Vísir - 29.10.1966, Blaðsíða 7

Vísir - 29.10.1966, Blaðsíða 7
V í SIR . Laugardagur 29. okíóber 1966. 7 HAMINGJULEIÐIN Atör-a heilagra messa Texti: Matt. 5, 1—12. „Og hann lauk upp munni sín- um, kenndi þeim og sagði“. Þannig lýkur innganginum að dáðustu ræðunni, sem Jesús hélt fyrir lærisveinum sínum. Það, sem hann segir, getur elcki annað en komið á óvart. Svo gjörólíkt er það öllu öðru, sem menn bú- ast viö, er þeir vænta leiðbein- ingar um gæfuleiðina. Það er eins og hánn snúi öllu viö, miðað við venjulegan hugsunarhátt. Þegar Jesús ætlar að iýsa því, hverjir séu raunverulega sælir, og þar með gæfusamir merin, þá tínir hann til nokkur hugtök, sem við menn bindum gæfu eða sælu sízt við. Ef vér ætlum að lýsa böli og neyð lífsins, mundum vér einna fyrst telja upp: fátækt, sorg, það að> vera lítils megandi, hungur, ofsóknir, áiygar og annað því um líkt. Óneitanlega er þetta það hlutskipti, sem menn sízt kjósa sér. Hins vegar notar Jesú einmitt þessi hugtök um þá, sem hann segir sæla, þótt hann að vísu eigi í þvi sambandi við and- lega hluti. „Sælir eru fátækir X anda“. Hvernig er unnt aö koma með aðca eins fullyrðingu og það, að sæla fvlgi fátækt? Einfaldlega af því, að hér er um að ræöa þá, sem vaknað hafa til meövitundar um þarm sannleika, að í sjálfum oss erum vér lítils megnugir. Þeir, sem fátækir eru í anda, hafa séð, hversu allslausir þeir eru án Guðs. Lífið hafa þeir þáð að gjöf. Margt það beztá í lífinu hafa þeir hlotið að gjöf, en ekki á- unnið sér. Þeir þekkja eigin tak- markanir, og þeim er ljóst, að þeir þiggja aö gjöf auðlegðina sönnu. Hún er náðargjöf Guðs. Þeir vita sig hafa fengið hana án nokkurrar verðskuldunar, aðeins af náð skapara síns og Drottins. I ööru lagi er þeim fátæktin ljós vegna þess, að þeir vita sig vera í skuld. Þao á við bæði gagn- vart Guði og gagnvart náungan- um. Guðs orð segir skýrt, að vér eigum að elska Guð og náungann, og því iifa í þjónustu við Guð og náungann. Miða að því, að verða til blessunar og auðga annarra líf. Þeirra velferð og virðing á að liggja oss á hjarta. Vér eigum að vinna sjálfselskulaust að ann- arra hag. Þeir, sem í alvöru hugsa um þetta atriði, finna fljótt, hve mikið þeir skulda öðrum í þessu efni. Þeir taka undir með Páli, er hann segir: „Ég er í skuld“. Þrátt fyrir þetta segir Kristur þessa menn sæla. Og hvers vegna? „Þvi aö þeirra er himnaríki," segir hann. Sjálfum finnst þeim það ótrúlegt, en fagnaðarerindið flytur þeim þann boðskap, sem gjörir þá sæla. Þeirra er himna- ríki. Það er gjöf Guðs til hvers þess, sem þiggja vill, finnur sig svo fátækan, að hann hafi þörf og vilji þiggja. „Sælir eru syrgjendur“. — Hvílík fásinna! Sé fátæktin erfiö, er sorgin enn sárari fyrir mann- legt hjarta. Aldrei erum vér eins sárafátæk og aum, eins og þegar hryggðin heimsækir. Og samt segir Jesús syrgjendur sæla, af því að <S1 er huggun, sem er allri hryggð meiri. Sú huggun er aö- eins á einum stað: hjá Guði allrar huggunar, sem huggar oss í sér- hverri þrenging vorri. Hér er samt ekki um að ræða þaö eitt, sem vér eigum við, er vér tölum um hryggð. Ritningin talar um aðra hryggð, hryggðina Guöi að skapi. Þar er meðal ann- ars átt við þá hryggð, sem grípur hjartað, er vér horfumst í augu viö sannleikann um sjálfa oss. Kristur sagði viö Jerúsalem- dætur: „Grátið ekki yfir mér, en grátið yfir sjálfum yður og börn- um yðar“. Sá sem fær að horfast í augu við það, hvernig hann bregzt skyldunni við Guð og ná- ungann, getur ,ekki annaö en fyllzt hryggð. Jesús reyndi sjálfur aö vekja menn til þessarar með- vitundar. Hann kom fram og prédikaði: „Gjöriö iðrun!“ Það er verk Guðs góða anda, að skapa hjá oss þá heilbrigðu hryggð yfir sjálfum oss, sem knýr oss til frelsarans. Ritningin segir: „Hryggðin Guði að skapi verkar afturhvarf til hjálpræðis, sem engan iðrar“. Sá sem smakkar þá hrygg, kynnist undursamlegri huggun fyrirgefningarinnar, sem Kristur flytur oss. Þeir, sem það hafa revnt, vitna samhljóma um þann hjartafrið og þá sælu, sem orð fyrirgefningar Guös veitir. Þessi hryggð er ekki aöeins bundin við sjálfa oss og eigin að- stæður. Hryggðin Guði að skapi er einnig hryggöin yfir annarra böli, harmi, neyð. Það er það hugarfar, sem lítur yfir hrjáð mannkyn og einstaklinga, sem engan hirði hafa og kennir í brjósti um þá. Þeir, sem þannig eru syrgjendur geta ekki annað en farið og flutt þá huggun, sem þeir hafa sjálfir hlotiö. „Sælir eru hógværir, því þeir munu landið erfa“. Hve ólíkt hugmvndum vorum! Er það ekki hinn sterki, atorkusami voldugi, mmWípt Allraheilagramessa er á þriöju- daginn kemur — 1. nóvember. Guðspjall hennar er sæluboöan- irnar í Fjallræðunni. Ot af því er lagt í hugvekjunni í dag sem rit- uö er af Bjarna Eyjólfssyni, rit- stjóra Bjarma. B. E. er fæddur 1913 og lauk ".agnfræöaprófi í Rvík 1931. Hann hefur mikið starfað aö trúmálum og boðað fagnaðarerindiö í ræðu og riti. Hann er formaöur Kristniboðs- sambands íslands og K.F.U.M. í Reykjavík. sem erfir landiö? Er ekki saga mannkynsins mest sagan um þá, sem höföu nægilegt vald til þess að mola aðra undir sig? Og svo kemur Kristur og segir: Þetta er ekki leiðin til þess að erfa landið. Hinn hógværi erfir landið. ■ Sá, sem lært hefur það að fela Guði veg sinn og treysta honum, á fyrirheitiö um að erfa landiö. Vegur valdsins endar með hruni, og hrunið verður þeim mun meira sem steigurlætið var meira. Drottinn stendur gegn dramblát- um, en auðmjúkum veitir hann náð. Sjálfur fór hann þessa leið, er hann h'tillækkaði sig og varð mönnum líkur. í þeirri niðurlæg- ingu vann hann sigurinn oss öll- um til handa, er hann dó fyrir oss á krossins tré. Og það tákn niðurlægingar og ósigurs er síðan sigurmerki í aldanna rás. „Sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu". Enn eitt orð, sem virðist öfugmæli. Að tengja sælu við hungur og þorsta! Hér er um þorsta og hungur að ræða, sem er sérstaks eölis og eitthvað yndisfagurt við. Ósjálf- rátt vaknar spurningin: Er ekki oröið of lítið vor á meðal af þess- um þorsta og hungri eftir rétt- lætinu? Ógleymanleg verður bar- átta Lúthers, er hann árum sam- an barðist við að verða réttlátur. Ná því réttlæti, sem ekki væri aðeins réttlæti í augum manna, heldur það réttlæti, er stæðist frammi fyrir hinum réttláta Guði sjálfum. Hann örvinglaöist í bar- áttu sinni í þessurn þorsta eftir réttlæti, unz allt í einu rann upp fyrir honum sannleikur fagnaðar- erindisins, að réttlætið er ekki eitthvað, sem vér ávinnum með erfiði voru og striti, heldur er oss gefið það. Það er til vor komið. I fagnaöarerindinu um Jesúm Krist opinberast réttlæti Guðsv oss til handa. Vér getum eignazt hlutdeild í þessu réttlæti, með því aö tengjast honum, sem kom til þessarar jaröar með réttlæti sitt syndrurum til handa. Æskulýðsvika KFUM og K Aðalbækistöövar K.F.U.K. og M. í Reykjavík eru við Amt- mannsstíg, en auk þess eiga fé- lögin húsnæði í öðrum borgar- hverfum. — Þessa viku, 23.—30. okt., er Æskulýösvika félaganna. Þá eru samkomur hvert kvöld með ræðum, vitnisburðum, kórsöng og almennum söng. — Á sam- komunni f kvöld tala: Hilmar B. Þórhallsson skrifstofustjóri, Halla Bachmann kristniboði og Bjami E. Guðleifsson cand. agr. Meö- fylgjandi mynd er tekin á sam- komu Æskulýðsvikunnar s.I. fimmtudag. Þannig mætti halda áfram að benda á innihald sæluboðorð- anna, en það yröi of langt mál. Aö loksm skal aðeins benda á eina, sem allir munu skilja. „Sælir eru friðflytjendur, því aö þeir munu Guðs synir kallaöir veröa". Fátt er sem mannshjart- að þráir eins og frið. Og ósjálfrátt finna allir, hve gott verk þeir vinna, sem skapa frið einstaklinga og þjóða í milli. Mest er þó um það vert, að flytja þann frið, sem Kristur á hér við, þann frið, sem hann var sjálfur kominn til þess að flytja á jörð. Frið Guðs. Og þar kemur að kjarna fagnaðar- erindisins. Það var Guð, sem í Kristi sætti heiminn við sig. Og síðan fara vottar hans og læri- sveinar út um vfða veröld og boöa einstaklingum og þjóðum hlut- deild í þessum friði. Þeir reyna að kalla menn til hans, sem sagði: „Frið læt ég eftir hjá yður, minn frið gef ég yöur“. Þeir sem þiggja þann frið hans geta ekki annað en tekið þátt í aö flytja fagnaðarerindi friðarins til ná- unga sinna og eins langt út til mannkvnsins og frekast er kost- ur. Þeirra hlutverk er að boða þennan frið í orði og 'með lífi sínu, hvar sem þeir fara. Frið Guðs í Kristi Jesú — honum, sem er vor friður. Frækorn Góða hiröinn gaf oss drottinn, gæzkuvottinn veglegastan veit ég þar. Döpur neyð og dauði flýja dagsbrún nýja þar sem áður aldimmt var. Guðs son oss til lífsins leiðir Ijúfur breiðir faðminn mót oss faðirinn. Hjartans látum hörpustrengi hvellt og lengi óma hátt í himininn. (Finnskur sálmur). ★ Það eru tvær leiðir ólíkar, þó aö þeim sé ætlað að leiða að sama marki: að tjóðra saklaus börn vfir köldum, torskildum lærdóms greinum, þar til þau fá þuliö án bókar — eða fylgja þeim fúsum og glöðum út í sólskinslönd mannkærleikans, fórnfýsinnar og guðstraustsins. Yfir annarid leið- inni er sífelldur skuggi, þreyta og þungi. Yfir hinni ljómar „himnesk birta“ úr öllum áttum, lofsöngur og lífsgleði. (Stefán Hannesson). ★ Síðdegisguðsþjónustur eru í Dómkirkjunni yfir veturinn ann- an hvern sunnudag kl. S. Þær annast sr. Óskar J. Þorláksson ★ Fyrir 60 árum var prestastefnan sótt af einum prestaskólakennara, fjórum próföstum og tólf prest- um, auk hr. biskupsins, hr. Hall- gríms Sveinssonar. ★ Þá vígðust sumir til presta, er lítt þóttu .færir. (Árbækur Espólíns 1-827). Strj ? «I)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.