Vísir


Vísir - 27.10.1966, Qupperneq 15

Vísir - 27.10.1966, Qupperneq 15
V í SIR . Fimmtudagur 27. október 1966. ' --ft' EFTIR: CAROL 6AYE * ☆ ☆ * m Þ • spam og með stóra tannbakshringi dingl- andi í eymasneplunum. Jenny tók eftir að hann horfði fast á þær, um leið og hann gekk framhjá. Líklega vonaði hann að þær mundu láta hann spá fyrir sér, datt Jenny í hug. — Hvor okkar á að fara fyrst? spurði Fran þegar hann var farinn inn í tjaldið. — Þú. — Mundu nú að segja mér hrein- skilningslega frá öllu, sem hann segir viö þig, sagði Chris hlæjandi. Hún leit við um leiö og hún fór: — En setjum nú svo að hann spái að ég skilji við þig —út af háum dökkhærðum manni? — Hver veit, nema hann segi mér, að ég muni skilja viö þig út af grannvaxinni. ljóshærðri stúlku, svaraði Chris hlæjandi og brosti til Jenny um leið. — Ég held að ég verði að ganga dálítið um héma, sagði Chris þegar Fran var farin. — Segðu Fran að ég verði þama niðurfrá, þar sem verið er að kasta kókoshnetunum. Ég þef bamalega gaman af þeirri íþrótt. — Gætum við ekki dmkkið te saman á eftir spurði Róbert Drake. — Þegar Jenny er búin að fræðast af sfgaunanum, meina ég. — Jú, það er sjálfsagt vel til fallið, sagði Chris og hvarf. — Ég veit ekki hvom ykkar ég er reíðari, þér eöa Fran, sagði Jenny við Róbert. — Það finnst mér ranglátt af þér, svaraði- hann. — Hvers vcgna léztu sem þú hefðir aldrei séð Fran fyrr en í dag? — Hvað átti ég að gera, góða mín? Segja eiginmanninum að ég hefði hirt hana í óskilum í bóka- safninu? — Þú gengur fram af mér, Ró bert. Hann hló. — Það fer þér ljóm- andi vel að vera reið, Jenny. En það hef ég líka sagt þér fyrr. Þú hefur líklega gleymt, að þér þótti talsvert mikið til mín koma héma einu sinni. Hún mundi það vel og fyrirleit sjálfa sig um leið. Og hún sagði við sjálfa sig, að það gæti ómögu- lega verið satt. En hann hafði ver- ið reglulega heillandi þegar hún hitti hann í fyrsta skipti. Þá var gaman að vita af honum nærri sér, hann var svo nærgætinn og svo á- fjáður að bjóða henni út með sér og skemmta henni. Hún hafði marg sinnið boröað hádegis- og miðdegis- verö með honum. Og stundum höfðu þau skroppiö til London og farið í leikhús, dansað á eftir og ekki komið heim fyrr en langt var liðið á nótt. En svo kom að kvöldinu, sem hann hafði ótvírætt látiö hana skilja, að hann ætlaöi sér ekki að láta nægja aö vera kunningi henn- ar. En jafnframt kom á daginn, að honum hafði ekki komið til hugar að giftast henni. Hann fór ekki dult með að hann væri maður, sem ætti ekki heima í hjónábandi. Hann hafði reynt það tvisvar og farið illa í bæði skiptin. En þau gætu skemmt sér vel saman, eigi að síður, sagði hann. Þau gætu ferðazt eitthvað saman. Skroppið eitthvað burt um helgar,' til að byrja með. Það ætti að vera hægt að trúa frú Mayfield og Lily fyrir bömunum um eina helgi? Og eng- inn þyrfti að vita hvað lægi bak við. Hún sagði sárreið að sig varðaöi ekki um hvers vegna hann vildi ekki giftast sér. Hún vildi ekki giftast honum, hvaö sem í boði væri. 1 fyrsta lagi vegna þess að hún væri ekki ástfangin af honum. Og í ööm lagi vegna þess að hún elskaöi annan mann. Og hún var alls ekki á því, að „að þau gætú skemmt sér vel saman.“ Og þeg- ar hann dirfðist að stinga upp á, að þau fæm eitthvað burt saman ... Hún sagði honum að hún vildi aldrei sjá hann framar, og að sér væri óskiljanlegt að hún skyldi hafa verið svona oft meö honum. Þá haföi hann farið frá henni glott- andi og kallað hana óþolandi flónska telpu. Og sagði svo, aö hann sæi eftir að hafa eytt tfma og pen ingum í að vera með henni. Svo haföi hún ekki heyrt neitt í honum í heilan mánuð. En þá símaði hann og bað hana fyrir- gefningar. Hvort hún vildi ekki fyr- irgefa honum og hitta sig aftur? Hún svaraöi að þar væri ekki um neina fyrirgefningu að ræða. En aðalatriðið væri, að hana lang- aði ekkert til að hitta hann. Og í öðm lagi væri faðir bamanna í þann veginn aö koma heim. Þess vegna hefði hún um margt að hugsa. Og loks sagði hún: — Því miður, Robert, en þessu er lokið milli okkar. Meira hef ég ekki að segja. Nú voru liðnir þrír mánuðir siðan þetta gerðist og hún hafði ekki séð hann aftur fyrr en í dag. Hana furð- aði á að sjá hann í svona sam- kvæmi. Svo datt henni í hug að hann mundi hafa komið vegna þess að hann bjóst við að hitta Fran þama. Kannski vildi hann fá tæki- færi til aö hitta hana svo allir sæju og kynnast manninum henn, ar svo hægt væri að gera honum heimboð og þiggja boð af honum. Jenny fór að efast um aö Fran hefði haldið loforð sitt um að hitta hann ekki aftur ... — Þú svaraðir ekki spurningunni minni? sagði Robert storkandi. — Ég man ekki um hvað þú þú varst að spyrja um. — Ég spurði hvort þú hefðir gleymt aö einu sinni þótti þér talávert varið í að vera meö mér. — Hafi svo verið þá hef ég ver- ið mikið flón þá, sagði hún. — Ég vona að okkar yndislega Fran tali aldrei við mig í þessum tón. Hún hvessti á hann augun. — Er það svo að skilja að þið hafið I stefnumót ennþá? | — Vitanlega.' — Ertu gersamleg^ samvizku- laus? — Já, alveg. — En ef ég segi nú Chris þetta? , sagði hún bitur. Hann horfði rólega á hana. — í Ég hugsa að þú gerir það ekki. — Ég mjmdi ekki treysta því væri ég í þínum sporum. , — Þú segir honum það ekki, vegna þess að þú elskar hann, og þú veizt að ef hann fer að van- treysta Fran líður honum óbærilega illa. Og það viltu ekki — því að þú ert þannig gerð. * Það var í annað skiptið sem hann sagöi þetta við hana. í fyrra skiptið hafði hann sagt það í sim- anum, daginn sem hann hafði spurt eftir Fran, og nú endurtók hann það þama. Áður en hún gat sagt meira kom Fran út úr tjaldinu og flýtti sér til þeirra. — Hann er afbragð, Jenny. Hann sagði mér margt stórmerkilegt. — Eigiö þér að strjúka með há- um dökkhærðum manni? spurði Robert. — Nei. Eruð þér kannski von- svikinn? — Nei, lamaður. Fran hló dátt. — Það vonaði ég líka. Nú ert þú næst. Jenny svaraði stutt að sig lang- aði ekki til aö láta spá fyrir sér. — Ertu hrædd um að þú heyrir eitthvað óþægilegt? spurði Robert. Hún roðnaði. — Nei, ekki vit- und. Mér finnst þetta bara svo flónskulegt. — Mundu aö þetta er gert f þágu góðs málefnis, sagöi Fran. — Svo að þú verður að fara, Jenny. Ég hef meira að segja borg að fimm shillinga fyrir þig og sagt að þú komir að vörmu spori... Hún leit í kringum sig. ■— Hvar er Chris? — Hann er að leika sér að kókos- hnétum. — Er hann ekki oröinn full gam- all til þess? — Hann hefur gaman af því, sagði Jenny stutt. — Flýttu þér nú inn í tjaldið, sagöi Fran og sneri sér svo að Ro- Passamyndir Teknar í dag — Tilbúnar á morgun. Sér tímar eftir samkomulagi. Ljósmyndastofa Péturs Thomsens Ingólfsstræti 4. Sími 10297, eftir kl. 7 sími 24410. -forwnaf- ÞÝZKAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR úr harðplasti: Format innréttingar bjóða upp á annaS hundraS tegundir skópa og litaúr- val. Allir skópar með baki.og borðplata sér- smíðuff. Eldhúsið fæst me3 hljóSeinangruð- um stólvaski og raftækjum af vönduðustu gcro. - Sendið c3a komið me3 mól af cldhús- inu og við skipuleggjum eldhúsið samstundis og gerum yður fast verðtilboð. Ótrúlega hag- stætt verð. Munið að söluskattur er innifalinn í tilboðum fró Hús & Skip hf. Njótið hag- stæðra grciðsluskilmóla og /^S— — —. lækkið byggingakostnaðinn. HÚS & SKIP ,hf.- lAUGAVIbl II • 5IMI XKIS Rottulegi sjómaðurinn, sem reiddist við tilkynninguna, hellti svívirðingum yfir pró- fessorinn. En fríði, ungi maöurinn sagði honum halda sér á mottunni. Mig grunaði aö sjómaðurinn myndi grípa til sinna bragöa, svo að ég hóf upp spjótið og fylgdist með. _______________________________15 bert. — Mig hálflangar í te. En yöur? Kannski þér gætuð hugsað yður aö útvega mér tebolla. — Ég talaði svo um við manninn yðar að við drykkjum öll te sam- an eftir dálitla stund — þegar Jenny kæmi frá sígaunanuin. — Finnst yður það ekki heppilegt? — Jú, vitanlega, sagði Fran en varð allt í einu ólandarleg á svip- inn. — Flýttu þér Jenny, sagði hún. — Við Drake föirum og náum í borö handa okkur á meðan. Og þeg- ar þú ert búin þá nærðu í Chris Orðsending Nú geta þeir bíleigendur, sem aka á hálfslitnum eða slitnum sumar- dekkjum látið breyta þeim í snjó- munstruö-dekk á aðeins 20 mín. og kostar aöeins frá kr. 100 (pr. dekk) Veriö hagsýn og verið á undan snjónum. Við skoöum ykkar dekk að kostnaöarlausu. Opið virka daga kl. 8-12.C3 og 14 - 20, laugardaga frá kl. 8 - 12.30 og 14 -18, og sunnudaga eftir pöntun í sima 14760. MUNSTUR OG HJÓLBARÐAR Bergstaðastræti 15 (gengið inn frá Spítálastig) METZELEB hjólbarðamir sru sterkir og mjúkir, enda vestur-þýzk gæða vara. Hjólbarða- og benzínsaían við Vitatorg. Sími 23900 Barðinn h.f. Ármúla 7. Sími 30501 Aí "enna t erzlunarfélagið h.t. Skipholti 15. Sími 10199

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.