Vísir


Vísir - 27.09.1966, Qupperneq 4

Vísir - 27.09.1966, Qupperneq 4
I y V í S IR. . Þriðjudagur 27. september 1966. Frá Varúð á vegunt: AKSTUR 1 Myndin er af bílhjóli á blautum vegi. egar hausta tekur, taka veð- ur að breytast og rigningar verða langvarandi. Þá er nauð- synlegt, að ökumenn hafi vak- andi athyglr á því breytta á- standi, sem slík veðrátta veldur á ökutækjum og ástandi við akstur. Rúðuþurrkur verða að vera í góðu lagi. Gúmmíhimnu og ó- hreinindi þarf að fjarlægja af framrúðum, meö rúðulöig eða öðru efni, sem til þess er notað. Rúðuþurrkurnar verða að Á teikningunni sést, hvemig vatenselgurinn þrýstii dekkinu upp og minnkar viðfiámsflöt þess, ef raufarnar eru ekki nógu djúpar til að hleypa vatninu í gegn. þurrka bleytuna jafnt af öllu því svæði, sem þær ná yfir á framrúðunni og þurrkublöðin ' \.. \ - mega ekki vera skemmd. Þurrk- urhar verða að vera rétt stillt- ar svo þær nái yfir sem mest af flatarmáli rúðunnar. Því hver sá blettur á framrúðunni, sem ekki þurrkast, ekki sízt til hlið- ar báðum megin. getur hulið út- sýn, þar sem mest ríður á. Rúðuþurrkur veröa að hreinsa meginhluta framrúðunnar. Ökumenn eiga ávallt að hafa nægilegt af tvisti eða afþurrkun arklútum í bifreiðinni. Og aldrei nota sama tvist á framrúðuna og notaður er til að þurrka af bifreiðinni almennt. Bón má ekki koma á framrúðuna, en auðveldlega berst það meö tusku eða tvisti, sem jafnframt er notaöur við að þurrka af yfirbyggingu bifreiðarinnar. — Þurrkið ávallt vel af hliðarrúð- um og ekki sízt afturrúðu. Hald- til að taka við bleytunni situr vatnið á milli barða og yfir- ið ljóskerum ávallt hreinum bæði fram- og afturljóskerum. Ef aur sezt á ökuljósker minnk- ar Ijósmagn ökuljósanna um allt að 50%. Þegar ekið er í röku veðri, hafið þá ávallt báðar hliðarrúð- úr eilítið opnar, svo loftstraum- ur leiki um bifreiðina og taki með sér rakann, sem setzt hef- ur innan á rúðurnar. Notiö ó- spart rúðublásarann. Forðizt að bleyta komist inn í bifreiðina, til dæmis í mottur. Blautar mott ur halda í sér bleytunni og í röku og köldu veðri gufar rak- inn upp og sezt inn á rúö- urnar. Athugið vel ástand hjólbarð- anna, hvort þeir eru ekki of slitnir til að geta gripið í aur- uga götuna. Ef raufarnar eru næstum eða alveg uppslitnar er mjög lítill möguleiki á aö hjól- in fái snertingu við yfirborð götunnar. Meginvinningur með raufum í hjólbörðum er, að við'þunga farartækisins á yfirborði vegar- ins pressa snertifletir hjólbarð- anna vatniö og aurinn jafnóð- — ■ ■ ■ ■ f ii um upp í raufarnar og undan barðanum. Ef þaö er ekki hægt vegna þess, að engar raufar eru borðs vegarins og barðinn fær ekki nægilegt grip í veginn. Hafið hugfast hve áríðandi er að hemlar verki vel og jafnt á öll hjól. Það á ekki sízt við á blautum og þá hálum vegi. Ef átakið er ójafnt, er miklu hætt- ara við hliðarskriði'. Hafið ríkt í huga, að hemlunargeta öku- tækjanna rýrnar mjög mikið á blautum vegi. Og ef aurblettir eða olíu- og fitublettir eru í bleytunni getur vegurinn verið sem háll ís. Sigurður Ágústsson. Skólafólk CONSUL 1531 og 1533 SKÓLARITVÉLARNAR eru alltaf fyrirliggjandi. Léttar í meðförum, léttur ásláttur, traustbyggöar og fallegar. Vélarnar eru allar úr málmi og í hentugri tösku sem hlífir vél- inni vel. Er mest selda skólaritvélin sl. tvö ár. EINS ÁRS ÁBYRGÐ Várahluta- og viðgerðarþjónusta hjá aðalumboðinu. Verð í Reykjavík með söluskatti: Model 1531 kr. 2.950,00 Model 1533 með dálkastilli kr. 3.550,00 Greiðsluskilmálar. Útsölustaðir í öllum stærra kaup- stöðum landsins og Reykjavfk. 1 Reykjavík: AÐALUMBOÐIÐ og Baldur Jónsson sf. Hverfisgötu 37. Sími 18994 Vil ráða eina eða tvær Afgreiðslustúlkur í vefnaðarvöruverzlun til starfa hálfan eða aíl an daginn. Umsóknir óskast sendar afgr. blaðsins fyrir mánaðamót merkt: „Afgreiðslu stúlkur 1632.“ nSld eldhús Síaukin sala, enn meiri fjölbreytni og fleiri gerðir. Þessi stærsta sýning á eldhúsinnréttingum hér á landi er nú flutt í ný húsakynni í mið- biki borgarinnar að Suðurlandsbraut 10 gegnt íþróttahöllinni. Ennfremur: Úrval af stálhúsgögnum, eldhús borðum og -stólum. Nýjustu gerðii af vegg skápum og skrauthillum. SKORRI H.F. Suðurlandsbraut 10. Nýr sími: 3-85-85

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.