Vísir - 29.10.1966, Síða 16

Vísir - 29.10.1966, Síða 16
VISIR Laugardagur 29. október 1966 Flugfélagið í Frankfurt: segir Niels P. Sigurðsson i utanrikisráðuneytinu en eins og fyrr segir er fastlega búizt við því að viðbrögð Þjóð- verja verði jákvæð. Forsaga þessa máls er sú, að i fyrra sóttu íslenzk stjómvöld um lendingarleyfi fyrir flugvélar Flug- félags Islands í Frankfurt. Virtist sem einhver dráttur væri á svari Framh. á bls. 2. Þessa mynd tók ljósmyndari Vísis í gær af framkvæmdum við hinn nýja bráðabirgðaveg, sem á að taka mestu umferðina af Rofabæ. Myndin er tekin nær þeim. enda, þar sem vegurinn tengist Suðurlandsvegi, þ.e. við Rauðavatn. Brdðabirgðavegur opnuður í næsta mdnuði: Léttír umferð af Rofabæ Lagning hins nýja bráöabirgða- vegar, sem á að létta af mestu um- ferðinni af Rofabæ gengur mjög vel að því er þeir Ingi Ú. Magnús- son, gatnamálastjóri og Gústaf Pálsson borgarverkfræðingur tjáðu Vísi í stuttu samtaii í gær. Undan farið hefur verið stöðugt unnið við veginn, sem verður um 2 km lang ur. Mun hann verða tekinn í notkun í næsta mánuði. Ingi O. Magnússon, gatnamála- stjóri sagði að vegur þessi væri ætlaður sem bráðabirgðalausn á hinum mikla umferðarþunga, sem nú hvíldi á Rofabæ, en það er gata sú, sem liggur um mitt nýja Ár- bæjarhverfiö. Hinn endanlegi Suð urlandsvegur ætti að koma vestan megin við Elliðaárnar eins og gert væri ráð fyrir honum f aðalskipu laginu. Sagði Ingi að bráðabirgða vegurinn væri 2 km á lengd. Hann kæmi inn á Vesturlandsveg við svo- Aldarf jórðungur frd upphafi kennslu í viðskiptafræðum Um þessar mundir eru liöin 25 ár frá bví að kennsla í viðskipta- fræðum hófst hér á landi. í dag gengst Hagfræðafélag íslands og Félag viöskiptafræðinema viö Há- skólann fyrir hátíðahöldum til að minnast þessa mikla og merka á- fanga. Hefst hátíðasamkoma á veg um fyrrgreindra aðila í Hátíöasal Háskólans kL 2 e.h. I dag en í kvöld verður haldin skemmtun á Hótel Borg á vegum Félags viðskipta- fræöinema og hefst hún með borð- haldi kl. 7. Hátíðin í Hátiðasal i dag hefst með þvf að formaður hátíðanefnd- ar, Júlíus Sæberg Ólafsson stud. oecon. setur samkomuna meö stuttu ávarpi. Því næst flytur dr. Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptamála- ráðherra ávarp en hann hefur veriö viðriðinn starfsemi deildarinnar í um tvo úratugi, en hann réðst ung ur til kennslu í deildinni nýkominn frá námi erlendis. Að ávarpi við- skiptamálaráðherra loknu, flytur Jónas H. Haralz, hagfræðingur og forstöðumaður Efnahagsstofnunar- / Framh. á bls. 2. kallaða Borgarmýri, en gatnamót nýja vegarins og Suðurlandsvegar væru við Rauðavatn. I framtíðinni yrðu á veginum tvær sjö metra breiðar akbrautir, en nú til að byrja með væri aðeins um að ræða að fullgera aðra akbrautina. Þessa dag ana eru vörubifreiðir að ljúka við að fylla upp í vegarstæðið, en fyrir nokkru var lokið við að steypa yfir hitaveitustokksskuröi. Ingi sagði að lokum, að vegurinn yrði tekinn í notkun f næsta mánuði. Síðustu forvöð að sjá Skarðsbók í dag — 3000 manns hafa jbegar séð hana ustu forvöð fyrir almenning aö sjá Skarðsbók í dag. Eins og komið hefur fram í frétt- um áður hér í Vísi, hefur Skarðs- bók undanfarna daga verið til sýn- is í Þjóðminjasafninu við Hring- braut. Að því er Ólafur Halldórs- son, starfsmaður Handritastofnun- arinnar tjáði blaðinu í gær hafa um 200 manns komið að skoða dýr- grip þennan daglega frá því á mánudag, en sl. sunnudag komu um 2000 manns að sjá bókina, en þá var hún sýnd almenningi í fyrsta skipti. Það mun því láta nærri að um 3000 manns hafi séö bókina. Hún verður sýnd í síðasta sinn í dag og verður Þjóðminjasafnið opið til kl. 9.30 í kvöld. Síðan mun bókin verða flutt úr Þjóðminjasafninu til geymslu, en á þeim stað verður hún ekki til sýnis. Það eru því síð- Friðrik Ólafsson — Vann _________________________________$> skákina. FRIDRIK VANN KINZFL I annarri umíerð Ólympíuskák-1 gær lentu íslendingar á móti Aust- mótsins á Kúbu, sem tefld var í | urríkismönnum, sem taldir eru Myndin er tekin úr leiðangri Flugbjörgunarsveitarinnar til Grænlands nýlega. Væruí vandræíum, efkall- aðir út til leitar — Flugbjörgunarsveitin i fjárhagsvandræð- merkjasóludagur i dag um Bifreiöir Flugbjörgunarsveit- arinnar eru orðnar úr sér gengn ar enda 14 ára gamlar og svara ekki kröfum tímans. Mun af- rakstur merkjasöludagsins í ár renna til þess að útbúa okkur betri bílakost, sagði Sigurður Waage varaformaður Flug- björgunarsveitarinnar í viðtali við blaöið í gær, en hinn árlegi merkjasöludagur svcitarinnar er í dag. Sagði Sigurður ennfremur að bifreiöakosturinn væri núna: ein sjúkrabifreið fyrir 4 sjúkl- inga og væri hún meö drifi á öllum hjólum og var eina sjúkrabifreiðin í Reykjavík út- búin á þann veg, þegar Flug- björgunarsveitin fékk hana til umráða. Nú hefur Rauði kross íslands aflað sér einnar slikrar Framh. á bls. 2. eiga eina af 4 sterkustu sveitunum í riðli íslands. Leikar fóru þannig, að Friðrik vann sína skák á 1. boröi, gegn Kinzel, en allar hinar skákir ís- lendinga fóru f bið, skák Inga R. og Stoppels, Guðm. Pálmasonar og Winiwarters, Freysteins og Jant- scheks. Hafa íslendingar sem sagt 1 vinning og 3 biðskákir eftir 2 umferðir, en 1. umferðina sátu þeir hjá eins og getið hefur verið. Úrslit í öðrum skákum i riðli íslands voru þessi: Júgóslavía vann Mongólíu á öllum borðum, fá þar sem sagt 4 vinninga, en Mongólía var jafnvel taFm eiga möguleika á öðru sæti í riðlinum jafnframt ís- landi og Austurríki og þessi ósigur þeirra veikir þá möguleika, en er Islendingum hins vegar mjög f hag. Júgóslavía er hins vegar talin ör- ugg um 1. sæti í riölinum. Tyrkiand og Indonesia unnu sfna skákina hvort í sinni viðureign en tvær fóru í bið. Biðskákir úr 1. umferðinni voru einnig tefldar í gær. Biðskák Júgó- slavlu og Tyrklands varð jafntefli, Mongólía vann aðra biðskákina Framh. á bJs. 2. Finnski kvennakór- inn syngur í kvöld Kvennakór alþýöunnar í Helsinki kom til íslands í nótt á leið hehn úr mjög vel heppnaðri söngför til Bandaríkjanna og Kanada. Hér mun kórinn halda eina söngskemmt un á vegum Finnlandsvinafélagsins Suomi og veröur hún í Austur- bæjarbíói í kvöld kl. 19. Mun kór- inn, sem skipaður er 44 konum syngja gömul og ný lög bæði eftir finnska höfunda og annarra þjóöa tónskáld. Að því er Níels P. Sigurösson, deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu tjáði Vísi í gær „gerum við okkur góðar vonir um að leyfi fáist fyr- ir Flugfélagið að lenda vélum sín- um í borginni Frankfurt í Þýzka- landi“. eins og deildarstjórinn komst að orði. Svar hefur ekki bor- izt enn frá þýzkum stjómvöldum,

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.