Vísir - 23.12.1966, Page 8
B 00
VÍSIR
Utgefandi: hlaöadtgáfan VTSIR
Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
ASstoðarrltstjóri: Axel rhorsteinson
Frfttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, símar 16610 og 15099
Afgreiðsla: Túngötu 7
Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 linur)
Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuSi innanlands.
i lausasölu kr. 7,00 elntakið
Prentsmiðja VIsis — Edda hf.
Jól í auölegð
I dag er annasamasti dagur ársins. Verzlunarfólkið
stendur kófsveitt við afgreiðsluborðin og reynir að
gera sitt bezta við að fullnægja óskum viðskiptavin-
anna um hinar réttu jólagjafir, hinar réttu jólavö'rur
og hinn rétta jólamat. Þeir, sem ekki þurfa að þjón-
usta almenning á þessum degi, eru á þönum búð úr
búð að ljúka jólainnkaupum sínum á síðustu stundu.
Og allar líkur benda til þess, að jólin í ár verði dýrari
en nokkru sinni fyrr, eins og jól undanfarinna vel-
gengnisára. í dag ríkir hvorki friður né rósemi hug-
ans, heldur spenna og þreyta. Á morgun verður geng-
ið frá umbúnaði síðustu jólagjafanna, jólatrén verða
skreytt, og hin mikla umferð bíla, hlaðinna jólagjöf-
um, mun einkenna borgina síðdegis. Það verður vart
fyrr en annað kvöld, að slaknar á spennunni og jólin
sjálf taka hug manna. Og þó munu þeir verða margir
sem verða uppteknir af jólamatnum, opnun jólapakk-
anna, jólakaffinu á eftir, og fara síðan beint í svefn-
inn.
Óþarfi er að hugsa af angurværð um liðna tíma,
en hins vegar munu margir láta hugann reika til
gömlu jólanna, þegar þjóðin var fátæk og hin verald-
lega dýrð jólanna minni. Óneitanlega eru jólin orðin
býsna ólík jólum fyrri tíma, rólegum og frið-
sömum sveitajólunum. En þjóðin hefur gengið götuna
fram eftir veg og veit að slíku fylgir jafnan, að gömlu
er kastað fyrir borð og nýtt tekið upp í staðinn. Þjóð-
in hefu'r viljað berjast til að skapa sér góð lífskjör
og lífsöryggi. Sú öld, sem nú er að .líða, hefur ein-
kennzt af þrotlausri vinnu, þrotlausum dugnaði og
þrotlausum áhyggjum fyrir komandi degi. Þessi bar-
átta hefur borið hinn glæsilega árangur, sem við sjá-
um hvarvetna í kringum okkur.
Síðustu árin hefur sporið verið greikkað á götunni
fram eftir veg. Landbúnaðurinn hefur vélvæðzt í rík-
um mæli, sjávarútvegurinn á nýjan flota glæsilegra
fiskiskipa, og iðnaðurinn er að taka sjálfvirkni og
fullkomin vélakerfi í þjónustu sína. Meirihluti lands-
manna býr í eigin húsnæði, hvarvetna sjást ný hús-
gögn, ný teppi, ný málverk, ný eldhústæki, eldavélar,
grillofnar, ísskápar og jafnvel frystikistur og upp-
þvottavélar, ný sjónvarpstæki og nýir bílar. Velmeg-
unin hefur flætt yfir landið á síðustu árum, svo að
þjóðin stendur nú í fremstu röð á því sviði.
Óhjákvæmilegt er, að hinir nýju hlutir og hinn nýi
hugsunarháttur velmegunarþjóðfélags ryðji úr vegi
gömlum verðmætum sem öðru gömlu. En óskandi er,
að sem fæstir fari á mis við rósemi hugans og jólafrið-
inn, sem einkenndu gömlu jólin, og í þeirri von ósk-
ar Vísir öllum lesendum sínum
gleöilegra jóla!
V1SIR . Föstudagur 23. desember 1966.
Listir-Bækur-Menningarmál
Eiríkur Hreinn Finnbogason skrifar bókmenntagagnrýni.
Geir biskup
i vinarbréfun 1790 — 1823
Finnur Sigmundsson bjó til prentunar
Bókfellsútgáfan Reykjavik 1966
JOréfabækur Finns Sigmunds-
sonar eru nú orðnar 7 að
tölu og hver annarri merkari.
Segir hér f formála, að þessi sé
hin síðasta, og verður þvf ekki
tekið með neinni gleði af þeim
fjölmörgu, sem mætur hafa feng
ið á bókum þessum. Því að þær
eiga allar sammerkt f þvf, að
þær veita ekki aðeins glöggan
skilning á því ágæta fólki, sem
ritaöi bréfin, heldur það sem er
enn mikilsverðara, betri skilning
en nokkur önnur prentuð rit á
íslenzku þjóðlífi þeirra tíma,
þegar bréfin voru rituð, þ.e. 19.
öldinni, einkum fyrri hluta
hennar. Þá börðust íslendingar
fyrir lífinu við kjör, sem eru svo
ólík okkar kaupglöðu timum
sem mest má verða. Þá var
efnaleg fátækt, en andleg reisn,
sem kemur ekki sízt fram í
þeim bréfum kvenna, sem dr.
Finnur hefur safnað, og þessari
bók, bréfum Geirs biskups góða.
Geir Vídalín var fyrsti biskup
yfir öllu Islandi næstur á eftir
Gissuri Isleifssyni (d. 1118).
Hann hefur þá sérstöðu meðal
íslenzkra biskupa, að enginn
var svo fátækur sem hann, en
sjálfsagt enginn betri. Hann var
satt að segja mjög ólíkur þeim
öðrum íslenzkum biskupi sem
hlaut sama viðumefni, m. a. að
því leyti, að frá Guömundi góða
stafaði stöðugt ófriður og of-
stæki, en frá Geir friöur og um-
burðarlynd góðvild. Mackenzie,
sem var hér á ferð sumarið
1810, hafði nokkuð saman við
Geir biskup að sælda og dáðist
að kunnáttu hans og þekkingu,
en ofbauð fátæklegur búnaður
hans og húsakynni, eins og fram
kemur í bók hans, en hann bætir
þvi við, að þegar hann hafi
kynnzt íslenzku þjóðinni, hafi
hann séð, að biskup var ekki
fátæklegar til fara en aðrir.
Má því e.t.v. segja, að biskup-
inn hafi að þessu leyti verið
dæmigerður fulltrúi þjóöarinnar
á þessum tíma — andlega mikill,
illa klæddur. Það ber a.m.k. alls
ekki að kenna einhverri sér-
stakri óráðsíu biskups fátækt
hans, jafnvel þótt hann vildi
öllum gott gera. Allir voru fá-
tækir þá, embættismenn jafnt
sem aörir, vegna stöðugs verð-
falls peninga. Um það segir bisk
up í einu bréfanna, þegar hann
ræðir um efnahag landsmanna:
„Hér af getur þú nærri hver
embættismannakjör eru. Um
mig sjálfan vil ég ekki tala svo
fljótt, en að sá sparsami ass-
assor Gröndal, sá duglegi Mco-
nom Isleifur Einarsson, endog
Bezti mágur, sá alþekkti öko-
nomiski bölsóti .. séu aHir að
sökkva f stórar skuldir, það er
þungt að vita“ (61).
Um bréf Geirs biskups má
segja, að þau séu heillandi lest-
ur, bæði vegna hans auðuga
tungutaks og mjög svo við-
felldna Iffsviðhorfs. En undir-
niðri eru þau átakanieg eins og
tímamir, þegar þau eru rituö.
Biskup mun að eðlisfari hafa
verið glaölyndur maður og glett-
inn, og er hann algerlega laus
viö víl og barlóm 1 bréfum sín-
um. Hefur þetta lundarfar ef-
laust fleytt honum yfir margt,
meðan aðrir lögðustísinnisveiki,
eins og Gröndal. En þrátt fyrir
kímnina er svo hér, að oft er
eins og að baki sjái í opið sár.
Bréfin eru flest til Bjama Þor
steinssonar, síðar amtmanns á
Stapa, sem verið hafði skrifari
hjá biskupi áður en hann fór til
Hafnar, og var erlendis í mörg
ár. Og þar eð annar tilgangur
bréfanna er að segja fréttir,
kemur biskup víða við, og
vegna þess sýna bréfin okkur
svo óvenjulega langt inn í þjóð-
lífið, — þjóðlíf hjálparleysis,
yfirvofandi mannfellis, þjófa,
morðingja og yfirfulls tukthúss.
Það er betra biskupi landsins,
sem vegna skarpskyggni sinnar
og blíðra tilfinninga gerir sér
þetta ljósara en flestir aðrir, að
vera ekki alltof uppvægur.
Biskupi ber að vera strangur
prestum sinum, en þag er Geir
biskupi örðugt eins og allt er
f pottinn búið, því að hann gat
ekki litið á nokkur mál öðru
visi en frá mannlegu sjónarmiði.
Gamall prestur vanrækir emb-
ætti sitt og biskupi berst um það
kæra frá amtmanni. Um þaö
segir svo: „Ég skrifaöi prófasti
að rannsaka þetta efni, og
reyndist þá of mikig satt í því,
karlskepnan ekki hefur prédikað
á vetmm, þegar kalt hefur ver-
iö, ekki farið í húsvitjun og
sjaldan spurt böm í kirkju. En
undir eins upplýstist, að hann
er hestlaus, reiðtygjalaus og
klæðlaus. Nú sé ég það eina til
ráöa, að hann resigneri, og þá
liggur ekkert fyrir honum nema
sveit hans á Suðumesjum. Guð
náði rentukammerið fyrir með-
ferðina á honum!“ Því má bæta
við, að þessi gamli prestur hafði
áður verið kirkjuprestur á Hól-
um og prófastur í Hegranes-
þingi, en búig við erfíðan fjár-
hag, eftir að Hólastóll var lagður
niður.
En srvo ber kfmnin stimdum
allt annað ofurliði, t.a.m. þegar
biskup skýrir frá láti sr. Eggertt
Eirikssonar í Glaumbæ: „Hann
var mestur reiðmaður allra
Skagfiröinga alla sína tíð, á-
flogamaður vig betri kost, skáld
sæmilegt, þó heldur níðskæld-
inn“ (174).
Um einstök mál og persðnur
em þessi bréf fróðleg, svo sem
um Ásgrím Hellnaprest og af-
stöðu biskups til hans, sem var
honum afskaplega lik, en þó
virðist biskupi satt að segja of
bjóða sumt. Einnig em bréfin
m.a. fróðleg um Benedikt Jóns-
son Gröndal, sjúkleika hans, af-
stöðu hans til Jörgensens o. fl.
Gaman er að siá, hvað biskup
skrifar um tvo imga menn, sem
báðir em að fara til Hafnar í
fyrsta sinn, en urðu síðar fræg-
ir menn. Um Þorleif Repp segir
hann: „Meðal þeirra mörgu
landa minna, sem utanlands
fara í ár, er Þorleifur sonur
Guðmundar prests Böðvarsson-
arr, eins félaus og guð hjá
Seneka ..., en að ætlun minni
einar meg betri gáfum, þar hjá
ungur, óriðinn og framgjam.
Gjörðu svo vel og ráð þú honum
heilt, og vertu honum í góðum
hótum, því ég hygg, að hann sé
mannsefni.“ (130).
Um Björn Gunnlaugsson,
stærðfræöing segir biskup:
„Bjöm held ég væri vel brúk-
anlegur sem slæbebest hjá
hverjum mathematíkus, því
hann er þar heima sem víðar
annarsstaðar." (155).
Frágangur bókarinnar er allur
hinn vandaðasti, eins og annarra
bréfasafna Finns Sigmundsson-
ar, látlaus og smekklegur.
E. H. F.