleitt viðlíka mikið af kvikmyndum í þann tíð og nú er, og ekki gengu kvlk- myndir þá heldur neitt viðlíka lengi í lcvikmyndahúsunum og nú. En nóg um það. Gamia Bíó stendur á gömlum merg. 'T'he Night of the lguana“ ’>’)A — þess skal getið, að ekki verður hér gerð nein til- raun tii að þýða nöfn kvik- myndanna, þeir í Gamla Bíói verða að hafa þar frjálsar hendur — er ein af þeim stór- myndum, sem kvikmyndahúss- gestir eiga í vændum að sjá þar. Um mynd þessa hefur mik- ið verið skráð og skrifað í er- lend Möð, og einnig í íslenzk, að minnsta kosti birtist alllöng grein um hana í „Vikunrn” á sínum tfma. Kvikmynd þessi byggist á leikriti Tennessi WiHiams, en leikstjórinn frægi John Huston, sem sagt er að hafi hlotið fieiri verðlaun um dagana en nokkur annar í þeirri stétt, annast leikstjómina. Kvikmyndin er tekin í litlu fiskimannaþorpi á Kyrrahafs- strönd Mexíkó, en þau Richard Burton og Ava Gardner leika aðalMutverkin. Þá leikur og Deborah Kerr í mynd þessari og Sue Lyon, hin unga og fagra leikkona, sem gat sér mikla frægð fyrir leik sinn í titilhlut- verki hinnar umdeildu kvik- myndar „Lolita“, sem enn mun kvikmyndahússgestum í Gamla Bíói í fersku minni. Þarna er á ferðinni efnismikil stórmynd, nafn Tennessi Williams er trygging fyrir því — og þau John Huston, Richard Burton og A-va Gardner standa fyrir sfnu. AMLA BÍÓ á heiðurinn af því, að það kynnti bæjar- búum snilldarverk meistarans Walt Disneys á sínum tíma, teiknimyndirnar „Mjallhvít og dvergamir sjö“ og „Fantasía“. Margir töldu að með þeim myndum væri náð listrænu há- marki í gerð teiknikvikmynda, og sjálfur mun meistarinn hafa verið þeirrar skoðunar, því að þótt hann héldi áfram að fram- leiða hina vinsælu teiknimynda- þætti sína, sneri hann sér eftir það að gerð leikinna kvik- myndaþátta og loks fulllangra leikinna kvikmynda. Margir af kvikmyndaþáttum þeim, sem hanri hefur gert fyrir sjónvarp, bera af flestu er þar sést og lengri kvikmyndir hans eru yfirleitt í sérflokki að gæðum. Enn heldur Gamla Bíó tryggð við hinn aldna meistara; það sýndi eina af kvikmyndum hans í sumar, og á næstunni sýnir það fyrstu „stóru“ dans- og söngva-kvikmynd . hans, „film musical", er nefnist „Mary Poppins“ og hlotið hefur frábæra dóma kvikmyndagagn- rýnenda, austan hafs og vestan. Julie Andrews leikur aðalhlut- verkið, en þó að hún sé einhver kunnasta söngleikjastjarna á sviði báðum megin hafsins, er þetta f fyrsta skiptí, sem hún kemur fram á hvfta tjaídinu. Hún kom fyrst fram í sönglelka húsum f Lundúnum tólf ára aö aldri, og þegar henni jókst aldur og þroski f list sinni, voru henni fengin æ viðameiri hlut- verk, en kannski var henni mest viðurkenning sýnd, þegar hún var valin til að syngja aðalMut- verkið, EIizu, í „My Fair Lady“, fyrst í New York og síðan í Lundúnum, en þá hafði hún íyrir löngu getið sér frægð fyrir afrek sín á söngleikahús- unum við Breiðgötu. Auk henn- ar syngja og leika margir af kunnustu listamönnum á þessu sviði vestra í kvikmyndinni — Dick van Dyke, David Tonriin- son, Giynis JMms og Ed Wynn, svo að nokkrir séu nefndir, en tónlistma hafa þeir samið, Richard M. og Robert B. Sher- man, sem einnig hafa samið söngtextana. Marc Breaux og Dee Dee Wood hafa samið dansana og stjórna þeim — og <L<á Amanda Barrie í hlutverki Kleópötru. Julie Atidrews í hlutverki Mary Poppins. yfirleitt er kunnur og valinn listamaður í hverju rúmi, eins og venja er til f myndum Disneys. Þessi kvikmynd bygg- ist á alkunnri sögu, samnefndri, eftir P. L. Travers, sem löngu er orðin sígild vestur þar og margir hér munu kannast við; efnið er kannski ekki stórbrot- ið, en' einkar geðþekkt og vel til þess fallið að birtast í þess- um nýja búningi, en Biil Welsh og Don DaGradi hafa gert kvik- myndahandritið eftir sögunni, og eru þeir báðtr þekktir söng- leikjahöfundar vestan hafs. Ef tekið er tihit til hve góðar við- tökur bandarískar myndir af þessari tegund hafa hlotið hér, „My Fair Lady“, „Oklahoma", „Annie Get Your Gun“ og marg ar aðrar — nú síðast „West Side Story“, má gera ráð fyrir að þessi nýja mynd Walt Disneys eigi langan sýningar- tíma fyrir höndum í Gamla Bíói“. CIDNEY POITIER heitir blökkumaður f Bandaríkj- unum, sem getið hefur sér mikinn orðstír sem frábær leik- ari, fyrst á sviði og síðan í kvikmyndum. Hann leikur aö- alhlutverkið í kvikmynd, sem nefnist „Liljur vallarins", og hlaut fyrir þann leik yfirleitt öll þau verðlaun, sem kvikmynda- leikara standa til boða. Innan skamms sýnir Gamla Bíó nýja mynd, „A Patch of Blue“, þar sem hann leikur aðalhlutverk- ið, en mynd þessi fjallar um Richard Burton og Ava Gardner í kvíkmyndinni „The night of Iguana.“ mann, sem fær ríka samúð með blindri stúlku og tekur það sem köllun sína að gera allt, sem unnt er til þess að hún fái sjónina aftur. Aðalsmerki listar hins blakka leikara er látleysi, einfaldleiki — og þó fyrst og fremst einlæg samúð, eins og ljóslega kemur fram í „Liljur vallarins", og að sögn gagnrýn- enda einnig í þessari mynd. Að- alkvenhlutverkíö, blindu stúlk- una, leikur ný kvikmynda- stjarna, komung, Elizbeth Hart man, sem fær mjög góöa dóma fyrir þessa frumraun sína. New York Post telur kvikmynd þessa með þeim tíu beztu, sem gerðar hafi verið á Iiðnu ári. „The Prize“ heitir ein af þeim kvikmyndum, sem Gamla Bíó sýnir, og byggist hún á skáld- sögu samnefndri eftir Irving Wallace, sem var metsölubók á sínum tfma. Kvikmynd þessi fjallar um skáid, sem keppir að því að hljóta nóbelsverðlaunin og tekst það. Fyrir bragðið er felld f myndina frásögn af þeirri virðulegu athöfn í Stokk- hólmi, og er það í fyrsta skipti, sem sú virðulega athöfn er sýnd sem atriði í annars æsilegri kvikmynd. Þessi nóbelsverð- launahöfundur lendir nefnilega í hinum furðulegustu ævintýr- um, þegar hann kemur til Stokkhólms þeirra erinda að veita verðlaununum viötöku — og eru sum þeirra dálítið fjar- skyld hinni hátíðlegu athöfn í ráðhúsinu, t. d. þegar hann er atlt í einu staddur í sænsk- um nektarbúðum. Paul New- man leikur höfundirm, en Elke Sommer sænska blómarós, sem reynist honum freistandi föru- nautur þegar til Stokkhólms kemur. Myndin, sem er að mestu leyti tekin í Stokkhóími, hefur fengið góða dóma. „She“, kvikmynd, sem bygg- ist á hinni frægu og sígildu skáldsögu Rider Haggards, „Hún“, er og á sýningarskrá Gamla Bíós. Fáir hafa kunnað Rlder Haggard betur þá list að skrifa æsilegar skáldsögur, sem þó eru f stórum mun betri flokki bókmenntalega séð, en venjulegir reifarar, og margar hverjar löngu orðnar sígildar á sínu sviði, eins og t.d. „Bræð- urnir", sem lesin var í útvarpið ekki alls fyrir löngu. Flestar af sögum höfundarins eru með sögulegu ívafi, en einkennast af óvenjulegu hugarflugi, og ber „Hún“ þó af að alíra dómi hvað það snertir, enda er foll- yrt að sú saga hafi selzt f 20 milljónum eintaka. Það er Ux- sula Andress, sem leikur Ayshu, ástargyðjuna, sem beið þess í 2000 þúsund ár, að maðnrinn, i sem hún unni en varð að bana, endurholdgaðist og leitaði sam- funda við hana í hofinn við bálið helga. Kvikmyndin er einstök f sinni röð, eins og sag- an sjálf — eða fyrst og fremst fyrir það að sagan er þar ná- kvæmlega rakin, en áður hafa margir leikritahöfundar og nokkrir kvikmyndahöfundar sótt í h@na efni að einhverju leyti. 'T'he Sandpiper," nefnist kvik ^1 mynd með þeim Eíiza- beth Taylor og Richard Burt- on, hjónakornunum frægu, í að- alMutverkum — hvað eitt næg ir að sjálfsögðu tri þess að myndin hefur vakið gífuríega at- hygli í Bandaríkjunum og víðar. Mynd þessi byggist á hugð- næmri ástarsögu, og skal efni hennar ekki rakið hér, en hún er skrifuð af Martin Ransohoff, sem einnig hefur leikstjóm á hendi. Og fyrst minnzt er á þau hjón in má geta þess að Gamla Bíó sýnir innan skamms óviðjafnan lega skopstælingu á „Kleó- pötru“, hinni heimsfrægu stór- mynd, sem þau voru við riðin en ekki var talin uppfylla þær vonir, sem við hana voru bundn ar, þrátt fyrir óskaplegan kostn að. Ekkert er látið uppi um það hvað þessi skopstæling með Amanda Barrie í hlutverki Kleó pötru, Sidney James sem Ant- oni og Kenneth Williams sem Cesar, hafi kostað í framleiðslu — hins vegar er það fullyrt af gagnrýnendum, að hún standi hinni framar að því leyti til, að hún hæfi beint í mark. Þá spiH- ir Charles Hawtrey ekki skemmtuninni í hlutverki Sen- eca. Mynd þessi er brezk, leik- stjórinn Gerald Thomas en Tal- bot Rothwell hefur samið hand ritið. Og þarna eru allir beztu gamanleikarar Breta — að Seö- ers undanskildum — í eldlín- Framh. á bls. 6 !<•>- 3. grein um kvikmyndir i Reykjavíkurbíóunum -m <s>-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.