Vísir - 27.09.1966, Síða 6
6
V1SIR. . Þriðjudagur 27. september 1966.
Reykianes —
Framh. af bls 9
Öll framhaldsrannsókn reynd
ist torveld eftir aö þannig var
komið málum. Kom þó landlækn
ir suður í Garð, lét grafa iík
Elfnar upp, en taldi sig þess
ekki umkominn að geta gefiö
afgerandi úrskurð um dánar-
orsökina. Þann eftirmála hafði
þó þessi atburður, að Jón bóndi
var dæmdur til fjárútláta, en
tveir aðstoðarmenn hans við
dysjunina til tugthúsvistar, Eg-
ill Útskálaprestur mun og hafa
hlotið nokkurt ámæli af afskipt
um sfnum í þessu máli, en þá
var tekið að styttast í embættis-
rekstri hans þar í prestakallinu.
VII
EMtt sinn þegar verið var að
taka gröf í Útskálakirkju-
garði, líklega um 1750-60, urðu
graftarmenn alvarlega skelkaðir,
að þvf er sagnir herma. Höfðu
þeir aðeins stungið fáar skóflu-
stungur þegar þeir komu allt í
einu niöur á órotnað lík eða
mann, og vissu þó engan hafa
verið grafinn þar síðustu áratug
ina. Var maður þessi ekki í
kistu, en með hatt á höfðinu
og parruk, í svartri mussu, sortu
lyngslituöum stuttbuxum og í
mórauðum sokkum. Sá mussu-
klæddi hvessti glymumar á
graftrarmennina, enda var þeim
þá nóg boðið, flýttu sér að moka
ofan á hann og tóku gröf á öðr
um stað í kirkjugaröinum.
Annaðhvort þessi sami mað-
ur, eöa annar honum áþekkur
sást á ferli í bæjargöngunum
að Útskálum seint á öldinni sem
leið. Ögmundur Sigurðsson kenn
ari sá hann um albjartan dag
og lýsti honum sem nokkuð á-
lútum, kkeddum stórri mússu
og stuttbrókum, með hattkúf á
höfði og flaksandi grátt hár und I
an hattbörðunum.
i
VIII
fjað er sízt að undra þótt svip
* ir sjáist á Útskálum, því
oft hefur þar í grendinni svip-
lega atburði borið að höndum,
ekki sízt tíð og váleg sjóslys
undan Garðsskaga, og hafa hin
ir sjóreknu þá iðulega verið jarð
settir að Útskálum.
Eitt sviplegasta sjóslys sem
sögur fara af við Garðsskaga
varð á útmánuðum 1685. Þá
fórust 7 skip frá Stafnnesi meö
samtals 60 manns, að undantekn
um tveim mönnum sem komust
lífs af. Strax nóttina eftir rak j
47 lík, sum í Garðinum, önnur j
á Miðnesi. Voru þau öll jarðsett j
að Útskálakirkju á einum degi, !
gerðar að þeim þrjár grafir og
voru í eina þeirra lögð 42 llk,
hvert við annars síðu og án þess
að sett væru í kistu. 1 hinar
tvær grafimar voru formennim
ir jarðaðir, að þeim voru kist-
ur gerðar og þeir hjúpfærðir.
Aðrar heimildir herma að líkin
hafi verið 89 sem grafin hafi
verið að Útskálum eftir þetta
voðaveður sem bátamir hrepptu,
og hafi þau verið grafin á tveim
dögum.
Síðast í febrúar 1758 varð
annað mikið sjóslys við Garðs-
skaga, en þá fórust sex bátar
með samtals um 40 manns í
einu og sama veðri.
Samkomulag —
Framhald af bls. 16
Verðin eru miðuð viö, aö sild-
in sé komin í löndunartæki verk
smiðjanna eða umhleðslutæki
sérstakra síldarflutningaskipa,
er flytji sfldina til fjarliggjandi
innlendra verksmiðja.
Inneign sú, sem verður í flutn
ingasjóði síldveiðiskipa þann 30.
september 1966, skal yfirfærast
til hins nýja verötímabils og
vera til ráðstöfunar, ef nauðsyn
krefur, samkvæmt reglum sjóðs-
ins, sem birtar era í tilkynningu
Verðlagsráðs sjávarútvegsins nr.
9/1966. Ekki er gert ráð fyrir
greiðslum í sjóðinn af bræðslu-
sildarverði þetta verðtímabil.
Þá varð samkomulag á fundi
ráðsins f dag um óbreytt verð á
síld til söltunar norðan- og aust
anlands tímabilið 1. til 31. októ-
ber 1966, þ. e.:
Hver uppmæld tunna (120 lítrar
eöa 108 kg.) kr. 278.00
og hver uppsöltuð tunna (með
þrem lögum f hring) kr. 378.00
Evrópumoistari —
WMMMnw MMajnwaMa
Framhald af bls. 16
svörtum röndum og þegar ég
ætlaö) aö taka hann hrópaöi
skipstjórinn aö ég mætti ekki
snerta hann, hann væri eitraö-
ur. En honum var ekki fleygt,
þvi aö f haröri keppni er allt
vigtaö sem maður dregur, og
það varö að taka hann með
töngum og setja á vlgt.
— Hvaða fiska veiddiröu
annars?
— Eftir þetta fór allt að
ganga betur en ég þekkti engan
af flskunum nema skötu. Svo
veiddi ég rauöan fisk likan
karfa, hvitan fisk svo og Ijótan
svartan fisk. Crupa, en þaö var
stærsti fiskurinn minn, 23
pund og jafnframt stærsti fisk
urinn, sem kona veiddi.
— Veitti hann þér Evrópu-
meistaratltii?
— Ég fékk sérstakan bikar
fyrir hann, siöan fékk ég bikar
fyrlr bezta dagsaflann einn dag
inn, og svo fékk ég Evrópu-
meistarabikarinn fyrir beztan
heildarárangur.
— Hvað voru margir þátttak
endur?
— 180 og þar af 30 konur.
— Hvernig gekk ykkur ís-
lendingunum sem „landsliði“?
— Mjög vel. ViÖ vorum efst
þar til siðasta daginn aö Gíbralt
armenn drógu 53 punda fisk og
það gerði útsiagiö — viö urðum
númer tvö.
— Hver varð númer tvö af<s>
konunum?
— Hún heitir Segunda og er
frá Marokkó. Maðurinn hennar
er rikur hóteleigandi og á eftir,
er ég fór i ferðalag um Mar-
okkó meö nokkrum þátttakend
um bjó ég á einu af hótelum
þeirra hjóna. Ég verö aö segja
aö það ferðalag, og mótið í
heiid var stórkostlegt ævintýri
fyrir mig.
Kórferð —
Framh af bls. 1.
vel fyrir þessa ferö, sem hann
vonaði aö yröi ekki hin síðasta
meö fslenzkt ferðafóik. „Mun-
um við gera okkar bezta til þess
að gera ferðina ánægjulega“.
sagði skipstjóri. Lýsti hann síö-
an skipinu, sem er 26 ára gam-
alt. Skipið er niu þúsund tonn,
137 metrar á lengd, 18% á
breldd og hámarkshraði þess er
21 hnútur. í því eru tveir veit-
ingasalir, tveir barir og 425 far-
þegarými. Þar af eru í skipinu,
fyrsti kiassi og „túristaklassi“ j
auk tveggja íbúða. Auk þess era
ORÐSENDING
TIL NÚPVERJA
Ungmennaskólinn að Núpi í
Dýrafiröi, sem nú heitir Héraös-
skólinn að Núpi, var stofnaður fyrir
60 áram síðan. Afmælisins verður
minnzt vlö setningu skólans um
miðjan október n.k.
Nokkrir gamlir nemendur og aör
ir velunnarar skólans komu saman
á fund hér í Reykjavík á sl. vori til
í skipinu kvikmyndasalur, bóka-
safn þar sem eru bækur á ýms-
um málum og fyrir þessa ferð
var gerð sérstök sundlaug. Hef-
ur skipstjóri veriö með skipið í
ellefu ár og alls stundaö sjóinn
í 28 ár. Kemur skipið núna beint
frá London en þaö hefur undan-
farin ár verið i siglingum á leið-
inni Leningrad-London auk ann-
arra hafna á noróurslóðum.
Ahöfnin var sögð tala ýmsum
tungum, og kom það á daginn
að þar var m. a. íslenzkumæl-
andi maður Igor Nikoiajvitsj
Usov eöa Ingvi Nikulásson Usov
eins og hann vildi iáta kalla sig.
Sagði Igor að hann skildi samt
meira í íslenzku en hann talaöi.
fslenzkuna lærði hann í Lenin-
grad.
Voru fréttamönnum sýnd salar
kynni skipsins og vistarverur
farþega. Virtist sem ferðin
myndi verða hin ægilegasta fyr
ir farþegana í rúmgóðum káet-
um, virðlst skipið hið traustasta
en ber merki sins tíma.
þess að ræöa um á hvern hátt þeir
gætu heiðraö skólann á þessum
tímamótum. Bar margt á gftma.
Sumir vildu fá leyfi til að endur-
byggja gamla skólahúsið og geyma
það síðan til minja um upphaf skól
ans. En upplýst var, að kostnaður
inn við það yrði svo mikill, að ó-
kleift mundi reynast aö fram-
kvæma þá áætlun. Var þá sam-
þykkt að láta gera líkan af gamla
skólahúsinu og gefa það skólanum
á sextugsafmælinu. Skyldi það
vera vísir að minjasafni, ef stofnað
vrði við skólann. Kosin var nefnd
manna til að hrinda þessu máli í
framkvæmd. Þessi skipa nefnd-
ina: Stefán Pálsson, formaður, Jón-
ína Jónsdóttir, ritari, Jón I. Bjama
son. gjaldkeri, Baldvin Þ. Kristjáns
son, Ingimar Jóhannesson, Jens
Hólmgeirsson og Laufey Guð-
jónsdóttir.
Nefnd þessi gengst nú fyrir þvi
aö haldinn verði fundur n.k. miö-
^ikudag 28. sept. í Átthagasalnum
að Hótel Sögu. Hefst hánn kl. 21.
Þar verður líkanið af húsinu til sýn
is, nefndin skýrir frá störfum sín
um og sýndar verða kvikmyndir
frá Núpi m.a. kvikmynd af hátíöa-
höldunum 1963, þegar minnzt var
aldarafmælis séra Sigtryggs Guð-
laugssonar. Áskriftarlisti liggur
frammi fyrir þá, sem vilja taka þátt
í afmælisgjöfinni.
Þess er vænzt, að nemendur skól
ans og aörir velunnarar í Reykjavik
og nágrenni sæki fund þennan og
leggi þannig lið sitt til þess að
heiðra skóla sinn á merkilegum
tímamótum. Nefndin.
Skólinn tekur til stnrfn ■ nýju húsnæði
Miðbæ Húuleitisbruut 58 - 60
Kennt verður:
Söng- og hringdansar.
Það hefur safnazt mikið af alls konar efnis-
bútum og verður því haldin
Bútasala
nokkra næstu daga.
Verzlun H. TOFT,
Skólavörðustíg 8
Stúlka
óskast til aðstoðar í prentsmiðju. Á sama
stað óskast
Sendill
hálfan eða allan daginn.
Prentverk
Bolholti 6. Sími 19443
Barnadansar.
Nýjustu táningadansamir:
Vatusi, Jerk Fmg, Hoppel
Poppel.
Latin American dansar.
Gömlu dansamir.
Alþjóðadanskerfið, 10 hag-
nýtir dansar.
Einkatímar og smáhópar
eftir nánara samkomulagi.
Reykjavík:
Innritun og upplýsingar daglega
í síma 33222 og 35221 frá kl. 10
—12 f. h. og kl. 1—6 e. h.
Upplýsingarit Iiggur frammi í bókabúðum.
DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS
Akranes: Innritun daglega í síma 1560.
Njarðvík og nágrenni: Innritun daglega í síma 91-33222 og 91-35221.