Vísir - 27.10.1966, Page 6

Vísir - 27.10.1966, Page 6
6 VlSIR . Fimmtudagur 27. október 1966. © Sameinaö alþingi. í gær var reglulegur fundur sam einaðs alþingis. Rædd var fyrir- spum Jóns Skaftasonar (F) um Vesturlandsveg. Ingólfur Jónsson samgöngumálaráðherra svaraðj fyr irspurninni og spunnust út' af henni nokkrar umræöur. Ennfrem- ur tók til máls Matthías Á. Mathie- sen (S). Þá var rædd fyrirspurn Ragnars Amalds (K) um störf tveggja nefnda til að athuga at- vinnuástand á Norðurlandi. Egg- ert G. Þorsteinsson, félagsmálaráð- herra, syaraði fyrirspurninni. Einn- ig tók til máls Jóhann Hafstein, dómsmálaráðherra. Loks var rædd fyrirspum Ingvars Gislasonar (F) um rekstrarvandamál hinna smærri báta. Til máls tóku Eggert G. Þorsteinsson, ráöherra og Guðlaug ur Gíslason (S). © Þá var tekin til umræðu þings- ályktunartillaga Þórarins Þórarins- sonar (F) um kaun Seðlabankans á víxlum iðnaðarins. Jóhann Haf- stein iðnaðarmálaráöherra og Gylfi Þ. Gíslason, viöskiptamálaráðherra tóku einnig tii máls. Fleira var ekki rætt. • Lögð voru fram tvö þingskjöl. Tillaga til þingsáiyktunar um rann- sókn á kaupmætti tímakaups verka manna í dagvinnu (Þ.Þ., E.Á., — F) og frumvarn til laga um heimild fyrir ríkisstjórnina til aö selja eyði jörðina Vola í Hraungerðishreppi (Á.Þ. — F, R.J. — S) Slys — íþrótfir — framhald af bls. 2 Þegar Knattspyrnufélagið Fram hefir gert hið nýja svæði sitt í Kringlumýri, að hinum mikla akri íþrótta, mun ekki verða langt að bíða uppskerunnar. „Því eins og þér sáið, munuð þér og einnig uppskera". Með fyrirfram þökk fyrir liðsinni þitt, og þúsundfalt hljótir að launum. Hvað er oss ei megnugt, ef hver gerir sitt, i hversdagsins fjölmörgu raunum? Látum nú til skarar skríða, skundum fram á völl. Brátt ekki eftir neínu að bíða, brosir sól og jörðin öll. J. Þ. Framh af bls. 1. fæstir árekstrar í ágúst, 168, og september 161. Slys í umferðinni fyrstu 9 mán- uði ársins skiptast þannig eftir flokkum. Fárþegar 87, böm 78, ökumenn 70, hjólreiðamenn 42, gangandi menn 26, konur 20 og dauðáslys 2. í fyrra var skiptingin allt árið þannig: Farþegar 138, ökumenn 77, böm 66, hjólreiðamenn 48, gang- andi menn 30, konur 18 og dauða- slys 8. Athygli skal vakin á því aö slys á hjólreiðamönnum em óvenjulega mikil, því að fjöldi reiðhjóla í um- ferðinni er ekki mikill. Stafa slysin sennilega mikið af því, hve ör- yggisútbúnaður reiöhjóla er oft á tíðum lélegur (t.d. í sambandi við ljós, kattaraugu o.s.rfv.). Sýna töflur, sem gerðar hafa verið yfir ágúst og september um það hvenær sólarhringsins árekstramir verða, að flestir árekstrar verða á samsvarandi tímum báða mánuö- ina. Verða árekstramir flestir þeg- ar umferðin er þéttust eins og bú- ast mátti við. Flest umferðarslysin í ágúst urðu milli kl. 17 og 18 eða 9.60% allra umferðarslysa. 9.12% urðu milli kl. 18 og 19, 8.64% urðu milli kl. 13 og 14 og 8.16% milli kl. 12 og 13. Einkennandi er að fjöldi umferðarslysa eykst skyndi- lega rétt fyrir kl. 9 á kvöldin eða í þann mund sem fólk er að fara í kvikmyndahús og aftur eykst fjöldi slysanna rétt fyrir miðnætti þegar sama fólkið er aö fara heim. Slysin urðu fæst frá kl. 5 til 7.30 á morgnana, engin skráö slys í ágústmánuði. Tölumar í september em mjög sambærilegar. Þá urðu slysin flest milli kl. 13 og 14 eða 9,68% allra umferðarslysa. tónleika í nágrannalöndunum. Hann er formaður „Norræna sólistaráðsins“. Bruland hefur einu sinni áð- ur komið hingað til lands, með norska stúdentakórnum áriö 1961. Hann hefur getið sér góð- an oröstír sem hljómsveitar- stjóri í Bergen, Þrándheimi og Osló og í ýmsum borgum utan heimaiands síns. Hefur hann oft verið ráðinn til að stjóma fíl- harmoníuhljómsveit Berlínar. Skók — Bruland Framhald af bls. 1. norsku útvarpshljómsveitarinn- ar. j Báru þeir Bruland og Walldén saman bækurnar, píanóleikar- inn lék nokkrar trillur, hitnaði í hamsi og snaraði sér úr jakk- anum. Rétt á eftir fór einn úr hljómsveitinni að dæmi hans og loks stjómandinn og hófst þá æfingin með fyrstu tónum „Fljótslns“. Efnisskrá hljómleikanna í kvöld er skipuð hljómsveitar- verkum frá Norðurlöndunum þar á meðal tveim þáttum „Sögusinfóníu“ Jóns Leifs. Sem fyrr seglr er Walldén mikils metinn pianóleikari í heimalandi sínu og hefur haldið Framhald af bls. 1. A-flokki en Júgóslavía nr. 2. íslend- ingar höfnuðu þá í C-flokki og urðu þar nr. 1, en Tyrkland og» Mexfco, sem einnig tefldu þá til úrslita í C-flokki urðu nr. 11 og 12. Mongólía komst hins vegar x B- flokk og náði þar 8. sæti og Aust- urríkismenn höfnuðu í 6. sæti, einnig f B-flokki._____ Hagfræðingor — Framhald af bls. 16 hvað um íslendinga við nám er- lendis. Af þessum tölum sést, að í framtíðinni má búast við nokk- urri fjölgun í þessari stétt. Eins og að framan greinir, eru um þessar mundir liðin 25 ár frá þvf að kennsla í viðskiptafræðum hófst við Háskólánn. Undanfari kennslunni í Háskólanum var Við- skiptaháskólinn, sem starfaði frá 1938. Sá skóli var stofnaður aö tilhlutan Jónasar frá Hriflu og að- allega ætlaður til þess að mennta menn til starfa við utanríkisþjón- ustuna. Þessi skóli var síðan sam- einaöur Háskólanum árið 1941, eft- ir miklar deilur á Alþingi. í dag eru 3 prófessorsembætti við við- skiptadeildina, og í vetur verður fjórða embættið væntanlega lög- fest, þá kenna tveir dósentar við deildina og nokkrir aukakennarar. Á laugardag gangast Félag við- skiptafræðinema og Hagfræðafélag íslands fyrir hátíðahöldum til að minnast þessara merku tímamóta. Verður nánar sagt frá þessum há- tíðahöldum og frg viðskiptakennslu í Viðskiptaháskólanum og Háskóla íslands í blaðinu síðar. Ólafsfiörður Þessi mynd frá Ólafsfirði átti að koma með viðtali við bæjar- stjórann á Ólafsfirði sem birtist á opnu blaðsins í gær, en vegna mistaka kom mynd frá Ólafsvik í hennar stað og eru lesendur beðnir velvirðingar á þessum myndaruglingi. Synjdð Framhald af bls. 16 Reykjavíkur og Keflavíkur til þess aö fá skólavist. Talaöi blaðið nýlega við Þor- kel Steinar Ellertsson skóla- stjóra að Eiðum, sem sagði að 115 nemendur hefðu verið í skól anum í fyrra og hafi 45 nemend- ur lokið námi eða hætt því aö vetri Ioknum. Sá f jöldi nemenda, sem við gátum bætt við okkur í haust nam þeirri tölu en nýjar umsóknir um skólavist hjá okk- ur voru 135. Þessi skóli er bæði gamall og rótgróinn á svæðinu, elzti héraðs skóli á landinu og auk þess er hann i tízku svo aö unglingamir sækja fyrst um skólavist hjá okkur áður en þeir leita annað, sagði Þorkell. Þetta ástand er slæmt þegar unglingamir verða að sækja út fyrir mörk sýslunn- ar til þess aö fá skólavist og dæmi em til þess að þeir hafi þurft að leita allt til Reykjavík- ur og Keflavíkur um skólavist. Með því að fræðslukerfið er að breytast á þann veg að skyldunáminu verði bætt viö bamaskólana I stað unglinga- skólanna áður má gera ráð fyrir að rýmkist í skólanum og em uppi áform um það að leggja niður fyrsta bekk Eiðaskóla jafn vel á næsta hausti og taka fleiri nemendur í efri bekkina, sem því svarar. Vatnsveita — Framh. af bls. 1., sprettu , í landi jarðarinnar Syðstu-Markar i Rangárvalla- sýslu, og ei lögð þaðan 22 km löng leiðsla til sjávar og liggur leiösla í sjóinn í landi jarðar- innar Bakka i Landeyjum. Eins og kom fram f fréttum í sumar, hafði verið gerð athugun á að fá þyrilvængju til að flytja byggingarefni upp að uppsprett- unni, en upp mikla og erfiða brekku er að fara. Hafði verið leitað til vamarliðsins um flutn- ing efnisins, og tók vamarliðið mjög vel í þá bón Eyjaskeggja, en við nánari athugun kom í ljós að mjög erfitt og áhættu- samt yrði að athafna sig á þyrlu þama, enda er uppsprettan í gili, og þröngt um allt aðflug. Mun líklega verða að grípa til gamalla vinnubragða og nota hesta til að flytja byggingarefn- ið þangað upp eftir. Þama er um að ræða mikið timbur og um 20 tonn af tilbúinni steypu. Mun þvi hesturinn („þarfasti þjónninn“) leysa vandann í þessu tilfelli, er tækniútbúnað- inn þrýtur. Magnús Magnússon sagði að lagning sjálfrar leiöslunnar til sjávar heföi gengið mjög vel. Nú væri aöeins eftir að leggja leiðsl una á nokkrum erfiðum köflum. mestur hluti leiðslunnar væri þarna asbestleiðslur, með 10 tommu innanþvermál, en á hin- um erfiðu stöðum, sem áður segir frá, veröa leiðslumar þrjár og úr plasti. Er hver þeirra leiðslna 6 tommur að innanþver máli. Þessi fyrrgreindu plaströr eru sérstaklega gerð fyrir þess ar framkvæmdir hjá Reykja- lundi og þola þessar leiðslur meiri þrýsting, en venjulegar leiðslur af sömu gerð. Við þess- ar framkvæmdir hafa unnið um 20 manns. Verkstjórar og flokks stjórar svo og vörubifreiða- stjórar við framkvæmdimar eru frá Vestmannaeyjum, en flestir verkamanna svo og gröfumenn og traktorsmenn eru frá héruð- unum í kring. Eins og áður segir verður strax £ vetur hafizt handa um framkvæmdir í Eyjunum sjálf- um við lagningu dreifingarkerf- is svo og byggingu dælustöðvar og vatnsgeymis, ef tíð og fjár- hagur bæjarfélagsins leyfir. Þeg ar hefur verið gert nýtt dreif- ingarkerfi fyrir fiskiðnað Eyja- búa, og verður vatnið úr landi tengt beint inn á það kerfi. Iðnldnasjóður — Framhald af bls. 1. vélaiðnaöar, vegna forgöngu rik- isstjómarinnar. Samkeppnisaðstaða iðnaðarins hefði verið stórlega styrkt með margvislegri opinberri fyrirgreiðslu. Hins vegar er Ijóst sagði Jóhann Hafstein að finna verður ný úr- ræði í stað þeirra að Seðla- bankinn endurkaupi afurðavíxla iðnaðarins, þar sem tryggingar skortir yfirleitt vegna fyrirkomu- lags á framleiðslu og sölu. Farin heföi verið sú leið I vissum tilfell- um að vátryggingarfélögin tryggðu víxla iðnaðarins og kæmi til greina að fara þá leið í fleiri tilfellum. Hins vegar væri nú til athugunar hvemig Seölabankinn gæti á auð- ve’dari og hagkvæmari hátt en áð- ur aukið við fjármagnsveitingar til iðnaðar. Austin 7. árgerð '62 Til sölu og sýnis. Uppl. í Fiskhöllinni eftir kl. 4.00 í dag. Bílaprýði auglýsir I .1 Teppaleggjum bíla og klæðum sæti með lambsskinnum og öðru venjulegu efni. Gjörið svo vel og reynið viðskiptin. Bílaprýði, Skúlagötu 40 — Sími 23070. Lokað vegna jarðarfarar Skrifstofur lögreglustjóraembættisins verða lokaöar á morgun frá kl. 9—12 f.h. vegna jarðarfarar Erlings Páls- sonar, yfirlögregluþjóns. Lögreglustjórinn i Reykjavik.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.