Vísir - 04.02.1967, Side 16
I
VISIR
< /ICUI Uctl 1(/UI
Hnskólanum færð-
ar 100 þúsund
krónur að gjöf
Forráðamenn fyrirtækisins J.
Þorláksson & Norðmann hafa af-
hent Háskóla íslands 100 þús. kr.
að gjöf í minningarsjóð Jóns Þor-
lákssonar verkfræðings, til styrkt-
ar verkfræölnemum við Háskóla ís
lands eða til framhaldsnáms við er-
lenda háskóla.
Gjöfin er afhent í tilefni af 50
ára afmæli J. Þorláksson & Norð-
mann h.f. en sjóðurinn var stofnað
ur á 75 ára afmælisdegi Jóns Þor-
lákssonar árið 1952 af ekkju hans
frú Ingibjörgu Þorláksson.
Úthlutanir úr sjóðnum fara fram
árlega.
K0MUM SAMAN TIL ÞESS AÐ
VIÐHALDA KYNNINGUNNI"
Niðjasamtök Gunnlaugsstaða héldu árlegan fagnað sinn i gærkvöld,talað
við Oskar Jónsson, einn af 16 systkinum, sem stofnuðu samtókin
— Síöast þegar ég vissi ætl-
uðu urn 140 manns að koma á
fagnaðinn, allt afkomendur og
tengdabörn hjónanna Jóns Þór-
ólfs Jónssonar bónda á Gunn-
laugsstöðum í Stafholtstungum
í Borgarflrði og Jófríðar Ás-
mundsdóttur frá Höföa í Þver-
árhlíð, sagði Óskar Jónsson, einn
af. 16 börnum þessara merkis-
hjóna, þegar blaðlð talaði viö"
hann fyrir skömmu.
Er Óskar talsmaður Niðjasam
taka Gunnlaugsstaða sem héldu
árlegan fagnað sinn í Lindarbæ
í gærkvöldi. Eru niðjasamtökin
ærið merkilegur félagsskapur
þar sem hann er bundinn við
eina ætt, systkinin 16, sem öll
eru á h'fi og maka þeirra, böm,
barnabörn og barnabarnabörn.
Er blaðinu ekki kunnugt um jafn
fjölmenn niðjasamtök sem koma
saman reglulega.
Upphaflega voru samtökin
stofnuð að Bifröst í Borgarfirði
þann 4. júlí 1965 af systkinun-
um 16.
— Ég held að fátítt sé að
stofnað sé til svona ættarsam-
taka, segir Óskar, þótt ættarmót
hafi veriö haldin hér í bænum.
Við höfðum hugsað okkur að
koma saman einu sinni á ári
og í byrjun hugsuðum við okk
ur fremur að halda mót annað
hvert ár uppi í Borgarfirði og
héldöm í fyrra þannig skemmt-
un og höldum því sennilega á-
fram. En svo langaði okkur,
þau af ættinni, sem erum bú-
sett í Reykjavik og nágrenni að
Framh. á bls 10
Skákkeppni stofnana
hefst 15. febrúar
— keppt um Visis-bikarinn
Skákkeppni stofnana hefst 15.
þ.m. i Lidó. Þetta er 8. firma-
keppnin, en þátttaka fyrirtækja hef
ur jafnan verið góð. í fyrra tóku
40 sveitir þátt í keppninnl. Keppt
er um verðlaunabikar, sem dagblað
ið Víslr gaf á sinum tíma.
Teflt verður í tveimur flokkum
6 umferðir eftir Monrad-kerfi, tvær
umferðir á kvöldi.
A-sveit Búnaðarbankans sigraði í
fyrra f A-fiokki og B-sveit Hreyfils
í B-flokki.
Samkvæmt reglum keppninnar
falla 7 neðstu sveitirnar í A-flokki
niður f B-flokk, en 7 éfstu sveitir
í B-flokki flytjast upp í A-flokk.
Hver sveit keppir á 4 borðum, en
sveitin má vera skipuð allt að 7
mönnum, 3 varamönnum.
Jón Kristinsson sér um fram-
kvæmd mótsins fyrir hönd Skák-
sambands íslands og tekur við þátt
tökutilkynningum í síma 19927 og
veitir allar nánari upplýsingar. —
Auk þess má sk'Ia i''>tttökutilkynn
ingum í pósthólf 674.
i
Loftleiðir flytja i nýja farmiðasólu:
Innréttuðu á mánuði!
Loftleiðir láta ekki að sér
hæða, þegar byggingafram-
kvæmdir eru annars vegar. 1
morgun opnuðu Loftleiðir glæsi-
lega söluskrifstofu í 80 fermetra
húsnæði að Vesturgötu 2, þar
sem llstaverk íslenzkra málara
prýða harðviðarveggi og dún-
mjúk teppi á gólfum. Fyrir rúm-
um mánuði var Rafrorka með
verzlun sína í þessu húsnæði,
en Loftleiðir keyptu húsið í
desembermánuði og hófu þegar
í ársbyrjun að innrétta það með
þeim árangri að nú er allt til-
búið.
Til þessa hafa Loftleiðir búið
við heldur þröngan húsakost
fyrir farmiðasölu sína, nú síð-
ast í Lækjargötu 2, Austurstræt-
ismegin, en þar var aðeins hægt
að koma fyrir 2 skrifborðum
vegna þrengsla. Gerði starfs-
fólkið að gamni sínu í gær og
sagði aö einn hefði alltaf orðið
að vera úti í einu til að allir
kæmust að, sem vildu. „Þetta
var líkt og á loftbor, — við
unnum á hálftíma vöktum“.
Húsnæðið að Vesturgötu 2
keyptu Loftleiðir af Verzlunar-
Framh. á bls 10
Niðjar Gunnlaugsstaðaættar, fjölmennustu niðjasamtök sem um getur komu saman í Lindarbæ í gærkvöldi.
Slökkvistöðin / Keflavík
senn
I Samkvæmt upplýsingum sem
Helgi S. Jónsson, slökkviliðsstjóri,
veitti blaðinu, mun fvrsti áfangi
nýrrar slökkvi- og lögreglustöðvar
byggingar í Keflavík verða tekinn
í notkun um mánaðamótin febrúar
marz. Helgi sagði að sá áfangi,
sem nú er verið að liúka viö, sé
^aðeins einn fjórði hiuti fyrirhug-
aðrar byggingar. Geymslurými i
þessum hiuta verður fyrir sex bif-
reiðir, en auk þess verður þar
varðstofa og eitt herbergi til við-
bótar. í kjallara eru geymslur og
kyndiklefi. Aðstaöa verður til við
gerða á slökkviliösbifreiðunum, en
slökkviliöið á nú 3 bifreiðir og
á von á þeirri fjórðu í marz.
Slökkviliðið annast brunavarnir á
skaganum, m. a. í Sandgeröi,
Grindavík, Garði, Niarðvíkum og
Keflavik.
Á síðastliðnu ári urðu útköll 58
í allt, og skiptust þau niður á
fyrrgreinda staði. Brunar urðu
bæði í húsum og bátum. 24 menn
eru í slökkviliðinu, en enginn fast-
ráðinn ennþá, sagði Helgi.
Bygging slökkvistöðvarinnar
hófst í ágúst sl. og mun fyrsti
áfanginn verða tilbúinn til notk-
unar um mánaðamótin febrúar —
marz, eins og fyrr ségir.
Þórarinn Ólafsson er trésmiða-
meistari við bygginguna, og er
hún hin vandaðasta að öllum frá-
gangi, sagði Helgi að lokum.
Gunnar Gunnarsson í
14-17 sæti í Júgóslavíu
Gunnar Gunnarsson teflir nú á^
millisvæðamóti f Júgóslavíu — í l
Vranjacka Banja og síðast þegar
fréttist frá Gunnari voru fimm um-
ferðir eftir og hann í 14-17 sæti
með fjóra vinninga. Efstir á mót-
inu voru þeir Ivkov og Matanaovic
með 8y2 vinning hvor, Georghiu og
Fuchs með ll/2 vinning og síðan
þeir Hamann, Barczay og Kostro
með 7 vinninga og Lengzel og
Jansa með 6]/2 vinning hvor, en
Gunnar gerði jafntefli við hina þrjá
síðasttöldu.
Gunnar á eftir að tefla við Iv-
kov, Georghiu, Barczay og Pach-
man, sem allir eru fremur sterkir
skákmenn. Fyrstu skákir Gunnars
á mótinu fóru heldur illa, en hann
hefur sótt sig upp á síðkastið.
Þátttakendur eru 18 í mótinu.
Sjólfstæðísfélögin
ó Akureyri
Spilakvöld verður n.k. sunnudags
kvöld í Sjálfstæðishúsinu á Akur-
eyri. Hefst það kl. 20.30. Félagsvist
og góð verðlaun. Maríus Helgason
umdæmisstjóri flytur ávarp.
Skemmtiatriöif Dansað til kl. 1.
Forsala aðgöngumiða verður i skrlf
stofu Sjálfstæðisflokksins Hafnar
stræti 101 á sunnudae kl. 2-3.
)