Vísir - 29.10.1966, Blaðsíða 3

Vísir - 29.10.1966, Blaðsíða 3
\ V í SIR . Laugardagur 29. október 1966, 3 Hann er ekki hár í loftinu þessi, enda var hann 6 ára rétt utan viö húsið, þar sem pabbi hans var að byggja. — Og hann tók hamarinn í fangiö, þegar lögreglukonan sagði honum að klukkan væri orðin 8 og hann ætti að vera kominn inn. Síðan sótti hann spýtuna sem hann var að smíða og flutti sig inn til pabba. böm sín út í myrkrið yfir um- feröargötur og að sjoppuopun- um til þess aö verzla, kannski til þess aö spara sjálfu sér sporin. Ganga þannig í berhögg við almennar og nauðsynlegar reglur, neyða bömin bókstaf- lega til þess að gerast brotleg. Þau spor geta orðið dýr, Jafn- vel þó að ekkert slys ber; að höndum. — Annars vegar sekt- armeðvitundin og hins vegar sá hættulegi og alltof almenni hugsunarháttur, að þegar ein regla sé brotin skipti ekki svo miklu með hinar jafnvel hinar stærri. Sem betur fer virðast for- eldrar einmitt taka bessum mál um af skilningi og fullri alvöru í flestum tilfellum, en þó er til það fólk sem lætur sig þessa hluti litlu varða í hugsunarleysi, skeytir engu um útivist barna sinna á kvöldin, eða jafnvel stuðlar aö henni. Barnaverndarnefnd hefur að undanförnu haft í frammi áróð- ur gegn útivist barna, slíkur áróður er einnig hafður f frammi í skólunum. Og lögregl an hefur tekið að sér fram- kvæmd eftirlits með útivist bama ásamt barnavemdar- nefnd. Vísir fékk að fylgjast með einni slíkri eftirlitsferð uiij eitt hverfi borgarinnar fyrir skömmu og fylgjast með af- skiptum hins opinbera af úti- vist, sem veröur að teljast af- brot, þessara yngstu þegna sinna. Slíkt 'eftirlit er auðvitað ekki í þeim tilgangi að „hanka“ böm in, standa þau að verki, eins og afbrotamenn, heldur til þess að leiða þeim og foreldrunum, þá sjaldan þess gerist þörf, fyrir sjónir nauðsyn þess að böm séu inni á kvöldin. Sagði fólkið, sem unniö hefur að þessu eftir- liti undanfarin kvöld að því væri undantekningarlítið vin- samlega tekiö af foreldrum, þeg ar komið væri heim með böm þeirra og þessi herferð, sem gerð hefur verið undanfarið virtist hafa mikil áhrif til hins betra. „Ég á heima þama,“ sagði sá stutti fremst á myndinni, sem tekin er framan við eltt söluopanna í borginni. Eftirlitsfólkiö safnaðist stman í skóla þess hverfis, sem fara á um það kvöldið. I betta sinn var þáð Árbæjarskóli. Á myndinni eru talið frá vinstri: Ásta Björnsdóttir frá Barnaverndarnefnd, Reimond Steinsson, lögregluþjónn, Auður Elr Vilhjálmsdóttir frá kvenlögreglunni, Sigrún Schneider starfs- kona Bamavemdarnefndar og Guðlaug Sverrisdóttir lögreglukona. Haustmyrkriö felur óneitan- lega fjölda freistina. Hver sá ekki einhverja hulda leyndar- dóma í kvöldhúminu á haustin, þegar hann var ungur. Og hvern þyrstir ekki í leyndardóma, kannski einkum, þegar þeir eru forboðnir? En haustnóttin felur oftast allt annað, en það sem fyllir ímyndun ungs drengs eða stúlku. Hún felur í sér hættur af umferðinni, sem sífellt fær- ist í aukana, hættur af vafa- sömum vegfarendum. — Um- ferðarslys eru aldrei tíðari en á haustin og á engum eins tíö og bömum. Þó aö Reykjavík sé ekki oröin nein stórborg og glæpir hennar jafnist ekki á við það sem gerist í slíkum borg- um, á hún þó sínar skugga- hliðar og þeir atburðir hafa gerzt, sem slegið hafa fólk óhug og kvíða. Þó aö slys og glæpir heyri til undantekninga, sem betur fer, þá er önnur hætta og ó- Ijósari, sem stöðugt bíður bama, sem eru á ferli á kvöld- in. — Það er hálffullorðið fólk, sem leitar afþreyingar á sælgæt issölum borgarinnar, flest ungl- ingar, sem ekki hafa fengið aðra lausn á eirðarleysi gelgju- skeiðsáranna, en „sjoppugötin" og sígarettumar, sem þeir stel ast til að reykja þar. Slíkum samkundum fylgir jafnan annar legt andrúmsloft, blandið van- hugsuðu tali, sem sízt er hollt bömum. Það er því sorglegt, að hugs- andi fólk skuli beinlínis reka Og það er ekki skilið við bömin fyrr en þau eru komin inn heima. Þessir þóttust heldur betur menn með mönnum og sýndu lögreglu- konunni nafnskírteini upp á að þeir væru orðnir 12 ára og mættu þar meö vera úti til kl. 10. — „Ég á meira að segja 12 ára afmæli í dag,“ sagði sá til vinstri, kotroskinn. Utivist barna

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.