Vísir - 27.09.1966, Qupperneq 16
Þriðjudagur 27. september 1966
„Síðustu Ijóð"
Duvíðs komin út
„Síðustu Ijóð“ eftir Davíð Stefáns
son frá Fagraskógi eru komin út
hjá Helgafelli og er þetta aðaljóla
bók forlagsins í ár. 1 bókinni eru
síðustu ljóð Davíðs og ýmis ljóð,
sem áður voru ort en ekki fullfrá
gengin. Ljóðabók bessi var að heita
mátti tilbúin til prentunar, þegar
skáldið lézt, en dregizt hefur að
gefa hana út. Bókin er yfir 300
blaðsíður að stærð eða eins og
tvaer venjulegar bækur í Ijóðasafni
Davíðs. Ljóðin í bókinni eru alls
145 og hefur ekkert þeirra birzt áð
ur.
Valgerður Bára innbyrðir verðlaunafiskinn, 23 punda Crupa, úti fyrir Gíbraltar.
Samtal við Valgeröi Báru Guðmundsdóttur, sem vann kvennaflokkinn á Gíbraltarmótinu
íslendingar eignuðust ó-
vænt Evrópumeistara fyrir
skömmu, þegar Valgerður
Bára Guðmundsdóttir hlaut
Evrópumeistaratitil kvenna í
sjóstangaveiðimóti, sem hald-
ið var í Gíbraltar dagana 29.
ágúst - 3. september. Val-
gerður kom til landsins í fyrri
nótt og í morgun náði Vísir
tali af henni og óskaði henni
til hamingju með sigurinn og
bað hana að segja svolítið frá
mótinu.
— Þegar ég fór suður eftir
vissi ég eiginlega ekki í hve
harða keppni ég var að Ieggja.
Ég fór ein til Gíbraltar og ætl-
aði að keppa sem einstaklingur
en svo komu þrír íslendingar,
sem höfðu verið á ferðalagi meö
konum sínum á Spáni og þá gát
um við keppt sem „landslið“.
Það voru þeir Einar Ásgeirsson
Jónas Halldórsson og Ásgeir
Jónsson.
— Fyrstu tvo dagana fékk ég
ekki fisk, það var vont í sjóinn
og ég sjóveik — en svo beit
skyndilega á hjá mér. Ég dró
fiskinn. Hann var gulur með
Framh. á bis. 6.
■Ksau
Loftbrú úr Reykjn-
vík í Öræfosveit
Undanfama daga hefur Douglas
flugvél frá Flugfélagi Islands hald-
ið uppi „loftbrú“ milli Fagurhóls-
mýrar og Reykjavíkur. Hafa ýmsar
vörur verið fluttar frá Reykjavik,
matvæli, byggíngarefni og áburður,
en ýmsar sláturafurðir oggrænmeti
flutt úr Öræfinn. Tekur flugvélin
3 tonn í ferð, og verða þessir
flutningar samtals eitthvað nálægt
120 tonnum.
Á BRÆÐSLUSÍLD 06 SAL TSÍLD
Á fundi Verðlagsráðs
sjávarútvegsins s.l. laug
ardag varð samkomulag
um, að lágmarksverð á
síld í bræðslu, veiddri
norðan- og austanlands
þ. e. frá Rit norður um
að Hornafirði, skuli véra
kr. 1.37 hvert kg tíma-
bilið 1. október til 31.
október 1966 að báðum
dögum meðtöldum.
Heimilt er aö greiða kr. 0.22
lægra á kg fyrir síld, sem tekin
er úr veiðiskipi i flutningaskip
utan hafna, enda sé síldin veg-
m eða mæld eftir nánara sam-
komulagi aðila við móttöku í
flutningaskip.
Verðbreytingin tekur gildi kl.
24 þann 30. september miðað við
afhendingu.
Framh. á bls. 6.
Mikið líf og fjör var við höfn
ina í gær eftir rólega fyrri viku.
Þyrptust skipin inn um helgina,
þannig að í gærdag var ekkert
legupláss ónotað við höfnina.
Fjórir fossar voru inni, Gull
foss, Fjallfoss, Brúarfoss og
Bakkafoss, en auk þess voru
inni työ leiguskip á vegum Eim
skip. Litlafell, Aarnarfell og Jök
ulfell voru bundin við bryggju.
Af sérkennilegum skipum við
höfnina má nefna Tristan
sænskt bílaflutningaskip, sem
kom með yfir 80 ameríska bíla
til landsins, tvö skjannahvít
bandarísk hafrannsóknarskip á
vegum bandaríska hersins, sem
lágu við Ægisgarö. Auk þess
lágu margir togarar og sand-
dæluskipið Sandey við festar.
Síldarflutningaskipið Síldin
og rússneska skemmtiferðaskip
ið Baltica lágu á ytri-höfn.
Beiö Síldin eftir því að uppskip
unarpláss losnaði við Granda-
garð.
Viðskipti við Pólland
með frjálsum gjaldeyri
í nýjum greiöslu- og viðskipta-
samningi, sem var undifritaður
milli íslands og Póllands í Wars-
zawa í gær er horfið frá jafn
keypissamningum, sem viðskipti
landanna hafa byggzt á síðan frá
lokum síðasta stríðs. Er í þess stað
horfið að marghliða greiðslugrund-
velli og fara viöskiptin hér eftir
fram í frjálsum skiptanlegum gjald-
eyri. Samningnum fylgja þó árlegir
vörulistar og eru þar m. a. kvótar
fyrir frysta og saltaða síld. Gildis-
tími samnings þessa er frá 1. jan.
1967 til 31. desember 1969.
Samkvæmt samningsgerð þessari
var gengið frá bankatæknilegum
atriðum, svo sem uppgjöri á
greiðslu clearingreikninga o. fl.
Ennfremur var undirrituð bókun
um viðskiþti landanna á síðasta
ársfjórðungi 1966 og sérstök bókun
um viðskipti fyrir áriö 1967.
Samninginn undirritaði af íslands
hálfu dr. Oddur Guðjónsson, við-
skiptaráðunautur, en af hálfu
pólsku samninganefndarinnar, dr.
W. Jurasz, forstjóri í samningsdeild
utánríkisverzlunarráðuneytisins.