Vísir - 29.10.1966, Blaðsíða 1

Vísir - 29.10.1966, Blaðsíða 1
56. árg. — Laugardagur 29. október 1966. — 248. tbl. So/nað fyrir flóttafólk: HÁLF MILLJÓN HEFUR BORIZT — Við höfum fengið ágætar undirtektir, sagði Jón Ásgeirs- son, framkvæmdastjóri Flótta- mannahjálparinnar, þegar blaðið talaði við hann í gær um söfn- unina, sem stcndur yfir á henn- ar vegum. Er nú óðum verið að skila fjárframlögunum, en heildartal- an yfir söfnunina er enn ókom- in. Þeir sem sáu um fjársöfnun- ina í Reykjavík eru enn að skila af sér og er ekki búið að reikna' út tölurnar þaðan. Hins vegar er búið að reikna út fjárfram- lögin af ýmsum stöðum af land- inu. Alls höfðu borizt þaðan í gær framlög sem nema um 493 þúsundum ár. Síðustu tölurnar komu frá Húsavík, 13 þús. rúm, Hafnar- firði' rúm 71 þús., Selfossi tæp 20 þús. og Keflavík rúm 41 þús. Hefur söfnunin gengið fremur seint í Reykjavík en það stafar af því að fremur treglega gekk að fá fólk til þess að safna inn á Flóttamannadeginum, en leitað var til barnaskólanna og sjálf- boðaliða, ef einhverjir fengust. Söfnunin stendur yfir til 31. okt. Er tekið á móti fjárframlög- um í hverfisstöðvum víða um borgina. 8000 BILAR A 20 MÁNUÐUM Innflutningur eykst um 67°]o frá fyrra ári Bifrciðainnflutningur til landsins frá áramótum til sept- emberloka var þegar orðinn rúmlega 700 bifreiðum meiri en innflutningurinn var allt árið í fyrra. Inn höfðu verið fluttar í septemberlok 4694 bifreiðir fyrir 392.510 millj. kr. sif-verð, en á sama tíma f fyrra voru fluttar inn 2809 bifreiðir fyrir 203.187 millj. kr. Er þetta 67% aukning á bifreiðainnflutningi frá fyrra ári. Allt árið í fyrra var flutt inn 3991 bifreið fyrir 284.894 millj. kr. Skráðar bifreiðir >' lögsagnar- umdæmi Reykjavíkur eru nú orðnar rúmlega 15.000 en á land inu öllu um 35.000. Vex bifreiða eign landsmanna óðfluga, sem ekki þarf að undra þegar það er haft í huga, að undanfama 20 mánuði hafa yfir 8.000 bifreiðir verið fluttar inn til landsins. • Knudsen, formaður Landssambands fatlaðra í Danmörku afhendir formanni Sjálfsbjargar, Theódóri A. Jónssyni 100 þúsund d. kr. (621 þús. ísl.), gjöf frá Dönum til heimilis Sjálfsbjargar. • Eggert G. Þorsteinsson, félagsmálaráðherra, tek- ur fyrstu skóflustunguna að Vinnu- og dvalar- heimili Sjálfsbjargar í Reykjavik. Gáfu 100þús. danskarkr. Fyrsta skóflustungan að heimifi Sjálfsbjargar i Reykjavik. Fyrsta skóflustungan að vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar í Reykjavík var tekin í gær og við það tækifæri afhenti formaður Landssambands fatlaðra í Danmörku, Fr. Knudsen Sjálfsbjörg rausnarlega gjöf frá styrktarsjóði fatl- aðra í Danmörku, 100 þús. d. krónur og skal þeim var ið til byggingaframkvæmd anna. Vinnu- og dvalarheimili Sjálfs- bjargar verður reist á mótum Laug amesvegar og Sigtúns og fullbyggt verður það 25 þús. rúmm. Þama verður miðstöð Sjálfsbjargar, heim ili, lækningamiðstöö og starfsað- staða fyrir fatlað fólk. Er gert ráð fyrir að byggingu fyrsta áfanga aðalálmu verði lokið haustið 1968. Teikningar að húsinu gerði Teikni stofan að Ármúla 6, en verktaki fyrsta áfanga er Ok h.f. Á fundi, þar sem fréttamenn voru viðstaddir áður en fyrsta skóflustungan var tekin, talaði m. a. Knudsen, formaöur Landssam- bands fatlaöra í Danmörku og flutti hann Sjálfsbjörg kveðjur og árnað- aróskir frá danska sambandinu og dáðist að þeim dugnaði, sem hinir ungu forystumenn fatlaðra hér hefðu sýnt frá því Sjálfsbjörg var stofnuð fyrir 7 ámm. Fagnaði hann því að fatlaðir á Islandi væra nú orðnir aðilar að samtökum fatlaðra á Norðurlöndum og þar með um heim allan. Theódór A. Jónsson formaður Sjálfsbjargar þakkaði fyrir hönd Sjálfsbjargar þessa rausnarlegu gjöf og þann vinarhug og hlýhug sem henni fylgdi. Flutti hann einn- ig opinberum aðilum hér þakkir fyr ir góða lóð og stuðning og almenn ingi fyrir stuðning í sambandi við merkja, blaða- og happdrættismiða sölu. Eggert G. Þorsteinsson, félags- málaráðherra, tök fyrstu skóflu- stunguna að heimili Sjálfsbjargar og flutti að því loknu stutt ávarp, minnti m.a. á skyldur þjóðfélagsins við þá sem þyngri byrðar hafa aö bera en aðrir og er hann lauk máli sínu sagði hann: „Veram þess minn ug, að þeim skal duga sem þðrfin er meiri.“ Island vann Austurríki með 3</2 Samningar hafnir um rekstur Boe- ing þotunnar frá Kefíavíkurfíugvelli Loftleiðir og Flugfélagið ræðast við Samningaviðræður milli Loftleiða h.f. og Flugfélags íslands um væntanlegan rekstur Bo eing 727C þotu Flugfé- lagsins frá Keflavíkur- flugvelli eru nú hafnar. Að því er Kristján Guð laugsson, stjórnarfor- maður Loftleiða, tjáði Vísi í gær hefur þegar verið haldinn einn við- ræðufundur þessara að- ila, þar sem mættir voru tveir fulltrúar frá hvor- um. Á fundi þeim var samþykkt að skipa und' irnefnd í málinu og mun hún starf^ að frekari samningaviðræðum. Eins og mönnum er kunnugt hefur Flugfélag Islands nú fest kaup á stórri farþegaþotu af gerðinni Boeing 727C og mun verð hennar vera eitthvað yfir 300 millj. ísl. kr. með varahlut- um. Ríkisstjóm íslands hefur lagt fram á Alþingi frumvarr bar sei farið er fram á sam- þykkt Alþingis á þvi að ríkis; sjóður gangi í ábyrgð fyrir lán- töku Flugfélagsins vegna þess- arar miklu fjárfestingar. sem Flugfélagið ræðst í. En ríkis- stjómin gerði það að skilyrði fyrir væntanlegri ábyrgðarveit ingu, að fyrrgreind farþegaþota Flugfélagsins yrði ekki rekin frá Reykjavikurflugvelli. Fyrir nokkrum árum tóku Loftleiðir Framh. á bls. 2. gegn Vz ísland vann Austurríkismenn með 3 y2 vinningi gegn y2 í 2. umferð Olympíuskákmótsins á Kúbu í gær. Eins og skýrt hefur verlð frá vann Friðrik sína skák en f gærkvöldi kom skeyti til Vísis og segir þar að Freysteinn og Ingi hafi unnið sfnar biðskák ir, en Guðmundur ■ Pálmason j f. gerði jafntefli. I ’i Biðskákir Indonesiumanna j gegn Tyrkjum urðu báðar jafn- ! ! tefli. Drengjum þrisvar sinnum hættara við að lenda i slysum en stúlkum í skýrslum um umferöarslys, em unnin hefur verið hjá Slysa- annsóknardeild lögreglunnar í teykjavík, kemur í Ijós, að barna lysum f umferðinni hefur fjölgað Verulega á þessu ári. Eru til í skýrslunni tölur um öll þau böm sem hafa slasazt í umferðinni, nema tölur yfir börn, sem hafa verið far þegar í bifreiðum, eru ekki fyrir hendi. Hafa alls 130 böm undir 16 ára aldri slasazt í umferöinni það sem af er þessu ári, 99 drengir og 31 stúlka. Af þessari tölu hafa 43 böm slasazt á hjólum, 42 drengir og ein stúlka, en 87 barnanna voru fótgangandi. Af fótgangandi böm um sem slösuðust, voru drengir 57 en stúlkur 30. Nánar veröur sagt frá þessari skýrslu í Vísi bráðlega.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.