Vísir - 23.12.1966, Síða 3

Vísir - 23.12.1966, Síða 3
VÍSIR . Föstudagur 23. desember 1966. Verzlunargluggar stórborgarinnar voru skreyttir og vegfarendur staönæmdust fyrir framan þá. Leik- fangasmiðurinn var uppistaöan í skreytingu þessa glugga. Fyrir framan stórverzlunina Macy’s stóð þessi jólasveinn og hringdi bjöllunni sinni. Við hliðina á honum var kassi, en í hann gátu vegfarendur stungið skilding handa einhverri góðgerðarstofnuninni. JÓL UjNDIRBÚIN Á YESTURHYELI JARÐAR Jólahald er nú í undirbúningi um hinn vestræna heim. Þótt jólahátíðahöldin sjálf séu með sitt hverjum hætti í hverju landinu fyrir sig er jólaösin hin sama. Sömuleiðis siðurinn að skreyta híbýli, götur og torg fyrir jólin. Skreytingamar em misjafnlega miklar og glæsilegar og ná allt frá aðalverzlimargöt- um stórborganna til aðalgötu smábæjarins, en allar em þær fyrstu boðberar ljósahátíðarinn- ar miklu í desember. I myndsjánni í dag birtum við svipmyndir frá undirbúningi jólanna á tveim stöðum á vest- urhveli jarðar, sem blaðamanni Vfsis gafst kostur á að heim- sækja fyrir skömmu í boði Loftleiða — New York og San Juan, höfuðborgar Puerto Rico. Ys og þys á götum milljóna- borgarinnar New York. Eftir klukkan 16 eykst mannstraum- urinn á helztu umferðargötun- um og þröngin inni í stórverzl- ununum verður enn meiri. Fyrir utan stórverzlanir eins og Macy’s og Gimbels standa jólasveinar og sveifla bjöllum sínum, við hliðina á þeim er venjulega kassi, sem vegfarend- ur eiga að stinga skildingi í i góðgerðaskyni fyrir eitthvert styrktarfélag. Búðargluggar em allir uppljómaðir og prýða þá margar og glæsilegar skreyting- ar. Jólaösin hefur enn ekki náð hámarki sinu innan dyra i verzlununum. Þar er samt margt um manninn og allt milli himins og jarðar fæst þar til gjafa í sérstökum jólaumbúðum. Á efstu hæðunum er svo venjulega komið fyrir „Santa Claus“, jóla- sveini þeirra Engilsaxa. Og þangað leita bömin til þess að koma óskalista sínum á fram- færi. Nýlega var frá því skýrt í frönsku blaði að nú hefðu róbótar-vélmenni leyst jóla- sveinana af hólmi þar úti, og óskaseðlunum væri nú stungið í rafeindareikni en ekki varð þannig fyrirbæri á veginum þann stutta tíma sem dvalizt var í New York. Gamli jóla- sveinninn í rauðu fötunum sin- um og með hvíta skeggið virtist enn sem komið var vera í hávegum hafður. Heldur var það einkennilegra qð sjá jólaskrautið hengt upp milli páhnatrjáa, og á milli húsa yfir götur San Juan. Þar hafði nýi tíminn haldið innreið sína á þann veg að flestar skreyting- ar voru úr plasti. Engir jólasveinar voru þar á ferli og má vera að þeir séu aðeins síðar á ferðinni en í milljónaborginni New York. Verzlunargluggar voru flestir skreyttir og mikið á sama veg og við eigum að veniast enda marg- ar verzlanimar útibú frá stórum vöruhúsum milljónaborgarinnar i norðri. Hér sést fjölleikahúsið, auðvitað hreyfðust öll leiktækin. Götumyndin er allt önnur í San Juan én i stórborginni New York. Þarna gengur fólk léttklætt um í hitanum. Skreytingamar eru úr plasti, sem þolir hitann betur. V

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.