Vísir - 27.10.1966, Page 16

Vísir - 27.10.1966, Page 16
i VISIR Fhnmtudagiir 27. október 1966. Fjölskyiiliiffirgjöid hjö Flugfélaginu Hinn L nóvember n. k. sanga í gildi sérstök fjöiskyldufargjöld á flugleiðum milli íslands og Norður- landa og gilda bau til 31. marz 1967. Þetta er annar veturinn sem þessi hagstæðu fargjöld eru f gildi, en þeim var komið á fyrir frum- kvæði Flugfélags íslands og fékk félagið þau samþykkt á ráðstefnu Alþjóðasambands flugfélaga, IATA, sem haldin var í Aþenu árið 1964. Fjölskyldufargjöldin til Norður- landa eru háð svipuðum reglum og þau fjölskyldufargjöld, sem gilda á flugleiðum Flugfélags ísiands innan lands, en samkvæmt þeim greiðir forsvarsmaður fjölskyldu fullt far- gjald en aðrir fjölskylduliðar, (maki og böm upp að 26 ára aldri) að- eins hálft gjald. Það skal tekið fram, aö enda þótt Flugfélag Islands hefði frum- kvæði um setningu þessara hag- stæðu fjölskyldufargjalda milli Is- lands og Norðurlanda, þá njóta far- þegar annarra flugfélaga, sem fljúga á sömu flugleiðum, Loftleiöa og Pan American, sömu kjara. Skortur á hagfræðimenntuðu fólki tefur framgang ýmissa mála Um þessar mundir eru liðin 25 ár frá því að kennsla hófst í við- skiptafræðum við Háskóla íslands. Stjórn Félags viöskiptafræðinema boðaði í því tilefni blaðamenh á sinn fund nýlega og skýrði frá Arás á vaktmann við höfnina — þegar lögreglan ætlaöi oð handtaka meintan t árásarmann, gekk drukkinn félagi i lið með árásarmanninum. — Þeir fengu báðir gistingu í nótt var kært til Iögregl- unnar vegna árásar drukkins manns á vaktmann um borð í Reykjafossi. Lögreglan kom á staðinn og fann brátt meintan árásarmann, en þegar lögreglu- þjónar ætluðu aö handtaka hann, réðist drukkinn félagi á- rásarmannsins að lögregluþjón- unum. Upphófust nokkur handa- lögmál milli lögregluþjóna og mannanna tveggja, sem lauk meö því aö félagarnir fengu gistingu í Síðumúla I nótt. — Vaktmaðurinn í Reykjafossi mun ekki hafa slasazt neitt eða injög óverulega vegna árásar- Forsætisráðherra flytur er- indi í Stokkhólmsháskóla í dag hátíðahöldum, sem félagiö gengst fyrir um næstu helgi í samvinnu við Hagfræðafélag íslands. Á fyrr- greindum blaðamannafundi voru einnig mættir prófessor Árni Vil- hjálmsson, og Bjami Bragi Jóns- son hagfræðingur. Bjarni Bragi Jónsson sagði m. a. á fundinum, að svo mikill skortur væri á hag- fræðimenntuðum mönnum, að mik- ill dráttur væri á framkvæmd ým- issa mála, sem hrinda ætt; í fram kvæmd. Þessi þróun hefur átt sér stað, þrátt fyrir stóraukna aðsókn að viöskiptafræðideild Háskólans, t. d. hafa um 32 stúdentar innritað sig til viðskiptafræðináms að meðal- tali s.l. þrjú ár. Hefur fjölgun nem- enda sérstaklega aukizt eftir að reglugerðinni um námið í við- skiptadeild var breytt 1964. Hag- fræðafélag íslands sem er félag hagfræðimenntaðra manna (þ. e. bæði viöskiptafræðingá og.hagfræð inga telur nú um 200 félagsm. en í dag eru 145 stúdentar við nám í viðskiptafræðum og alltaf er eitt- Framh. á bls. 6. Ólafur B. Thors form. Heimdallar Aðalfundur Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykja- vík, var haldinn í gærkveldi 1 Sig- túni. Fjölmenni var á fundinum. Tillögur uppstillingamefndar um stjóm félagsins fyrir næsta ár voru samþykktar og er Ólafur B. Thors formaður Heimdallar. Bjarni Benediktsson, for sætisráðherra og frú hans, sem um þessar mundir eru í opinberri heimsókn í Sví- þjóð, heimsóttu í gær borg ina Linköping. Héldu hinir ísl. gestir frá Bromma-flug- velli í Stokkhólmi í gær- morgun. f Linköping og ná- grenni eru starfandi tvær af stærstti verksmiöjum Norðurlanda, hinar víð- frægu Saab-flugvélaverk- ^miðjur, sem reyndar eru þekktari hér á landi fyrir bifreiðir sínar, og Facit skrifvélaverksmiöjurnar, sem eru í Aatvidaberg. Þá héldu forsætisráðherrahjónin til búgarös hins sænska þingmanns Einars Gustafsson, en búgarður þessi er f Karby. í fylgd með hin- um ísl. gestum í ferð þessard voru Kling, dómsmálaráðherra Svía og frú hans, Granberg, sendiherra Svía á Islandi og frú og Ámi Tryggvason, sendiherra íslands í Svíþjóð og kona hans. Komiö -var til'Brommaflugvallar í gærkveldi, en flugvöllur þessi er f sjálfri Stokkhólmsborg. I morgun heimsóttu forsætisráð- herrahjónin og fylgdarlið þeirra hinar heimsfrægu sænsku verk- smiðjur Telefon AB L. M. Erics^on og snæddu þar hádegisverð í boði framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Um hálf fjögurleytið í dag flytur forsætisráöh. erindi í Stokkh.há- skóla á vegum Félags um utan- ríkismál, og að því loknu heldur forsætisráöherrann fund með blaöa mönnum á hóteli því, sem hann býr á. I kvöld verður síðan kvöld- veröarboð íslenzku forsætisráð- herrahjónanna á Grand Hotel. Hundrað synjað um skólavist Um hundrað nemendum varð að synja um skólavist að Eiðum | þetta skólaár en skólann sitja nú { 115 nemendur og er fullsetinn i með þá tölu. Þeir nemendur, j sem sóttu um skólavist og enga úrlausn hlutu voru ílestir úr Austfirðingafjóröungi. Bárust langflestar umsóknir um þriðja bekk skólans og virðist því sem þeir nemendur á Austurlandi, sem hyggja á nám fram yfir skyldunámið séu í mestu vand- ræðum með að afla sér þeirrar Búrfellsdeilan: FUNDUR I DAG Samningsfundur var haldinn i gær með dciluaðilum aö vinnu- deilunni við Búrfellsvirkiun. Sam- kvæmt upplýsingum Björgvins Sig- urðssonar, framkvæmdastjóra Vinnuveitendasambandsins, sem er samningsaöði í deilunni fyrir Foss- kraft, haía náðst samningar um viss atriði deilunnar, en einhvers staðar stendur hnífurinn ennþá í kúnni. Samningsfundur er boðaður kl. 2 í dag. Náist ekki samkomu- lag fyrir helgina munu verka- mcnn við Búrfell efna til skyndi- verkfalls á mánudag og þriðjudag. mcnntunar. Fara þó nokkrir þcirra að skólanum i Lundi i Ax- arfirði en dæmi eru um það að nemendur verði að sækja í aðra landsfjórðunga til þess aö fá inn- göngu i skóla. Er ekki einsdæmi að nemendur fari að Laugar- vatni, i Reykholt og sumir ungl- inganna hafa oröið að sækja til Framh. á bls. 6. „Gegnum hljóðmúrinn#/ „Gegnum hljóðmúrinn“, listaverk Ásmundar Sveinssonar var í gær, rétt sem snöggvast, sett upp fyrir framan Loftleiðabygglng- una á Reykjavíkurflugvelli, en þar mun listaverkið standa í fram- tiðinni. Var verið að athuga hvernig bezt væri að koma myndinni fyrir, hvemig bezt væri áð snúa henni, en síðan var hún fjarlægð aftur því að eftir er að gera undirstöðumar. Myndin er sem kunnugt er unnin í Sindra, undir umsjá Jóns Gunnars Ásgeirssonar og er það sexföld stækkun á frummyndinni. Innan skamms tíma mun verða lokið við undirstöður myndarinnar og henni komið endanlega fyrir. 0k á 120 km. hraða eft- ir Miklubraut Bifreiðin tekin af honum Bifrciö var tekin af ungum manni, sem ók á ofsalegri ferð austur eftir Miklubraut í nótt. Urðu lögregluþjónar fyrst varir við bifreiðina á Miklubrautinni, þar sem hún liggur austur úr Hlíðunum. Tókst lögregluþjón- unum að halda í við bifreið unga mannsins og gátu mælt hraða bifreiðarinnar nokkrum sinnum þar til eltingaleiknum lauk aust- ur á móts við Rauðagerði. Mæld ist hraðinn um 120 km. Farið var með bifreiðina og unga manninn niður á lögreglustöð, þar sem lögreglan tók bifreiðina í sína vörzlu.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.