Vísir - 29.10.1966, Blaðsíða 6

Vísir - 29.10.1966, Blaðsíða 6
6 V í SIR . Laugardagur 29. október 1966. 122 mm Lang-mest seldu filter sígarettur Ameríku Avallt nýjar og ferskar frá U.S.A. Reynið Winston strax í dag $................... j ■ ■ 11 íU-T:ER- C1GA.B.ETIES '•'ffi-'f^flflflfl/flflr.t. •: 'íjM ' ■< MINNING: BöðvarMagn ússon Laugarvatni Böðvar og hann höfðu hitzt i slðasta sinn I réttunum f haust og sungið gamla dalnvim þeirra lof og mynnzt við að fomum sið. Nóttin felldi garpinn, áttatfu og átta ára gamla, aðeins nóttinni tókst að fella hann. Staddur er þarna annar maður úr Laugardal, fom f lund. Honum eru sögð tíðindin. Hann segir: „Það stendur heima. Ég vaknaöi við það í nótt — hann kallaöi til mín, áöur en hann féll.“ Þetta hefði getað gerzt á Sturl- ungaöld, þegar menn sögðu hver öðrum fréttir af bardögum. Fór vel á. Fáa menn úr samtíðinni var hægt að hugsa sér líklegri til að falla inn í bardagaandrúmsloft höfð ingjatímabils á íslandi, en einmitt Böðvar Magnússon á Laugarvatni. Persónan — djarfmannleikur, reisn, — þetta minnti á lýsingu þá, sem Sturla Þórðarson dregur upp i ís- lendingasögu af frænda sínum Sturlu Sighvatssyni eitt sinn á Al- þingi: „Ok er þeir voru á bak komn ir, riðu þeir Sturla ok Ormr ór brauninu. Reið Sturla á lötum hesti er Álftarleggr var kallaðr, allra hesta mestr ok fríðastr. Hann var í rauðri ólpu ok hygg ek, at fáir muni sét hafa röskligra mann.“ Reyndar var þetta sagt um Norð- lending af höfðingjaætt, andstæðu við fulltrúa sunnlenzks höfðingja- meiðs. Samt er samlíkingin engin fjarstæða, m.a. fyrir þá sök, að Böðvari svipaði alltaf einhvem veg inn til norðlenzks hölds. Hann var aldrei að biðjast afsölcunar á sjálf- um sér. Rómurinn var sterkur eins og fallvatn og hann kvað óvenju fast og sterkt að orði. Þegar hann talaði við álitlegar konur eða sagöi gamansögur eða bauð mönnum í spil, sem oft kom fyrir, var hann eins og ímynd lífsorkunnar. Hann var skemmtilegur maður, af því að 1 Umferðarmiðstöðinni þriðju- dag í síðustu viku er staddur gam- all Laugdæli. Hann segir: „Nú er Böðvar farinn — hann dó í nótt. Ég vissi það, aö hann mundi ekki geta lifað af nóttina." hann hafði gaman af lífinu. Og hann virtist heldur ekki taka lífiö of hátíðlega. Og þó: Hann tók Laugarvatn og ætt sína hátíðlega. Það var hvort tveggja heilög vé. Daginn áður en hann fór suður til að deyja, sem tók hann mun Iengri tíma en flesta aöra menn undir sömu kringumstæðum, var hann þjáður, en jafnvægur eins og stríðshetja, sem óttast ekki neitt. Hann var æörulaus, enda ýmsu van ur úr vatnaferðum lífsins. Þegar hann er horfinn. vantar eitthvað á staðinn Laugarvatn, sem ekkert virðist koma í staðinn fyrir. Þótt Laugarvatn sé lognhljóður staður, fyllti persóna hans alltaf út í þessa kyrrð: hlátur hans, sem var hjart anlegur eins og hlátur bamsins og fjör hans, sem var fjör gleði- mannsins, fyndni hans, sem var stundum ekki lakkborin fremur en íslenzkur sveitabær, hlaðinn torfi og grjóti, og síðast en ekki sízt: höfðingleg hreinskilni hans. Steingrímur Sigurðsson. Listir -Bækur-Menningarmáí Halldór Haraldsson skrifar tónlistargagnrýni Norrænir sinfóníutónleikar Höfundur kennslubókar nokk- urrar f hljómsveitarútsetningu segir á einum stað, að það megi fyrirgefa tónskáldi eiginlega allt, nema það að vera leiðinlegur. Hræddur er ég um, að sara- böndutilbrigðin hans Riisagers falli .íærri því trénu, þótt ýmis önnur verk þess höfundar séu ekki því marki brennd. Reyndar var það ekki aðeins f þessu verki sem fyrir augum (eða eyrum) blasti endurspeglun þunglyndis úr sálarlífi viðkomandi höfunda, því . heild vom tónleikamir ó- venju góðir. Um daginn hróp- aði ég ferfalt húrra fyrir fyrsta píanóstól í íslenzkum tónleika- sal. Svo virðist sem það hafi ver iö út í bláinn. Hafði Claudio Arran þann stól með sér eða var þetta bara grobb? Ekki getur þó verið að píanóleikarinn Kwit Walldén hafi kosið sér stólmn, sem hann sat á, því eftir því sem ég bezt veit er sá stóll fyrir hörpuleikarann, og einnig mátti sjá, að einn leikandinn undi sér ekki sérlega vel á stólnum, því hann var að færa hann fram og aftur, hvað eftir annað. Þá er þetta stólkríli svo tindilfætt, að maður varð lafhræddur um aö hann mundi ekki standa lengi undir þeim átökum, sem þarf til að fá einhver hljóð úr þessum bannsetta flygli! Hið síöar- nefnda var auðséð, því sjá mátti, að Walldén notaði alla krafta en dugði þó eigi til. Mér þykir bæði þessi stólræfill og flygill alls ekki boölegir einleikurum á heimsmælikvaröa og em þeir þessu fyrirtæki til skammar. Mætti ég stela frá rómverska öldungaráðsmanninum forðum: „auk þess legg ég til að skipt verði um flygil!“ Vegna ofan- skráðs ræði ég ekki leik Walld- éns, því meir en helmingurinn heyröi sama og ekki. Af öðmm verkum þótti mér þáttur Jóns Leifs bera af, bæði vegna fmmleika og innihalds. Iljómsveitarverk Larsens virtist nokkuð ömggt verk) en var meir f ætt við „skólaverkastíl" snið- ugt á kðflum, en skorti allan fmmleik og meiningu að þvi er virtist f fljótu bragði. Þrátt fyr- ir gráneskju var ánægjulegt að hlýða á hljómsveitina undir stjóm Sverie Brunland, sem virðist öruggur og vandvirkur stjómandi. Undirtektir áheyr- enda, sem voru fremur daufar framan af, vottuðu honum þó viðurkenningu í lokin fyrir góða stjórn og það að kynna hér áður óþekkt verk, þ. e. flest þeirra, en slíkt hlýtur að kallast lofs- vert.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.