Vísir - 04.02.1967, Blaðsíða 9

Vísir - 04.02.1967, Blaðsíða 9
V1SIR . Laugardagur 4. febrúar 1967, os* Minning Þorsteinn Jósepsson blaðamaður fæddur 18. júli T907 — dáinn 29. janúar 1967 JjORSTEINN JÓSEPSSON var hógvær maður og af hjarta lítillátur. Hann var hlédrægur og hafði sig ekki í frammi að óþörfu. Hann var listhneigður og listelskur, náttúrubarn i þess orðs beztu merkingu, víðförull innanlands sem utan, en bezt naut hann sin í faðmi blárra fjalla síns föðurlands. Þorsteinn var maður far- sæll í starfi og átti sér mörg áhugamál. Bókasafnari var hann mikill og áhugamaður í ljósmyndagerð, enda mun hann hafa átt eitthvert stærsta og bezta ljósmyndasafn, aðal- lega landslagsmynda, sem völ er á hérlendis. Hann var hlýr maður og aðlaðandi, gat verið gamansamur, en þó aldrei á annarra kostnað. Ritfær var hann vel, og ritstörfum helgaði hann krafta sína aðallega, bæði sem blaðamaður og rit- höfundur. Nokkurn þátt tók Þorsteinn í félagsstörfum, einkum Ferða- félags íslands, enda vildi hann leggja öllum góöum málum liö og hvarvetna naut hann vin- sælda og fyllsta trausts. Þorsteinn réðist til Blaða- útgáfunnar Vísis er ég hafði þá nýlega tekið við ritstjóm þess blaðs. Störfuðum við þar saman í 14 ár og bar aldrei skugga á samvinnuna. Hann var maður sem ég sakna og vona ég að ofanrituð kveðju- orð beri vitni um álit mitt á honum og hlýhug minn í hans garð um leið og ég votta aðstandendum hans samúð mína. Kristján Guðlaugsson. fjorsteinn var fæddur 18. júlí 1907 á Signýjarstöð- um í Hálsasveit í Borgarfirði, sonur hjónanna Jóseps G. Elíeserssonar og Ástriðar Þor- steinsdóttur. Jósep var ættað- ur úr Húnavatnssýslu, en Ást- ríður var dóttir Þorsteins bónda Magnússonar á Húsa- felli. Þau hjón söfnuðaldrei neinum veraldarauði, urðu nafntoguð vegna kosta sinna ágætra og sérkenna. Bæði voru þau vel gáfuð, hún var gott skáld en hann var fjallamaður og göngugarpur svo af bar. Þeim varð tveggja barna auðiö, þeirra er upp komust. Ástríður hjúkrunarkona á Reykjalundi er dóttir þeirra og svo Þorsteinn sem nú er borinn til grafar. Þorsteinn fékk f ríkum mæli í arf sérkenni og afburðakosti foreldra sinna. Þau unnu honum mjög og dáðu. hann var mjög tápmikiIJ og gáfaður, og hlaut uppeldi sem var frjálst og ást- rikt. Þess vegna fór víðs fjarri ag hann færj sömu götur og jafnaldrar hans í sveitinni, enda á fárra færi að fylgja honum f flestum skilningi Hann var göngugarpur og fjallamaður eins og faðir hans, hann var ritfær og ræðuskörungur, það voru eiginleikar fengnii frá báðum foreldrum. í stað þess að heyja harða lífsbaráttu að sið annarra ungra manna þeyttist hann um fjöll og byggðir og hafði á ung- um aldri kannað Island gjörvallt. Síðan var farið til útlanda og þau könnuð af sömu atorkunni. Framúrskarandi hlýtt viðmót aflaði honum vina hvar sem hann kom, og alltaf var sem birti í húsi af nærveru hans. Hann skrifaði greinar í blöð og tíma- rit, jafnt á þýzku sem fslenzku, hann flutti fyrirlestra sem gamla fólkinu þóttu vondir vegna mildra og víðsýnna við- horfa í ýmsum málum. Hann gaf líka út skáldsögur. Hann tók betri myndir en aðrir menn. Þegar hann staðfesti ráð sitt fór afl hans að beinast inn á fastar brautir. Hann gerðist blaöamaður við dagblaðið Vísi og starfaði við það til æviloka. Ungur fór hann aö eignast bæk- ur, en nú safnaði hann bókum með þeim hætti að snilld má teljast, og er bókasafn hans orðið víðfrægt, það má jafna því við gimstein. Allmargar urðu þær bækur sem hann samdi, og sú síðasta af þeim „Landið þitt“ kom út nú fyrir jólin. Til hins síðasta voru myndir hans með sama glæsibragnum og þeg- ar hann var unglingur heima á Signýjarstöðum. Reglusemi hans og snyrtimennska gerði allt sem hann snerti á að dýr- gripum. Á heimili hans lagði hlýju hans og ástúð út úr dyr- um. Alla ævi var Þorsteinn öðru vísi en aðrir menn og í flestu sem hann tók sér fyrir hendur samferðamönnum sínum fram- ar, og var það mikill skaði að þvílíkur maður skyldi ekki ná elli. Þorsteinn var kvæntur Jóse- fínu Gísladóttur og átti með henni eina dóttur bama, Ástríði. Jósefína er látin fyrir allmörg- um árum. Síðar kvæntist hann þýzkri konu, Edith, sem lifir mann sinn. Þorsteinn Þorsteinsson. jþakklátum huga fyrir góð kynni vil ég minnast starfs- bróður míns Þorsteins Jóseps- sonar nokkrum orðum. Ég var búinn að vinna lengi við Vísi, þegar han- kom atf blaðinu fyrir rúmurn aldarfjórðungi, og mestallan þa n tima vorum við starfsfélagar, og þess er ljúft aö minnast, að samstarfið við þenn- an góða dreng, ötula og sam- vizkusama blaðamann, var í alla staði hið ánægjulegasta, En það er annarra og víðtæk- ari kynna aö minnast en þeirra, sem tókust með okkur í starfi okkar sem blaðamanna. Ég átt einnig þvi láni að fagna, að kynnast Þorsteini sem samferða manni, ferðafélaga. góðum leiö- sögumanni, sem unni landinu sínu og fegurð þess, og opnaði augu mín sem margra annarra fyrir henni, í orðum og eink- um í myndum, en borgfirzki sveitapilturinn Þorsteinn Jóseps- son hafði hlotið í arf frábæra og næma athyglisgáfu og glöggt auga, eins og fram kemur skýr- ast og bezt í myndum hans af náttúru Islands. Fræðaþulurinn Kristleifur Þor- steinsson á Stóra-Kroppi vissi hvað hann gerði, er hann bað hinn unga frænda sinn, að skrifa um borgfirzka náttúru- fegurð, en ritgerð Þorsteins um það efni, er lokaritgerðin í safni Kristleifs Úr sögu Borgarfjarð- ar. Ég mundi vel þessa ritgerð míns látna vinar og ég hefi les- ið hana á ný nú að honum látn un í því. Það er hin fullkomna nautn í fegurðinni, og þannig hefi ég lifað mörg undursamleg augnablik í borgfirzkri byggð og borgfirzkum öræfum". I beztu myndunum sínum opnaði Þorsteinn fyrir okkur álfaborgir mikillar fegurðar, sem okkur var áður hulin. Og fvrir þær má öll þjóöin þakklát vera. um, en það sem hann segir þar sjálfur skýrir bezt hvað til grund vallar lá, er hann ' beztu mynd- um sínum seiddi fram hið sér- kennilega og fagra, sem áður var alveg hulið eða móðu hul- ið mörgum. „Lfnur og litir eru undirstöðu- atriði allrar landslagsfegurðar, en hver sá, sem ekki sér annað l henni en þetta tvennt, fær aldrei notið hennar á fullkom- inn hátt. Það, sem fullkomnar fegurðina, er ljósiö, sem skfn á landið, og „sálin“, sem í því er. Birtan ein nægir ekki til að gefa landinu lff. Miklu fremur eru það andstæðumar milli Ijóss og skugga, sem setja á það svip. og þvf meiri sem andstæðurnar eru fjölþættari og mýkri. Þess vegna hafa ský ótrúlega rnikil áhrif á landslagsfegurð, ekki að- eins vegna skugganna, sem þau varpa frá sér. heldur vegna þeirra sjálfra, vegna hverfleika þeirra og óendanlegrar marg- þættni í lögun og litum. En þaö, sem ég kalla „sál“ í landslagi, og það, sem ég álít veigamesta atriðiö í fegurð þess, er, þegar þaö svarar til einhvers hugar eða tilfinningaástands í manm sjálfum, þegar það vekur mann til nýrra viðfangsefna. eða þeg- ar maður finnur sálræna svöl- En við öll, sem unnum með Þorsteini í erli daglegs sam- starfs, minnumst þakklátum huga góðs drengs og félaga, drengskapar hans og tryggðar, og sfðast en ekki sízt hetjulund- ar hans og æðruleysis i erfiðri sjúkdómsbaráttu, og vottum ást- vinum hans innileeustu samúð f miklum missi. Axel Thorsteinson Fjorsteinn Jósepsson blaða- maður lézt að kvöldi sunnu- dagsins 29. f. m., og fer útför hans fram frá Dómkirkjunni ■ Reykjavík í dag. Þorsteinn fæddist að Signýj- arstöðum í Hálsasveit f Borgar- firði 18. júlí 1907 Foreldrar hans voru Jósep G. Eliesersson, bóndi á Signýjarstöðum, og kona hans, Ástrfður Þorsteins- dóttir, bónda á Húsafelli Jak- obssonar. Þorsteinn ólst upp í föðurgarðj við algeng sveita- störf, en naut bó meira frjáls- ræðis í æsku en títt var á þeim árum. Kom þá þegar f ljós, hve mjög hugur hans hneigðist að útivist og ferðalögum, einkum , um fjöll og óbyggðir. Var hann oft einn á ferð á unglingsárum sínum fjarri alfaraslóðum. Þótti ýmsum slíkt hátterni harla und- arlegt Ungur lagði Þorsteinn stund á íþróttir, einkum hlaup. og var þar framarlega í flokki Hann var áhugasamur ung- mennafélagi heima i sveit sinni. tók þátt f leikstarfsemi os' ýmsu öðru félagslífi, enda var hann maður félagslyndur alla ævi Um tvítugsaldur hleypti Þor- steinn heimdraganum og hélt til Þýzkalands. Ekki alllöngu eft- ir komuna þangað var hann ráð- inn sem fyrirliði fyrir unglinga- hóp við leiki og störf á eyjunni Hallig Siideroog < Norðursjó. Hugsjónamaðurinn Hermann Paulsen rak þar sumarbúðir fvr- ir unglinga, og var honum eink- ar hugleikið að fá til dvalar hjá sér unglinga frá Norður- löndum, en auk þess dvöldust jafnan hjá honum unglingar víðs vegar að. Að þessu sinni dvaldist þar meðal annarra hóp- ur unglinga frá Ziirich, og var fyrirliði þeirra kennari þar f borg. Willy Blotzheimer. Tókst brátt með honum og Þorsteini góður kunningsskapur, er síðar þróaðist f hina traustustu vin- áttu. Vafalaust hafa kynnin af Willy Blotzheimer ráðið mestu um það, að Þorsteinn hélt þessu næst til Ziirich. Tók Blotzheim- er hann á heimili sitt, og dvald- ist Þorsteinn þar allan tímann, sem hann var f Ziirich, og frem- ur sem fóstursonur en gestur. Einnig tókst brátt góð vinátta með Þorsteini og Emil Jucker uppeldisfræðingi og fjölskyldu hans, og dvaldist Þorsteinn síð- ar um skeið á því heimili. Þeir Blotzheimer og Þorsteinn ferðuðust mikið um Sviss, og greiddi hinn fyrmefndi götu Þor steins á allan hátt, svo sem bezt mátti verða Nam Þorsteinn margt f Sviss á þessum árum sótti að staðaldri háskólafyrir- Iestra og las mikið, einkum þýzk ar bókmenntir og þýzka heim- speki. Eignaðist hann margt góðra vina f Sviss, enda varð honum land og þjóð svo kært, að ekki er ofmælt að segja, að hann liti á Sviss sem sitt ann- að föðurland. Og þakklæti hans og hlýhugur f garð Svisslendinga var meira en orðin tóm, svo sem vænta mátti af hans hálfu Ávallt stóð heimili hans opið öllum SviSslendingum, sem hing- að leituðu, óg greiddi hann á allan hátt götu þeirra. Kom það bezt f ljós nú við fráfall hans. hver ítök hann átti í hugum fjölmargra Svisslendinga. Þegar Þorsteinn kom heim eftir þriggja ára dvöl erlendis, hvarf hann til æskuheimilis síns á nýjan leik og dvaldist þar að mestu allmörg næstu ár- in. Á þeim árum komu út fyrstu bækur hans: Tindar smásögur (1934), Ævintýri förusveins, ferðaminningar frá Þýzkalandi og Sviss (1934) og Undir suð- rænni sól, ferðaminningar frá Sviss (1937). Síðan komu út bækurnar 1 djörfum leik, frá- sagnir af íþróttasigrum (1946) Týrur. smásögur (1946), Gamlar bækur og bókamenn I—II, rit um fslenzka bókfræði (1963 og Framh. á bls. 13

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.