Vísir - 29.10.1966, Blaðsíða 9

Vísir - 29.10.1966, Blaðsíða 9
Ví S IR . Ln»"' O > Lifið iðin í StáSver og rabbað við eigendurna og uppfinningamanninn Krlstmundur og Pétur Sörlasynir við hausskurðarvélina. AFHAUSUNARVÉLINA P'yrir 28 árum lá leið mín norð ur í nyrzta skólahverfi Strandasýslu Ámesskólahverfi, þar skyldi ég vera skólastjóri heimavistarskólans að Finnboga stöðum. Á þessum slóðum dvaldi ég siðan í fimm ár og kynntist á þeim tíma högum og háttum fólks, sem bjó þá mjög fjarri alfaraleið. Önn hins líð- andi dags, skemmtistundum, svipmóti náttúrunnar og veðra- brigðum. Margur hefur ef til vill tilhneigingu til að álykta þann- ig, að þarna hafi verið órofin einangrun, fólkið fjarrænt og ó- mannblendið, er ekki gæti sam- lagazt umhverfinu utan hins lok aða hrings. En þessu fer mjög fjarri. Óvíða. þar sem ég hef starfað, var jafnauðvelt aö fá fólkið til félagslegra átaka, þrátt fyrir það þótt langt væri til sótt, erfiðar leiðir og veörabrigöi tíð. Á þessum árum komu til mín í skólann tveir bræður. Annar þeirra, grannur, fölleitur, hinn þrekinn, dökkur yfirlitum og kjarklegur. Sá heitir Kristmund ur, hinn Pétur. Þessir bræður voru synir hjónanna Guðbjargar Pétursdóttur og Sörla Hjálmars- sonar, sem þá bjuggu á Gjögri. Skólamál afsekktra byggða voru þá viða í deiglunni og marg ir ennþá þeirrar skoðunar, að „bókvitið yrði ekki látið í ask- ana“. Kristmundur var á þessum árum hraustur athafnasamur strákur, en þær athafnir höfðu minnst snúizt um bóknám, að því hafði Pétur gefið meiri gaum Fiskimaður var Kristmundur á- gætur, vanur hrognkelsaveiðum og umsýslu búfjár. Fannst mér stundum sem honum fyndist karlmennsku sinni misboðiö að véra knésettur við bækur. Þessi skólamál leystust þó ekki lak- ar en það, að báðir þessir bræð ur hugsuðu til frekari frama að loknum barnaskóla. Þeir luku báðir prófi sem járniðnaðarmenn. Kristmundur gekk síðar í Vélstjóraskólann og lauk prófi þaðan. Hann var síð- an um skeið vélstjóri á hval- velðiskipi, einnig á Reykjafossi og siðast við Elliðaárstöðina. Nú '■eka þeir bræður sameignarfyr irtækið STÁLVER og hafa, að þvf mér skilst, valið sér þar framtíðarvettvang til athafna og umsvifa. Nú sit ég hér andspæn is Kristmundi og spyr hann frétta af þessu unga fyrirtæki beirra bræðra. etta fyrirtæki var stofnað í janúar 1962. Ég byrjaði á þessu einn en Pétur kom svo að segja strax inn í það mér til styrktar og síðan höfum við átt þetta að jöfnu. Hvað er þessu fyrirtæki ætlað að vinna? Við byrjuðum með því að smíða strengjasteypumót fyrir Steinstólpa h.f. og Byggingariðj- una. Svo hefur þetta færzt út í almenna járnsmíðaþjónustu, en 1 það verkefni, sem við höfum unnið mest að nú um skeið er smíði véla til að afhausa þorsk, eftir uppfinningu Ólafs Þórðar- sonar fyrrverandi framkvæmda stjóra Jökla h.f. Þetta er það sem fyrirtækið hefur lagt sig SMÍÐA mjög eftir og er komið á loka- stig með, þannig að þetta er orð- in ágætis vara og mjög seljan- leg framleiösla. Við höfum þeg ar sent frá okkur nokkrar vélar til reynslu, en jafnframt unnið að endurbótum og eins og ég sagöi áðan teljum við okkur nú vera tilbúna til framleiðslu í stærri stfl. Samhliða þessum smíðum við fyrir fiskverkunar stöðvar færibönd og annað, sem þeirri iðju er nauðsynlegt. Það er mikið talað um íslenzk- an iðnað í dag og á orði haft, aö hann eigi mjög erfitt uppdráttar. Hvað segir þú um það? Ég mundi nú segja í sambandi við 'lnrekstur eins og þann, sem hér um ræðir, að ekki sé hægt aö kippa honum upp, heldur verði þetta að vaxa rólega, mið- að við þá fyrirgreiöslu, sem nú er i peningamálum. En þú heldur þó að um vaxtar möguleika sé aö ræða? Já, ég held það. Og í sam- bandi við það, ef ungir menn sýna áhuga, og vilja koma ein- hverju áleiðis, virðist mér sem allir séu tilbúnir að veita þeim aðstoð. Þessi er mín reynsla. Þér finnst þá ekki að þú haf- ir orðið fyrir neinu hnjaski eða skilningsleysi i sambandi við þetta fyrirtæki ykkar? Nei, þvert á móti, en auð- vitað verða menn að reyna aö sýna sig trausts verðuga og standa við sitt. Þegar viö stofn uðum til þessa hér, var ekki meiningin að um neinar stór- framkvæmdir yrði að ræða, en það hefur þróazt vonum fremur og nú höfum viö fengið lóð inn á Ártúnshöfða, rúmlega 6000 ferm. þangað er hugmynd in að færa starfsemina og setja sig niöur næsta vor. • VIÐTAL DAGSINS Skapast þá ekki örðugleikar í sambandi við byggingarfram- kvæmdir? Jú, en maður kvíðir þvf ekki neitt. Hvað hafið þiö marga menn f vinnu? Þeir eru 13. Eru það allt fagmenn? Þaö er enginn verkamaður, allt iðnlærðir menn og nemar. Hvað segir þú um iðnfræðsl- una? Ég fylgi þvi, að nemarnir séu ekki í smiðjunum, heldur sé sér- stakur verknámsskóli iðnnema, svo þeir komi fullþroskaöir út í starfið. Hvað segir þú um undirbún- ingsmenntun iðnnema, telur þú ekki nauðsynlegt að auka hana frá því sem verið hefur? Jú, aö vissu marki, en þó vil ég taka það fram, að ég álit nauðsynlegt að taka tillit til að- stæðna, t.d. útiloka ekki efni- lega áhugamenn utan af landi, sem ekki hafa haft tök á aö afla sér undirbúningsmenntun- ar, en gefa þeim kost á aö reyna sig. Verða það ekki aðeins úrtöku mennimir, sem standast þá raun? Ég held nú, að meöan maður- inn er að mótast, sé erfitt að segja hvar úrtökumanninn er aö finna, sá sem sýnist ósköp venjulegur til að byrja með, getur skilað góðu starfi og orð- ið vaxandi maöur engu sföur en hinn, sem fyrr virðist á ferð. Hins vegar er mér ljóst, að bók- nám iðnnema verður að auka, sérstaklega málanám. Þú hefur trú á þessari nýju framleiðslu þinni, ég meina fisk hausunarvélunum? Já, ég held að þær séu þær beztu, sem til eru f dag f sam- bandi við nýtingu fiskaflans. ÓI afur Þóröarson er nú að fá sér einkaleyfi fyrir uppfinningunni og þegar frá því er gengið setj um við kraft á framleiðsluna. Þið bræður eruð þá bjartsýnir á framtíð iðnaöarins, þrátt fyrir að oft heyrir maður talað um ó- yfirstíganlega örðugleika á ýms- um sviðum? Það er ekki hægt annað en aö vera bjartsýnn fyrst maður er f þessu á annað borö. Hins veg ar veit ég auðvitað, að það er erfitt að vinna sig upp og menn sem byrja á því, þurfa ekki að ganga að því gruflandi, og ættu að vera tilbúnir að taka á móti skakkaföllunum. Þér kippir í kynið, Kristmund ur minn. Þeir gáfust ekki upp gömlu Gjögrararnir, þótt þeir þyrftu stundum að taka barning. Jjá er hér kominn Ólafur Þórð arson. Ólafur hefur verið fram- kvæmdastjóri Jökla h.f. f 20 ár en lét af því starfi nú I sumar. Hvað viltu segja mér um þessa uppfinningu þfna Ólafur? Það er nú ekki mikið um hana að segja. Ég held að mér hafi fyrst dottið þetta í hug fyrir 10- 12 árum, en eiginlega ekkert við þetta átt, þar til á síðasta ári. Þér fellur vel samstarfið við Kristmund. Þið eruð báðir bjart sýnir? Já, samstarfiö er gott, okkur greinir ekki á í því efni. Við höfum mjög gaman af að vinna að þessu saman. Svona verkefni er heldur ekki hægt að vinna án þess að hafa ánægju af þvf, hér þarf til svo mikla þolin- mæði meöan verið er að fikra sig 'Iram að markinu. Hvernig datt þér f hug að taka þetta verkefni til meðferð- ar? Ég held aö þaö hafi komið til af Þvf, aö mér var sagt að ill- möigulegt væri að fá menn til að afhausa fisk. Hve marga menn þarf við þessa vél? Það getur einn maöur stjóm- að henni, gott að þeir séu tveir ef ekki er færiband í sambandi við hana. Vinna við hana er með öllu erfiðis- og áhættulaus, geta því konur engu síður en karlar gengiö þar til verks. Hver eru afköst vélarinnar? Full afköst eru 46-50 fiskar, sem hún haussker á mínútu. Þessi vél er gerð fyrir saltfisk og skreið. Hún er ekki gerö fyr ir flökunarvélar í frystihúsum. Mundi svona vél koma að not um um borð f togara? Já, en þá þarf að byggja hana nokkru sterkari. Hver er framkvæmdastjóri fyr irtækisins Kristmundur? Framhald á bls. 2.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.